Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 34
c5f fger tvi’Ji m ftUOMíUUum ,úMAiaWW^n MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 ALLAR líkur benda til þess að kuml hafi fundist við uppgröft við eyðibýlið Granastaði í Eyjafirði. Bjarai Einarsson, fornleifafræðing- ur, hefur að undanförau unnið að uppgreftri þar, en Granastaðir eru um það bil 50 km suður af Akureyri og í um kílómetra fjarlægð frá syðsta bænum í Eyjafirði, Tjöraum. Kuml er gröf frá heiðnum sið, frá með þró hlaðinni úr hellum á úr hnefatafli í mannvistarlagi, sem þýddi að lagið væri eldra en húsið og því væri þetta ekki fyrsta húsið Langeldur og steinþró. en eftir er að greina þau bein sem fundust. Ef rétt reynist eru beinin frá tímabilinu frá landnámi 870 til ársins 1000. Kumlið er aflangt, mjórra í báða enda og breiðast mið- svæðis. Bjami sagði að beinin væru rifbein og höfuðbein auk annarra útlimabeina. Ekki er þó enn víst hvort beinin eru úr manni eða dýri. Bjami sagði að uppgröfturinn vperi samnorrænt verkefni sem væri sjálfstætt framhald af rann- sóknum að Gásum í Eyjafirði í fyrra. Vísindasjóður styrkti það um 200.000 krónur. Akureyrarbær léði verkfæri, vinnuskúr og kostaði einn fomleifafræðing og Saurbæjar- hreppur kostaði fæði og húsnæði. „Það er langt síðan ég fór að hafa áhuga á byggð til fjalla vegna náms míns. Ég athugaði eyðibýli í fyrra hér norðanlands og fór meðal ann- ars í göngur með bændum. Þegar ég kom að Granastöðum, fannst m'ér aðstæður allar benda til að þar væri eitthvað að finna. Ég hef sér- stakan áhuga á upphafi hálendis- byggðar, hvort íbúum hafi verið þröngvað þangað eða hvort þeir hafi farið þangað sjálfviljugir, sem ég reyndar hallast að frekar. Ég tel íbúa hafa byggt þar af fúsum og frjálsum vilja vegna þess um- hverfís sem þeir sjálfír komu frá, þ.e. Noregi, úr djúpum og löngum dölum." Bjami sagði að þegar komið væri að Granastöðum, mætti sjá tvær greinilegar rústir, túngarð í kringum bæinn og að minnsta kosti tvö jarðhýsi. Fljótt á litið virtust þetta mógrafir, en þó væri sú kenn- in’g ólíkleg þar sem engan mó væri að fínna þama. Þá sáust brot úr veggjum á víð og dreif. Bjami sagð- ist hafa byijað á því að stinga ofan í jörðina með svokölluðu jarðfræð- ingaspjóti, sem næði þverskurði af jarðlögunum. „Við byrjuðum á Qár- húsunum, en fórum svo í skálann. Fljótlega komu mannvistarlög í ljós og opnuðum við fyrsta reitinn. í honum miðjum kom í ljós eldstæði, sem lá um hálfan metra undir yfir- borðinu. Þá opnuðum við aðra gröf og þá kom langeldur í ljós skammt alla kanta. Við þá þró fundust tveir af þeim fáu gripum, sem fundust fyrir utan öll beinin, eldsláttusteinn og snældusnúður úr grænum sand- stein, lítillega skreyttur. Þegar langeldurinn var kominn, vissum við að við vorum í miðju húsi svo við grófum út í allar áttir og fund- um öll endimörk hússins. Það reyndist vera 15 metra langt og 5 metra breitt. Við höfum hinsvegar ekki getað athugað hvort langhliðar hússins eru bognar út á við eins og tíðkaðist á yngri jámöld, en ég er nær viss um að svo sé.“ Bjami sagði að undir einum af þessum veggjum hefði fundist tafla Hér er um að ræða hugsanlegt kuml, þó ekki hafi fundist nein bein í því. Eldstæði með soðsteinum, sem liklega voru notaðir til soðning- ar. Hugsanlega var eldstæðið notað sem gufubað eða til að hita upp húsið. á staðnum. Munnmælasögur segðu að Granastaðir hefðu farið í eyði vegna svarta dauða árið 1402. „Ég tel hinsvegar að svarta dauða sé kennt um meira en hann áorkaði og held ég að býlið hafi farið í eyði miklu fyrr og sökum annarra ástæðna en náttúruhamfara." Bjami sagði að í kumlinu hefðu engin vopn fundist eins og tíðkast hefði í heiðnum sið að leggja hjá líkum. Allir gripir væm úr rauðum eða grænum sandstein og væri sá rauði að öllum líkindum sóttur í Glerárgil, sem væri í um 400 metra fjarlægð austur af bænum. Þá hefðu fundist hugsanlega ein tvö útihús, eitt lítillega rannsakað og hitt grafið til hálfs. Það virtist hafa verið fjárhús og þá 'frá seinni tímum, hugsanlega beitarhús frá Tjömum. Bjami sagði að tvisvar áður hefðu jarðhýsi verið rannsökuð á Islandi, í Grelutóttum við Amar- fjörð og í Hvítárholti við Skálholt. Þau væru frá 900 til 1000, en vegg- ir hefðu allir verið horfnir ef þeir á annað borð hefðu verið til staðar. Hinsvegar hefðu veggir fundist nú á jarðhýsum. „Jarðhýsin, sem fund- ust áður, vom skilgreind sem baðhús, en á Norðurlöndum hafa slík jarðhús verið talin vera annað- hvort vinnuhús eða ívemstaðir og styð ég þá kenningu frekar þar sem norrænir menn munu hafa byggt hér. Á gólfi fannst torkennilegt gult efni, samskonar efni og fannst á Skriðuklaustri um síðustu alda- mót og hefur verið getum að því leitt að það séu leyfar af skyrgerð." Bjami hefur starfað við Minja- safn Akureyrar undanfarin tvö ár, en er nú á fömm til Gautaborgar í Svíþjóð til frekara náms og rann- sókna. Hann verður þar í tvö ár og hyggst sækja um fé til að halda rannsóknum sínum áfram hérlend- is. „Ég tel að ákveðið samhengi sé á milli upphafs Seljabúskapar og eyðingar Granastaða og að upphaf Hólasels hafí verið á kostnað Granastaða þar sem ákveðnir aðilar sóttust eftir afrétt í Eyjafjarðar- dal,“ sagði Bjami að lokum. 270milljónirtil vegaframkvæmda Jarðhús með torfveggjum og neðst í gólfi hússins má sjá stoðarholu. Akureyringar —ferðafólk Við bjóðum daglega ný afskorin blóm. Einnig mikið úrval af pottaplöntum. Skreytingar við öll tækifæri. Bílastæði við búðardyrnar. ALLS hefur verið veitt 270 millj- ónum króna tU vegafram- kvæmda f Norðurlandsumdæmi eystra á árinu. Til nýbygginga fara 142 mil\j. kr., til sumarvið- halds 81 milþ‘. kr., tU vetrarvið- halds 23 millj. kr. og til sýslu- og fjallvega 24 millj. kr. akurA KAUPANGI V/ MYRARVEG 602 AKUREYRI SIMAR 24800 & 24830 POSTHÓLF 498 Klippumar á lofti hjá lögreglunni LÖGREGLAN á Akureyri hefur nú tekið upp klippurnar og klippir nú númerin af þeim bílum sem ekki hafa mætt tU skoðunar. KUppt voru númer af tíu bifreiðum í gær, en frestur til að láta skoða rann út þann 2. júní sl. Endanlegur frestur rann hinsvegar út um miðjan júní hjá þeim sem fengu rauðan eða grænan miða á bUa sfna. Varðstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hjá lögregl- unni hefðu gefíð mönnum tækifæri í nokkra daga, ekki síst vegna þess að starfsemi bifreiðaeftirlitsins hefði legið niðri í þijá til fjóra daga í síðustu viku. Þrátt fyrir það hefðu menn trassað skoðun í mörgum til- vikum. Um helgina voru átta árekstrar á Akureyri og í Eyjafírði. Tólf voru teknir fyrir of hraðan akstur og jafnmargir grunaðir um ölvun við akstur og tíu gistu fangageymslur lögreglunnar. Helstu nýbyggingar verða tveir kaflar í Ljósavatnsskarði sem eru 7,3 km að lengd. Kostnaður við þá nemur 30 milljónum króna. Þá verð- ur byggður nýr vegur á Eyjaíjarðar- braut, frá Hvammi að Hrafnagili, alls 8,3 km að lengd og nemur kostnaður við gerð hans 24 millj. króna. Til byggingar 1,5 km veg- arkafla á Leiruvegi hefur verið úthlutað 24 milljónum kr. Siðan má geta þess að tíu millj. kr. hefur verið veitt til undirbúnings bygg- ingu nýrra gangna um Ólafsfjarð- armúla, en það er fyrsta fjárveiting sem veitt hefur verið vegna þeirra. Byggingin mun að öllum líkindum hefjast á næsta ári. Stærsta verkefnið á þjóðbrautum umdæmisins er nýbygging 2,8 km vegarkafla frá Kálfborgará að Am- arstöðum í Bárðardal. Þá verður lagt bundið slitlag á 9,1 km kafla frá Gijótá að Öxnadalsá. Einnig verður lagt bundið slitlag á átta km kafla við Einarsstaði í Reykjadal og 5,8 km vegarkafli verður lagður bundnu slitlagi á Svalbarðsströnd. Sex km kafli verður lagður á Grenivíkurvegi um Víkurhóla auk smærri vegarbúta hér og þar í umdæminu. Líkur á að kuml liafi fundist við upp- gröft í Eyjafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.