Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987 Geta tölvur ort? EFTIR OSKAR VISTDAL Stein Mehren: Corona. Formarkelsen og dens lys. Oslo 1986. Allt frá því Stein Mehren kom fyrst fram 1960 hefur hann verið í fremstu röð norskra höfunda. Hann hefur gefíð út rúmlega 30 bækur, þar af er helmingur- inn ljóðabækur en annað skáldsögur, leikrit, hugleiðingar og ritsmíðar um menningar- mál. Sem ljóðskáldi er honum jafnað við stórskáld í norskri bókmenntasögu á borð við Olaf Bull, Olav Aukrust og ekki síst Henrik Wergeland. Rétt eins og þessi skáld er Stein Mehren heimspekiskáld sem kafar í leyndardóma lífsins í alheimsvídd í ljóðum sem oft eru hugleiðingar og spakmæli eða algleym- isvitrun. Stein Mehren yrkir í andstæðunum: „Ég skil lífið aðeins gegnum andstæðumar. En ég get að- eins lifað því gegnum það sem það líkist, það er að segja gegnum það sem ég þekki aftur. I þess- ari spennu heldur líf, sem ég held fast í, fast í mig,“ segir hann í nýjustu bók sinni. Hvert fyrir- brigði öðlast merkingu fyrir andstæðu sína. Hvað væri lífíð án dauðans og hvemig gætum við metið ljósið ef ekki væri myrkrið? í hinni þversagnafullu sögu með sitt „lýsandi myrkur" og „myrka ljós" leitar Stein Mehren yrkis- efna. Undirstöðuhugmyndín er sú díaiektík tilver- unnar sem fínnst jafnvel í minnstu brotum alheimsins: „Við berum í okkur sköpunarandartak- ið / eins og steinninn ber í sér sólargeislann / Sekúnduna sem rennur ármilljónir gegnum hann. Við berum í okkur sköpunarandartakið / og myrk- rið í ríki dauðans.“ Aldrei hafa skáldið og hugsuðurinn Stein Mehr- en stutt hvor annan jafn dyggilega og í nýjustu bók hans. Margir ritdómarar telja að hún sé besta verk hans. Titillinn má því teljast vel valinn: „Kór- óna. Myrkvinn og ljós hans“. Kóróna heitir lýsandi hringur sem birtist um sólu við almyrkva, nánast eins og sættir ljóss og myrkurs, og þannig tákn fyrir þá sameiningu andstæðna sem Mehren leggur sig eftir. „Öll ljóð mín eru tilraun til þess að grípa það ljós sem [...] myrkvinn felur, dregur til sín og sendir frá sér.“ Bókin er í þremur hlutum. Fyrsti og þriðji hluti eru ljóðabálkar. Miðhlutinn er safn meitlaðra at- hugasemda í þrettán svokölluðum „myrkvum" sem standa sem andstæða við, skulum við segja, lýs- andi ljóðabálkana, díalektík þessa skáldskapar sem ótvirætt áréttar yrkisefnið, „menn tuttugustu aldar / Dæmdir til þess að hafna sálu sinni, brottreknir / í líkömum sínum / Og myrkrinu sem lýsir kringum þá.“ Maðurinn, fómarlamb þversagna tilverunnar, hann stendur með annan fót í ljósinu og hinn í myrkrinu. Sem félagsvera er maðurinn að auki fangi þess „skilningsháttar" sem hann fæðist með, dauðadæmdur til forgengilegs lífs: „í hverju sam- félagi liggur hneigð til þess að lokast utan um mennina eins og samfélagð reyni að gera sig að skilningshætti, sérstakri lífveru og einkasviði lífsreynslunnar. í sérhverju samfélagi er kraftur sem vill fullkomna sig sem hnattlíf, allsherjarlíf- veru, þar sem ofaukið er huglægum skilningi einstaklingsins. Til þessarar allsherjar fullnustu notar samfélagið skilningshátt tímans, hugmynda- kerfí og tækni. Tölvan er það verkfæri okkar tíma sem best er til þess fallið að loka með samfélaginu umhverfís okkur. í meðfæddri og forgengilegri tilveru okkar í samfélagsfangelsinu sem tengir okkur við hið tímanlega og líkamlega er einnig draumurinn um andstæðuna, vitrunin um hið yfírskilvitlega og háspekilega. Hún er hreyfíaflið bak við „skilnings- háttinn" og undirstaðan í Faust-harmleik mann- kynsins, viðleitni þess að dæma sjálft sig óþarft. „I ákefð lífsins sjálfs, ofsanum gegn dauðanum, liggur eilífðarvídd sem sprengir lífíð, efnið, óendan- leikann." Þetta er draumur dauðans í okkur, að við temjum óendanleikann í okkur. Að við endur- samræmum einsemd okkar í alheiminum." „Þetta var hin skelfílega uppgötvun Fausts þegar hann stendur á verkstæði sínu og skyndilega ljómar heimurinn eins og öfugritun á glugganum. Hann hefur selt Mefístótelesi huglægan skilning sinn, sál sína. Í staðinn hefur hann fengið alla hlutlæga þekkingu veraldar sem valdsvið sitt. En á glerrúð- unni skín visnaður óendanleikinn eins og dulritun sem aldrei verður ráðin. Þar sér hann glataða sál sína sem felumynd. „Ó, við hefðum átt að þekkja fyrr þennan draum: Harðlæstan universalisma mið- alda þar sem allt framandi var brennt á báli í þeirri trú að brenna mætti manninn úr manninum. Hugmyndafræðingar, trúarsetningamar, tök fjöl- miðla á okkur. Alls staðar fínnum við drauminn um að dæma manninn óþarfan. Draumurinn um hið algjöra upplýsingaflæði um hnöttinn er alræðis- draumurinn að nýju, nú tjáður á máli tölvualdar. Á þennan hátt er bók Steins Mehren framlag í umræðuna um nýja „myrkvann", fjölmiðlana og tölvutæknina. Spurningin er: Hvaða áhrif hefur þróun upplýsingatækni á mannlegan skilning og skapandi hæfileika okkar? „Tölvuheilinn reynir ætíð að bijóta niður óendanleikann með því að stýfa burt víddir hans, eilífðina og andartakið. Imyndun- araflið hjá okkur, hin huglæga endurminning, berst af alefli gegn eða-tengingu og og-tengingu tölvu- heilans en vill setja fram eðaog-tengingu sem er meira en nokkur rökvísi eða tölvuheili getur sam- þykkt. Stein Mehren dregur saman hina lýsandi tölvumyrkva í röð meitlaðra athugasemda sem hér verður tekið úrval úr: Tölva getur afmáð sjálfa sig og forrit sín en hún getur ekki framið sjálfsmorð. Tölva getur varað við háska en ekki óttast. Tölva getur gefíð tilfínn- ingu um óendanleika og fært út forrit sín óendanlega en hún getur ekki skynjað óendan- leika. Hún þekkir fyrir, eftir og nú en ekki fortíð, nútíð og framtíð. Það er unnt að slökkva á og eyða tölvunni og forritum hennar en tölvan getur ekki dáið. Hún hefur ekkert kyn og enga æsku. Hún þekkir ekki sorgina, bara slysið, ranga lausn. Hún þekkir tilviljunina en ekki örlögin. Tölvan þekkir ekki frelsið, bara óvissuna. Hún leggur fram sannanir en sannfærir ekki. Tölvan úreldist en hún verður ekki öldruð. Að dómi Steins Mehren stöndum við hér frammi fyrir allsheijar afskiptum af Iífi okkar sem allt andlegt lif verður að tryggja sig gegn. Gagnvart myrkva upplýsingaflæðisins setur hann ljóðið sem tjáningarform lýsandi sköpunargáfu mannsins. „Setjum að ég segi að tölvan sé ljóð. Og ljóðið tölva. Þannig reyni ég að segja hvað ljóðið er ekki og hvað tölvan getur ekki verið.“ En hvað er þá ljóð og hvað er töiva? „Ljóð og tölvutækni eru aðferðir til þess að tengja saman þekkingu, tilfínningar eða minningar. Maður raðar saman minningabrotum sínum, minnissneplum í minningakerfi. Og upplifír tilfínninguna um að það skapast minning sem er nær út fyrir andartakið." „Hvað er grísk goðafræði annað en kerfi til þess að geta munað eða fyrir minningar? Þannig gerðu miðaldir himin og helvíti minniskerfí fyrir syndir og dyggðir, fyrir tilfínningar og skilning á af- mörkunum og samhengi. Eins og við könnumst við úr verki Dantes." Svo að örlítið sé snúið út úr Goethe: „Éilíf Fást- myndin kallar oss.“ Alls staÖarfinnum við drauminn um aÖ dcema manninn óþarfan. Draumurinn um hið algjöra upplýsingaflœöi um hnöttinn er alrceðisdraumurinn aÖ nýju, nú tjáður á máli —— tölvualdar MM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.