Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 25 Stærðfræðin hefur verið tóm- stundagaman samhliða náminu - segir Finnur Lárusson tvítugur dúx úr raunvísindadeild FINNUR Lárusson, tvítugur Reykvikingur, útskrifaðist um helgina úr stærðfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla ís- lands með einkunnina 9,44, en það er hæsta einkunn sem gefin hefur verið i verkfræði- og raun- vísindadeildum háskólans. Finnur útskrifaðist árið 1984 úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og var þvi aðeins sautján ára þegar hann hóf háskólanám. Hann hyggst nú í haust hefja nám við Chicago-háskóla en þar hefur hann fengið góðan náms- styrk. Foreldrar Finns eru þau Lárus Valdimarsson og María Kristjánsdóttir. „Ég var ákveðinn í því að fara í stærðfræðinám þegar er ég byijaði í menntaskóla," sagði Finnur í sam- tali við Morgunblaðið. „Stærðfræð- in var jafnframt tómstundagaman og samhliða skólanáminu hafði ég gaman af að lesa stærðfræði í frístundum. Ég fer núna í september út til Chicago í háskólanám en þar hef ég fengið styrk til þess að vera í ijögur ár, en það er sá tími sem gert er ráð fyrir að taki að ljúka doktorsritgerð. Það er þó enn óráð- ið á hvaða sviði ég kem til með að sérhæfa mig og ég þarf raunar ekki að ákveða það fyrr en að loknu fyrsta ári sem er almennt nám. Maður verður bara að sjá til hvem- ig áhuginn þróast og athuga hvað er á seiði þama úti, sjá á hvaða sviðum er mest að gerast. Chicago-háskólinn er mjög virtur skóli og maður hefur séð það á prenti að stærðfræðideildin þar sé meðal þeirra fímm bestu í Banda- ríkjunum. Ég hafði sótt um í nokkrum skólum, þar sem ég vissi ekki alveg hvar ég stæði og vildi hafa vaðið fyrir neðan mig. Mér bámst nokkur góð tilboð og af þeim leist mér best á þau frá Harvard- háskólanum í Boston og Chicago- háskólanum. Það var mjög erfitt að gera þama upp á milli og hefði ég getað unað ánægður við þau bæði. En maður varð að hafna öðm þeirra og þegar á allt var litið taldi ég mér vera betur borgið í Chicago. Styrkurinn sem ég fékk er heilsárs- styrkur til fjögurra ára og nær hann bæði til skólagjalda og uppi- halds. Atvinnumöguleikar em kannski ekki mjög glæsilegir hér heima eins og stendur fyrir mann með hreina stærðfræðimenntun en það þýðir auðvitað ekki að skipuleggja lífið á enda útfrá þeim aðstæðum sem ríkja í dag. Maður veit ekki hvemig þær koma til með að þróast. Vel kemur til greina að vera nokkur ár í Bandaríkjunum eftir að náminu lýkur þangað til eitthvað heppilegt starf býðst hér heima. Mig langar að lokum að þakka kennumm mínum fyrr og síðar fyr- ir handleiðsluna og einkum og sér í lagi dr. Reyni Axelssyni, sem ég hef lært hvað mest af,“ sagði Finn- ur. Prófessor Sveinbjörn Bjömsson.deildarforseti raunvísindadeildar, afhendir Finni Lámssyni prófskirteini hans. Finnur, sem er einung- is tvítugur að aldri, varð dúx úr deildinni með einkunnina 9,44. Mistök við birtingn ljóða leiðrétt Vegna mistaka sem áttu sér stað birta þijú ljóða hans, úr nýút- í viðtali við Þorstein frá Hamri, kominn ljóðabók, Urðargaldur, í Morgunblaðinu síðastliðinn aftur. sunnudag, þykir ástæða til að Vegir og stígar Á sléttunni em allar brautir eins, alþekktar — réttar. En í klúngmm og myrkviði fínna allir einstigi hver við sitt hæfi... Jafnvel í gmn mínum. Þar hefur fundizt fom þjóðleið, - grafgata, gegnum efa og spum til vatns. Fyrnd Hmndar borgir og brotin skip kalla menn ýmsar sinna kæmstu stunda. Og eins þótt endmm og sinnum teygi sig tumar í heiðið og þjóti í þöndum seglum laðar þá gagnsæ hönd á rúst og reka. Gler ...og merkilegt er það að þegar mynd brotnar kemur allur heimurinn og horfir á brotin nánar og leingur en nokkur sála sá sér fært sakir annríkis þá ótal myndsnauðu daga sem þau ein vom heild — og mynd; heil mynd... Einnig slæddust nokkrar prent- villur inn í viðtalið. Þar sem Þor- steinn segir, „Að kalla hlutina annað en þeir heita, tjá ókveðinn sannleikann,," á réttilega að standa „ákveðinn sannleika." í viðtalinu er einnig haft eftir Þorsteini, „Ég held að öll þessi tvíræðni í mönnum sé hátíð hjá einræðinu," en þar á að standa, „Ég held að öll þessi tvíræðni í mönnum sé hátíð hjá ein- æðinu.“ Er Þorsteinn vinsamlegast beð- inn velvirðingar á þessum leiðinlegu villum. FYRIR FRAMTÍÐINA AFMÆLIS TILBOD3 Hér er enn eitt afmælistilboð KRON í tilefni 50 ára starfsemi félagsins. Afmælistilboð 3, - hagstætt tilboð á ýmsum vörum. Hreinn og klár sparnaður fyrir heimilin, það hafa margir reynt. MSkakómjólk kr. 18,- Buglessnakk kr.79,- Stabburret marmelaði 400gr. kr. 85,' Camelia dömubindi venjuleg kr. 45, Hunangsmelónurpr. kg. kr. 76, Vatnsmelónur pr.kg.kr.39,- Spartekex170 gr. kr.25,- Egils safil.ltr. kr.79,- Egils safi 2 Itr. kr. 139,- Hits uppþvottalögur 11tr. kr. 62,' Hits hreingerningarlögur 11tr. kr. 62,- Wella flex hárnæring 200 gr. kr. 115,- Egils grape 1V2 Itr. kr. 74,- Wella flex hárlakk 200 gr. kr. 124,- Homeblestkex200gr. kr. 39,- Plastprentnestispokarnr. 1 kr. 29,- Flexsjampó200ml. kr.82,- Plastprent nestispokar nr.2 kr. 36,- Flex hárnæring 200 ml. kr. 93,- Plastprent nestispokar nr. 3 kr. 41,- Ali lifrarkæfa pr. kg. kr. 339,- Plastprent heimilispokar nr. 15. kr. 55,- Ali skinka pr. kg. kr. 939,- Kauptu inn hjá KRON, það er hagstætt. KKM v/Norðurfell v/Stakkahlíð Stórmarkaður, v/Tunguveg v/Dunhaga Skemmuvegi v/Langholtsveg v/Furugrund, Kóp. Kaupstaður í Mjódd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.