Morgunblaðið - 22.10.1987, Side 66

Morgunblaðið - 22.10.1987, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 Morgunblaðiö/Einar Falur Qrétar Elnarsson, sem var markahæsti leikmaður Víðismanna á síðasta keppnistímbili, hefur ákveðið að ieika með ÍBK I 1. deild á næsta ári. Grétar Einarsson leikur með ÍBK GRÉTAR Einarsson framherj- inn efnilegi f knattspymuféiag- inu Víði íGarði hefur ákveðið að leika með 1. deildariiði ÍBK á nœsta keppnistímabili. Grót- ar varð markahæsti leikmaður liðsins á síðasta keppnistíma- bili og eini leikmaðurinn í 1. deild sem náði að skora 3 mörk í leik f sumar. Sem kunnugt er féllu Víðismenn í 2. deild og sagði Grétar í samtali við Morgunblaðið að tvennt hefði ráðið því að hann ákvað að slá til og skipta um félag. „Mig langar til að leika áfram í 1. deild og eins hef ég mikinn áhuga á að leika undir stjóm breska þjálfar- ans Frank Uptons sem verður með liðið á næsta keppnistímabili." Fleiri hafa verið orðaðir við ÍBK- liðið og vitað er að Keflvíkingar hafa sýnt áhuga á að fá vamar- manninn sterka úr Víði, Daníel Einarsson, bróður Grétars, og sagði Daníel að við sig hefði verið rætt, en hann hefði ekki gert upp hug sinn f þessu máli. Frá Bimi Blöndal i Kefíavik KNATTSPYRNA /EVRÓPUKEPPNI Anderiecht vann en Amóri var skipt út af ANDERLECHT vann Sparta Prag 2:1 ffyrri leik liðanna f 2. umferð Evrópukappni meist- araliða. Leikurinn fórfram f Tókkóslóvakfu f gærkvöldi og var sigur Anderiecht sætur, en Arnór Guðjohnsen meiddist og var skipt út af. Leikurinn var mjög skemmtileg- ur og spennandi. Tékkamir byrjuðu með miklum látum, sóttu stíft og fengu mörg góð marktæki- færi, en markvörður Anderlecht var rétt- ur maður á réttum stað og varði mjög vel. Hann réð samt ekki við skot frá Áasek á 9. mínútu, sem skoraði eftir vamarmistök. Vervoort jafnaði með föstu skoti frá vítapunkti á 27. mínútu og Daninn Friman skoraði sigurmark And- Frá Bjama Markussyni iBelgíu erlect á 50. mínútu eftir góðan undirbúning Amórs. Vervoort lék upp vinstri kantinn, gaf á Amór, sem lék á einn vamarmann og renndi á Friman. Fimmtán mínútum síðar var Amór, sem átt hafði góðan leik, í hraða- upphlaupi, en var felldur. Ekkert var dæmt, en Amór virtist koma illa niður og var skipt út af. Greini- legt var að hann var ekki ánægður með þá ákvörðun þjálfarans og á svip hans að dæma voru meiðslin ekki alvarleg. Þetta var 13. leikur Anderlecht gegn tékknesku liði í Evrópukeppni og ríkti mikil óvissa í herbúðum Belganna fyrir leikinn. Þeir höfðu oft fengið stóra skelli gegn Tékkum og bjuggust við erfíðum leik sem og á varð raunin. Dukla Prag sló sem kunnugt er Fram út úr keppn- inni. Mmt FOLX ■ PÉTUR Ormslev, fyrirliði bikarmeistara Fram og landsliðs- maður í knattspymu, sagði við Morgunblaðið í gær að eftir þvi sem hann best vissi yrði hann áfram hjá Fram. „Það er bull og djöfuls vit- leysa að KR eða önnur fyrstu deildar félög hafí talað við mig og boðið mér gull og græna skóga," sagði Pétur vegna skrifa þess efn- is í DV í gær. Hann hefur hins vegar fengið tilboð um að þjálfa í neðri deildunum, en að svo stöddu er þjálfun ekki á döfínni hjá Pétri. I JARMILA KratochviJova frá Tékkóslóvakíu, sem hljóp 800 metr- ana á 53,28 sekúndum árið 1983 og setti heimsmet er enn stendur, er hætt keppni, en ætlar að gerast þjálfari. Hún var heimsmeistari í 400 og 800 metra hlaupi 1983 og setti sama ár heimsmet í 400 metra hlaupi, hljóp á 47,99 sekúndum, enMarita Kock frá Austur-Þýska- landi bætti það í fyrra, hljóp á 47,6 sekúndum. Kratochvilova, sem er 36 ára, ákvað að hætta keppni, þegar austantjaldsþjóðimar hættu við þátttöku á ÓL 1984, en há peningaverðlaun freistuðu henn- ar og hún byijaði aftur. Eftir HM 1985 hætti hún að keppa utanhúss, en snemma árið eftir sleit hún hás- in á móti í New York og lauk ekki keppni í fyrsta sinn. Vegna meiðsl- anna var hún frá í heilt ár, en byijaði aftur að keppa í vor sem leið. Árangurinn lét á sér standa, hún náði aðeins fímmta sæti á HM f Róm f ágúst og er nú hætt. ■ ROBÉRTO Solda var vikið af leikvelli í fyrri leik Verona, sem hann leikur með, gegn pólska liðinu Pogon Szeczin í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða í knatt- spymu. Solda var mjög grófur í leiknum og fékk fjögurra leikja bann fyrir vikið. Verona áfrýjaði og UEFA stytti bannið í þijá leiki. KÖRFUBOLTI Fyrsti leikur Keflvíkinga Keflvíkingar leika fyrsta leik sinn f úrvalsdeildinni á þessu keppnistfmabili f kvöld. Þeir sátu yfir í fyrstu umferð en mæta Haukum í Keflavík f kvöld kl. 20.00. Einn leikur fer fram í 1. deild kvenna í kvöld. UMFG og Hauk- ar mætast í Grindavík kl. 20.00. Á morgun, föstudag, verða tveir leikir í úrvalsdeildinni. Þór og Valur leika á Akureyri og Breiðablik og Grindavík í Digra- nesi. Báðir hefjast leikimir heí§ast kl. 20.00. Þá verður einn leikur f 1. deild karla, UMFS og UMFT leika í Borgamesi. KNATTSPYRNA Uppskeruhátíð knattspyrnu- deildarVík- ings íkvöld Uppskeruhátið knattspymu- deildar Víkings verður haldin í kvöld, fímmtudags- kvöld, kl. 19.00 í Breiðagerðis- skóla. Þar verða veittar viðurkenningar fyrir frammi- stöðuna í sumar; afreksbikarar em afhentir fyrir alla flokka og útnefndur leikmaður ársins í meistaraflokki. Veitingar verða á staðnum. AFMÆLI Áttatíu ára afmælis- fagnaður , hjá ÍR Attatíu ára afmæli ÍR verður haldið hátflegt á laugar- daginn, 24. október, í Víkingasal Hótels Loftleiða. Félagið var stofnað 11. marz 1907 og er með elstu íþróttafélögum lands- ins. Miðar á afmælisfagnaðinn em seldir í Sportmarkaðnum, Skipholti 50. HANDKNATTLEIKUR Ogri sigraði á alþjóðlegu móti heymariausra í Danmörku ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Ögri sigraði 9 í alþjóðlegu handknattleiks- móti heyrnarlausra sam fram fór f Danmörku 17. október síðastliðinn. Þetta var hraðmót þar sem lelkið var í tvisvar sinnum tfu mínútur. Leikið var ftveimur riðlum, fimm lið f hvorum riðli. Ogri var í riðli danska liðinu Viking frá Vejle, Reckling- hauser frá Þýskalandi, Scania frá Svíþjóð og Bielefeld frá Þýska- landi. í hinum riðlinum vom IKD frá Kaupmannahöfn, Dan frá óð- insvéum, Bergen frá Noregi, Dortmund frá Þýskalandi og Lubeck frá Þýskalandi. Dan-Dortmund........................7:7 Viking-Ögri.........................4:4 Recklinghauser-Bielefeid............8:6 Dövania-Bergen......................9:6 Dan-Liibeck........................10:8 Viking-Seania......................10:7 Recklinghauser-ögri................8:10 Dan-Bergen..........................6:6 Dortmund-LQbeck....................12:3 Recklinghauser-Scania...............7:7 Bielefeld-ögri......................9:8 Dövania-Dortmund....................8:6 Bergen-Lubeck......................17:4 Viking-Bielefeld....................8:8 Scania-ögri........................4:11 í úrslitaleik um 3. sætið sigraði Bielefeld lið Dan 12:9 og úrslitaleik- urinn var sfðan milli Ögra og Dövania frá Kaupmannahöfn. Ögri sigraði 5:2 eftir að hafa leitt 3:2 í leikhléi. Úrslit leikja á mótinu urðu þessi: Dövania-Dan........................6:3 Bergen-Dortmund...................11:7 Viking-Recklinghauser..............3:4 Scania-Bielefeld...................4:8 Dövania-LQbeck.....................11:3 Þetta var í fyrsta skipti sem ögri sigrar á alþjóðlegu móti. Jóhann R. Ágústsson, leikmaður liðsins, varð markakóngur mótsins, skoraði samtals 25 mörk. Meistararnlr Sigurlið ögra á alþjóðlega mótinu í Danmörku. Aftari röð frá vinstri: Tadeusz Jón Baran, þjálfari, Bemharð Guðmunds- son, Jóhann R. Ágústsson, Olgeir Jóhannesson og Guðmundur Ingason. í fremri röð era, frá vinstri, Þröstur Friðþjófsson, Trausti Jóhannesson, Böðvar M. Böðvarsson og Daði Hreinsson, liðsstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.