Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 30
30_____ Indland MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Mæður mótmæla Óeirðasamt hefur verið í Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, að undanförnu. Á mánudag kom til stympinga milli lög- reglu og mæðra 150 námsmanna sem eru i haldi hjá lögreglunni. Mótmæltu konurnar handtökunum og kröfðust þess að námsmennirnir yrðu þegar i stað látnir lausir. Þær kröfðust þess einnig að fram færu f rjálsar kosningar í landinu. Fremst í flokki kvennanna var þessi 67 ára gamla kona, er sagð- ist að visu ekki vera móðir heldur amma eins námsmannsins. Á hárbandi er hún bar stóð „Niður með harð- stjóra" og „Við viljum lýðræðislega stjómarskrá". Átök striðandi fylkinga á Filippseyjum hafa kostað mörg mannslíf að undanförnu. Reuter Filippseyjar: Skæruliðar tílbúnir til friðarviðræðna Sri Lanka: * Iþróttamaður dæmdur til dauða ítrekaðar ásakanir um kosningasvik Manila. Reuter. SKÆRULIÐAR múhameðstrúarmanna, er barist hafa fyrir sjálf- stæði suðurhluta Filippseyja undanfarin 15 ár, hafa sent stjóra Aquino, forseta, bréf þar sem farið er fram á að viðræðum þessara tveggja aðila verði haldið áfram. Enn er deilt um framkvæmd kosn- inganna í síðasta mánuði en í þeim vann stjóra Corazon Aquino mikinn sigur. Colombo, Reuter ÁSTRALSKI spjótkastarinn Reg- inald Spiers, var í gær, dæmdur til lífláts á Sri Lanka, fyrir að reyna að smygla heróníni og hassi inn í landið.Ástralinn var handtekinn á flugvellinum í Colombo þann l.desember 1984. Hann hafði komið fyrir 1,1 grammi af heróíni og 2,9 grömm- um af hassi í segulbandstæki, sem hann hafði meðferðis. Auk þess kom í ljós að hann ferðaðist á fölsuðu vegabréfi. * Gengi gjaldmiðla London, Washington, Reuter. GENGI Bandaríkjadollars lækk- aði gagnvart helstu gjaidmiðlum í gær. Fjármálasérfræðingar bíða fundar leiðtoga sjö helstu iðnrikja í Feneyjum og er það mál manna að dollarinn muni lækka enn frekar ef ekki næst þar samkomulag um leiðir til að tryggja aukinn hagvöxt og jöfn- uð i viðskiptum rikjanna. Gull og silfur snarhækkaði í verði í Bandaríkjunum eftir að fréttir höfðu borist um að Pauk Volcker, bankastjóri Seðlabanka Banda- ríkjanna, hygðist ekki gefa kost á sér til þess embættis á ný. Reagan Bandaríkjaforseti hefur skipað Alan Greenspan í hans stað. Verð á gull- únsu hækkaði um um 8,80 dollara í New York og kostaði hún 455 dollara. í London kostaði sterlingspundið 1,6370 dollara en gengi annarra helstu gjaldmiðla var með þeim hætti að dollarinn kostaði: 1,3413 kanadíska dollara, 1,8510 vestur-þýsk mörk, 2,0450 hollensk gyllini, 1,5000 svissneska franka, 37,58 belgíska franka, 6,0550 franska franka, 1311,00 ítalskar lírur, 144,30 japönsk jen, 6,3200 sænskar krónur, 6,7300 norskar krónur, 6,8300 danskar krónur. í London kostaði gullúnsan 450,30 dollara á hádegi í gær. Ástralinn sagðist vera saklaus. Hann kom til Colombo frá Bombay á Indlandi og sagði, að honum hefði verið afhentur böggull á flugvellin- um þar. Hann hefði haldið að í honum væru bandarískir dollarar og hefði hann ekkert séð athuga- vert við að koma þeim inn í Sri Lanka. Dómarinn sagði erlendum blaða- mönnum eftir uppkvaðningu dómsorðs, að undantekningarlaust væru eiturlyfjasmyglarar dæmdir til dauða á Sri Lanka, nema ótví- ræðar sannanir lægju fyrir um sakleysi þeirra. Hann skýrði frá því að Spiers hefði viðurkennt að hafa tvisvar áður smyglað eiturlyfjum til landsins. Skæruliðar leggja til að deiluaðil- ar ræðist við í Saudi-Arabíu 18. og 19. júní. Upp úr viðræðunum slitn- aði í síðasta mánuði er skæruliðar höfnuðu því að fólkið er byggir landsvæðin er um ræðir, fengi að ákveða í allsheijaratkvæðagreiðslu hvort svæðin yrðu sögð úr lögum við stjórnvöld í Manila. Fólksflutn- ingar milli héraða hafa gert það að verkum að kristnir menn eru nú fleiri en múhameðstrúarmenn á landsvæðum þar sem hinir síðar- nefndu voru áður í meirihluta. Aðalsamningamaður stjómarinnar í Manila sagði að stjómvöld myndu aðthuga tilboð skæruliða mjög vel, sérstaklega með tilliti til þess að það felur í sér að skæruhemaði verði hætt á meðan viðræðumar standa. Háttsettur yfirmaður í her Filippseyja hefur tekið undir ásak- anir um kosningasvik í kosningun- um er fram fóru þar í landi fyrir skömmu. Eugenio Ocampo, hers- höfðingi, sem er yfirmaður á miðhluta Luzoneyju, fyrir norðan Manila sagði á mánudag í sjón- varpsviðtali að hann vissi til þess að þeir sem fylgjast hefðu átt með talningu hefðu ekki fengið að gera það. Hefur herinn krafist þess að stjómin fyrirskipi opnibera rann- sókn á atviki þessu. Ferdinand Marcos, fyrrum forseti Filippseyja, hvatti stuðningsmenn sína í útvarpsviðtali í gær til að grípa ekki til ofbeldisverka þótt stjómin hefði orðið uppvís að kosn- ingasvikum. Marcos hæddist að Corazon Aquino fyrir að hafa farið með bænir á opinberum vettvangi og sakaði hana um hræsni. Sagði hann niðurstöður kosninganna „hneyksli“ en hvatti stuðningsmenn sína til að halda ró sinni. Deilur um framkvæmd kosninganna hafa komið á stað orðrómi um að her- menn hliðhollir Juan Enrile, fyrrum vamarmálaráðherra, hyggist gera uppreisn. Ráðamenn innan hersins hafa vísað þessum sögusögnum á bug. Suður-Kórea: Roh forseta- frambjóðandi eins og spáð var Seul, Reuter. CHUN Doo Hwan, forseti Suður Kóreu, tilkynnti í gær, að Roh Tae Woo, yrði frambjóðandi stjórnarflokks landsins, DJP, við forseta- kosningarnar í desember. Roh hefur um langa hrið verið náinn samstarfsmaður Chun og tilkynning um að hann yrði í framboði kom ekki á óvart. Chun sagði, að æðsta stofnun flokksins hefði verið á einu máli um að Roh byði sig fram, enda öðrum hæfari. Fréttaskýrendur segja að aldrei hafí annað komið til mála en Chun fengi að ráða, hver yrði eftirmaður hans, og ráði ekki hæfíleikamir úrslitum, heldur fylgispekt við Chun. Hann hættir í febrúar næst komandi. Roh Tae Woo, sem að öllu óbreyttu verður því næsti forseti Suður-Kóreu er fyrverandi hers- höfðingi, eins og Chun. Þeir hafa unnið saman lengi og voru skólafé- lagar áður fyrr. Stjómmálafrétta- ritarar segja að varla sé breytinga að vænta eftir forsetakosningamar, sem Roh vinnur ugglaust. Sumir taka svo djúpt í árinni að segja að Roh verði aðeins framlenging á Chun. Hann er þó sagður ívið geð- feildari og fágaðri í framkomu. Roh hefur vafalítið verið annar valdamesti maðurinn í Suður Kóreu frá árinu 1979, þegar hann stýrði hermönnum sínum inn í Seul til að veita Chun aðstoð sína, er hann rændi völdum í landinu. Roh var síðar forseti Olympiunefndarinnar, sem vann undirbúningsvinnuna, Greta Garbo. Roh Tae Woo. áður en endanlega var ákveðið að næstu Olympiuleikar yrðu í Suður- Kóreu. Upp á síðkastið hafa menn velt fyrir sér, hvort valdabarátta í innsta hringnum væri hafín. Sagt var að Lho Shin Yong, forsætisráðherra liti forsetaembættið löngunaraug- um og einnig hefur heyrzt nafn Chang Se Dong, yfírmanns leyni- þjónustu landsins. Skipan Roh þykir staðfesta að Chun hefur öll þau völd í landinu, sem hann kærir sig um. Einstök Garbo-mynd fundin Osló, Reuter. EINA eintakið af þögulli mynd með Gretu Garbo, gerð árið 1916, hefur nú komið i leitirnar. Mynd- in fannst í kassa, sem átti að senda á flóamarkað. Myndina tók Mauritz Stiller. Það var kvik- myndasafnsskjalavörður, að nafni Arne Pedersen sem sagði Reuter frá fundi myndarinnar. Myndin var á sínum tíma kölluð „Vængir" og upprunálega eintakið eyðilagðist í eldi 1941 og var það talið hið eina sem til var. Það var Mauritz Stiller sem fór með Gretu Garbo til Hollywood upp úr 1920 og átti hvað snarastan þátt í að koma henni upp á stjömuhimininn. Maóistar myrða 41 þorpsbúa Nýja Delhi. Reuter. VINSTRI sinnaðir skæruliðar réðust inn í þorp eitt í Bihar á Indlandi á föstudagskvöld og drápu hvert einasta mannbara er þeir fundu. 41 létu lífíð í þessari viðbjóðslegu árás, þar af voru 26 konur og böm. Skæruliðamir komu að þorpinu seint á föstudagskvöld og háls- hjuggu alla er á leið þeirra urðu. I þorpinu bjó fólk af einni af æðstu stéttum landsins, en hafði þó margt vart til hnífs eða skeiðar. Skildu morðingjamir eftir bæklinga og sögðust vera Maóistar. Væru morð- in framin til að mótmæla auðvalds- skipulagi og stéttaskiptingu í landinu. Þá var því einnig lýst yfír að kommúnistaflokkar þeir sem í landinu starfa væru endurskoðun- arsinnar og veittu ekkert lið í hinu nauðsynlega stéttastríði. Lögregluyfírvöld hafa lofað að setja á stofn sérstaka sveit til að beijast við skæruliða vinstri manna, er framið hafa mörg hermdarverk að undanfömu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.