Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 35 Málefni Frosta hf. á Súðavík: Lögbanni synjað en hrepps- nefndin fer í ógíldingarmál — Hálfdán Kristjánsson segist fara í stjórn Frosta í júlí fsafirði. Lögbannsbeiðni Súðavikur- hrepps við því, að Tog hf. hagnýti sér rétt sinn í hlutafjár- eign Frosta hf. var synjað í fógetarétti N- ísafiarðarsýslu föstudaginn 19. júní. I áliti dóm- arans, Lárusar Bjarnasonar aðalfulltrúa, segir að aðilar máls- ins séu sammála um að lögform- lega hafi verið staðið rétt að sölu hlutabréfa Frosta hf. til Togs hf. 1. maí 1987. Hins vegar hyggist Súðavíkur- hreppur neita allra ráða til að fá sölunni rift. Telur meirihluti hrepps- nefndar, að salan á hlutafénu hafi verið ólögmæt og sé því ógildanleg og muni krefjast ógildingar í al- mennu dómsmáli, þar sem jafn- framt verði krafist staðfestingar á lögbanni. í áliti dómarans segir að þar’sem að gerðarbeiðandi hefur ekki reynt að fá ógilta með dómi sölu hluta- bréfanna og þar sem aílsendis er óvíst hver úrslit slíks dómsmáls yrðu þykir ekki ástæða til að leggja lögbann við hagnýtingu og ráðstöf- un þeirra réttinda sem hlutafjáreign Togs hf. í Hraðfrystihúsinu Frosta hf. veita. Súðarvíkurhreppi er gert að greiða Togi hf. 30 þúsund krón- ur í málskostnað. Hálfdán Kristjánsson núverandi oddviti Súðavíkurhrepps lagði í framhaldi af þessu fram í aukadóm- þingi Norður-ísafjarðarsýslu þ. 25. júní stefnu á hendur Auðuni Karls- syni stjómarformanni Frosta hf. og Jóhanni Símonarsyni stjómarform- anni Togs hf. Þar krefst hann þess að ákvörðun stjómar Frosta hf. um sölu á 41,42% hlutafjár félagsins til Togs hf. verði dæmd ógild. Gert er ráð fyrir að vitnaleiðslur hefjist í september. Morgunblaðið Innbrot í apótek BROTIST var inn í apótekið í Mjóddinni um helgina og þaðan stolið lyfjum. Ekki höfðu þjófamir á brott með sér mikið magn lyíja, en aðallega voru tekin örvandi og róandi lyf, til dæmis valíum. Rannsóknarlög- regla ríkisins rannsakar málið. snéri sér til deiluaðila til að afla nánari upplýsinga um gang mála. Skiptir mestu máli að drífa áfram reksturinn Ingimar Halldórsson fram- kvæmdastjóri Frosta hf. og einn af eigendum Togs hf. sagðist fagna niðurstöðu dómara í lögbannsmál- inu. Hann sagði að ekki væri ástæða til að velta vöngum frekar vegna þessa máls í bili. Að sjálfsögðu mundu menn hlíta niðurstöðum dómstóla þegar þar að kæmi, þótt hann teldi sig ekki hafa neitt að óttast. Nú skipti mestu að drífa áfram rekstur Frosta hf. En það er að sjálfsögðu meginmál íbúanna í Súðavík að vel takist til við rekst- urinn. Hann sagði að mikil vinna væri hjá fyrirtækinu. Sex bátar og togarar eru í útgerð og mikill afli berst að bæði af bolfiski og rækju. Unnið er 9 tíma á dag sex daga vikunnar og eru nú um 90 manns starfandi í fiskvinnslunni. Töluvert hefur þurft að fá af aðkomufólki. Auk íslendinga eru níu erlendar stúlkur, flestar frá Suður-Afríku og Bretlandi. Góð stýring er á hráefninu, fyrst er valið heppilegt hráefni fyrir hús- ið, en síðan fer afgangurinn í gáma. Starfsfólkið virðist vera ánægt og ekki að sjá það harmi þær breyting- ar sem orðið hafa á eignarhaldinu í fyrirtækinu. Rökstuðningur úti í himinblámanum Hálfdán Kristjánsson oddviti Súðavíkurhrepps sagði að dómurinn í lögbannsmálinu segði meira um dómarann enn dóminn. Sér virtist að rökstuðningur hans væri ein- hversstaðar langt úti í himinblám- anum. Dómarinn segði að fyrst þyrfti að fara í ógildingarmál og síðan í lögbannsmál. Lögbann væri neyðarréttaraðgerð sem ætluð væri til að stöðva ólöglegt athæfi á með- an fengin væri niðurstaða dómstóla, því hefði þeim þótt eðlilegt að byija á lögbannsmálinu en fara síðan í ógildingarmálið. Hann sagðist vænta endanlegrar niðurstöðu úr dómsmálinu innan tveggja ára, þangað til myndi hann halda áfram að vinna að því að tryggja hagsmuni hreppsfélagsins. UNG kona missti stjórn á bifreið sinni á Elliðavogi á sunnudag. Bifreiðin þeyttist út af veginum og stöðvaðist loks á grasöldum fyrir ofan veginn. Konan slasað- ist nokkuð. Óhappið varð um kl. 17 á sunnu- dag. Konan ók Datsun-bifreið suður eftir Elliðavogi, á vinstri akrein. Á Hann sagði að samkvæmt sam- þykktum Frosta hf. yrði aðalfundur félagsins haldinn í júlí. Þá myndi hann fara í stjórn félagsins sam- kvæmt ákærum í samþykktum og samkvæmt hlutafjáreign hreppsins og í samræmi við samþykkt hrepps- nefndar, þar sem honum var falið að fara með öll völd hreppsins í Frosta hf. á meðan Tog hf. er skrif- að fyrir hlutabréfum í félaginu. Hann sagði að ýmsar gróusögur væru á lofti um starfsaðferðir Togs- manna í Frosta. Eftir að hann tæki sæti í stjóminni ætti hann þess kost að komast til botns í öllum þeim málum og kæmi þá væntan- lega í ljós hvort allt væri rétt sem þar hefði verið aðhafst í hlutabréfa- sölunni. Góöur starfsandi í vinnusölum Frosta hf. gekk þó lífið sinn vanagang. Allir voru að keppast við að gera verðmæta út- flutningsvöru úr hráefninu úr okkar stærstu auðlind, hafinu. Verið var L <•,' <<v * • i isí Morgunbtaðið/Úlfar Ágústsson Mjög mikil vinna er við vinnslu á bolfiski og rækju og urðu for- ráðamenn Frosta að fá erlent vinnuafl til að létta á heimamönnum. Þessar tvær stúlkur eru erlendar og hafa verið við störf síðan um miðjan júní. að flaka og pakka grálúðu og var ekki að sjá að þama ríkti nein „apartheit“-stefna. Heimamenn leiðbeindu aðkomnum löndum og erlendu stúlkunum svo vinnan gekk hratt og vel. í tækjaklefanum var Kristinn Kristinsson að vinna við pökkun á öskjum. Hann sagðist hafa flutt til Súðavíkur í desember til að vinna hjá Frosta hf. Hann sagði að mjög gott væri að vinna þama, góður starfsandi og góður aðbúnaður. Aðspurður um átök manna um eignarréttinn sagði hann að fólkið í frystihúsinu talaði lítið um þau mál, helst væri að fólk gerði grín að þessum köllum. Hann sagðist kunna vel að meta framkvæmda- stjórann. Hann væri alltaf á ferðinni niðri hjá fólkinu og fylgdist vel með og ef einhver vandamál kæmu upp sagðist Kristinn geta leitað beint til framkvæmdastjórans sem alltaf leysti fljótt og vel úr öllum vanda- málum. Frosti hf. ásamt dótturfyrirtæki sínu Álftfirðingi hf., er lang stærsti atvinnurekandinn í Súðavík' og greiða þessi tvö fyrirtæki um V5 af öllu aðstöðugjaldi til hreppsins. Auk þeirra eru 9 önnur atvinnufyr- irtæki og stofnanir starfandi í Súðavík og er útibú Kaupfélags ísfirðinga stærst þeirra. - Úlf ar Morgunblaðið/Sverrir Ung kona missti stjórn á bifreið sinni á Elliðavogi og þeyttist bifreið- in upp á grasöldur fyrir ofan veginn. Þeyttist upp á grasöldur þeirri sömu akgrein var kyrrstæður Volvo, en það virðist hafa truflað konuna í akstrinum. Hún sveigði bifreið sinni snögglega til hægri, en missti þá stjóm á henni og ók út af veginum. Bifreiðin þeyttist upp halla og stöðvaðist loks harka- lega á grasöldum. Konan var flutt á slysadeild, en ekki er talið að hún hafí slasast alvarlega. GARDENA GERIR GARÐINN FRÆGAN. MURRAY. Hörkugóð Amerísk sláttuvél sem slær flötina jafnt og fallega. 3ja hestafla fjórgengis/bensínvél, 51 cm sláttu- radius, þægileg og vel staðsett bensíngjöf, Verð aðeins krónur: 16.500.- stgr. Husqvarna handsláttu- vélin er tilvalin lausn þar sem ekki er hægt að koma við vélsláttuvél og einnig á minni flatir. Husqvarna handsláttu- vélin er mest selda handsláttuvélin á norðurlöndum. Verð aðeins krónur: 6.400.- stgr v*- <s> Uðarar í miklu urvali sem henta allsstaðar. Verð frá krónum 235.- til 1.375. Rafmagnsklippur frá GARDENA. Ómissandi í garðvinnuni og auðveldar snyrtingu á erfiðustu grastoppunum. Verð frá kr.: 4.628.- \ t ’s r ."•íftS** r og sterkar ÓTRÚLEGT ÚRVAL AF GARDENA GARÐÁHÖLDUM. Slöngur, slöngutengi, slöng- ustútar, þvottakústar fyrir stéttina, slönguhengi, úðun- arstútar, vökvunarkerfi, vatnsdælur, tréklippur omfl. Öflugai hekk-klippur frá BOSCH. Léttar og meðfærilegar. Verð frá krónum: 9.500.- QK Gunnar Ásgeirsson hf, Suðurlandsbraut 16 91 -691600 1 $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.