Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 51 ÚTVARP/SJÓNVARP ÚTVARP © FÖSTUDAGUR 24. apríl 6.4B Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. Jón Bald- vin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Erlingur Sigurðarson talar um dag- legt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.0B Morgunstund barn- anna: „Antonía og Morgun- stjarna" eftir Ebbu Henze. Steinunn Bjarman þýddi. Þórunn Hjartardóttir les (5). 9.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.30 Mér eru fornu minnin kær. Umsjón: Einar Krist- jánsson og Steinunr, S. Sigurðardóttir. (Frá Akur- eyri.) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.OB Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Hádegisfréttir 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Fall- andi gengi" eftir Erich Maria Remarque. Andrés Krist- jánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (3). 14.30 Nýtt undir nálinni. Elín Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 1B.0B Landpósturinn. Lesið úr forustugreinum landsmála- blaða. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.06 Dagbókin. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.0B Síðdegistónleikar. a. PÐeter Schreier syngur Ijóðalög eftir Felix Mend- elssohn. Walter Olbertz leikur með á píanó. b. Les petite rien, balletttón- list eftir Wolfgang Amadeus Mozart. St. Martin in the Fields-hljómsveitin leikur; Neville Marriner stjórnar. 17.40 Torgið — Viöburðir helgarinnar. Umsjón: Þor- geir Ólafsson. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.06 Torgiö, framhald. Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erl- ingur Sigurðarson flytur. 19.40 Náttúruskoðun. Einar Egilsson flytur þáttinn. 20.00 „Royal Winter Music" eftir Hans Werner Henze. Jungen Ruck leikur á gítar. (Hljóðritun frá útvarpinu í Stuttgart.) 20.30 Framboðsfundur í sjón- varpssal. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veöurfregnir 22.20 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.00 Andvaka. Þáttur í umsjá Pálma Matthíassonar. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 24. apríl 18.30 Nilli Hólmgeirsson Þrettándi þáttur. Sögumað- ur Örn Árnason. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 19.00 Litli græni karlinn (11) Sögumaður Tinna Gunn- laugsdóttir. 19.16 Á döfinni Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Poppkorn Umsjónarmenn Guömund- ur Bjarni Harðarson, Ragnar Halldórsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 20.00 Fréttir og veöur 20.46 Auglýsingarogdagskrá 20.60 Hringborösumræöur I lok kosningabaráttu. Ingvi Hrafn Jónsson stýrir umræöum formanna eða annarra fulltrúa stjórnmála- flokka og framboðssam- taka. 22.30 Rokkarnir geta ekki þagnaö Hljómsveitin Fullt hús gesta kynnt. Umsjón: Hendrikka Waage og Stefán Hilmars- son. 22.66 Seinni fréttir 23.06 Maðkar í mysunni (Family Plot) Bandarísk bíómynd frá árinu 1976. Leikstjóri Alfred Hitc- hcock. Aðalhlutverk Karen Black og Bruce Dern. Heldri kona leitar til miðils og öölast mikilvæga vitn- eskju varðandi fortíð fjöl- skyldu sinnar. Leigubilstjóri nokkur býður hefðarfrúnni aðstoð sína við að greiða úr fjölskyldumálunum enda eru góð laun í boöi. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 01.10 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 24. apríl §17.00 Rita á skólabekk (Educating Rita). Nýleg bresk gamanmynd með Michael Caine og Julie Walters í aðalhlutverkum. Mynd þessi er byggð á leik- riti Willy Russel sem hefur verið sýnt í 20 ár samfleytt í London. Teflt er fram tveim andstæðum; annars vegar Ritu, hressilegri hár- greiösludömu, sem ákveður að leggja út á menntabraut- ina, hins vegar drykkfelld- um, kaldhæðnum prófess- or, sem ráöleggur nemendum sínum að taka námið ekki of alvarlega. Leikstjóri er Lewis Gilbert, sá sami og leikstýröi Micha- el Caine í kvikmyndinni Alfie. §18.46 Myndrokk. 19.05 Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. Áhorfendur Stöðvar Tvö á opinni línu f síma 673888. 20.20 Klassapíur Allt er fertugum fært og vel það, eins og sannast í þess- um þætti um klassapíumar. §20.45 Gelmálfurinn Geimveran Alf setur svip sinn á heimilshald Tanner- fjölskyldunnar. §21.10 Vorboði (Swarm in May). ( þessari bresku sjónvarps- mynd er börnum og ungl- ingum gefið tækifæri til að spreyta sig á kvikmynda- gerð og koma hugmyndum sínum á framfæri. Kvik- myndagerðarmennirnir og leikararnir eru á aldrinum 10—15 ára. §22.40 Hættuspil (Kicks). Bandarísk spennumynd frá 1985. Aðalhlutverk: Anth- ony Geary, Shelley Hack, Tom Mason. Leikstjóri er Willlam Wiard. Ung kennslukona sættir sig ekki við hversdagsleikann. Hún keyrir um á hraðskreiðu mótorhjóli og sækir í áhættu og spennu. Þegar hún hittir ungan mann sem hugsar á sömu nótum er hættan á næsta leiti. §00.15 Staðgengillinn (Body Double) Leikstjóri þessarar kvik- myndar er Brian De Palma, en með aðalhlutverk fara Craigi Wasson, Greg Henry og Melanie Griffith. Á hverju kvöldi svalar ung og falleg kona ástriðum sínum. Nágranni hennar fylgist með í gegnum sjón- auka. Kvöld eitt verður hann vitni að morði á henni án þess að fá nokkuð að gert. Mynd þessi er stranglega bönnuð börnum. §02.06 Myndrokk. §03.00 Dagskrárlok. 00.10 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 01.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. FÖSTUDAGUR 24. apríl 00.050 Næturútvarp. Gunn- laugur Sigfússon stendur vaktina. 6.00 í bítiö. Erla B. Skúladótt- ir léttir mönnum morgun- verkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Óskalög hlust- enda á landsbyggöinni og getraun. 12.20 Hádegisfréttir 12.46 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.06 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. Meðal efn- is er lýsing frá leik (slend- inga og Svia á Noröurlanda- mótinu í körfuknattleik í Horsens í Danmörku. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Lög unga fólksins. Val- týr Björn Valtýsson kynnir. 21.00 Merkisberar. Skúli Helgason kynnir tónlistar- menn sem fara ekki troðnar sloðir. 22.05 Fjörkippir. Erna Arnar- dóttir kynnir dans- og skemmtitónlist. 23.00 Á hinni hliöinni. Þráinn Bertelsson sér um þáttinn að þessu sinni. 00.10 Næturútvarp. Andrea Guðmundsdóttir stendur vaktina til morguns. 02.30 Ungæði. Hreinn Valdi- marsson og Sigurður Gröndal senda hlustendum tóninn og láta flest flakka. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. FÖSTUDAGUR 24. apríl Dagur íslenskrar tón- listar á Bylgjunni 7.00— 9.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar viö hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Föstu- dagspoppið allsráðandi, bein lina til hlustenda, af- mæliskveðjur, kveðjur til brúðhjóna og matarupp- skriftir. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Frétta- pakkinn, Þorsteinn og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast meö því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk f bland við tónlist. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar síðdegispoppiö og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavík síðdeg- is. Þægileg tónlist hjá Ástu, hún lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 20.00—24.00 Músíktilraunir Bylgjunnar og Tónabæjar 1987. Úrslitakvöld. Bein út- sending frá Tónabæ. 8 hljómsveitir keppa til úrslita. Auk þeirra leikur hljómsveit- in MX 21. Hljóðstjórn: Siguröur Ingólfsson, Gunn- arSmári Helgason og Bjami Friðriksson. 24.00—03.00 Haraldur Gfsla- son, nátthrafn Bylgjunnar, kemur okkur f helgarstuð með góðri tónlist. 3.00— 8.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. í - Minning: Þórarinn Bjamason frá Reyðarfirði Fæddur 9. nóvember 1907 Dáinn 14. apríl 1987 Löng og farsæl lífsganga er á enda runnin. Lúinn erfiðismaður, sem átti dug og bjartsýni að beztu leiðarmerkjum, hefur nú lagzt til hinztu hvíldar. Dijúgt liggur dags- verkið að baki, þar sem atorkan og æðruleysið héldust í hendur, þar sem ætíð var réttu horfi haldið. í önn þessara umrótsdaga verða fá og fátækleg kveðjuorð ein að duga, þar sem merlar á fáein minn- ingabrot frá býsna fjarlægri tíð, þegar starfsvettvangur beggja var heima, heima á Reyðarfirði, þar sem Þórarinn gekk bemskunnar spor, þar sem ævigangan var lengstum þreytt, þar sem faðmur fjölskyld- unnar var og bamahópurinn efni- legi og stóri komst á legg. Lífsbaráttan var á stundum erfið og óblíð, lífsbjörgina þurfti oft langt að sækja, flarri fjölskyldunni var langtímum dvalizt til að sjá mætti öllum farborða. Enn býr erfíðisfólk á íslandi við alltof langan starfsdag, stritið er alltof víða áberandi, en örðugri um flest vom þó þeir tímar, sem Þórar- inn þurfti á öllu sínu þreki og þori að halda, en lífsgæðin færri og fá- breyttari og nægjusemi og nýtni vom í heiðri höfð. Um það vom þau hjónin samhent sem í öðru að bjarg- ast sem bezt og skila bömunum sínum heilum í framtíðarhöfn. Ég heyrði aldrei víl eða vandræðahjal, en ég hlýddi á heita hvatning um að duga betur í baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi, þar sem hlutaskiptin yrðu í samræmi við álag og erfíði handar og huga, þar sem réttur hvers einasta manns væri virtur að verðleikum og verka- launin réttlát og sönn umfram allt. Þórarinn var maður mikillar rétt- lætiskenndar og verkalýðshreyfíng- in átti þar ötulan talsmann bættra kjara og betra lífs. Félagshyggjan var honum í blóð borin. Við áttum þess vegna ágæta samleið og hollt þótti mér að hlýða á ráð sem gagn- rýni hins raunsanna alþýðumanns, sem miðlað gat svo ríkulega af reynslunnar bmnni. Tæpitungu tal- aði hann enga, en grunnt var á glettninni og oft erfítt að greina á milli, hvenær alvaran var með í leik eða gáskinn einn allsráðandi. En þannig var Þórarinn, gleðin og al- varan áttu þar sinn sess og samastað og hvoru tveggja beitt af ærinni list, því orðheppni var einstök og honum gat sannarlega hitnað í hamsi, ef veija þurfti að sækja réttmætan málstað. Ég var svo lánsamur að mega hitta þau sómahjón fyrir skömmu og gott var að finna gleðinnar streng bærast enn í bijósti þeirra, þrátt fyrir að þrekið hefði dvínað og daprast. Enn leitaði hugurinn heim, þar sem svo margar mætar minningar hrönnuðust að. Hlýtt var handtakið og bjart brosið og gott er þess að minnast við leiðarlok. Ég ætla mér ekki þá dul að rekja æviferil Þórarins, þó af ýmsu væri að taka. Þórarinn var borinn og bam- fæddur Reyðfirðingur, fæddur í Bakkagerði. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Ólafsdóttir frá Stóru-Breiðavíkurhjáieigu í Helgu- staðahreppi og Bjami Nikulásson frá Teigagerði í Reyðarfirði, en þar bjuggu þau hjón lengst, einstök atorkuhjón. Ættfólk Þórarins er æði margt austur þar, kjamafólk dugnaðar og drengskapar. A Reyðarfírði ólst hann upp, ærið snemma var til verka haldið og á Reyðarfirði átti hann lengstum sinn starfsdag. Hann var verkfús og verklaginn, yndi hans og ánægja af skepnum var slík að án efa hefði hann orðið hinn bezti bóndi. En það var til sjávarins, sem hann sótti lengst sína lífsbjörg mesta. Hann var á síld á summm, landmaður á vertíðum og alltaf sami áhlaupa- maðurinn, sem vannst allt jafn vel. Vegavinnu stundaði hann lengi og raunar var þar gripið til hendi, þar sem eitthvað var að hafa á þessum tímum. Það varð lífslán Þórarins hið mesta að eignast slíkan lffsföm- naut, sem Jónlína ívarsdóttir er, hörkudugleg, glaðsinna með af- brigðum, mikil móðir og húsmóðir. Jónlína er frá Djúpavogi ættuð, þar sem hún á margt ættmenna. Þau Þórarinn gengu í hjónaband 28. maí 1929. Fyrstu 10 búskaparárin eða svo áttu þau heimili á Djúpa- vogi, en síðan lá leiðin til Reyðar- fjarðar, þar sem Teigagerðisklöpp eða Klöpp varð heimili þeirra £dlt þar til þau fluttu til Hafnarfjarðar 1972. Þar unnu þau hjá Bæjarút-j gerð Hafnarfjarðar allt til sjötugs og undu þar hag sínum vel. Böm þeirra hjóna em: Bjami kennari á Selfossi, _ Þóranna hús- móðir í Kópavogi, Ásdís húsmóðir í Kópavogi, Óskar verkstjóri á Seyð- isfírði, Ivar vélvirki í Garðabæ, Þórir húsasmiður í Hafnarfírði og Valur bifreiðarstjóri á Fáskrúðs- fírði. Fríður hópur og farsæll. Það er ljóst, hvert hlutverk hús- móður var á slíku heimili, erfiði hennar og umönnun öll þó æmust, þegar húsbóndinn dvaldist mánuð- um saman fjarri til að sjá fjölskyld- unni sem bezt farborða. En samtaka unnu þau og allt fór á bezta veg með atorkusemi og útrt - sjónarsemi. Þórarinn var mikill heimilismað- ur, bamgóður með afbrigðum og lék við böm sín sem jafningja, þroskaði þau þannig og varð um leið góður faðir og mikill vinur. Þeir kostir lýsa eðlisfari hans allra bezt. Með Þórami Bjamasyni er horf- inn heillavinur góður heiman að, sem ævinlega var jafn ágætt að hitta. Traustur og trúr liðsmaður hins róttæka málstaðar réttlætis og jafnaðar er horfínn úr okkar röðum, Ég kveð hann með söknuði og þökkT fyrir gömul og kær kynni. Kæmm vinum mínum, ágætri konu hans, bömum þeirra og aðstandendum öðrum sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Góðum dreng er helguð góð minning. Helgi Seljan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.