Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 72
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA 1 GuÓjónÓ.hf. 1 / 91-2 7233 | Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. V erzlunarmanna- félag Reykjavíkur: Rættum vaktir VIÐRÆÐUR þafa átt sér stað milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og forráðamanna verslunarhússins Kringlunnar, þar sem félagið hefur kynnt hug- myndir um vaktaf yrirkomulag þjá afgreiðslufólki. Til þessa hafa við- ræðumar verið bundnar við Kringluna, en Magnús L. Sveins- son, formaður verzlunarmanna- félagsins, bjóst við að yrði af frekari viðræðum yrðu þær við Vinnuveitendasamband íslands. Samkvæmt nýjum reglum um opn- unartíma verslana í Reykjavík, sem gengu í gildi um síðustu mánaðamót, er lejffilegt að hafa verslanir opnar - alla daga til klukkan 22 nema sunnu- daga. Magnús sagðist hafa lagt fram til- lðgu þess efnis að fólk hefði frí einn virkan dag í viku auk sunnudagsins og sjöttu hverja helgi frí á laugar- degi, sunnudegi og mánudegi. Þetta fyrirkomulag hefði gefist nokkuð vel í Þýskalandi. „Við leggjum áherslu á að það verði samið um vaktafyrirkomulag, sem tryggi skikkanlega lengd vinnu- tfma afgreiðslufólks og að það búi við visst öryggi við það að eiga tvo H* frídaga í viku, eins og aðrar stéttir," sagði Magnús L. Sveinsson. Forseti Júgó- slavíu stadd- ur hérlendis Forseti Júgóslaviu, Lazar Mojsov, kom í einkaflugvél sinni til Reykjavíkur klukkan 23:30 í gær- kvöldi. Forsetinn, sem er á heimleið eftir opinbera heimsókn til Mexíkó og Kúbu, gisti í nótt á Hótel Sögu. Hann gengur á fund Vigdísar Finnbogadóttur forseta _ íslands klukkan 11 i dag en heldur síðan af landi brott. í för með forseta Júgóslavíu eru varaforseti landsins, Milos Milosavljo- evic og utanríkisráðherrann Raif Dizdarevic, auk átta embættismanna. Morgunblaðið/Þorkell F.inn háhyrninganna hífður úr gáminum, sem hann hafðist við i á leiðinni frá Seyðisfirði, inn í hús Sædýrasafnsins í Hafnarfirði. Guðlaugur Bjamason fylgist með að allt gangi samkvæmt áætlun. Sædýrasafnið í Hafnarfirði: Háhyrninganna gætt dag og nótt FJÓRUM háhymingum var í gær komið fyrir í húsi Sædýrasafns- ins í Hafnarfirði, en þangað vora þeir fluttir á tveimur flutn- ingabílum frá Seyðisfirði. Bíða dýrin nú þess að eiganda þeirra, fyrirtækinu Faunu, takist að finna erlenda kaupendur. Oryggis- gæsla verður í Sædýrasafninu dag og nótt meðan dýrin verða hýst þar, en af samtölum Morgunblaðsins við þá, sem að þessu stóðu, mátti ráða, að þótt enginn vildi kannast við hótanir var greinilegt að menn töldu ástæðu til að hafa allan vara á. Flutningalestin lagði af stað frá Seyðisfirði klukkan 17 á mánudag og var syðri leiðin ekin til Hafnar- Qarðar í einni 20 tíma lotu. Tvö dýr voru í sérhönnuðum gámi á hvorum bíl og höfðu sjö menn þann starfa að fylgjast með líðan háhyminganna á leiðinni. Helgi Jónasson, formælandi Faunu, sagði að fenginn hefði verið er- lendur sérfræðingur til að und- irbúa ferðalagið og útbúa gámana sem dýrin vom flutt í og einnig yrði haft gott eftirlit með heilsu dýranna meðan á dvölinni í Sæ- dýrasafninu stæði. „Við höfum fengið bæði innlenda og erlenda sérfræðinga til að annast þann þátt,“ sagði Helgi. Að sögn Helga em öll dýrin enn óseld og óvíst hvenær, hvemig eða hvert þau verða flutt en hann kvaðst bjartsýnn á að fljótlega takist að selja þau öll enda hefur Fauna gert viðskiptasamning við kanadíska aðila, sem verða fyrir- tækinu innan handar við að finna kaupendur og _ganga fiá sölu- samningum. Aætlað söluverð hvers dýrs segir Helgi Jónasson vera 4-5 milljónir króna. Fjórhjólamenn teknir fyrir ólöglegan akstur í Elliðaárdalnum Bifreiðaeftirlit ríkisins: 160 fjórhjól óskráð TÆPLEGA 160 fjórhjól hafa ekki verið skráð hjá Bifreiðaeft- irliti ríkisins, því samkvæmt innflutningsskýrslum vom 883 fjórhjól flutt inn fyrstu átta mán- uði ársins, en hjá bifreiðaeftirlit- inu hafa 725 t\jól verið skráð á þessu ári. Verulega virðist véra að draga úr áhuga á fjórhjólum hér á landi og til marks um það var aðeins eitt ~ ^ slíkt flutt inn í ágúst sl. Samkvæmt skýrslum lögreglu hafa 12 slys orð- ið vegna fjórhjóla á þessu ári, flest alvarleg, en gmnur leikur á að þau hafi verið mun fleiri, vegna þess að hjólin em ekki öll skráð og slys- in verða flest utan alfaraleiðar. Einnig leikur gmnur á að ökumenn þeirra séu ekki allir með réttindi, en til þess að stjóma fjórhjólum þarf að minnsta kosti skellinöðm- próf, en aldurstakmark til þess er 15 ár. Byggðastofnun býður líf- eyrissjóðunum skuldabréf Hyggst geyma peningana í bönkum og sparisjóðum á iandsbyggðinni STJÓRN Byggðastofnunar sam- þykkti í gær að bjóða lífeyrissjóð- um og öðrum skuldabréf til 3, 6 eða 9 ára með 8,2—9% vöxtum. Er þetta liður í innlendri láns- fjáröflun stofnunarinnar á þessu ári. Jafnframt ákvað stjómin að stofnaðir verði tékkareikningar hjá nokkmm bönkum og spari- sjóðum á landsbyggðinni og láta viðskipti stofnunarinnar á við- komandi svæði renna sem mest þar í gegn. Skuldabréfin sem Byggðastofn- un býður lífeyrissjóðum og öðmm em verðtryggð með lánskjaravísi- tölu og endurgreiðast í einu lagi.í lok lánstímabilsins. Vextir af þriggja ára láni em 9%, af sex ára láni 8,7% og níu ára láni 8,2%. Á níu ára bréfinu er gagnkvæmt upp- sagnarákvæði eftir 6 ár með 6 mánaða fyrirvara. Vextir af spariskírteinum ríkis- sjóðs em nú 8—8,5% og lífeyrissjóð- imir fá 7% vexti hjá Húsnæðisstofn- un vegna skuldabréfakaupa á næsta ári. Bjami Einarsson aðstoð- arforstjóri Byggðastofnunar segir að vaxtakjör taki mið af því sem gengur og gerist hjá ríkinu. Ekki hafí verið ætlunin að keppa við ríkissjóð. Hann segir að Byggða- stofnun hafi verið gert að Qár- magna 255 milljónir kr. innanlands á árinu en sagðist ekki reikna með STJÓRN Byggðastofnunar sam- þykkti á stjómarfundi á þriðju- dag að verða við beiðni frá Slippstöðinni á Akureyri um lán til að smíða tvö 200 tonna skip, sem ekki hefur verið samið um sölu á, en reiknað er með að að það markmið næðist að fullu. Bjami sagði að tilgangurinn með að stofna tékkareikninga úti á landi væri að dreifa þeim peningum sem Byggðastofnun ætti á hveijum tíma út um landið. Til dæmis væri ætlun- in að geyma á viðkomandi svæði peningana sem fást að láni með sölu skuldabréfa til lífeyrissjóða úti á landi, þar til þeir verða notaðir til útlána. verði seld síðar í stað annarra, sem úreldast. Mun Byggðastofnun lána allt að 30 milljónir króna til hvors þeirra, en Landsbanki íslands hefur sam- þykkt að veita lán fyrir allt að 65% af kostnaðarverði skipanna. Slippstöðin á Akureyri: Fær lán til að smíða skip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.