Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Norðlensk sveitarfélög sækja „vatnið yfir lækinn“ - samkvæmt könnun Fjórðungssambands Norðlendinga Á fjórðungsstjórnarfundi, sem eitt til Blönduóss, eitt til Dalvíkur, haldinn var í lok apríl sl., var eitt til Sauðárkróks og eitt til ákveðið að Fjórðungssamband Reykjavíkur. Tveir kaupstaðanna sækja þjón- Norðlendinga léti gera úttekt á sviði bókhalds, endurskoðunar, lögfræðiþjónustu, hönnun mann- virkja og skipulags. Einnig var spurt um hvert sveitarfélög sækja þjónustu á þessum sviðum og hvort uppi væru hugmyndir um að færa þjónustuna heim. Þá var einnig spurt um hvert sveit- arfélög leita í sambandi við prentun ýmiskonar. Arni Bjarna- son vann könnunina og skýrði niðurstöður hennar fyrir blaða- mönnum fyrir skömmu. Könnunin var gerð í gegnum síma dagana 5.-26. maí sl. Hún nær til 37 sveitarfélaga víðsvegar um Norðurland, þar af eru öll þéttbýlis- sveitarfélög. Fimmtán þessara sveitarfélaga eru á Norðurlandi vestra, en 22 á Norðurlandi eystra. í ljós kom að flest sveitarfélögin önnuðust bókhaldsþjónustu sína sjálf. Allir kaupstaðimir, ellefu að tölu, önnuðust sjálfir bókhaldið. Af öðrum þéttbýlisstöðum önnuðust sjö bókhaldið sjálfír, fjögur sveitarfélög sækja bókhaldsþjónustu að, tvö til Akureyrar, eitt til Reylq'avíkur og eitt til Neskaupsstaðar. Fimmtán ðííifbýlissveitarfélög annast bók- haldið sjálf, en fímm sveitarfélög leita aðstoðar, eitt til Akureyrar, ustu löggiltra endurskoðenda á viðkomandi stöðum, einn til Akur- eyrar og hinir þrír til Reykjavíkur. Hvað hina þéttbýlisstaðina varðar sækja fímm þeirra til Reykjavíkur, tveir til Húsavíkur, einn til Akur- eyrar og þrír hafa einvörðungu stuðst við kjöma endurskoðendur og sent reikninga til sýslunefnda, sem fellur niður með nýju sveitar- stjómarlögunum. Öll dreifbýlis- sveitarfélög nema eitt studdist eingöngu við kjöma endurskoðend- ur. Eitt leitaði til Akureyrar eftir aðstoð. Þar sem leitað er eftir þjón- ustu löggilts endurskoðanda, eða hjá fímmtán sveitarfélögum, sækja átta til Reykjavíkur, þar af öll sex sveitarfélögin á Norðurlandi vestra. Engin löggiltur endurskoðandi er staðsettur á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi eystra leita fjögur sveitarfélög til Akureyrar, þrjú til Húsavíkur og tvö til Reykjavíkur. Tveir kaupstaðanna í kjördæm- inu sækja alla lögfræðiþjónustu til Reykjavíkur alfarið, einn til Húsavíkur, tveir til Ákureyrar og einn að jafnaði til Akureyrar og Reykjavíkur. Fjögur þéttbýlissveit- arfélög, önnur en kaupstaðimir, sækja lögfræðiþjónustu til Reykjavíkur eingöngu, öll af Norð- urlandi vestra, eitt til Akureyrar, eitt til Húsavíkur, tvö jöfnum hönd- um til Akureyrar og Reykjavíkur, eitt jöfnum höndum til Ákureyrar og Húsavíkur og tvö hafa ekki þurft á þessari þjónustu að halda. Dreif- býlissveitarfélögin hafa mjög lítið þurft á lögfræðiþjónustu að halda, til dæmis hafa tíu ekkert þurft á henni að halda, hin tíu skiptast á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Kaupstaðir leita í nokkm mæli suður til Reykjavíkur eftir þjónustu arkitekta, en síður er þangað leitað eftir þjónustu verk- og tæknifræð- inga. Einnig er leitað í verulegu mæli til Akureyrar, auk þess sem leitað er eftir þjónustu á viðkom- andi stöðum, sé hún fyrir hendi. Aðrir þéttbýlisstaðir á Norðurlandi vestra leita að miklu leiti til Reykjavíkur, en á Norðurlandi eystra nær eingöngu til Akureyrar. Dreifbýlissveitarfélög á Norður- landi eystra leita mjög lítið til Reykjavíkur, nema hvað varðar ýmis skólamannvirki, aðallega er leitað til Akureyrar og til viðkom- andi byggingarfulltrúa. Á Norður- landi vestra er algengara að leitað sé til Reykjavíkur, ekki bara hvað varðar skólamannvirki. Þá er einnig leitað til viðkomandi byggingarfull- trúa. í ijórum kaupstöðum er aðal- skipulag unnið í Reykjavík, yfírleitt af Skipulagi ríkisins. Á einum staðnum er aðili á Norðurlandi sem vinnur skipulag, en á hinum er það gert á staðnum. Á þremur stöðum er leitað til manna á Norðurlandi við skipulag á opnum svæðum. Það sem snýr að aðalskipulagi í hinum þéttbýlisstöðunum er að langmestu leiti í höndum Skipulags ríkisins. Aftur á móti er skipulag á opnum svæðum og deiliskipulag í höndum aðila á Norðurlandi. Ef unnið hefur verið að aðalskipulagi í viðkomandi dreifbýlissveitarfélagi hefur það verið nær undantekningalaust í höndum Skipulags ríkisins. Deili- skipulag sem unnið hefur verið í þessum sveitarfélögum er aðallega sótt til Reykjavíkur. Kaupstaðimir leita eftir prent- þjónustu eins stutt og mögulegt er. Sé um stærri prentverk að ræða er leitað til Reykjavíkur. Þéttbýlis- staðimir leita víðast hvar prentunn- ar í næsta nágrenni. Sveitarfélög í N-Þingeyjarsýslu leita nokkuð til Akureyrar. Eitt sveitarfélag leitar til Reykjavíkur. Dreifbýlissveitarfé- lög leita prentunnar sem næst sér. Svo virðist sem lítil breyting hafí orðið á því hvert sveitarfélög sæki þjónustu á þessum sviðum undan- farin ár. Það er helst hjá stærri sveitarfélögum að breyting hefur orðið, það er leitað er eftir þjónustu heim í hérað meir en áður var. Það er fyrst og fremst í Austur-Húna- vatnssýslu, Skagafjarðarsýslu og N-Þingeyjarsýslu sem uppi voru hugmyndir og áhugi í því að færa þjónustusvið þessi heim. í A- Húnavatnssýslu er lögfræðingur að setja upp útibú og þar er einnig mikill áhugi á að efla tækniþjón- ustu. í Skagafjarðarsýslu hafa komið upp hugmyndir um samstarf sveitarfélaga og fyrirtælq'a í sýsl- unni um bókhald, þ.e. löggiltan endurskoðanda. Að þessum hug- myndum hefur verið unnið í nefnd. í N-Þingeyjarsýslu hafa verið uppi hugmyndir um að færa þjónustu heim, og þá með samstarfi sveitar- félaga í sýslunni. Þá náði könnunin til 42ja fyrir- tælqa er tengjast sveitarfélögum á einhvem hátt og var spurt um bók- hald, endurskoðun, lögfræðiþjón- ustu og þjónustu á sviði hönnunar. í 28 fyrirtækjum var bókhaldið unnið á skrifstofunni, en aðeins sex fyrirtæki sóttu þjónustu til Reykjavíkur og átta sóttu þjónustu á Norðurlandi. í 21 fyrirtæki fór löggilt endur- skoðun fram í Reykjavík, en fímmtán á Norðurlandi. Þá voru fimm fyrirtæki sem höfðu ekki löggilta endurskoðendur og eitt fyr- irtæki þar sem ekki hafði verið tekin ákvörðun um endurskoðun. Þá hafði 21 fyrirtæki ekki þurft á lög- fræðiþjónustu að halda. Tíu fyrir- tæki hafa aðallega leitað til Reykjavíkur, en níu til Akureyrar og Húsavíkur. í tveimur fyrirtækj- um var jöfnum höndum leitað suður og til aðila á Norðurlandi eftir lög- fræðiþjónustu. í þréttán fyrirtækj- um var aðallega leitað til Reykjavíkur, en í sjö fyrirtækjum var leitað til aðila á Norðurlandi. Þá leituðu tíu fyrirtæki jöfnum höndum suður og til aðila á Norður- landi. 1 tólf fyrirtækjum hefur lítið sem ekkert verið um hönnun að ræða undanfarin ár. Þýskur kór í Akur- eyrarkirkju SJÖTÍU manna blandaður kór frá Neander-kirkjunni í DUssel- dorf heldur tónleika í Akur- íj'rarkirkju í kvöld, miðviku- dagskvöld, og hefjast þeir kl. 20.30. Stjómandi kórsins er Óskar Gottlieb Blarr, en hann hefur samið tónverk, sem vakið hefur mikla at- hygli og heitir Jesús Passía. Verkið mun hann flytja með Sinfóníuhljóm- sveit íslands, einsöngvurum og kómum sínum í Hallgrímskirkju á kirkjutónlistarhátíð, sem hefst um hvítasunnuna. Efnisskráin er fjöl- breytt, en auk kórsöngs verður leikið á hljóðfæri og má geta þess að með í ferðinni verður slagverks- leikari, sem meðal annars leikur einleik á marimbafón. Kórinn var stofnaður árið 1961 og hefur haldið fyölda tónleika víðsvegar um heim. Á tónleikunum á Akureyri verða flutt verk eftir Bach, Eccard, Mendelssohn, Oskar Gottlieb Blarr, Stravinsky, Þorkel Sigurbjömsson og fleiri. Fmmflutt verður verk eftir stjómanda kórs- ins, sem tileinkað er Halldóri Laxness vegna 85 ára afmælis hans á árinu. Aðgöngumiðasala fer fram við innganginn og er aðgangseyrir 400 krónur. Sveinsmót í skák á Dalvík ÁRLEGT sveinsmót í skák var haldið í þriðja sinn nú um helgina á Dalvík. Tefldar voru 9 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Keppendur voru 39. Efstur var Sævar Bjarnason með 8 vinn- iOg&. Úrslit í sveinsmótinu urðu þessi: 1. Sævar Bjamason með 8 vinn- inga. 2. Róbert Harðarson með 7'/2 vinn- ing. 3. Jón Ámi Jónsson með 6V2 vinn- ing. 4. Jón Björgvinsson með 6V2 vinn- * ing. 5. Jón Garðar Viðarsson með 6 vinninga 6. Pálmi Pétursson með 6 vinninga. Samhliða mótinu var svo haldið hraðskákmót. Úrslit í því urðu þessi: 1. Gylfí Þórhallsson með 10 vinn- inga. 2. Sævar Bjamason með 9 vinn- inga. 3. Þór Valtýsson með 8 vinninga. Mótið var haldið af Sparisjóði Svarfdæla og Taflfélagi Dalvíkur og er haldið til minningar um Svein Jóhannsson fyrrverandi sparisjóðs- stjóra. Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Dalvíkingar skoðuðu Sæbjörgina og það er björgunarbáturinn, sem dregur að sér athygli drengj- anna fremst á myndinni. A innfelldu myndinni er Sæbjörg í Dalvíkurhöfn. Sæbjörg í heimsókn Dalvík. SÆBJÖRG, skip Slysavarnafé- lags íslands, kom í kurteisis- heimsókn til Dalvíkur síðastlið- inn sunnudag á leið sinni frá Akureyri til Reykjavíkur. Dalvíkingar tóku fagnandi á móti skipinu með fánum, ræðu- höldum og hljóðfæraslætti. Félagar úr slysavamasveit Dalvíkur sigldu til móts við skipið og fylgdu því til hafnar. Við kom- una bauð Svanfríður Jónasdóttir, formaður bæjarráðs, skip og áhöfn velkomna til Dalvíkur og ræddi meðal annars gildi slysa- vamaskóla sjómanna fyrir lítil byggðalög eins og Dalvík, sem eiga allt sitt undir sjósókn og sjó- mennsku. Sóknarpresturinn, séra Jón Helgi Þórarinsson, tók síðan til máls og bað skipinu og skips- höfn alls hins besta. Að lokum kvaddi Kolbrún Pálsdóttir, form- aður kvennadeildar SVFÍ, sér hljóðs og færði Sæbjörgu að gjöf 500.000 krónur frá útgerðarfyrir- tækjum á Dalvík og Dalvíkurbæ. Þá gaf kvennadeildin ljósmynd af Dalvík, starfsfólk frystihúss og salthúss KEA færði Sæbjörgu 25.000 krónur og Hrafnhildur Vigfúsdóttir færði skipinu pen- ingagjöf, sem stúlkur í ungliða- deild kvennadeildarinnar söfnuðu með tombóluhaldi. Þorvaldur Axelsson skipstjóri á Sæbjörgu og skólastjóri slysa- vamaskólans tók við gjöfunum og þakkaði þær og bauð síðan bæjarbúum að ganga um borð og skoða skipið. Þrátt fyrir mikla vinnu í mörgum fiskvinnsluhúsum þennan fallega sunnudag var margt fólk saman komið til að taka á móti skipinu og notaði það tækifærið til að skoða skipið. Kvennadeildin bauð áhöfninni til kaffídrykkju með herlegu með- læti og sigldi Sæbjörg síðan á brott úr Eyjafírði kl. 19.00 eftir góðan dag á Dalvík. Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.