Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 35 f Eru þeir að fá 'ann "? ■ Sviðsettur árekstur LÖGREGLAN á ísafirði gekkst nýverið fyrir 5 daga starfsþjálfun sumarafleysingamanna og héraðs- lögregluþjóna. Námskeið þetta felst í verklegri vettvangskönnun, bóklegri þjálfun og líkamlegri þjálfun. Þátttakendurnir voru 25 talsins, en námskeiðið stóð frá 25. maí til 30. maí. Mynd þessi var tekin, þar sem sviðsettur hafði verið árekstur fyrir framan lögreglustöðina, þar sem verð var að sýna, hvernig bregðast á við á vettvangi. Stj örnuspeking- ur með námskeið ENSKI stjörnuspekingurinn Mic- hael Harding heldur tvö námskeið hér á landi helgarnar 6. og 7. júní og 13. og 14. júní. Fyrra námskeiðið er um sálfræði- lega stjömuspeki, hið síðara um þjóðarstjömuspeki. A síðara nám- skeiðinu er m.a. litið á stjömukort íslands, Bretlands, Bandaríkjanna Sovétríkjanna og rætt um það sem er að gerast í heiminum í dag og reynt að spá í þróun mála. Á fyrra námskeiðinu em stjömukort þátttak- enda skoðuð í Ijósi nýjustu sálfræði- kenninga. Námskeiðin fara fram á pnsku. Túlkur verður til staðar og aðstoðar þá sem þurfa þess með. Skráning og nánari upplýsingar em í Stjömuspekimiðstöðinni. (Fréttatilkynning) Matthew Broderick og Helen Hunt i hlutverkum sinum i Project X. Morgunblaðið/Einar Falur 2 efstu sveitirnar á íslandsmóti grunnskólasveita í skák eigast við Seljaskóli vann íslandsmót grunn- skólanna í skák SVEIT Seljaskóla vann íslands- mót grunnskólasveita í skák sem fór fram fyrir helgina. Sveitin fékk alls 31,5 vinninga en sveit Gagnfræðaskóla Akureyrar sem kom næst hlaut 30,5 vinninga. Sveit Breiðholtsskóla varð í 3. sæti með 22 vinninga. í sigursveitinni vom Þröstur Ámason, Sigurður Daði Sigfússon, Sæberg Sigurðsson, Snorri Karls- son og Kristinn Friðriksson. I sveit GA vom Bogi Pálsson, Tómas Her- mannsson, Rúnar Sigurpálsson, Skafti Ingimarsson og Magnús Teitsson. Alls kepptu 19 sveitir til úrslita i húsnæði Taflfélags Reykjavíkvp?- við Grensásveg. Skákstjórar vora Ólafur H. Ólafsson og Ríkharður Sveinsson. staðimir verið Djúpidráttur, Feijuflói og Slæðan. Fyrstnefndi staðurinn hefur gefið stærstu fiskana til þessa, Gunnari Rafni 5 punda físk og Áron Sverrissyni 4 pundara. Aron er 12 ára gam- all og vafalaust efnilegur. Halla áleit að meðalvigtin væri nærri 3 pundum. Norðurá, 1. júní: Karl Ómar Jónsson, Ólafía Sveinsdóttir, Friðrik D. Stefánsson og aflaklóin Ólöf Stefánsdóttir með laxa hennar af Stokkhylsbroti fyrsta morguninn. sjá mikið af smásilungi í bland við stórfiskinn og veit það á gott fyrir næstu veiðisumur. Þá er þess einnig að geta, að aðeins var veitt á 14 stangir, fjórar vora óvirkar þar eð ekki þótti þorandi að selja í Brettingsstaði og Hamar vegna þess að vegurinn þangað er tæpur oft á vorin. Uppúr dúm- um hefur þó komið, að þangað er vel fært, á þessum svæðum verður veitt í dag og alla næstu daga allt til vertíðarloka. Halla Bergsteinsdóttir í veiði- húsinu í Laxárdal sagði veiðimenn þar bara ánægða, „þeir fengu milli 20 og 30 í opnuninni í gær, en eitthvað minna í morgun, Gunnar Rafn Jónsson fékk þó fímm stykki, en aðrir einn eða engan," sagði Halla í gær. Black Ghost er einnig drýgsta flugan í dalnum og það era feitir og vel haldnir urriðar sem gína við henni, það flæða mýflugulirfur út úr þeim þegar þeir eru slægðir. Allar stangimar 14 hafa verið nýttar í Laxárdal, en bestu veiði- 20-pundari úr Þverá „Það kom 20 punda hængur á land í morgun, Sigurður Sigurðs- son veiddi hann á Guðnabakka- svæðinu, og alls komu 9 laxar á land af neðra svæðinu, en aftur 12 stykki af Fjallinu. Það snerist sem sagt við í morgun, í gærdag veiddust nefnilega 25 hér niður frá en 17 á Fjallinu. Það vora því komnir 63 laxar á land úr ánni allri á hádegi í dag,“ sagði Hall- dór Vilhjálmsson í veiðihúsinu á Helgavatni við Þverá í samtali við Morgunblaðið í gær. 20-pundari Sigurðar er stærsti lax sumarsins til þessa, en óstað- fest fregn kom af Fjallinu að einn 22 punda hefði veiðst þar. Treysti Halldór sér ekki til að staðfesta það þótt hann hefði fengið eitt- hvem pata af því. Rosabyrjun í Laxá á Asum 9 laxar veiddust í Laxá á Ásum fyrsta daginn og er það með því besta sem þar gerist í opnun, því oft er þar lítið eða ekkert að hafa fyrstu dagana. „Þetta gerist stundum, ef skilyrði era góð og góður stofn á ferðinni, ég man til dæmis eftir því að Þórarinn Sig- þórsson fékk einu sinni 7 laxa í opnun og Þórður Jasonarson fékk einu sinni sex,“ sagði Eyþór Sig- mundsson kokkur og útgefandi í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann þekkir Laxá út og inn og hafði kynnt sér gang mála. Veiðin fór þannig, að veiðimenn fengu 6 laxa fyrsta eftirmiðdag- inn og 3 laxa morguninn eftir. Þetta var rígvænn lax, 12 til 17 punda, og töldu veiðimenn að tals- vert væri gengið af laxi, jafnvel langt fram í á. Reytist úr Norðurá „Þeir veiddu fímm laxa í morg- un og þá vora komnir 29 laxar úr ánni, síðan höfum við verið að fylgjast með þeim sem era uppi á Eyrinni og þeir hafa fengið að minnsta kosti þijá, þannig að þetta hefur e.t.v. glæðst eftir há- degið,“ sagði Elín Möller í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Eigin- maður hennar, Jón G. Baldvins- son, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, fékk þijá af fimm löxum morgunsins, alla á flugu í Stokkhylsbroti, en þar veiddust fjórir af fimm í morgun, aðeins einn frammi í Fossi þar sem veið- in hafði verið best á mánudaginn. í frétt Morgunblaðsins af veiði fyrsta daginn í Norðurá í gær var sagt að Olafía Sveinsdóttir hefði veitt þijá laxa, þar á meðal fyrsta lax sumarsins. Þetta var rangt, Ólöf Stefánsdóttir var aflaklóin, en sannarlega aðstoðaðia Ólafía við löndunina. Lax, lax, lax og aftur lax ... Fregnir herma, að netaveiðin í Hvítá sé með allra besta móti um þessar mundir og staðfestar fregnir herma að ýmsar ár, sem eiga ekki að „opna" fyrr en 10. júní og jafnvel síðar, séu óðum að fyllast af laxi. Má þar nefna Laxá í Kjós, Elliðaámar, Langá á Mýrum og Miðfjarðará, en í síðastnefndu ánni er lax kominn „upp um allt“ eins og tíðindamað- ur Morgunblaðsins orðaði það. Project X tekin til sýningar í Bíóhöllinni Lífleg byrjun á urriðasvæðunum „Mér telst til að það hafi verið skráðir 58 yfirmálsfískar í opnun- inni í gær, ég var að hlaupa menn uppi og athuga þetta. Það var gott hljóðið í mönnum þrátt fyrir kalda og kalsaveður, en hitinn var ekki nema 2—3 stig og um kvöld- ið hríðaði talsvert þannig að jörð gránaði aðeins. Þessar tölur segja þó ekki allt um heildarafla jrfir- málsfiska, því sumir hafa sín eigin lágmörk og sleppa öllu sem er smærra. Má þar nefna Kolbein Grímsson, sem sleppir öllu undir 45 sentimetram, en leyfilegt er að hirða fisk sem er 35 senti- metra langur. Til að mynda hitti ég Kolbein við Geirastaði í morg- un, hann hafði veitt 7 fiska yfír 35 sentimetram, en alla undir hans eigin lágmarki og því var þeim sleppt og svona fiskar fara ekki í skrár nema að einhver ann- ar veiði þá seinna og drepi þá,“ sagði Hólmfríður Jónsdóttir á Amarvatni í Mývatnssveit í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en urriðaveiði byijaði í Laxá á mánu- dag. Að sögn Hólmfríðar fengu nokkrir mjög fallega veiði, kannski sérstaklega Egill O. Kristinsson sem veiddi í Hellu- vaðslandi fyrsta daginn og fékk fímm físka, alla 5—6 punda. Þá fengu hjónin Rafn Hafníjörð og Kristín Jóhannesdóttir 13 físka í Geldingey, meðalvigtin 2,5 pund, allt feitur og fallegur fiskur. Yfir- gnæfandi meirihluti aflans hefur verið tekinn á fluguna Black Ghost, en einnig slæðingur á Grey Ghost og Hólmfríði, en allt era þetta flugur sem minna urriðann að menn ætla, á homsíli, en af þeim er nóg í Laxá. Þá er þess að geta, að menn Bíóhöllin tók nú í vikunni til sýn- ingar myndina „Project X“ sem er bandarísk og leikstýrð af Jon- athan Kaplan. Aðalhlutverk eru í höndum þeirra Helen Hunt, Matthew Broderick og Bill Sadl- er. Myndin fjallar um Teri Macdon- ald sem er að viða að sér efni í doktorsritgerð á sviði atferlisfræði simpansa og hefur sérstaklega lagt kapp á að þjálfa simpansa einn sem hún kallar Virgil. Svo fer þó að Teri hefur ekki efni á því að halda apanum lengur. Virgil er þó ekki sendur í dýragarð, eins og Teri hafði verið fullvissuð um, heldur í flugherstöð þar sem gerðar era hrottalegar tilraunir með þjálfaða apa. Þeim era kennd stjómtök við flug í sérhönnuðu þjálfunartæki en síðan gefíð tiltekn- an skammt af geislun og athugað hversu lengi þeir geta sinnt flug- stjórninni á eftir. Teri ásamt vini sínum Jimmy fer þá á stúfana til þess að bjarga Virg- il. GENGIS- SKRANING Nr. 101 - 2.júní 1987 Kr. Kr. ToU- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 38,880 39,000 38,990 St.pund 63,413 63,609 64,398 Kan.dollari 28,993 29,083 29,108 Dönskkr. 5,6633 5,6808 5,6839 Norsk kr. 5,7468 5,7645 5,7699 Sænskkr. 6,1214 6,1403 6,1377 Fi.mark 8,7904 8,8175 8,8153 Fr.franki 6,3816 6,4013 6,4221 Belg.franki 1,0282 1,0314 1,0327 Sv.franki 25,7499 25,8244 26,7615 18,9931 Holl.gyllini 18,9087 18,9617 V-Þ.mark 21,3135 21,3792 21,3996 ítUra 0,02951 3,0312 0,02960 0,02962 Austurr. sch. 3,0406 3,0412 Port escudo 0,2739 0,2747 0,2741 Sp.peseti 0,3060 0,3069 0,3064 Jan.ven 0,26818 0,26900 0,27058 Irsktpund 57,076 57,252 57,282 SDR(Sérst) 49,8510 50,0045 50,0617 ECU, Evrópum. 44,2493 44,3859 44,3901
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.