Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987 B 7 hafnarbandi, rándýru og á sama verði og ósviknar fagurbókmenntir. Onnur spuming sem oft hefur vakn- að er hvers vegna fagurbókmennt- imar — Halldór Laxness kemur strax upp í hugann — hafa ekki verið til í ódýrari útgáfum en gull- slegnum. (Þess verður að geta, úr því minnst var á Halldór Laxness, að forlag hans, Vaka-Helgafell, er nú að hefja pappírskiljuútgáfu á verkum hans. Á vaðið ríður enginn annar en Landnámsmaður íslands — fyrsta bindi Sjálfstæðs fólks — og sýnir að fleiri forlög en Mál og menning og Svart á hvítu hugsa sér til hreyfingar á kiljumarkaðn- um.) .... afsökunum óðfluga fækkað . . .“ sagði hér að ofan; svona var tekið til orða vegna þess að ýmsir hallast að þvf að tregða íslenskra útgefenda til þess að gefa út pappírskiljur hafi hreinlega stafað af áhugaleysi; þeir hafí ekki viljað hætta á að missa spón úr aski sínum. Sú er að minnsta kosti skoð- un Bjöm Jónassonar hjá Svörtu og hvítu. „Auðvitað er ekkert mál að gefa út pappírskiljur á íslandi," segir hann. „Við sjáum það bara af þeirri geysilegu útbreiðslu s_em til dæmis Isfólkið hefur náð. Ég skal ekki fullyrða um það en mér segir svo hugur að hver einasta bók um þetta slekti seljist í um það bil tíu til tólf þúsund eintökum — og þó em þær lítið sem ekkert keyptar af því fólki "sem mest les í landinu. I rauninni þarf ekki frekari sannana við, en samt sem áður hafa margir koll- egar okkar í bókaútgáfu spáð okkur hinum voðalegustu óförum með Regnbogabækurnar. Ég er hins vegar hvergi smeykur og er raunar viss um það að undir eins og við höfum sýnt að þetta er hægt munu hinir fara af stað líka. Það er líka alveg prýðilegt; þannig fáum við neytendur fleiri bækur og það er náttúrlega tilgangurinn með bó- kaútgáfu.“ Svart á hvítu hefur í hyggju að gefa út eina Regnbogabók í mán- uði. Sú fyrsta er þegar komin út: Bijóstsviði eftir Noru Eplirom, sem hraðað var í gegnum vinnslu til þess að hún gæti komið út á undan kvikmyndinni Heartbum sem gerð er eftir sögunni. „Þetta er í fyrsta sinn,“ segir Björn Jónasson, „sem bók kemur út á undan kvikmynd með þessum hætti á íslandi. Á síðasta ári gaf Forlagið út Purpura- litinn og Mál og menning Jörð í Afríku en þær komu út um leið og kvikmyndimar voru frumsýndar hér. Við vorum þremur vikum á undan.“ Red Fox og Judith Krantz Flýtir á einmitt að vera eitt helsta markmið Regnbogabókanna, án þess þó að slakað sé á gæðakröfum. Jörundur Guðmundsson hefur um- sjón með Regnbogabókunum af hálfu Svarts á hvítu og hann lýsti útgáfunni svo: „Ætlunin er fyrst og fremst að gefa út góðar þýðingar á bókum sem vekja athygli erlendis og koma þeim út um leið og þær em vinsæl- ar annars staðar. Til þess að þetta geti orðið verðum við auðvitað að fylgjast mjög vel með því sem er að gerast og náttúrlega taka áhættu öðm hvom; það er sjaldan hægt að gulltryggja fyrirfram að bók verði vinsæl nema helst eftir þessa allra frægustu metsöluhöf- unda. Við emm komnir í sambönd við fjölda stórra forlaga í Banda- ríkjunum og víðar og þau senda okkur handrit að bókum sem þau telja vænleg og síðan veljum við úr. Það er ekkert leyndarmál að við lítum einna helst til Ameríku, enda má nokkum veginn ganga út frá því sem vísu a bækur sem verða vinsælar þar, gangi einnig vel ann- ars staðar, en við höfum líka auga með öðmm mörkuðum. Þegar fram líða stundir kann vel svo að fara að við gefum út svokallaðar fagur- bókmenntir og íslenskar bækur í Regnbogaflokknum en meðan við emm að byggja upp dreifíkerfið — sem er mikið átak — og sjá hvem- ig landið liggur ætlum við að einbeita okkur að þessum svoköll- uðu metsölubókum eða „bestsseller- um“. Þær em auðvitað met- sölubækur af þeirri einföldu ástæðu að fólk vill lesa þær.“ Næsta Regnbogabók kemur út í apríl og er það þýðing á bókinni Wise Guy eftir Nicholas Pileggi — sannsöguleg frásögn um dreng sem elst upp meðal Mafíunnar vestra og verður frægur bófí. Síðan fylgja í kjölfarið bækur eins og Red Fox eftir Anthony Hyde og I’ll Take Marthattan eftir Judith Krantz. All- ar þessar bækur hafa fengist hér á Islandi um skeið í enskum vasa- brotsútgáfum og nefna má að sú síðasttalda hefur þegar selst í nokk- ur hundmð eintökum í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar einni. Það er því spumingin hvort ekki sé of seint í rassinn gripið hjá Svörtu á hvítu að gefa þess háttar bækur út nokkmm vikum eða mánuðum eftir að þær koma í búðir hér á ensku. Jömndur kvaðst ekki hafa miklar áhyggjur af þessu. „Það verður allt- af viss hópur sem vill heldur lesa þessar bækur á ensku en íslensku og til hans getum við náttúrlega ekki náð. Markaðurinn er hins veg- ar mun stærri en sem nemur þessum hópi og þegar við verðum komnir á fulla ferð og getum náð því að koma bókum okkar út áður en erlendu kiljumar koma í búðim- ar hér þá held ég að þetta verði ekkert vandamál." Raunir Werthers unga Kiljuklúbbur Máls og menningar lýtur svolítið öðmm lögmálum en Regnbogabækur Svarts á hvítu og það segir til sín í vali þeirra bóka sem gefnar em út á hans vegum. Ámi Siguijónsson segir að þeir hjá Máli og menningu hafí mikinn áhuga á að gefa út vandaðar bók- menntir innan um afþreyingarbæk- ur, handbækur og þess háttar. „Hluti slíkra bóka á vegum klúbbsins verður vitanlega alltaf endurútgáfur verka sem ekki hafa fengist í búðum ámm og jafnvel áratugum saman," segir hann. „Sem dæmi má nefna að við gáfum út Stríð og frið eftir Tolstoj á síðasta ári en hún hafði verið uppseld mjög lengi. Við höfum líka á pijónunum að endurútgefa íslenskar skáldsög- ur í pappírskilju eins og tíðkast alls staðar erlendis og emm raunar þegar byijaðir: Þar sem Djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason kom út í klúbbnum í fyrra. Við emm hins vegar kannski montnastir af þeim bókum sem við komum út í fmm- útgáfu á íslensku og ég held að næsti bókapakki okkar, sem vænt- anlegur er innan skamms, sé gott dæmi um það sem við viljum gefa út.“ Bækurnar em þijár. „Fyrst má nefna sakamálasögu eftir Ngaio Marsh sem er af þessum vandaða enska skóla en ég hallast að því að slíkar bækur mælist betur fyrir hjá okkar lesendum en til dæmis þessar harðsoðnu amerísku spennu- sögur. Svo kemur The Great Gatsby eftir Francis Scott Fitzgerald — sú þýðing var að vísu lesin í útvarp fyrir nokkmm ámm en hefur aldrei komið út á bók áður — og loks er flaggskipið okkar: Raunir Werthers unga eftir Goethe, sem er 150 ára gömul metsölubók, þýdd sérstak- lega fyrir okkur og með fræðiiegum eftirmála. Við þykjumst býsna góð- ir að geta boðið þessar þijár bækur á tæpar 500 krónur.“ Hvað sem öðm líður: pappírskilj- an virðist loksins vera að festa rætur á íslandi, meira en hálfri öld eftir að fyrstu tíu Penguin-bækum- ar komu út á Bretlandi. En mörgæsin'er heldur ekki þekkt fyr- ir neinn óþarfa asa ... ILL UGIJÖKULSSON TÓKSAMAN Philip Jenkins og Einar Jóhannesson Jslenzkur kLarmettuleikarí á íslenzk-enskri plötu Fyrir stuttu kom I búðirnar plata frá ensku fyrirtæki með íslenzku innslagi. Það er sumsé Einar Jóhannesson klarinettuleikari sem er þar á ferð með erlend og íslenzk lög og Philip Jenkins spilar með honum. Útgáfufyrirtækið er enskt og þó ekki alveg, heitir reyndar Merlin í höfuðið á þekktum galdramanni, en eigandinn er TTryggvi Jóhannesson eða Trygg Tryggvason, eins og hann heitir í Englandi, bróðir Þórunnar Askenazy. Tryggvi tekur upp og gefur út plötur, en vinn- ur líka fyrir hljómplötu- fyrirtæki eins og Decca og EMI. Tryggvi hafði samband við Einar sfðastliðið sumar til að vita hvort hann væri ekki til í að spila inn á plötu. Einar hafði áður haldið tónleika í Bretlandi ásamt Philip Jenkins og þeir koma oft fram í BBC og það varð úr að Einar fékk hann til liðs við sig á plötunni. Einar tók að sér að sjá um hluta af kostnaðinum og fékk styrk frá ýmsum fyrirtækjum og svo úr menningarsjóði sinfóníu- hljómsveitarinnar. Fálkinn og ístónn sjá um dreifíngu hér. Tryggvi hafði áhuga á að efnið yrði norrænt, en Einar vildi ekki einskorða sig við það, vildi fá að spreyta sig á annarri tónlist líka, svo úr varð plata með einni hliðinni hefðbundinni og rómantískri, reyndar þó með einum Skandinava, Carl Nielsen, en svo Þjóðveijunum Norbert A.J. Burgmiiller og Schu- mann, en á hinni hliðinni eru íslenzk verk eftir Jón Þórarinsson og Þor- kel Sigurbjömsson, fyrir forvitin útlend eyru. Hljómurinn á plötunni er einkar fallegur. „Tryggvi hefur frábærlega næmt eyra,“ segir Einar.„Platan var tekin upp í lítilli kirkju í Lon- don, kirkju heilags anda. Meðan upptakan fór fram var verið að gera við kirkjuna, svo það var ekk- ert inni í henni, nema vinnupallar og Maríustytta, sem gaf mér styrk þegar fór að draga af mér í löngum tökum, þvi við vorum oft að langt fram yfír miðnætti. Þetta var í sept- ember og kirkjan auðvitað óupphit- uð. Englendingar sjá enga ástæðu til að kynda upp, þegar eru enn 12—14° úti, það eru bara íslending- ar sem kippa sér upp við slíkt. Eg var oft lengi að ná mér á strik þeg- ar við vorum að byija hveija lotu, en hljómburðurinn var dýrðlegur þama. Hvert verk var tekið upp aftur og aftur, endurtekið og endurtekið, en reynt að taka upp sem iengsta búta í hvert skipti, án þess að stoppa. En það var ekki hægt að sjá við öllu. Stundum geiti hundur eða Concorde-þota flaug yfír. Einu sinni fór allt af stað, því heill vinnu- flokkur byijaði að atast fyrir utan, svo við urðum hreinlega að kaupa þá til að fínna sér verkefni annars staðar. Það þurfti því oft margar atrennur." Tryggvi er á faraldsfæti með upptökutæki sín og getur því leitað uppi sali, sem honum heyrist hafa hljómburð við hæfí. Tækin eru í sendiferðabíl og meðfærileg. Hann breytti skrúðhúsi heilags anda- kirkjunnar í stjómklefa á meðan á upptökum stóð. Tryggvi kennir hljómfræði (sound engineering) í University of Anglia og hefur því lærisveina með sér við upptökum- ar, auk aðstoðarmanna. En eftir upptökumar er ekki allt búið enn. „Tiyggvi sendi mér prufu, sem ég gerði margar athugasemdir við. Helzt var það þar sem við- Philip vomm ekki alveg samtaka. Aðrir hefðu vísast ekki heyrt það. Slíkt gengur á tónleikum, en ekki á plötu. Hvert verk er alltaf að ein- hveiju leyti sett saman. Ég veit ekki nákvæmlega hvemig það er á þessari plötu, því ég gat ekki verið með Tryggva í þeirri vinnu. En kosturinn við plötuupptöku er ein- mitt að geta endurtekið, bætt og betmmbætt. Ég blæs á allt tal um að tilfinning og stemmning gjaldi fyrir það. Upptaka er fyrst og fremst vinna. Tónlist og túlkun skilar sér ef maður hefur þetta tvennt á valdi sínu. Engin upptöku- tækni getur drepið það.“ En hvað hefur Éinar að segja um upptökur, hvað gerir þær eftir- sóknarverðar? „Mér fannst fysiiegt að vinna fyrir þetta fyrirtæki, því plötunni er dreift erlendis og fer þá í hendur manna sem dæma hana og dæma hart. En almennt er það einkum tvennt sem gerir plötuupp- tökur heillandi: Það felst viss ögmn í slíkri vinnu og svo er platan eins og spegill. Það er ögran að gera hljómplötií, því þá er verið að fást við hlut sem býður upp á fullkomnun. Með hjálp góðra tæknimanna er tækifæri til að nálgast einhvers konar fuilkomn- un vegna þess að það er hægt að endurtaka. Fullkomnunin næst auð- vitað sjaldnast og allra sízt í mínu tilviki, en hér fær „perfeksjónist- inn“ í mér, þessi grimmi harðstjóri, tækifæri til að glíma. Svo er hljómplata eins og speg- ill. Það er nauðsynlegt fyrir tónlist- armenn, eins og aðra, að hafa skýra sjálfsmynd, vita hvemig þeir taka sig út í tónlistinni. Framan af er hennar leitað hjá kennumm sem styrkja og örva, en gefa samt serp áður ekki skýra sjálfsmynd. Svo koma gagnrýnendur, vænstu menn og nauðsynlegir. En listamenn skyldu varast að taka of mikið mark á þeim, því mynd þeirra er af ýmsum ástæðum ekki alltaf áreiðanleg. Ég vildi fá skýrari mynd og hana vafningalaust og til þess er plata bráðgagnleg. Þar getur maður dæmt sjálfur og þá er platan eins og spegill. Á tímabili ætlaði hún nú að verða hálfgerður spá- spegill, því pressunin tókst ekki sem skyldi í fyrstu atrennu, svo á prufu,- plötunni, sem ég fékk, var hljóðið bjagað. Hvað ség sé svo í speglinum? Myndin er skýr, ég sé í henni meira bros en ég átti von á, jafnvel glott á stöku stað. Islenzku tónskáldin em sátt við sín verk. Já, hún er kannski hressilegri en ég átti von á . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.