Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987 Líkami módurinnar og lðgmál föðurins Um kenningar táknfræÖingsins Juliu Kristevu í Ijósi nokkurra dæma úr islenskum bókmenntum í ritum sínum byggir Julia Kristeva á lærðri evrópskri hefð sem hún gerir ráð fyrir að lesendur þekki. Þá skrifar hún einnig mjög sértækan og fræðilegan stíl, en þetta hvort- tveggja veldur því að verk hennar þykja nokkuð erfið aflestrar. Af rit- um hennar má nefna doktorsritgerð- ina La Révolution du langage poétique frá árinu 1974, þar sem hún Qallar um byltingarafl skáldlegs máls hjá frönsku módemistunum Lautrémont og Mallarmé, út frá sál- fræðikenningum Freuds og Lacans. Hluti af þessu verki hefur komið í enskri þýðingu undir nafninu Revol- ution in Poetic Language (1984), en í heild á þýsku, Die Revolution der poetischen Sprace (1978). Árið 1974 kom einnig út bókin Des Chinoises, eða Um kinverskar kon- ur, sem hún samdi eftir að hafa farið í kynnisför til Kína. í þessari bók sem hefur komið út á ensku undir nafninu About Chinese Women (1977) fjall- ar hún á mjög glöggan og ógnvekj- andi hátt um skilning Vestur- landabúa á hugtökunum kynjamismunur og kvenleiki. Árið 1980 kom Pouvoirs de l’horreur, í enskri þýðingu Powers of Horror (1982), þar sem hún fjallar um vald viðbjóðsins eins og það kemur fram í sálfræðikenningum og bókmennt- um, og árið 1983 Histoires d’amo- ur, eða Sögur um ást. í þeirri bók rekur hún sögu ástarinnar á Vestur- löndum um heimspekirit og bók- menntir allt frá tímum Platós til dagsins í dag og fléttar um leið máli sálsjúkra. Þá hafa komið út eftir Juliu Kristevu mörg söfn rit- gerða. Á ensku t.a.m. Desire in language eða Þrá í tungumáli, árið 1980, og síðastliðið haust kom út bókin The Kristeva Reader með völdum ritgerðum eftir hana og skýr- ingagreinum við eftir ritstjórann Toril Moi. Almennt mál/ skáldlegt mál Hér verður aðeins tæpt á þeim kenningum Juliu Kristevu sem varða tungumálið og tengsl þess við þau hugtök sem hún kallar líkama móð- urinnar og lögmál föðurins. Einnig verður lítillega vikið að því sem hún segir um ástina. Þessar kenningar hennar mun ég síðan leitast við að skýra í ljósi nokkurra tilvitnana í íslenskar bókmenntir. Julia Kristeva er táknfræðingur að því leyti að fyrir henni er það merking tungumálsins sem öllu skiptir: röddin sem það talar. Þessi rödd er ekki einræð, ber ekki í sér neina ákveðna merkingu, heldur er hún flókin, samsett og margræð. Kemur hún skýrast fram í máli skáld- skaparins, og þá alls ekki því sem sagt er beint og með berum orðum, heidur öllu fremur í því ósagða og bælda, sem þessi tegund tungumáls megnar að tjá. Rödd skáldskaparins, segir Kristeva, ber sögunni vitni, í henni kemur fram þörf mannsins jafnt sem þrá hans á hverjum tíma. Þess vegna telur hún að skáldlegt mál eigi að vera eitt af meginvið- fangsefnum nútímamálvísinda. Julia Kristeva gerir sem sagt greinarmun á almennu máli og skáld- legu máli. í máli skáldskaparins, segir hún, má sjá tilraun mannsins til að fylla það tóm eða þá djúpu einsemd sem myndast við aðskilnað bamsins frá móðurinni. Skáldlegt mál verður til ! togstreitunni milli líkama móðurinnar, sem er ímynd orðlausrar frumreynslu, snertingar, hlýju og tilfínninga, og þess sam- félagssáttmála — lögmál föðurins — sem bamið hlýtur að gangast undir og sem hefur tungumálið á valdi sínu. Heim móðurinnar og frumbemsk- unnar („semíótíska" kerfíð) hugsar Kristeva sér sem óheftan og orð- lausan heim hugarflugs og ímyndun- ar. Þessum heimi fylgir gleði, leikir, hamingja, snerting, hlýja móðurlífs- ins og líkamans, sem heimur sam- félagsins („symbólska" kerfíð) bælir niður og bannar. Þessar fmmhvatir sem heyra móðurinni til einkennast af glundroða, hrynjandi ogendalausu flæði sem safnast saman í því sem Kristeva með hugtaki frá Plató kall- ar kóru. Smám saman og um leið og bamið lærir tungumálið fer það að greina sundur þetta flæði, leitast við að hólfa það niður í orð og setja á það merkingu. Og þegar bamið er að fullu komið inn í samfélagið, heim föðurins, er kóran með allri sinni gleði og villta glundroða að meira eða minna leyti bæld. Eftir það verður hún aðeins skynjuð sem þrýstingur á hið almenna mál, mál- kerfíð með sinni einræðu merkingu og rökvísu setningum. Kóran er því ekki sérstakt tungumál, heldur kem- ur hún fram sem slög eða eða hrynjandi í málinu, óvæntar og órökvísar samsetningar, merkingar- leysa, þagnir, margrætt sjónarhom, brot, truflanir. Þennan þrýsting kór- unnar sem í sífellu leitast við að bijóta sér leið upp á yfírboð merking- arinnar kallar Julia Kristeva þrá í tungumálinu. Þessi þrá er að mestu bæld í hinu almenna og opinbera tungumáli, þar sem orðin hafa til- hneigingu til bókstaflegrar merking- ar, merkja einfaldlega það sem þau merkja og vísa lítið út fyrir það. Hún er hins vegar einkenni og aðal skáld- legs máls. Hver ansar þessu orði? Julia Kristeva sér þannig beint samband milli aðskilnaðarins við móðurina og máltöku bamsins. Þeg- ar samlífið við móðurina rofnar grípur bamið til tungumálsins. Tákn þessa aðskilnaðar er orðið mamma, fyrsta orðið sem bamið segir. En í því felst jafnt þrá eftir móðurinni — og kórunni — sem viðleitni bamsins til eigin lífs og sjálfsvitundar í heimi þar sem lögmál foðurins ríkir. Um leið og það er farið að skilgreina móður sína sem það var áður hluti af, verður bamið til sem einstakling- ur og móðirin sem fyrirbæri utan þess. Samfélagið verður til. Þetta ferli kemur fram á ákaflega táknrænan hátt í Sölku Völku, ! frásögninni af því þegar telpan upp- götvar að móðir hennar hefur farið frá henni um miðja nótt og skilið hana eftir eina: Mamma og Salka litla hennar mömmu voru auðvitað eitt og áttu altaf að vemda hvor aðra frá öllu illu einsog þegar hægri höndin vemdar hina vinstri, þær eiga báðar sömu sök. Og hún ætlaði að halla sér uppað bijósti móður sinnar að nýu. En bijóst móð- ur hennar var horfíð. Telpan reis uppvið dogg og þreifaði fyrir sér í rúminu við hlið sér, en rúmið var tómt. Móðir hennar var farin. Stundarkom horfði telpan útí myrkrið sleg- in lömun, og ósjálfrátt mynduðu varir hennar sig til að kalla: mamma, mamma. En þetta óskiljanlega orð fæddist andvana á vörum hennar, sem betur fór. Því hver ansar þessu orði ef mað- ur kallar það útí myrkrið í skelfíngu sinni? Einginn. Að verða fullorðin er að kom- ast að raun um að maður á ekki móður, heldur vakir einn í myrkri næturinnar. (Halldór Laxness, Þú vín- viður hreini, 1931, 7. kafli.) Svipaða mynd af bami — eða kannski öllu heldur bami sem orðið er fullorðið — má sjá í ljóði Þuríðar Guðmundsdóttur Dögun. Einnig þar uppgötvar bamið einsemd sína þar sem það liggur í rúminu og í myrkri. Þú grést þá heyrðir þú fótatak móður þinnar andartak vafði hún þig örmum og strauk hlýtt um kinn þína tárin þomuðu þú leist upp og sagðir mamma en hún svaraði ekki þú varst ein og sólin var komin upp (Ur Það sagði mér haustið, 1985.) Sjálf dögunin er hér sett upp sem andstæða faðmlagsins, snertingar- innar við móðurina, sem rofnar þegar bamið segir orðið mamma. Um leið kemur sólin upp, tákn lífsins fyrir utan, vaknandi sjálfsvitundar og eft- irvæntingar. Eftir að bamið hefur kastast út í samfélagið sem reynist kalt og mis- kunnarlaust leitast það stöðugt við að bæta sér upp þetta rofna sam- band snertingar og hlýju. Það getur gert það í listrænni sköpun, en einn- hann fór að hugsa um þetta, þá hét hann því með sjálfum sér í hefndarskyni að fara aldrei til hennar, hvað sem honum liði illa. Einu sinni hafði hann verið heilan dag að hjálpa bræðrunum að rista torf. Honum leið svo illa, af ótta við hina beittu torfljái í höndum þeirra, að hann ákvað að fara til hennar, skilyrðis- laust. Hann gleymdi því, að móðir hans hafði sent hann burt, og ímyndaði sér að hún byggi í timburhúsi með dymm á annarri hliðinni og glugga sitt hvom megin við dymar, og hátt þak, og strompur, og það var stofa, og það var legu- bekkur, já og gluggatjöld eins og hjá prestinum, meira að segja mynd á veggnum og alveg áreiðanlega almanak. Og hann var kominn til henn- ar. Hann var kominn yfír fjöll og fímindi. Hún tók brosandi samfélags sem karlmenn ráða. I Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson er mjög átakanleg lýsing á móðurmissi, en móðir Ugga Greips- sonar deyr þegar hann er á níunda ári. Á fyrsta afmælisdegi sínum eftir að hún er dáin liggur hann í rúminu og myrkrinu. Fótatakið og snertingin er draumsýn ein: Hugur minn var svo æstur að stappaði við óráð. Stundum reyndi ég að fela mig fyrir sjálfum mér: telja mér trú um, að um martröð væri að ræða. Tækist mér að hverfa á vit drauma og dular: hver veit nema ég þá vaknaði heima á Loftinu á Ófeigsstað og mamma hallaði sér yfír mig svo hárið á henni kitlaði mig í framan. En allt kom fyrir ekki! Það var lífið sjálft, sem hafði umhverfzt í sótthitaóra vægðarlausrar nætur, sem bakaði mér beyg og myrk- fælni: bamungum bauð mér Halldór Laxness ig og öllu heldur í ástinni með því að færa það yfir á annan einstakl- ing. En skortur á ást, segir Kristeva, er einmitt það sem þjakar nútíma- manninn og er orsök að óhamingju þess. Þessi tilfínning skorts er hættu- leg samfélaginu og því meira eða minna ómeðvituð, orðlaus og bæld. Hún verður því ekki sögð öðruvísi en á máli skáldskaparins, þar sem hún kemur fram í myndum þess, hrynjandi, brotnum setningum, þver- sögnum og þögnum. Skáldlegt mál er þess vegna byltingarkennt að því leyti að það bendir á grundvallar- kreppur í mannlegu samfélagi sem hið almenna mál breiðir yfir og bælir. Uppspretta skáldskapar Um rofíð samband við móðurina sem uppsprettu skáldskapar má sjá á fjölmörgum stöðum í íslenskum bókmenntum. Oft kemur þetta fram í minningu eða þá draumsýn um snertingu, faðmlag, sem reynist blekking. Andstæðan er ávallt um- heimurinn, miskunnarlaus og kaldur. Þegar Ólafur skáld Kárason er send- ur burt frá móður sinni nýfæddur er landnyrðingur og fjöll og fímindi aðskilja þau. Honum verður oft hugs- að til þessa atburðar, og þá einkum þegar hann liggur einn í rúmi sínu í myrkrinu, og er þannig á vissan hátt utan samfélagsins, jafnvel í móðurkviði: Hann hafði oft verið móður sinni töluvert gramur í hugan- um, af því hún hafði sent hann burt frá sér um hávetur í poka, til uppölslu hjá vanda- lausum, enda frétti hann meira en tíu árum eftir að hann skildi við hana, að hann hefði grátið svo mikið að allir héldu að hann ætlaði að sprínga; það hafði verið landnyrðíngur. Hvemig hafði móðir hans getað feingið af sér að senda hann burt í land- nyrðingi, eins og honum hlaut að hafa þótt vænt um hana? Laungu laungu seinna, þegar á móti honum og faðmaði hann að sér og grét yfír því að hafa látið hann fara frá sér í poka um vetur, og sagði að hann skyldi vera hjá sér að eilífu. Hann fyrirgaf henni og grét. Það var yndislegt að vera kominn til hennar. Já í myrkrinu, meðan hann var að sofna, var leiðin til hennar slétt og auðrötuð, og ekki meira en steinsnar. En þegar hann vaknaði að morgni og var geinginn út, þá var í lofts- laginu grár og algeingur kuldablær, snauður að lokkun og uppörvun; allar íjarlægðir voru snögglega orðnar veru- legar á ný; fjallið með gneypum klettabeltum og hvössum brúnum. Handan við íjörðinn risu önnur fjöll. Veg- urinn til hennar lá yfír mörg fjöll, háar heiðar, djúpa dali, skeijótta firði. (Halldór Laxness, Ljós heimsins (1937), 6. kafli.) í ímyndun drengsins er heimurinn sem móðirin býr ! fallegur og fríð- samlegur, algjör andstæða þess veruleika sem hann býr við sjálfur. Beitta ljái bræðranna sem hann hræðist og verða til þess að hann ákveður að fara til móður sinnar má sjá sem tákn um fallískt vald þess í hug, hrollskelfdum, að af þeim draumi yrði ekki vaknað til annars en afmáningar. Myrkrið þéttist — gerði sig líklegt til að kæfa mig. Á þessum morgni hafði mamma verið vön að færa mér í bólið spenvolga nýmjólk og heitar rúsínulummur. Væri ég vaknaður, lét ég sem ég svæfí, þangað til ég heyrði hljótt fótatak og hugljúf rödd hennar nefndi nafn mitt. Hver veit nema — ? Þama kom hún!... En ónei — fótatakið hafði orðið til innra með mér. Þá gafst ég upp, opnaði aug- un, leit í kringum mig. (Nótt og draumur (Fjall- kirkjan III, 1973, bls. 10— 11.) Frumútg. á dönsku 1926.) Eins og Uggi missti Gunnar móð- ur sína ungur. Fyrsta bók hans, sem hann gaf út sautján ára gamall, ber nafnið Móðurminning. í endurminningum sínum Það er eitthvað sem enginn veit lýsir Líney Jóhannesdóttir því þegar hún ung missir móður sína og verður í beinu framhaldi af því að yfirgefa bemsku- heimili sitt. Fyrir henni er minning móðurinnar án orða, hún er söngur, og samlagast fegurð landsins, skáld- skap, tilfinningum. í frásögninni sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.