Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 51 mennsku, og lofaði enga menn meira en suma háseta sína. Mörgum háseta sinna var hann hjálplegur við að koma yfir sig þaki, og fylgd- ist jafnvel með heimilisástæðum þeirra. Hann þoldi illa, ef hann vissi konur manna sinna bruðla í landi, meðan menn þeirra voru að vinna hörðum höndum fyrir heimilum sínum úti á sjó. Þess voru dæmi að þær konur fengju ómjúkar mót- tökur á kontómum. Góðar sjó- mannskonur mat hann aftur á móti mikils, og lét þær ekki fara bónleið- ar frá sér, þótt menn þeirra ættu ekki inni. Það var líka til að Tryggvi missti ágæta menn, af því að þeim líkaði ekki stjómsemi hans. Hann fylgdist með öllu og það átti allt að gerast, eins og hann vildi láta gera það, smátt sem stórt. Tryggvi reifst ekki við menn, sem honum féll ekki við, en þeir fengu pokann sinn þegar komið var að landi. Tíðir árekstrar Tryggva við sjómannasamtökin voru oftast af því, að hann þoldi ekki að láta segja sér fyrir verkum, og reglugerðir þoldi hann ekki: „Reglugerðir eiga eftir að drepa okkur íslendinga," sagði hann. Margir gamlir samningamenn Sjó- mannafélagsins hafa þó borið Tryggva gott orð í samningum. Hann var svo afgerandi og allt sem hann lofaði stóð eins og stafur á bók. Barátta Tryggva Ófeigssonar var oft hörð við reglugerðir og yfirvöld, sem áttu að sjá um að þeim væri fylgt. „Það hefur viljað brenna við,“ sagði hann, „að ég hefi viljað frem- ur fylgja því, sem ég áleit sjálfur rett, heldur en einhverri mislukk- aðri reglugerð.“ Tryggvi fylgdist sem útgerðar- maður vel með skipum sínum, og lét gera við allt sem aflaga fór jafnt og það bilaði, enda voru þau jafnan eins og ný, þar til ógemingur var orðinn að manna togarana, svo sem varð á síldarárunum, og á sama tíma miklar framkvæmdir í landi, einkum ríkisframkvæmdir (virkjan- ir) og þorskveiðamar gátu ekki keppt um menn við þær. Þessi tími, ’ þegar hann þurfti að manna skip sín allskyns óreiðufólki, þreytti Tryggva meira en nokkuð annað á útgerðarferli hans. Manneklan var ægileg á togaraflotanum á sjöunda áratugnum. Júpiter var oft hlaðinn á stríðsámnum, en Tryggvi lét líka fyrstur manna smfða lýsistanka í gangana og losa skipið þannig við lifrarfötin sem vom vandræðafarm- ur í lok veiðitúra og hann lét smíða stálhlera yfir aftari lúgur á dekk- inu, svo að ekki þyrfti sífellt að vera að senda menn á dekk í vond- um veðmm að laga yfirbreiðslur á lúgunum. Tryggvi heimtaði mikil afköst, en hann gætti þess líka að hafa allt sem traustast og hann vissi jafnan manna bezt, hvemig bezt væri að haga hverju og einu um borð, enda jafnan með úrvalsskip- stjóra. Tryggvi var ágætlega ritfær maður, og ritaði margar blaðagrein- ar, en þó var hann miklu orðhagari í máli. Hann bar það með sér að hann hafði hlotið gott uppeldi í málfari, svo hjálpaði vísnakunnátt- an og hann var sjálfur hagmæltur. En mestu réð um hans góða mál- far, að maðurinn var svo skarp- greindur; aðrir geta ekki talað gott lifandi mál, með fmmlegu orðafari. Tryggvi var maður einbeitingar- innar; af því var hann ekki víðles- inn, hann tók til dæmis ekki á sínum skipstjómarárum bækur með sér út á sjó, þar áttu menn að einbeita sér að veiðunum og stjóm skipsins. Samt var Tryggvi fróður maður, því að hann mundi allt sem hann las, og allt sem hann heyrði, ef honum þótti það þess vert að muna það. Árið 1940 hófst nær 40 ára at- hafnasga hans í landi og er ekki pláss fyrir annað hér en stijála stak- steina í þeirri miklu sögu. Þegar Tryggvi var kominn í land, varð hann framkvæmdastjóri Marzfé- lagsins og Júpitersfélagsins að hálfu á móti Lofti, sem var áfram einn framkvæmdastjóri Venusarfé- lagsins. Styijaldarárin færðu þessum félögum mikla peninga, Bjami á Júpiter og Vilhjálmur á Venusi fískuðu manna mest og Ólafi gekk vel á Hafsteini, þótt lítill væri og ekkert skip til sóknar móti Júpiter eða Venusi. Allt gekk áfalla- laust fyrir þessum skipum af stríðsvöldum. Tryggvi hafði ráð yfir Marzfélag- inu og það félag keypti stóran hlut í Slippfélaginu í Reykjavík, þar sem Tryggvi varð seinna stjómarfor- maður. Þá var það að ráði Tryggva að Venusarfélagið keypti lóð í Aðal- stræti 4 (stofnaði um það hlutafé- lag) og reisti þar tveggja hæða hús, skrifstofu og verzlunarhús. Eftir stytjöldina skildi með þeim félögum sem stóðu að Venusar-, Júpiters- og Marzfélögunum. Þeir Loftur, Vilhjálmur og Þórarinn tóku Venusarfélagið, en Tryggvi Júpiter- og Marzfélagið. Og var nú komið að Nýsköpun. Þar háði Tryggvi harða baráttu, því að margt vildi hann hafa með öðmm hætti en ráð var fyrir gert af stjóm- völdum og þeim, sem þau höfðu valið til að sjá um heildarsmíði þeirra 30 togara, sem fyrst var samið um smíði á í Englandi og Skotlandi. Allar þær breytingar, sem Tryggvi vildi láta gera á þeim tveimur skipum sem honum var úthlutuð, reyndust til bóta, en átök- in vom mikil. Sú saga lýsir Tryggva. Skipin átti öll að smíða eftir sömu teikningu, en hann fékk sín skip lengd, lét lengja þau um miðjuna um átta og hálft fet sem jók vinnurými á dekkinu og einnig toghæfni skipsins; þá lét hann hækka lunninguna aftur fyrir vant (síðar aftur fyrir svelg), menn vom með þessu óhultari á dekki og minni hætta á að físk tæki út af fordekk- inu; lýsistanka lét hann setja aftast í skipið, undir bræðsluna, og þetta jafnaði hleðslu á skipinu, togarar hlóðust mjög fram. Lifrardæla var sett í skip Tryggva, til að dæla lif- ur af fordekkinu aftur í bræðslu og losna þannig við lifrarburðinn sem var erfíður og hættulegur mönnum. Óvaningar vom oft í lifr- arburðinum, og þegar Tryggvi var skipstjóri stóðst hann ekki reiðari en ef hann sá „lifrarblókina“ leggja höndina til að styðja sig, út á lunn- inguna. Ef trollvímm sló niður var höndin af. Lifrarblókum var einnig hætt við að fljóta útbyrðis í slæmum veðmm. Ennfremur átti að ein- angra lestar í skipunum með korki, en Tryggvi sagði: „Korkur er góður en loft bezt, ef það er kyrrt.“ Hann fékk þessu ráðið á sínum skipum, „ganeringin" var gerð loftþétt og reyndist þetta vel. Þá vildi Tryggvi ekki ál innan í lestamar, sagði „Oregonpine" bæði ódýrari og betri í lestarinnréttinguna. Þá lét Tryggvi stækka brúarglugga og innrétta brúna með mahogni en ekki ljósum viði, sem átti að nota og entist ekki eins vel og mahogni. Þá stóð mikið stríð um spilin, Tryggvi sagði trommumar ekki taka þann vír, sem „beztu skipstjór- ar vildu hafa, svo sem Bjami; Ingimarsson," þessu fékk Tryggvi ekki ráðið, og varð af því fljótlega að skipta um spil í skipum sínum. Fyrri togarinn, Neptúnus, kom upp milli jóla og nýjárs til Hafnar- fjarðar. „Menn voru hrifnir af þessu mikla og friða skipi, en þeir fengu ekkert brennivín út á það. ísinn var drifinn um borð. Þeir sem heima vom af skipshöfninni mættu strax til skips og það hélt á veiðar. Togar- ar em of dýrir til að liggja við land í veizluhöldum." Nú rak hver stórframkvæmdin aðra hjá Tryggva. Hann flutti frá Hafnarfirði allan sinn rekstur í árs- lok 1947. Neptúnus landaði úr sínum fyrsta túr í Reykjavík. Tryggva fannst orðið þröngt um sig í Hafnarfirði og þar var orðinn hörgull á verkafólki til afgreiðslu skipanna. Hann flutti til Reykjavík- ur með gamla Júpiter og Neptúnus — og ári síðar, 1948, kom hans næsti togari, Marzinn, og 1949 Úranus. Þetta var ekki lítil búbót Reykvíkingum, og þótti Tryggva oft sér illa launuð starfsemi sín af bæjaryfírvöldum, og ritaði hann harðar greinar um, hvemig sinni útgerð væri íþyngt með álögum, en bæjarútgerð styrkt með stómm fjárframlögum. Tryggvi keypti hlut fyrri félaga í Aðalstræti 4 og flutti þangað skrif- stofur sínar. Næsta stórframkvæmd Tryggva var bygging á Kirkjusandi, sem tók mörg ár, eða 1950—56, áður en allt var byggt, saltfiskstöð og frysti- hús, hvorttveggja hið stærsta í landinu. Saltfískverkunarstöðin var alls 2.700 fermetrar auk skúra. Þama vom reistar tvær 450 fer- metra skemmur til geymslu salt- físks og salthús, sem tók 400 tonn af salti, síðar einnig þurrkhús, 1.800 fermetrar með 60 fermetra kyndiklefa, loft var yfir salthúsinu, og þar geymd veiðarfæri, „sem geymdust vel þegar saltloftið lék um þau.“ Þá var og reist stór skreið- arskemma, bifreiðaverkstæði, smiðja, lóðargeymsla og beitingar- skýli, og ýms lítil sjávarhús. Loks var byggt í leyfísleysi stærsta frystihús landsins þá, byij- að á því sem skreiðargeymslu. Þetta hús var lengi í smíðum, vegna þess, að það varð að byggja það í blóra við fjárfestingaryfirvöld. Árið 1957 var frystihúsið fullgert og það ár afkastamesta frystihús landsins. Þegar byggingin var fullreist var hún 133 metrar á lengd og 15 metrar á breidd, en hæðir þijár. Frystingin var á tveimur hæðum, en í húsinu voru verbúðir, neta- vinnustofa (Tryggvi gerði út netabáta um skeið), steypt voru mikil plön við húsið, og reist þar stytta af sjómanni. Allar voru þessar framkvæmdir furðulegt afrek á sjálfum haftaár- unum, þegar ekki var hægt að kaupa nagla nema með skriflegu leyfí Fjárhagsráðs. Af hinum stærri framkvæmdum Tryggva er síðast að nefna kaupin á togaranum Gerpi, 1960. Það var 800 tonna togari, þriggja ára, þýzksmíðaður. Tryggvi fór að draga í land, þeg- ar hann sá fram á nýja togaraöld, skuttogaraöld. Hann var þá hálf áttræður. Páll sonur hans hafði valið sér annað lífsstarf en útgerð, þótt hann væri stjómarformaður í félögunum og um margt riðinn við reksturinn, eftir að hann lauk námi. Ekki var það þó algerlega fyrir ald- urssakir að Tryggvi dró saman seglin, heldur leizt honum ekki á skuttogarana, sagði þá ekki byggða sem togskip, og þyrftu þeir mikið vélarafl til að toga og yrði það dýr olíuaustur: Júpiter togaði betur með 1.400 ha. vél sinni en skuttogari með 2.800 hestöflum. Þetta leizt Tryggva Ófeigssyni ekki á í síhækkandi olíuverði. En skuttogarar voru nokkru af- kastameiri en síðutogaramir og sú skipagerð sem varð að endumýja togaraflotann með, sem orðinn var aldarfjórðungs gamall, mest af hon- um, og það fengust ekki menn á síðutogarana. Marzinum var lagt 1971 og Nept- únusi og Úranusi 1974 og Júpiter 1975, og þá lágu allir íjórir togarar Tryggva Ófeigssonar síðu við síðu í Þanghafinu í Vesturhöfn. Þeir voru síðan allir seldir í brotajám nema Júpiter keypti síldarútgerðar- maður og breytti honum í síldar- skip. Kirkjusand seldi Tryggvi Vestmanneyingum 1973, og átti þá ekkert eftir af hinum meiri útgerð- areignum sínum annað en Aðal- stræti 4 með Duushúsunum á bak við. Nú er Tryggvi Ófeigsson genginn til feðra sinna og fær nú vonandi að hitta forfeður sína, sem hann mat svo mikils, Guðmund Skaga- kóng, Eyjólf í Auðsholti og Ófeig á Fjalli. En Tryggvi er líka genginn inní íslandssöguna. Almenn útgerð- arsaga verður ekki skrifuð án þess að nefndur sé þar Tryggvi Ófeigs- son og þá til fyrirmyndar sem þann mann, sem bezt hefur kunnað til togaraútgerðar, þeirrar útgerðar, sem vandasömust er allrar útgerðar en mikilvægust landi og lýð. Ég kveð þennan kappa með vís- unni sem hann sjálfur valdi Þórarni Olgeirssyni: Þeir, sem fremst á frárri skeið faldana drifnu skáru, eiga mörkin alla leið eftir á hverri báru. Ásgeir Jakobsson t Eiginkona mín, móftir og tengdamóftir, amma okkar og langamma, INGA NILSEN BECK, Valhöll, Reyðarfirði, verftur jarðsungin miðvikudaginn l.júlíkl. 14.00frá Reyftarfjarftar- kirkju. Kristinn Beck, Kristín Beck, Sigurftur Jónsson, Inga Sigurftardóttlr, Þórður Þórðarson, Jón Örn Sigurðsson, Kristfn og Helga Þórðardœtur. t Ástkær eiginmaöur minn, JÚLÍUS B. ANDRÉSSON, Álfaskeiði 64c, Hafnarfirðl, verftur jarðsungin frá Kapellunni í Hafnarfirfti miðvikudaginn 1. júlí kl. 15.00. Fyrir mína hönd og ættingja hins látna, Sofffa Ólafsdóttir. t Bróftir minn, SVEINBJÖRN LÁRUS HERMANSEN, verftur jarftsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum miðvikudag- inn 1. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd dóttur og systkina hins látna, Guðni Hermansen. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við útför móftur, tengdamóftur og ömmu okkar, ARNDfSAR SKÚLADÓTTUR. Othar Hansson, Elín Þorbjörnsdóttir, Elín Hansdóttir, Garftar Forberg, Lára Hansdóttir, Þorgeir Halldórsson, Hrafnhildur Hansdóttir, Rfkharð Björnsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúfi og vinarhug, blóm og samúðarskeyti við andlát og útför eiginmanns míns, föftur, tengda- föður og afa okkar, ÁGÚSTS HINRIKSSONAR, Gunnarsbraut 30. Guð blessi ykkur öll. Eirfka Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Alúðarþakkir færum við öllum sem heiftruðu minningu GUÐGEIRS JÓNSSONAR bókblndara, vift andlát hans og útför. Bestu þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirfti. Guðrún Slgurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega alla vinsemd og samúft við andlát og útför eigin- konu minnar, móftur, tengdamóður og ömmu, LIUU RANNVEIGAR BJARNADÓTTUR. Jón Traustason, Hörður H. Garðarsson, Guðrún Ólafsdóttlr, Þóra H. Larsen, KaJ A. Larsen, Bjarni Jónsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Kleppsvegl 36. Ásbjörn Guftjónsson, börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Minningarlkort Borgarspítalans eru seld í upplýslngadeildlnni í anddyri spítalans. Þau eru einnig afgreidd í sima 69 66 OO og Innheimt með gíróseðli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.