Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987 Galdurinn er lágt verð „Galdurinn á bak við sölu á pappírskiljum," hélt Ámi Siguijóns- son áfram, „er sá að þær verða að vera töluvert miklu ódýrari en venjulegar bækur með hörðum spjöldum. Við vildum þess vegna, fyrsta kastið að minnsta kosti, tryggja okkur ákveðna og örugga sölu með því að hafa útgáfuna í klúbbformi. Þannig getum við líka haft kiljumar okkar enn ódýrari en ella. Bókapakkinn okkar kostar tæpar fímm hundruð krónur — eða sem svarar um það bil 130 krónum á hveija bók — og það er auðvitað býsna skemmtilegt að geta boðið upp á góðar bækur sem kosta ekki nema einn tíunda af því sem venju- legt er um „hard cover“-bækur. Endanlegt markmið okkar er nátt- úrlega það að hafa bækumar til sölu í verslunum og sjoppum og hvar sem fólk er á ferðinni en klúb- burinn verður þó enn um sinn við lýði. Það segir sig sjálft að einstak- ar bækur geta aldrei orðið jafn ódýrar og bókapakkamir. Ein af kiljunum okkar — það er að segja Jörð í Afnku eftir Karen Blixen — var send á almennan markað um leið og hún var gefín út í klúbbnum á síðasta ári og hún kostaði í búðum svipað og heill bókapakki. Þá hlakk- aði víst í mörgum klúbbfélögum okkar, en 500 krónur fyrir bók er samt sem áður hlægilega lágt verð.“ Uglumar eru ekki fyrsta tilraun Máls og menningar til þess að gefa út pappírskiljur. Pyrir um fimmtán árum kom út heill flokkur slíkra bóka hjá forlaginu: MM-kiIjur var hann kallaður og flestar bækumar í þessum flokki fjölluðu um þjóð- félagsmál, pólitík, baráttu gegn auðvaldinu og þess háttar. Allt vom þetta fmmútgáfur. MM-kiljumar urðu ekki ýkja langlífar; Ámi Sigur- jónsson segir að þær hafi verið sama marki brenndar og flestar aðrar tilraunir til kiljuútgáfu á ís- landi til þessa — þær hafi ekki verið hugsaðar frá upphafí sem pappír- skiljur. „Þær líktust meira venjuleg- um bókum sem af einhverri tilviljun vom klæddar pappír en ekki hörð- um spjöldum," segir Ámi. „Þær vom saumaðar í kjölinn, pappírinn í þeim var alltof vandaður og öll vinnslan á þeim varð þannig ekki nægilega ódýr til þess að vemlegur verðmunur yrði á þeim annars veg- ar og venjulegum bókum hins vegar. Ef þessi verðmunur er ekki fyrir hendi þjónar pappírskiljuút- gáfa litlum eða engum tilgangi, því auðvitað kaupa menn fremur „hard cover“-bók ef ekki munar nema ein- hveijum smáræði á verði hennar og pappírskiljunnar." Laxness í pappírskilju Hér er ekki ætlunin að segja í smáatriðum frá þeim tækninýjung- um sem síðustu misserin hafa umbylt bókaútgáfu rétt einu sinni. Látum nægja að taka fram að með tilkomu tölvusetningar, laserprent- unar og fleiri töfrabragða hefur þeim afsökunum óðfluga fækkað sem bókaútgefendur hafa hingað til haft á reiðum höndum til þess að útskýra hvers vegna Alistair heitinn Maclean og nótar hans hafa endilega þurft að koma út í við- Fyrir hér um bil tveimur árum varð Penguin-forlagið . á Englandi 50 ára og hélt upp á afmælið sitt með mikilli viðhöfn. Það var líka ástæða til eins o g meira að segja keppinautarnir viðurkenndu fúslega. Penguin er ekki aðeins stærsta og þekktasta útgáfufyrirtæki í víðri veröld heldur olli það beinlínis byltingu í bókaútgáfu þegar fyrstu bækurnar prýddar merki mörgæsarinnar birtust í búðum fyrir rétt rúmri hálfri öld. Penguin varð sem ' sé fyrst forlaga til þess að hleypa af stokkunum vel heppnaðri pappírskiljuútgáfu og pappírskiljan hefur síðan farið sigurför um allan hinn læsa heim. Þó var ein þjóð sem mörgæsin lét ósnortna og það var sjálf bókaþjóðin. Kiljuútgáfameðal Islendmga hefur að mestu verið takmörkuð við svokallaðan sjoppulitteratúr sem fáir játa upplitsdjarfir að þeir lesi sér til ánægju: Morgan Kane, Mack Bolan, Isfólkið, Rauðu ástarsögurnar — að ekki sé minnst á Ólgandi svellandi ástríður eða Ungfrúin opnar sig. Kiljuútgáfan á íslandi hefur sem sé ekki lotið sömu lögmálum og annars staðar, þar sem segja má að hun hafi fært svonefndar almennilegar — eða altént sæmilegar — bókmenntir inn á hvert heimili og kostað lítið. En á þessu sviði nú seint og um síðir ætla að verða breyting. Nokkur hinna „virðulegri“ útgáfufyrirtækja hér á landi hafa þegar hafið markvissa pappírskiljuútgáfu og önnur bíða þess í ofvæni að sjá hvernig þeim reiðir af áður en þau skella sér í leikinn líka. Mannréttindi „Ég lít á það sem mannréttindi að geta keypt pappírskilju eftir Halldór Laxness, eða þá Leó Tolstoj, á Hlemmi og lesið hana á leiðinni upp í Breiðholt," segir Ámi Siguijónsson hjá Máli og menningu. Bjöm Jónasson, framkvæmdastjóri Svarts á hvítu, tekur í svipaðan streng: „Mér fínnst að það ætti að vera sjálfsagt mál að um leið og keypt er inn fyrir helgina eða bensín á bílinn þá geti maður náð sér í vandaða íslenska þýðingu á þeim bókum sem einmitt um þær mundir prýða efstu sætin á til dæmis met- sölulista New York Times.“ Það eru einmitt fyrirtæki þeirra Ama og Bjöms sem era í farar- broddi hinnar nýju íslensku kilju- útgáfu, þótt með giska ólíkum hætti sé. Mál og menning hefur stofnað sérstakan kilju-bókaklúbb sem menn geta gengið í og fá þá tíu til tólf pappírskiljur sendar heim til sín á ári fyrir lágt verð, en Regn- bogabækur Svarts á hvítu verða seldar í sjoppum, á bensínstöðvum og víðar þar sem fólk hefur hingað til ekki rekist á bókmenntir. Uglan — kiljuklúbbur Máls og menningar — er eins árs um þessar mundir og að sögn Áma Siguijóns- sonar, sem hefur umsjón með klúbbnum, hefur hann gengið öllum vonum framar. í honum era nú tæplega 6.000 félagar. „Það var þegar nýir menn tóku að mestu við rekstri forlagsins fyr- ir um það bil þremur áram sem áhugi á kiljuútgáfu jókst mjög hjá Máli og menningu," segir Ami. „Þessir menn — þeir Ámi Einarsson og Halldór Guðmundsson — era af þeirri kynslóð sem hefur alist upp með erlendum pappírskiljum og vanist því að líta á þær sem sjálf- sagðan og æskilegan hlut. Þeir byijuðu á því að þreifa fyrir sér með útgáfu á hinum svokölluðu Uglu-bókum og þær gáfu svo góða raun að ákveðið var að stíga skref- ið til fulls og þá var þessi klúbbur stofnaður. Það má kannski segja að með því að stofna klúbb, en senda bækumar ekki beint á al- mennan markað, höfum við viljað losn^ við óþarfa áhættu sem óhjá- kvæmilega fylgir upphafi svona útgáfu. Hafa verður í huga að hér er um geysilegt magn bóka að ræða. Á þessu fyrsta ári klúbbsins höfum við sent frá okkur fjóra bóka- pakka með þremur til fjóram bókum og upplagið er orðið hvorki meira né minna en 75 þúsund bækur. Það era satt að segja ansi margar blað- síður! PA PPÍRSKJIJ UÚTGÁFA FESTIR LOKSRÆTURÁ ÍSLANDI VtO'VOlSt Að lesa Laxness á leið upp í Breiðholt . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.