Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 15 Aðalfundur LÍÚ hefst í dag Morgunblaðið/Þorkell Páll H. Guðmundsson formaður samtaka psoriasis-sjúklinga á íslandi, Arne Jensveen formaður sam- taka psoriasis-sjúklinga i Noregi, Bjarne Bögholm formaður samtaka psoriasis-sjúklinga í Danmörku, Svend Winkvist formaður samtaka psoriasis-sjúklinga í Svíþjóð og Else Repál Noregi. Sex til sjö þúsund „psori- asis-sjúklingar" á Islandi — segir Páll Guðmundsson formaður Samtaka psoriasis-sjúklinga á Islandi AÐALFUNDUR Landssambands íslenzkra útvegsmanna hefst í dag, miðvikudag, klukkan 14.30. Krisfján Ragnarsson formaður stjórnar LÍU setur fundinn og Halldór Ásgrimsson, sjávarút- vegsráðherra, flytur ávarp. Fundurinn er haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík. Kaþólska kirkjan: Prestaskipti 1. desember í BLAÐI kaþólska safnaðarins er sagt frá því að hinn 1. desem- ber nk. fari fram prestaskipti innan kirkjunnar. Sr. Ágúst K. Eyjólfsson sem ver- ið hefur prestur kaþólskra á Akureyri tekur við sóknarprests- stöðu við Maríukirkju í Breiðholts- prestakalli. En sr. Robert Bradshaw sem verið hefur prestur þar síðan Maríukirkjan var vígð og gott betur verður prestur kaþólskra á Akur- eyri. Þá hefur sr. Ágúst valið sér að- stoðarprest, sr. Stefán Borlaug, sem starfað hefur í Landakoti. En þangað flyst til starfa sr. Patrick Breen en hann starfaði áður við Maríukirkju. Á FUNDI stjórnar Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sem haldinn var þriðjudaginn 27. október var eftirfarandi ályktun um fiskveiðistjórnun samþykkt: Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík samþykkir að beina þeim eindregnu tilmælum til ráðherra og þingflokks Sjálfstæðis- flokksins að þeir beiti sér fyrir því að umQöllun um fiskveiðistjómun verði nú rifin upp úr þeim þrönga farvegi sem hún er nú í. Stjórn Full- trúaráðsins telur mjög viðsjárvert að skilgreina þá eina hagsmunaaðila málsins sem nú eru handhafar veiði- kvóta eða em fulltrúar núverandi fiskvinnslugreina í ljósi þess að físk- Síðar um daginn flytur Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrannsóknastofn- unar, erindi um ástand helztu fískistofna við ísland og Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, fjallar um hag sjávarútvegs. Að loknu kvöldmatarhléi verður flallað um markaðshorfur fyrir frystan og saltaðan fisk. Erindi flytja Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater í Bandarílqunum, Sigurður Á. Sig- urðsson, forstjóri Iceland Seafood í Bretlandi og Magnús Gunnarsson, forstjóri Sölusambands íslenzkra fískframleiðenda. Að loknum erind- um þeirra verða fyrirspumir. Á fímmtudagsmorgun starfa fundarmenn í tveimur starfshópum. í hópi um stjómun fiskveiða mun Ámi Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, gera grein fyrir tillögum ráðgjafamefndar um fiskveiðistjómun og í hinum hópnum, sem fjallar um rekstrarskilyrði og afkomu fískveiðiflotans, mun Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur IÍO, kynna tillögu að ályktun um þau mál. í hádeginu mun forsætis- ráðherra Þorsteinn Pálsson flytja erindi. Að loknu kvöldmatarhléi munu starfshópar svo gera grein fyrir störfum sínum. A föstudag munu starfshópamir áfram gera grein fyrir störfum sínum, lagt verð- ur fram álit fjárhags- og viðskipta- nefndar og skipulagsnefndar og kosið til stjómar. Fundinum lýkur síðdegis á föstudag. veiðiauðlindir Islands em verðmæt- ustu eignir íslendinga. Auðlindir af þessu tagi em mjög sérstakar og í tæknivæddum og ftjálsum þjóðfélög- um er um heim allan viðurkennt að þjóðarauðlindir em ekki framseljan- legar til tiltekinna hagsmunaaðila. Stjórn Fulltrúaráðsins vill benda á að aðstæður em nú þess eðlis varð- andi stjómun fiskveiða að vemleg hætta getur verið á því að deilur geti risið, sem valdið geta alvarlegum klofningi með þjóðinni auk þess sem spenna af þessum sökum getur kynt undir alvarlegri verðbólguþróun. Þess vegna er því beint til foiystu- manna flokksins að þeir beiti sér fyrir farsælli lausn umræddra mála. FÉLÖG psoriasis-sjúklinga á Norðurlöndum hafa stofnað sam- tök sem þeir nefna NORD PSO. Markmið þeirra er að vinna að samvinnu psoriasis-sjúklinga á Norðurlöndum, veita þeim upp- lýsingar um félagslega og læknisfræðilega aðstöðu sem þeir eiga kost á að njóta og fylgj- ast með rannsóknum á psoriasis að sögn Páls H. Guðmundssonar formanns samtaka psoriasis- sjúklinga á íslandi. „íslenskir psoriasis-sjúklingar vilja fá sérstaka göngudeild fyrir þá,“ sagði Páll. „Aðstaða þeirra til ljósabaða á göngudeild Landspítal- ans er mjög bágborín og á Heilsu- vemdarstöð Reykjavíkur er einungis til lítill ljósaskápur fyrir þá. Á öðmm Norðurlöndum em hins vegar sérstakar göngudeildir fyrir psoriasis-sjúklinga með ljósa- böðum, tjömböðum og gufuböðum. Á þessum deildum vinna læknar, hjúkrunarfræðingar og sálfræðing- ar en sálrænar ástæður geta einnig verið fyrir psoriasis-útbrotum. Sól og saltvatn hafa yfirleitt góð áhrif á psoriasis-útbrot og þau geta horfið í tvö til þijú ár. Það er fjórð- ungi ódýrara að senda íslenska psoriasis-sjúklinga til sólarlanda heldur en að leggja þá inn á sjúkra- hús. Böð í Bláa lóninu hafa haft góð áhrif á marga psoriasis-sjúkl- inga og nú er Landlæknisembættið að rannsaka lónið. Talið er að um 2% Norðurlandabúa annarra en ís- lendinga hafi psoriasis-sjúkdóminn en hlutfallið er hærra hér á landi vegna veðurfarsins og talið er að þeir séu um sex til sjö þúsund," sagði Páll. BORGARA FLOKKURINN Opinn fundur verður haldinn í Glæsibæ í kvöld kl. 20.30 Albert Guðmundsson ræðir stjórnmálaviðhorfið og skýrir þingmál. Allir velkomnir. Borgaraflokkurinn, Reykjavík. 26277 HIBYLI & SKIP 26277 Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Hætta á deilum og aukinni verðbólgu Nýjasta bók Heinesens er komin út á íslensku ÞÝÐINGAÚTGÁFAN og Forlagið hafa í sameiningu sent frá sér nýjustu bók Williams Heinesen. Á dönsku heitir þessi bók Lat- erna Magica en hefur fengið nafnið Töfralampinn á íslensku. í Töfralampanum em 10 sjálf- stæðar frásagnir sem þó eru margvíslega tengdar innbyrðis þannig að heild bókarinnar verð- ur meiri en tíðkanlegt er í vanalegum smásagnasöfnum. Með þessum hætti er sagnaþul- William Heinesen urinn í Þórshöfn að bæta enn nýjum streng í frásagnarleikni sína og feta ótroðnar slóðir, enda tæplega orðinn hálfníræður þeg- ar hann lauk þessu verki, segir í fréttatilkynningu frá útgefend- um. Undirtitill bókarinnar er Nýjar minningasögur. Þýðandi þessarar nýju bókar er Þorgeir Þorgeirsson sem áður hefur þýtt bækur Heinesens. Töfralampinn er 132 bls. Bók- in er prentuð og bundin í Odda. Bókarkápa og myndskreytingar em verk höfundarins sjálfs. Seljendur - seljendur Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb., sér- hæðum, raðhúsum og einbýlishúsum. Ath. skipti koma til greina á öðrum íbúðum. Háar útb. í boði. 2ja herb. Básendi Básendi 3ja herb. íbúðaris í smíðum. 2ja herb. íbúð í kjallara. Ekkert áhv. Laus strax. 3ja og 4ra herb. Borgarholtsbraut 4ra herb. íb. Ein stofa, 3 svefnh., eldh. og bað. Ekkert áhv. Smáfbúðahverfi 4ra herb. íb. 2 stofur, 2 svefnh. auk 1 herb. í kj. Eldh. og bað. Laus strax. Ekkert áhv. Vesturborgin Stór nýleg 3ja herb. íb. 1 stofa, 2 svefnherb., eldhús og bað. Tvennar svalir. Sérhæðir Norðurbær - Hafn. Sérh., 140 fm. 2 stofur, 4 svefnh., eldhús, bað, þvhús. Bílskúr. Einbýlishús/raðhús Árbæjarhverfi Einbhús 142 fm auk bílsk. í skiptum fyrir stærri eign. Vesturborgin Parhús, selst fokhelt, fullklárað að utan m. gleri og útihuröum eða lengra komið. Gísli Ólafsson, simi 689778, Gylfl Þ. Gfslaaon, HÍBÝLI & SKIP HAFNARSTRÆT117-2. HÆÐ Jón Ólsfsson hri., Skúli Pálsson hrl. 26277 ALLIR ÞURFA HIBYLI 26277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.