Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987 B 5 Hoosiers en eftir eins og tveggja ára afmæli sitt. Þá voru þær kallaðar nýjar myndir, jafnvel í auglýsingum. Ef tveggja ára myndir eru hins vegar sýndar í bíóhúsunum núna þykja þær „gamlar", þótt það sé ekki auglýst. Þær §órar myndir auk Platoon sem útnefndar voru og hafa ekki verið sýndar hér eru The Moming After, Crimes of the Heart, Blue Velvet og Round Midnight (Bíóhöll- in hefur plaköt þeirra allra hang- andi í anddyrinu). En þær myndir, sem hlutu útnefningu og sýndar voru hér um það leyti sem Oskarsaf- hendingin fór fram, eru: Peggy Sue Got Married og Stand By Me í Stjömubíói, The Children of a Less- er God í Háskólabíói, Hoosiers (Best Shot) í Tónabíói, Aliens (endursýnd vegna Óskarsverðlaunanna) í Bíó- húsinu, A Room With að View, The Mission, Top Gun og Hannah and Her Sisters (endursýndar) og My The Mission síðustu ár? Svarið er eins einfalt og það er stutt. Samkeppni. Aður fyrr var ekkert sem heitir sam- keppni á milli bíóhúsanna því hver var með samninga við sitt risakvik- myndaver úti í Hollywood og skipti nánast eingöngu við það. Myndir voru jafnvel valdar eftir plakötun- um einum saman og glænýjar myndir voru dýrari en eins og tveggja ára myndir og á meðan enginn annar var að beijast við að hafa nýjar á boðstólum nema kannski um blájólin var ástæðu- laust að æsa sig yfír því. En tíminn fer hræðilega með myndir því þær geta orðið að fom- aldargrip á tveimur til þremur árum. Umræðan um þær er mest þegar þær em nýjar og svo fjarar hún út, áhuginn minnkar eftir því sem biðin lengist nema hjá nokkrum sérstökum áhugamönnum og loks- ins þegar hún er sýnd kemur kannski ekki helmingurinn á hana í fullu húsi áhorfenda en það er einfaldlega ekki þess virði að bíða eftir henni ef hægt er að fá hana á myndbandi mörgum mánuðum áður. Því hafa bíóin þurft að vera á undan leigunum með myndir. Og ekki bara það því bíóin verða að hafa eitthvað nógu nýtt og spenn- andi á boðstólunum sem fær fólk til að sleppa því að fara á leigumar til að byija með og frá því Stöð 2 byrjaði sl. haust hafa þau þurft að lokka fólk frá miklu framboði af framhaldsþáttum og jafnvel bíó- myndum sjónvarpsstöðvanna tveggja. Þannig hefur margt breyst á stuttum tíma. Nú ráða líka færri valinu á þeim kvikmyndum sem hingað berast og því miður er það nú svo að flestar myndanna tilheyra hinum altumflæðandi afþreyingar- iðnaði. Það er eins og að ef bíóstjór- ana grunar að einhver mynd sé listræn og höfði ekki til gesta á aldrinum 15 til 25 ára sé best að gleyma henni. Það er frekar að þessar myndir komi út á böndum og það er eins og það hafí færst í vöxt að myndir komi á bönd án þess nokkumtímann að koma í bíó. „Mánudagsmyndir" (næstum þvi einu myndimar sem ekki koma frá Bandaríkjunum) em fráleitt þýddar á íslensku. En á meðan fær rasl eins og mynd, sem heitir Tin Man og var sýnd í Tónabíói, svo hörmu- lega léleg að mann langaði til að sparka í hana, konunglega meðferð með reiprennandi texta. Þær era ótrúlega margar mynd- imar sem aldrei komast hingað vegna þess hugsunarháttar að eng- inn nenni að sjá myndir sem ekki bjóða upp á unglingaástir eða tíma- ferðalög, bflaeltingarleiki eða ævintýragaman, skrýmsli og skálka. Sumar myndimar, sem flokkast undir vandaðra efni og list- rænna, koma hingað en era ekkert endilega sýndar með hraði. Samt hefur það sýnt sig í gegnum árin að það er stór áhorfendahópur að alvarlegri, umhugsunarverðari og vandaðri myndum. Það sýnir sig á kvikmyndahátíðum Listahátíðar sem era einhveijir mestsóttu listvið- burðir hér á landi. Crocodile-Dundee Top Gun á nokkram áram sem hefur m.a. haft í för með sér þá ánægjulegu þróun að hingað berast myndir yfír- leitt mjög fljótlega eftir framsýn- ingu erlendis. Það er oft enn verið að auglýsa myndir í bandarísku pressunni þegar byijað hefur verið að sýna þær hér og bresk kvik- myndatímarit eins og Films and Filming og Photoplay era ekki leng- ur eins athyglisverð og áður af því þau fjalla oft um myndir sem hafa löngu gengið sér til húðar hér. En það er ekki hægt að skrifa allt á reikning hinnar innbyrðis samkeppni kvikmyndahúsanna því bíóin hafa líka þurft að fást við fjöl- miðtabyltinguna svokölluðu. Slag- urinn hófst með myndböndunum. Það er segin saga að ef mynd hef- ur komið út á bandi áður en hún er sýnd í bíói fær hún ekki eins góða aðsókn og ella. Það kemst að vísu ekkert í hálfkvisti við að fara í bíó og horfa á mynd á breiðtjaldi William Hurt (Children of a Lesser God James Wood (Salvador) Betrí tíð í bíóhúsunum MEÐ A UKINNISAMKEPPNIBERAST MYNDIR HINGAÐ NÝRRIENÁÐUR HEFUR TÍÐKAST Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Þegar Óskarsverðlaunin vora af- hent með venjubundnum glæsibrag úti í Bandaríkjunum í lok mars sl. kom í ljós að þær myndir sem hrepptu helstu verðlaunin hafa eða era allar sýndar í kvikmyndahúsun- um hér þegar þetta er skrifað með einni undantekningu sem er Plat- oon. Og allar þær myndir sem útnefndar vora til verðlaunanna hafa verið sýndar hér nema fimm (er þá útnefning bestu erlendu myndarinnar ekki talin með). Svo- leiðis nýmeti hefði ekki sést í bíóhúsunum fyrir aðeins nokkram áram. Það er óhætt að segja að myndir hafí aldrei borist hingað með jafn- miklum hraða og nú um stundir, Evrópuffumsýningar og jafnvel heimsframsýningar era ekki lengur stjamfræðilegur möguleiki og er ólíkt því sem áður var þegar mynd- ir vora helst ekki sýndar hér fyrr Beautiful Laundrette í Regnbogan- um en The Fly, The Colour of Money og Crocodile Dundee í Bíó- höllinni. Að auki vora Mona Lisa og Salvador sýndar hér á síðasta ári. Til samanburðar má geta þess að um það leyti sem Óskarinn var afhentur árið 1981 var önnur nýj- asta myndin í bíóhúsunum hér, Kramer vs. Kramer í Stjömubíói, en hún var tveggja ára gömul og hafði unnið Óskarinn sem besta myndin árið áður. Eina myndin, sem þá var í gangi og kom eitthvað nálægt Óskarsverðlaununum árið 1981, var The Elephant Man í Regnboganum en það minnir mann á að fyrir kom að hingað bærast flunkunýjar myndir þótt það hafí frekar verið undantekningin en reglan. Munurinn er einmitt sá að nú er þessu öfugt farið. En hvað hefur breyst? Hvers vegna era myndir famar að berast hingað svona fljótt og hvers vegna gerðist það ekki fyrr en nú allra sem annars hefði mætt. Þannig tapa allir. Það má rekja innbyrðis sam- keppni kvikmyndahúsanna til þess er Ami Samúelsson byggði Bíóhöll- ina uppi í Breiðholti. Hann braut upp hið fastskorðaða dreifíngakerfí sem fyrir var með þeim afleiðingum að þijú kvikmyndahús hafa skipt um stjómendur og af þeim hefur Ámi lagt tvö (Austurbæjarbíó og Nýja bíó) undir sig en Samtök kvik- myndahúsaeigenda keyptu það þriðja (Tónabíó) þótt þau virðist eiga í erfíðleikum með að finna al- mennilegar myndir til að sýna þar. Þá tók Háskólabíó kvikmyndahúsið Regnbogann á leigu, Gamla bíó varð að óperahúsi og Bfóbær í Kópavogi dó drottni sínum. Þau kvikmyndahús sem á annað borð höfðu pláss stækkuðu við sig og byggðu aukasali við gamla góða salinn (Austurbæjarbíó, Stjömubíó og Laugarásbíó). Kvikmyndahúsa- menningin hér hefur því gengið í gegnum umtalsvert byltingarskeið NALARAUGAÐ Vélin Día stóð í malarkantinum við vegamót og setti þumalputtann upp í loftið. Nokkrir fjölskyldubílar keyrðu framhjá og andlitin störðu á hana. Hún sneri sér við í rykinu og gekk nokkur skref þar sem hún heyrði ekki til fleiri bfla. Hún heyrði þegar þeir komu. En þá vissi hún ekki fyrr til en óvenju hljóður bfll þaut framhjá henni. Hún veifaði á eftir honum. Bflstjórinn var einn í bflnum. Augu hennar sáu skær rauð ljósin og hún hljóp af stað. Hann beið í kantinum. Um leið og hún leit í augu hans sá hún að eitthvað var á seyði. Og þegar hún settist í framsætið við hlið unga bílstjórans sá hún að fætur hans vora mjög grannir, allt að því visnir. Stýrið í höndum hans vakti athygli hennar. Ungi maðurinn heilsaði henni. Hann talaði hægt og rödd hans var algerlega feimnislaus. Þegar hann sá að hún var búin að koma sér fyrir og hafði hent pokanum sínum í aftursætið ýtti hann á einn takkann á stýrinu og Día lyftist í sætinu. Ungi maðurinn hvarf í sæti sitt. Þau kynntu sig. Hann hét Bolli. Augu hans vora sokkin og ennið var hrakkótt. Día var vön að sitja í bílum með ókunnugum og hún þekkti allar bíltegundir, þar á meðal þessa. En hún þekkti ekki stýrið. Er hann samsettur? spurði hún. Já, svaraði Bolli. Día kunni ekki við að spyija neinna spuminga sem gætu snert lömun hans — hann hlaut að vera lamaður. Samt sá hún hvergi glitta í samanbrotinn hjólastól. Það er engin bensíngjöf? spurði hún. Það er ekkert bensín, svaraði hann. Nú? Día tók upp spegil og athugaði varalitinn. Bolli drap fíngranum nokkram sinnum á annan takka á stýrinu og bfllinn hægði á sér áður en þau fóra yfír brú. Síðan gaf hann í aftur. Ég er búinn að vera að safna mér fyrir þessum bfl síðan ég var fjórtán ára, sagði hann. Það er nýsjálenskur maður sem smíðaði vélina í hann. Ég get sýnt þér hana ef þú vilt. Á stálbitum í vélarrúminu stendur dýr sem var uppi fyrir milljónum ára. Það er hvítt með svörtum deplum. Hver depill er á stærð við mannsauga. Það er svo raunveralegt að það virðist vera uppstoppað en það er í rauninni úr stáli. Veiðihárin era langar nálar og það er demantur á bláoddi hverrar nálar. Til hvers? spurði Día og bauð honum tyggjó. Um leið stalst hún til að virða fyrir sér fætur hans inni í kakíbuxunum og meta ummál þeirra sirka. Það var engin andremma í bflnum. Bolli yppti öxlum. Fyrir framan þau var dálítil röð bfla og rykbólstrana lagði upp undan þeim. Bolli sveigði yfír á vinstri akrein og ýtti á takka. Día reyndi að greina vélarhljóð en hún fékk hellu. Þau sáu bíl á móti blikka ljósunum ákaft. Bolli sveifði í snarhasti á milli tveggja bíla í röðinni á hægri akreininni. Gengur hann kannski fyrir kjamorku? spurði Día háðslega þegar Bolli fór fram úr fremsta bflnum og vegurinn var frír. Hann gengur fyrir súrefni, svaraði Bolli. Hann fer að hiksta ef ég keyri upp há fjöll. Día kinkaði kolli. Bolli hélt áfram með sömu röddinni, sem líktist því að hann væri að lesa úr bók. Ég er núna að safna mér fyrir næstu vél. Hún verður miklu fullkomnari af því að hún gengur fyrir ljósi. Verður það sama dýr? Það verður tíu ára gamall strákur sem hringar sig. Matthías Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.