Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 59 Sýnum tillitsemi í umferðinni - umferðin gæti gengið mun greiðar Til Velvakanda Eg vil taka undir með þeim sem skrifað hafa í Velvakanda að und- anfömu og hvatt til aukinnar tillitssemi í umferðinni hér á landi. Umferðarþungi hefur aukist tölvert á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið og veldur aukinn bílaflöldi nokkrum hægagangi á stundum. Sumir bregaðst þannig við þessu að þeir nota hverja smugu á kosnað náungans og troðast áfram eins og þeir eigi lífið að leysa. Þetta flýtir ekki fyrir þegar á heildina er litið, því einmitt vegna þessara freku ökumanna verða oft töluverðar taf- ir. Ef við sýndum tillitsemi í umferðinni, hefðum hugann ávalt við aksturinn og vöruðumst að valda óþarfa töfum gæti umferðin gengið mun greiðar en nú er. Með auknum bílafjölda á götunum verð- ur akstur vandasamari og ættu þeir sem hafa tamið sér að komast áfram með frekjunni að gera sér ljóst að slikt ökulag gengur ekki við þessar aðstæður. Okumaður Mj ólkurf ernurnar: Mjólkursamsalan bæti ráð sitt Til Velvakanda. Klæddur og kominn á ról gekk ég einn morguninn að ísskápnum og tók út úr honum femu af mjólk út á hafragrautinn. Það var ein af þessum nýmjólkurfernum sem eru 10x6x16,5 sm og var í eina tið skreytt með mynd af blárri kú en sá litur mun vera í tisku á kúm huldufólksins. Ég reyndi fyrst að rífa af femunni en var ekki nógu sterkur. Þá reyndi ég að skera af henni með borðhníf en hnífurinn beit ekki nógu vel. Þá fór ég að leita að skæmnum sem ég fann ekki fyrr en eftir langa leit, því eins og kvenna er háttur hafði konan sett þau á vitlausan stað kvöldið áður. Nú klippti ég af fernunni eft- ir settum reglum, tók um hana með hægri hendi og hugðist hella út á grautinn. Það kom ekki dropi því að barmar opsins lögðust þétt sam- an og þreif ég þá utan um hymuó- fétið, einnig með vinstri hendi, og stóð þá skyndilega bunan yfir disk- inn, borðið og buxumar mínar og úr þessari gerð af femum er yfír- leitt ekki hægt að hella nema með gusum og skvettum. Nú selur Mjólkursamsalan okkur mysu og AB-mjólk í femum af gerð- inni 7x7x20 sm en þá gerð er hægt að opna áhaldalaust, hella úr með annarri hendi og leggja opið aftur á ný, enda fer hún mun betur í hendi. Víða úti á landi er mjólkin seld í fernum af þessari gerð og ekki datt hinum snjalla sölumanni Davíð Sch. Thorsteinssyni annað í hug en nota þá gerð undir grautinn sinn. I Kaupmannahöfn er sú gerð af femum notuð undir allar tegundir af mjólk og einnig undir hreina jóg- úrt, sem seld er á skaplegu verði. Hvers eigum við hér í Reykjavík að gjalda og endurteknar kvartanir em ekki teknar til greina. J.G.J. Örlítil viðbót • • - við „Orlitla athugasemd við um- sögn um 9. sinfóníuna“ Til Velvakanda. Frú Gabriele Jónasson gerir at- hugasemd við þá hugmynd að Schiller muni hafa ætlað „Oðnum" annað nafn upphaflega, en ritskoð- endur valdið því að óðurinn var kenndur við gleðina, eins og kemur fram í umsögn minni um þá „níundu" eftir Beethoven. Frúin segir m.a.: „Þessi skoðun tónskálds- ins á sér enga stoð í því sem vitað er um Schiller og tilurð kvæðisins." Þessu vil ég svara svo, að tilgátan Afturf ör að fækka ferðum strætisvagna Til Velvakanda Ég vil hér með láta í ljós óánægju mína og furðu á þeirri breytingu á tímaáætlun Strætisvagna Reykjavíkur sem birst hefur nú nýlega. Strætisvagnarnir em sú þjónusta við borgarana sem einna mikilvægust er, og veit ég að al- menn óánægja er vegna þessa. Nær hefði verið að ij'ölga ferðum og láta helst ekki líða nema um 5 mínútur á milli ferða, eins og gerist í borgum í nágrannalöndum okkar. En nú er skrefið stigið til baka, líklega verður næsta skref hálftími milli ferða. Að ekki sé hægt að fá fólk til afleysinga í sumar er aðeins fyrirsláttur. Ágústa Ragnars er ekki mitt hugarfóstur. Þó skal tekið fram að mun algengara er að orðið „freiheit" sé tiltekið og má þar til nefna heimildir eins The Pelican History of Music, 3. bindi, bls. 18, og varðandi það, að ekki hafí verið neitt um ritskoðun á sviði fagurbókmennta á þessum tíma, er sagt frá því að þýska ljóðskáldið Schubert hafí verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir „glæpsam- lega hreinskilni". Tvær aðrar heimildir fyrir þess- ari tilgátu get ég nefnt. í bókinni Choral Music er kafli sem nefndur er Franska byltingin: Beethoven og Berlioz, en á bls. 204 er vikið að þessari hugmynd. Þá er nokkuð rækilega fjallað um sama efni í bók, sem Anthony Hopkins ritar um „The Nine Symphonies of Beet- hoven", á bls. 245, og þar er þess einnig getið, að um þetta atriði séu margir sérfræðingar uppi með ýms- ar efasemdir, þó þessu sé hins vegar staðfastlega trúað í Austurríki. Það er leitt til þess að vita ef þeir hjá Pelican-útgáfufyrirtækinu og reyndar aðrir, sem hér er vitnað til, fara með staðlausa stafí í þessu máli en það er rétt, að ekki er nein vissa fyrir þessari tilgátu, sem þó er studd ýmsum rökum, sóttum í það hugmyndafræðilega umrót er einkenndi 18. og 19. öldina. Leiðrétting mín nær ekki lengra en að leggja áherslu á það atriði, að vera ekki höfundur tilgátunnar, heldur hafa aðeins vitnað til þess, sem mjög víða má lesa í máli þeirra sem fjallað hafa listsköpun á þess- um rómantísku umrótatímum. Jón Ásgeirsson SjUKRANUDD ? nuddstotan ANDCOMŒW IÐNBUO 4, SIMI 43755 GARÐABÆ, Karlmannaföt kr. 5.500.- Terylenebuxur kr. 995.-, 1.395.- og 1.595.- Terylene/ull/stretch kr. 1.895.- Permapress buxur (polyester/bómull) kr. 875.- Gallabuxur kr. 795.-, 850.- og 875.- Sumarbuxur kr. 750.- Bolir frá kr. 235.- Peysur, skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22A, sími 18250. fWWM VANTAR þK5r— ....garðslátt, ánamaðka, vélrit- un, gluggaskreytingu, bókhald, þýðingar, tækifærisvísu, brunaþéttingar, fráslátt, máln- ingu, saumaskap, forritun, hellulagnir, garðahirðingu... Það er nokkuð sama hvað þig vantar. Við höfum hverskonar þjónustuaðila á skrám okkar. Byrjaðu þvíáaðhringja í623388. , QQ Við vísum þér á rétta fólkið. GUIA ^0 OKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsframa og betur launaöri vinnu. Þú stundar námið heima hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda* rúmar 8 milljón- ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréfaskólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini í lok námskeiöa. Sendu miðann strax í dag og þú færö ÓKEYPIS BÆKLING sendan í flugpósti. (Setjiö kross í aöeins einn reit). Námskeiöin eru öll áensku. □ Töivuforritun □ Almenntnám □ Rafvirkjun □ Ritstörf □ Bókhald □ Vélvirkjun □ Bifvólavirkjun □ Nytjalist □ Stjómun fyrirtaakja □ Garðyrkja P Kjólasaumur □ Innanhús- arkitaktúr □ Stjórnun hótela og veitingastaða □ Blaðamennska □ Kælitækni og loftræsting Nafn: Heimilisfang:............................................... ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. ftu- Bladburóarfólk óskast! REYKJAVÍK KÓPAVOGUR Lynghagi Rauðagerði Þórsgata Laugavegur 1-33 o.fl. Viðjugerði Sunnubraut Grenigrund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.