Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 33
Hvað segja þau um stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðunum? MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 Samstarf við Sjálfstæð- isf lokkinn erfitt og sameining óhugsandi - segir Albert Guðmundsson þingflokksformaður Borgaraflokksins Morgunblaðið/RAX Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins gengur úr stjórnarráðshúsinu siðdegis í gær, eftir fund með forseta Islands, þar sem hann skilaði umboði til stjórnarmyndunar sem hann hafði haft í tæpar fjórar vikur. Hópur fréttamanna stendur á tröppum stjómarráðsins og fylgist með formanni Alþýðuflokksins. ALBERT Guðmundsson þingflokksformaður Borgaraflokksins og Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins áttu stuttan fund i gær. Að sögn Alberts ræddu þeir ekki möguleika á stjórnarsamstarfi flokkanna tveggja, heldur fjölluðu um persónulegri mál sem snertu klofning Sjálfstæðisflokksins i vor. Steingrímur Hermannsson formað- ur Framsóknarflokksins ræddi síðan við Albert í sima um stöðu stjórnarmyndunarviðræðnanna. Albert segist ekki sjá önnur stjóraar- mynstur með þátttöku Borgaraflokksins en í samstarfi við núverandi stjóraarflokka. Það strandi hins vegar á andstöðu forystu Sjálfstæðis- flokksins við þessa hugmynd. „Steingrimi er ljóst, eins og Þor- Fjögurra flokka sljórn ekki vænlegur kostur - segir KrLstín Halldórsdóttír þingmaður Samtaka um kvennalista KVENNALISTAKONUR era tilbúnar til að taka þátt í stjóraarmyndun- arviðræðum fyrirvaralaust, að sögn Kristínar Halldórsdóttur þing- manns. Hún telur vonlítið að reyna myndun fjögurra flokka vinstri- stjóraar, ekki síst vegna vandamála þeirra sem Alþýðubandalagið á við að etja innbyrðis. Þau skilyrði sem sett voru fyrir rikisstjórnar- þátttöku samtakanna í viðræðum þeirra við Alþýðuflokk og Sjálfstæð- isflokk yrðu enn í fullu gildi en hugsanlega með öðrum formerkjum í ljósi upplýsinga sem komið hefðu fram að undanförnu. síðan í maí, við höfum aflað okkur gleggri upplýsinga og ég held að það sé ekki lengur neitt mál að leysa þann vanda sem komu upp í stjómar- myndarviðræðum okkar við Alþýðu- flokk og Sjálfstæðisflokk." steini að eftir að Borgaraflokkurinn sneri sér úr stjómarandstöðu yfir í það að bjóða upp á stjómarsamstarf er mögulegt að mynda á örfáum klukkustundum ríkisstjóm úr núver- andi mynstri með þátttöku Borgara- flokksins. Við búum ekki yfir andúð í garð sjálfstæðismanna. Það virðast þeir hins vegar gera í okkar garð. Hefur ekki einn ráðherra þeirra látið hafa það eftir sér að ekki verði talað við okkur í 500 ár? Borgaraflokks- menn eru opnir og fara ekki eftir því hvaða flokksskírteini menn bera þegar þeir meta málefnin," sagði Albert. Albert kvað þá Þorstein hafa átt gott samstarf áður en til stofnunar Borgaraflokksins hefði komið. „Ég er tilbúinn að taka það upp að nýju þrátt fyrir allt sem á hefiir gengið. Það er möguleiki á því að við getuip átt einhvers konar samstarf þótt þáð yrði erfitt en til sameiningar Borg- arafiokksins og Sjálfstæðisflokksins mun aldrei koma nokkru sinni. Það em ekki bara sjálfstæðisfiokksmenn i Borgaraflokknum, heldur fólk úr öllum áttum sem treystir mér og forystumönnum flokksins. Það er óhugsandi að við ætlumst til að þetta fólk gangi í Sjálfstæðisflokkinn." Aðspurður sagðist hann ekki myndu leggja það til að Borgara- flokkurinn styddi minnihlutastjóm sem mynduð yrði með þátttöku nú- verandi stjómarflokka. Yrði gengið til stjómarmyndunar við þessa flokka myndi eitt skilyrða borgaraflokks- manna verða að hann fengi ráð- herrastól. „Ef við tökum þátt í stjómarmynd- unarviðræðum með þessum tveimur flokkum yrði það jafti mikið skilyrði að ég yrði ráðherra eins og að við skiptum okkur ekki af útnefningu ráðherra þeirra. Það er nóg að sjálf- stæðismenn hafi eyðilagt fyrir mér minn ráðherradóm í núverandi stjóm þótt þeir fari ekki að stjóma í mínum flokki," sagði Albert. „Mér er nær að halda að sá „rífandi gangur" sem Alþýðuflokks- formaðurinn sagði vera í viðræðun- um hafi fremur verið gauragangur eða jafnvel draugagangur," sagði Kristfn þegar blaðamaður innti hana álits á stöðunni í gærkvöldi. „Það má vel vera að þessi myndun takist undir forystu einhvers annars en Jóns Baldvins og ef það reynist hægt þá verður svo að vera." Hún sagði að eftir kosningar hefði verið lýst yfir áhuga Samtaka um kvennalista á þátttöku f fjögurra flokka stjóm, en hann hefði nokkuð dvínað að undanfömu. Ástæðan væri ekki síst slæmt „heilsufar" hinna félagshyggjuflokkanna. Sér virtist að Alþýðubandalagsmönnum hefði orðið lítið ágengt við að „hreinsa til á flokksheimilinu" eins og hún orð- aði það, þótt þeir létu annað í veðri vaka. Þá væru þeir ekki þeir einu sem ættu í innanflokksátökum, eins og kreppan í stjómarmyndun sýndi glöggt. Um samstarfs við aðra flokka en þessa þijá sagði Kristfn að sér hefði ekki komið á óvart að slitnað hefði upp úr viðræðum Kvennalista og Sjálfstæðisflokks. Þá væri ólíklegt að Borgaraflokkurinn hefði áhuga á þvf að starfa með samtökunum þar sem Albert Guðmundsson hefði lýst því yfir að „konumar væru of dýrar.“ í gær var óformlegur fundur með ffamsóknarmönnum og kvennalista- konum, þar sem staða stjómarmynd- unar var rædd. Hún sagðist ekki leggja djúpa merkingu í slíkar við- ræður. „Líklegasta skýringin á þessum þreifingum framsóknar- manna er sennilega sú að þeir hyggist beita hinni alkunnu tækni að stíga í vænginn við aðrar meyjar til þess að auka afbrýðissemi hinnar heittelskuðu," sagði Kristín. „Að sjálfsögðu höfum við enn áhuga á því að marka spor með því að taka þátt í myndun ríkisstjómar. Við höfum verið taldar standa fast á okkar en höfum einfaldlega verið að fylgja eftir okkar málum og vera kann að við áttum okkur betur á því næst hverju hægt er að koma til leið- ar. Aðstseður hafa um margt breyst MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ JAMES-SCOTT NEOPRENE VÖÐLUR Fást í nœstu sportvöruverslun. Einkaumboð I. Guðmundsson & Co hf Símar: 91-11999 - 24020 Mikflvægft fyrir Alþýðu- bandalagið að reyna fjögurra flokka stjóm — segir Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins ALÞÝÐUBANDALAGIÐ stæði betur að vígi sem þátttakandi i fjög- urra flokka vinstri stjórn en í stjóraarandstöðu, að mati Svavars Gestssonar formanns. „Það væri tvimælalaust mjög mikilvægt fyrir Alþýðubandalagið i núverandi stöðu að taka þátt í ríkisstjóra félags- hyggjuflokkanna, sem gæti skilað þjóðinni áleiðs til jöfnuðar í félags- málum og efnahagsmálum. Við myndum reyna til þrautar að ná þessu marki og það er að minu mati hægt á skömmum tíma,“ sagði Svavar. í samtali við Morgunblaðið í gær- tekið óeðlilega langan tíma. Flokk- kvöldi sagði Svavar að staða stjóm- armyndunarviðræðnanna væri óljós þar sem menn greindi á um hversu langt þær væru komnar. Jón Baldvin Hannibalsson héldi því fram að öllum undirbúningi væri lokið. Þorsteinn Pálsson tæki undir þetta, en Steingrímur Hermansson segði að ekki væri búið að ganga frá öllum málum. Hver lýsti veruleikanum rétt kæmi í ljós á næstu dögum. „Það er hinsvegar deginum ljósara að stjómarmyndunarviðræðumar hafa amir hafa ekki axlað þá ábyrgð sem þeir bera til að tryggja þjóðinni stjóm. Sé það ekki mögulegt eiga þeir að hætta þessum leik nú þegar." Svavar sagðist hafa rætt við Steingrím, Jón Baldvin og fulltrúa Kvennalista simleiðis í gær. Hefði hann aðeins verið að kanna stöðu mála, eins og óhjákvæmlegt væri í ljósi þess að Alþýðubandalagið kynni að verða kallað til viðræðna á næstu dögum. „Við teljum að það eigi að rejma að mynda félagshyggjustjóm og við myndum að sjálfsögðu taka þátt í henni," sagði Svavar. Hann kvaðst aðspurður ekki útiloka hugmynd Guðrúnar Helgadóttur um stuðning Alþýðubandalagsins við minnihluta- stóm Framsóknar og Alþýðuflokks. Fyrst yrði að reyna myndun meiri- hlutastjómar til þrautar. „Þingræðið verður að ráða við þetta verkefni. Utanþingsstjóm yrði í mínum huga mikið áfall fyrir þingið. Þrátt fyrir að boðað yrði til kosinga í haust verðum við að gera okkur grein fyr- ir því að þá þarf að mynda stjóm til að sitja fram yfir þær. Jafnvel þótt núverandi stjóm yrði framlengd væri það ekki lengur starfsstjóm, heldur meirihlutastjóm með stuðning Stef- áns Valgeirssonar," sagði Svavar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.