Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987 B 3 hér fer á eftir er ekki aðeins að þær systumar sitji við hlið móður sinnar, kassinn sem þær sitja á er fóðraður gæruskinnum og þakinn teppum, mjúkur, hlýr og öruggur eins og faðmur móðurinnar eða móðurlífið sjálft: Ef ég hugsa um þetta óhöndlanlega sem allt í einu er ekki lengur þegar móðirin er horfin þá kemur upp í hug- ann alveg sérstök mynd af samvistum við móður mina. Það er vetur og við litlu systumar emm að fara útá Húsavik með henni. Sleðinn bíður á hlaðinu. Á honum er kassi fóðraður með gæru- skinnum. Ponni gamli at- hugar lengi og vandlega hvort sætið sé nú nógu mjúkt og teppin nógu hlý. Hann er eins og húskarl útúr sögu eftir Selmu Lagerlöf... Svo er lagt af stað. Ponni gengur við hliðina á sleðan- um. Það er djúpur snjór yfir öllu. Sóti dregur okkur. í kyrrðinni heyrist einkennilega hátt í briminu og fossamir em eins og undirspil bakvið brim- hljóðið. Við líðum áfram yfir hvítt landið og hlustum á þetta sérkennilega hljóð. Og þegar það hverfur í fjarskann byrjar móðir okkar að syngja. Hún hefur mikla og fallega rödd og söngur hennar er fullur af tilfinningu. Hún kunni urmul af þjóðvísum sem ég Málfríður Einarsdóttir Stefán Hörður Grímsson hef aldrei síðan heyrt. Og það er þessi mynd sem ég stefni á móti eilífri fjarvem hennar og söknuðinum. Endalaus glitrandi lausa- mjöll... Og svo þessi söngur. Fúllur af tilfinningu sem er eins og fjarstæða, eins og ótrúlega náð í kaldri draumaveröld landsins. Hann lifír í minningunni. Ef hann þagnaði þá yrði allt svo dauðahvítt og kalt. Og nú emm við að fara frá Laxamýri. Síðan móðir mín dó er eins og jörðin hafi verið að smá- gliðna undir fótum manns.... Pabbi hefur skrifað undir afsal á sínum hluta jarðarinn- ar. Ég veit ekki hvað afsal er. (Það er eitthvað sem enginn veit Þorgeir Þorgeirsson skráði (1975), bls. 117-119 og 125.) Söngur móðurinnar er lífíð sem Líney teflir á móti dauðanum og á vissan hátt samfélaginu. Hún skilur sönginn, kómna, hið skáldlega mál, en hún skilur ekki orðið afsal sem heyrir hinu almenna máli til, — við- skiptum, og sem á táknrænan hátt ræður örlögum hennar. Og bókin endar á þeim orðum að hún fer „til vandalausra". Konur Samkvæmt Juliu Kristevu standa konur — vegna samfélagslegrar jað- arstöðu sinnar og valdaleysis — nær kómnni, hinu óhefta flæði og glund- roðanum en karlmenn yfirleitt. Þær ná því betur til hennar og hafa gagn- rýnni sýn á lögmál föðurins en þeir. Það sama segir Kristeva að gildi um alla mikla listamenn og skáld, sér- staklega skáld módemismans, sem í úrvinnslu sinni á tungumálinu leitist við að bijóta niður lögmál föðurins og nálgist þannig kómna og um leið hið kvenlega. Fáir íslenskir rithöfundar standa nær kenningum Juliu Kristevu en Málfríður Einarsdóttir. Hún er mjög meðvituð um það samfélag sem hún kastast út í og er sannarlega ómyrk í máli. í bókum sínum kemur hún aftur og aftur að sámm móðurmissi, en móðir hennar lést af bamsfömm nokkmm dögum eftir að Málftíður fæddist. í Samastað í tílverunni segir hún: Um daginn sá ég í strætis- vagni ungbam sem grét af djúpri neyð í höndunum á konu sem virtist vera eldri en svo að hún gæti átt það. Aug- un vom stór og eitt djúp hrellingar sem ekki stilltist við snuðið sem konan stakk upp í bamið og stillti þó hljóð- in. Þegar ég fyrst man eftir mér bjó í mér mikil hræðsla. Átti hún upptök í þessum dögum þegar ég grét og fann aldrei koma hendumar, sem áttu mig, til að taka mig ný- fædda og hjúkra mér svo ég gæti sofið rótt og unað mér við ýmislegt gaman vakandi, heldur varð mér vakan að hrellingu og svefninn bland- inn kvíða? Faðir minn sinnti ekki um mig. (Samastaður í tilverunni (1977), bls. 29-30.) I eftirfarandi frásögn teflir hún saman náttúm og samfélagi. Bæling- una á öllu því sem skemmtilegt er, ljúft og frelsandi, setur hún ekki aðeins í samband við lögmál föður- ins, heldur einnig tungumálið. Sjálf brýtur hún niður hið almenna mál með óheftri fantasíu og hugarflæði, þar sem blandast saman ljóðræna, háð og hlátur: Þegar ég fæddist kom ég engum til nokkurrar gleði og síst föður og móður, enda eignaðist ég aldrei föður og móður, og er ekki laust við að hvarflað hafi að mér að víst hefði verið notalegra að eiga föður og móður, og vita þau fyrir aftan sig eða innan, nokkuð talfá og róleg, en vit- andi ráð við ýmsu og verandi þó ekki að skipta sér af bam- inu meira en góðu hófí gegndi, og í rauninni svo nærri því að vera ekki til, að þau væm sem þáttur af náttúmnni, rigningunni, vindinum, árstíð- unum, fuglum að fljúga til hafs eða heiða, en einkum himinljósunum, tungli, norð- urljósum og stjörnum, og þekktust ekki frá þessu, jafn sjálfsögð og ævarandi og það, en ó vei, ég held þau hafi hvergi verið. En þó mig vantaði þennan bakhjarl, mátti ekki takast að slíta mig úr fullu samhengi við tilveruna yfirleitt. Eg tengdist að vísu ekki sam- félaginu, og hef ekki gert ennþá, og mér er hulin ráð- gáta að það skuli vera til, og menn í hærri stöðum sem lægri em mér sem huliðsvemr úr hulduheimum, og mennim- ir í stórembættum lítið annað en frakki og hattur og titill, ef til vill eitthvað með nokkm lífi innan í frakkanum og und- ir hattinum, en þó líklegast ekki annað en efja, kvap, brennivínsbjúgur, tyllt saman með gulri daunillri tóbakss- ósu, mikilleiki, merkikertis- háttur, svartur ótilkvæmi- leiki, ambögur í máli og ófagurt orðaval, ef eitthvað af því sem þeir höfðu sagt og skrifað bar fyrir augu, enginn galsi, engin ljúfmennska (a.m.k. ekki mér til handa,), ekkert skop, engin frelsandi léttúð. Ja, ljótt er að heyra. (Samastaður í tilverunni (1977), bls. 115-116.) Ástin og tungumálið í ástinni leitar maðurinn að rofnu sambandi við likama móðurinnar, að snertingu og öryggi frumbemsk- unnar. En samkvæmt Juliu Kristevu er þessi tilfinning svo bæld í nútíma- þjóðfélagi og þá ekki síst af hinu almenna tungumáli að hún á sér vart viðreisnar von. í bókmenntum má sjá að skilnaðaróttinn fylgir ást- inni á mjög svipaðan hátt og hann fylgir sambandinu við móðurina. í ljóði Þuríðar Guðmundsdóttur sem hún nefnir Eitt lítið ástarljóð kemur vandamál tungumálsins upp á yfir- borðið. Óttinn sem það birtir felst í því að verða skilin eftir ein með ósögð orð. Á móti orðunum teflir hún líkam- anum, hrynjandinni, þögninni, því sem er á milli línanna: Stundum er ég hrædd um að þú farir burt og skiljir mig eina eftir með öll ósögðu orðin mín sem voru ætluð þér hvað á ég þá að gera við þau loka þau inni í hugskoti mínu og láta þau breytast í sektarkennd eða veita þeim lausn í þeirri trú að þú hafi einhvemtíma lesið þau milli línanna á því litla sem ég sagði úr raddblæ mínum augum og atlotum á ég að trúa því (Úr Það sagði mér haustið (1985).) í skáldsögu Steinunnar Sigurðar- dóttur Timaþjófnum sem sögð er frá sjónarhomi konu og beinlínis Qallar um ástina er oft vikið að þvingun tungumálsins og bælingu tilfínninganna, og er munur á töluð- um orðum og hugsuðum áberandi í frásagnaraðferð bókarinnar. Eftir að elskendumir hafa endanlega skilið mæla þau sér mót í sundlaug, þar sem eftirfarandi orðaskipti eiga sér stað: Ég má ekki sjenera þig með grátstaf í kverkunum. Ég busla í vatninu og þykist. Mig svíður í sálina að sjá þig. Ég segi það allt í einu: Ég sé svo eftir þér. Já. Ég veit hvað jáið þýðir. Það þýðir: og ég eftir þér. En þú mátt ekki segja meira en já. Af því þú fórst. Hvarfst mér frá. Varðst að fara. Af ein- hveijum ástæðum. Af þínum ástæðum. (Tímaþjófurinn (1986), bls. 84.) Á sama hátt og hún bælir tilfinn- ingar sínar með því að „gráta í kafí“, — í táknrænni merkingu undir yfirborði samfélagsins, talar hún innra með sér og í hljóði við þann sem hún elskar. Það litla sem hún segir upphátt kemur óvænt og kostar átak, og við því fær hún lítið svar. Ljóð Stefáns Harðar Grímssonar með því táknræna nafni Allt, fjallar um tungumálið og skáldskapinn, ást- ina og mannleg samskipti og lífs- háskann sem þessu tengist: í staðinn hugsar maður um eitthvað sem er fext og hvemig því fari vindur í faxi en við skulum ekki nota orð fyrir alla lifandi muni ekki orð ég bara hangi í hárinu á þér og sjórinn er fyrir neðan Þetta er mjög gott dæmi um það sem Julia Kristeva kallar þrá í tungu- máli og aðeins kemur fram í máli skáldskaparins. Ljóðið hafnar orðun- um, tungumálinu, en vinnur um leið úr því. Skáldlegt mál þess verður til í þversögnum, myndbrotum, and- stæðum og ekki síst þögnum, því sem ekki er sagt. I sameinaðri mynd fax og hárs má sjá fyrir sér hest, ef til vill skáldfákinn sjálfan, og um leið konu, ástkonu eða móður. í hvort- tveggja heldur maðurinn sér dauða- haldi sem hið eina til bjargar í lífsháska. Það sem ógnar er það að missa takið, aðskilnaðurinn við ann- an líkama, aðra manneskju. Höfundur er dósent íalmennri bókmenntafræði við Háskóla ís- lands. Greinin er unnin upp úr kynningu á Juliu Kristevu sem flutt var í Ríkisútvarpinu 5. apríl sl. 0)0) MOHOU Evrópufnimsýning „Vitntn“ L.A. Times valdi The Bedroom Window sem einn besta „þriller“ ársins 1987, en myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í febrúar s.l. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg, Elizabeth McGovern, Isabelle Hubbert, Paul Shenar. Leikstjóri: Curtis Hanson. Sýndkl. 5,7,9 og 11.05. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.