Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Saga mígrems eftirNormuE. Samúelsdóttur Mígren hefur hijáð mannfólk frá ómunatíð. Fyrst er talað um krank- leika þennan 3000—4000 árum eftir Kristsburð. Þá herma sögur um þjóð- flokk í Mesópótamíu sem orti óð til höfuðverkjaguðsins „TIU“. Álitu þeirra tíma menn að hægt væri að milda guðinn með að syngja honum til dýrðar. Fer hér á eftir þýðing á einu slíku ákalli: -_> Sem vindur þjótandi yfír eiðimörk höfuðverkurinn þýtur leiftrandi sem elding sem kemur ofan og slær niður. Höfuðverkur sker í sundur sem væri strá og ristir sinar eins og væri stöngull á hennajurt Höfuðverkur tærir hold þess sem engin gyðja vemdar leiftrar sem himnesk sljama birtist hann sem morgundögg Þetta höfuðverkjafómarlamb stöðvar með ógn svo hann skrælnar í hita dagsins ráfar um sem hjartsjúkur væri sem vitfírtur brotnar hann niður eins og væri hann í eldi “ •" skrælnar eins og viltur foli augu þokukennd tærist upp bundinn dauðanum. Eins og hroðalegt óveður sem engin veit hvert stefnir getur enginn vitað höfuðverlgarins komutíma né takmörk. Þannig var reynt að milda TIU með að syngja höfuðverkinn burt. Ekki fer sögum um hvemigtil tókst. I fomöld tíðkaðist að bora gat á höfuðkúpu þeirra sem kvöldust af höfuðverk. Heimildir frá 2000 f. Kr. segja að „borað væri gat til þess að verkurinn gæti komist út eins og gosmökkur". Talið var að þetta hefði stundum borið góðan árangur til að losa sjúklinginn við þrýstinginn er verkurinn olli. Aretaeus frá Cappadociu (30—90 e. Kr.) rannsakaði mígren og kallaði það heterocrania eða verkur í öllu höfðinu (whole headache.) Frægur rómverskur læknir, Galen, kallaði mígren svo hemicrania, þ.e. höfuð- verkur er kemur aðeins öðmmegin í höfuðið. Frakkar og Bretar byijuðu svo að kalla þessa „plágu“ mígren. Áðumefndur læknir, Gallen, áleit að mígren væri aðallega ójafnvægi í meltingarfærum. Fothergill, læknir (og púritani), ráðlagði sínum mígrensjúklingum matarkúr, þar mátti ekki neyta bráð- ins smjörs, engrar fítu, ekki kjöts, krydds, ekki ristaðs brauðs með heitu smjöri og ekki of sterks malt- drykkjar. Hann taldi einnig að gott væri að taka fólki blóð til hreinsunar. Uppsölumeðöl, hægðalyf, stól- pípur, laxeringarmeðöl, búkhreins- andi lyf; allar mögulegar læknis- fræðilegar „pyntingar" voru ráðlagðar í baráttunni gegn mígren- inu. Enn ein aðferðin var gerð af arabískum lækni, Albucassis. Hún var sú að leggja sjóðheitt jám þar sem verkurinn var, en þegar þetta bar lítinn sem engan árangur gerði hann smá gat á þessum sama stað og setti laukbita þar fl Píslarvottar miðalda hafa líkleg- ast sumir verið haldnir mígren, en vegna píslarvættisins álitu þeir þetta sendingu frá guði. Hildegard abbadís frá Bingen (1098—1180) segir frá í eftirfarandi: „Ég sá stórkostlegar eldsúlur í rauðum lit og þijá vængi stóra og víða, hvíta sem ský, sem slógu hræðilega. Eftir það varð allt kyrrt.“ Þessir þrír vængir sem slógu hræðilega og síðan ... gætu verið hjartsláttareinkenni sem mígren- sjúklingar fínna fyrir sem skerandi sársauka í höfðinu. Kenneth Hay, mígrensérfræðing- ur, telur að Jóhanna af Örk hafí verið mígrensjúklingur eins og abbadísin, en álitið það að hætti píslarvotta yfímáttúmlegt samband: „Ég var þrettán ára, skrifar Jó- hanna, þegar Guð sendi rödd til mín til ráðleggingar. Fýrst varð ég mjög hrædd. Eg var búin að fasta daginn áður. Þetta var um hádegisbil í garði föður míns. Auk raddarinnar sá ég b irtu. Ljósið kom sömu megin og röddin sem ég heyrði...“ Dr. Hay, segir margar ungar stúlkur byija að fá mígren um svip- að leyti og blæðingar byija. Mígren- köst geta einnig komið í kjölfar föstu. Rödd og birta sömu megin gætu þýtt mígren. Hin unga Jó- hanna af Örk var mjög trúuð og skapmikil baráttukona, með per- sónuleika sem er ríkjandi hjá mígrensjúklingum. Birtan, litimir og fleira gætu hafa valdið því að hún taldi sig vera í sambandi við eitthvað yfímáttúmlegt. Hvað með sársau- kann? Eins og fýrir Kristsburð, t.d. í Mesópótamíu, hræddist fólk guð, og taldi þetta refsingu guðs, vegna óhlýðni þeirra; þjáðiust möglunar- laust. Þannig hugsuðu píslarvottar eflaust einnig. Þetta var refsing guðs vegna synda þeirra, og því bar að taka. Dr. Thomas Willis gerði þekktustu tilraun sem skráð hefur verið (1674). Sjúklingur hans hét Lafði Anne Convway, kona sem hafði þjáðst af mígren í tugi ára. Auk þess að vera mígrensjúklingur var hún áberandi vel gefin en það var bagalegt fyrir konu þeirra tíma. Saga hennar mun ekki ósvipuð þeirri sem nútímakonan þekkir sem þjáist vegna þess sama: fordóma samtíðarmannanna og þröngsýni. Lafði Anne var talin fög- ur kona, menntuð í bókmenntum og listum, og sem einhverskonar hegn- ing raskaði mígren öllu lífí hennar. Hún byijaði að þjást tólf ára göm- ul. Köstin vömðu í einn til einn og hálfan dag í senn. Hávaði, birta og snerting öll var henni óbærileg á meðan. Þar sem ekkert gat linað þjáningar hennar var hún í dimmu herbergi, og sat þar hrejrfíngarlaus þar til verkurinn rénaði. Dr. Willis tók eftir því einnig að þegar loftlags- breytingar urðu, skapbreytingar hjá henni og mataræðið var lélegt, urðu köstin verri. — Nokkmm ámm áður hafði hún þurft að þola vegna kvika- silfursáburðs sem hún fékk of mikið munnvatnsrennsli sem var alveg að gera útaf við hana. Reynt var að lagfæra þetta með kvikasilfursdufti án árangurs ... sama var með böð- in í Bath og Spa (ölkelduvatn), hún heimilaði oft blóðtökur og eitt sinn að opnuð yrði slagæð: oft vom gerð- ir á henni skurðir, stundum aftan á höfði, stundum að framanverðu og á öðram stöðum höfuðsins ... Öll möguleg meðöl reyndi hún; höfuð- verkjalyf, skyrbjúgsmeðöl, sefasýk- ismeðöl, allt sérstöl læknislyf sem hún fékk bæði hjá leikum og lærð- um, frá kvekumm og gömlum konum, en samt ... hún hafði ekki erindi sem erfíði, enga lækningu eða linun þjáninga, aðeins það að þessi „þvermóðskufulli" og „uppreisnar- gjami“ sjúkdómur neitaði að láta Norma E. Samúelsdóttir „Aðalvandamál mígrensjúklínga er ekki það að vita ekki hvers vegna þeir fá köst, heldur er vanda- málið að f inna leiðina til að láta sér batna.“ temja sig: daufheyrðist við öllum vonum er bundnar vom við hinar ýmsu lækningaleiðir. Dr. Willis varð lítið ágengt í starfí sínu við að lækna Lafði Anne, en hann tók fyrir allar þessar ónauðsyn- legu kvalir vegna eilífra tilrauna á henni. Örvæntingarfull löngun henn- ar til að fá bata, samþykkjandi allskonar meðhöndlun, sýna hve mikið hún þjáðist. í byijun nítjándu aldar tóku lækn- ar að fylgjast með því að breytingar urðu á æðum mígrensjúklinga í kasti, of miklu blóðstreymi til heilans og lifrasjúkdómum. Edvard Leveing nefnir fyrst það að konur virðast fremur fá mígren en karlar. Óvenju- mikill næmleiki fyrir birtu, lykt ýmiskonar og hljóði gátu orsakað kast. Tekið var eftir auknu þvagláti fyrir kast; persónuleikabreytingum. Sjúklingar Sr. Willis töluðu um mikla orku sem undanfara krankleikans, aðrir urðu mjög pirraðir og féllu jafn- vel í þunglyndiskast nokkmm klukkustundum fyrir kast. — Ilorm- ónamir vom taldir valda æðabreyt- ingum, ollu þeir og tilfínningalegu ójafnvægi. Læknar, allt frá Hippocr- ates, hafa nefnt í skýrslum sínum skapbreytingar hjá sjúklingum (einnig hjá öðmm sjúklingum) og telja það hormónatmflanir. Dr. Sigmund Freud, sálfræðingur, sem sjálfur var mígrensjúklingur, var svo ekki í neinum vafa um ástæðu sjúkdómsins. Hann væri mjög tengdur tilfinningalífí sjúkl- ingsins auk líkamlegs ójafnvægis, oft tengt kynlífsvandamálum. Á tímum Dr. Freuds var mikið rætt um sál-líkamlega sjúkdóma (sál og líkami ekki aðskilið), líkamlegir sjúk- dómar orsakist af andlegum vanda- málum og öfugt. Dr. Oliver Sachs, höfundur bókar- innar Migraine, Evolution of a common disorder, segir að mígren sé losun tilfínninga sem sjúklingur- inn fái ekki útrás fyrir nema í kasti. Köstin séu þannig sjálfspynting, það að loka sig af vegna óbærilegs ástands sem ekki er hægt að horf- ast í augu við. Sagan heldur þannig áfram enda- laust. Ekki er enn til nein lausn á þessum stórkostlega vanda. Nýjar og nýjar kenningar koma fram á sjónarsviðið. Lækningaleiðir em mjög einstaklingsbundnar. Matar- æðið er álitið skipta miklu máli í leiðinni til bata. Hugkyrrð ýmisskon- ar er talin hjálpa mörgum. Aðal- vandamál mígrensjúklinga er ekki það að vita ekki hvers vegna þeir fá köst, heldur er vandamálið að finna leiðina til að láta sér batna. Sumum tekst að líða betur með einni pillu, eða forðast ákveðna fæðuteg- und. En aðrir verða að ganga til sálfræðings. Til em þeir sem lækn- ast við að fá vatn í æð, sem þeir héldu að væri áhrifaríkt lyf. Lækningaleiðir em einstaklings- bundnar eins og áður segir. Hundrað ferðir til læknisins em ekki stað- festing þess að árangur hafi náðst. Hverskonar lyf munu reynast gagns- laus. — Mígrensjúklingar verða að vinna með lækninum ef þeir vilja ná bata, vera opnir fyrir sjálfum sér, og fylgjast með öllum einkenn- um, bæði í sínum eigin líkama og í umhverfí sínu. Þeir verða að vita jafnvel meira en læknirinn, halda dagbók. Á íslandi em til samtök sem heita Mígrensamtökin. Þau verða tíu ára á næstunni. Markmið þessa félags er að stuðla að sjálfshjálp mígren- sjúklinga, að allir mígrensjúklingar standi saman og afli sér fróðleiks og bæti líf sitt sér til góðs og öðmm mígrensjúklingum. Skrifstofa fé- lagsins er á Suðurgötu 14, opin á mánudögum frá 17.15 til kl. 19.00 e.h., síminn hjá samtökunum er 623620. Lauslega þýtt úr Bókinni Headaches, causes, treatment and prevention, eftir Dr. Heywood Gould, 1977). Höfundur er ístfórn Mígrensam- takanna. Hiiiai’ eitruðu raun- vaxtaprósentur eftir Brynjólf Jónsson Lesandi góður, hefur þú hugleitt þá þróun sem hefur orðið í vaxtamál- um á íslandi á undanfömum misser- um? í dag er svo komið að íslenska ríkið, það er sameignarsjóður okkar landsmanna, býður skuldabréf til sölu sem em jafn trygg og peningas- eðlar með 8,5% ársvöxtun umfram verðbólgu. Þá þurfa einstaklingar og fyrirtæki sem ekki geta boðið jafn góða tryggingu að öllum jafn- aði að bjóða betur og borga eitthvað hærri raunvexti til að vera sam- keppnisfær um sparifé landsmanna. Og hvað er svo sem athugavert við það? Jú, 8,5% raunvextir þýða að skuldir tvöfaldast að raunvirði á um átta og hálfs árs fresti. Skoðum þijár dæmisögur um þetta. Segjum sem svo að Ingólfur Arn- arson landnámsmaður hafí keypt ríkisskuldabréf með þessum kjörum ' fyrir eina krónu er hann nam land hér árið 874. Hvað skyldi eitt slíkt einnarkrónu ríkisskuldabréf hafa ávaxtast á 1.013 ámm? Það væri í dag um það bil 776.827.840.000. 000.000.000.000.000.000.000.000 íslenskaf krónur, eða eitthvað um 13 milljón milljón milljón milljón sinnum hærri en fjárlögin á næsta ári. Brynjólfur Jónsson Tökum annað dæmi. Jón Jónsson launþegi er að byija búskap og kaup- ir sér íbúð sem hann staðgreiðir fyrir tvær milljónir króna. Jón borgar úr eigin vasa eina milljón og fær eina milljón að láni. Lánið skal hann greiða í einu lagi eftir 9 ár. Þá skal hann greiða um 2.083.856 krónur sem er rúmlega íbúðarverðið, flytur út með fjölskylduna og tæplega „Ríkissjóður, sem er langstærsti aðilinn á íslenskum peninga- markaði, verður að sjá til þess að eðlilegt jafn- vægi haldist með því að stilla lántökum í hóf og er ábyrgur fyrir því að eðlilegir raunvextir séu í landinu.“ hundrað þúsund króna vanskilaskuld á bakinu. Tökum eitt dæmi^ enn. Sigurður Sigurðsson á tvær milljónir króna eða um íbúðarverð. Kaupir ríkis- skuldabréf fyrir peninginn. Eftir átta og hálft ár á hann fjórar milljónir, eða sem svarar tveggja íbúða virði, eftir 17 ár á hann átta milljónir, eða sem svarar til flögurra íbúða virði, eftir 25 og hálft ár á hann sextán milljónir eða sem svarar til átta íbúða virði, eftir 34 ár á hann þijátíu og tvær milljónir eða sem svarar til sextán ibúða virði, og getur keypt heila blokk. Okkur íslendingum bregður ekki í brún þó raunvextir hækki á mjög skömmum tíma úr 5% í 8,5%, sem þýðir að tvöföldunartími skulda hef- ur styst úr 14 ámm í 8,5. Eðlilegir raunvextir hafa oft verið taldir um 2 til 3% sem þýðir að tvöföldunartími lána er á bilinu 24 til 35 ár. Ef Sig- urður Sigurðsson í dæmisögunni hér á undan hefði keypt ríkisskuldabréf með 2% raunvöxtum í stað 8,5% ætti hann sem svarar til tveggja íbúða virði eftir 35 ár en ekki sem svarar rúmlega sextán íbúða virði. Það er með ólíkindum með jafn vel menntaða, fróða og skynsama þjóð eins og við íslendingar annars emm, hvað við eigum erfítt með að átta okkur á þessum gríðarlega muni í vaxtakjörum sem mismunur- inn á t.d. 2% raunvöxtum og 8,5% er. Eitrið í vaxtaprósentunum felst nefnilega í því að þegar talað er um vexti eða raunvexti er átt við pró- sentur á ári. Það er þetta „á ári“ sem er eitrað eins og dæmisögumar hér á undan sýna. En hvaða_ áhrif hafa mjög háir raunvextir? í stuttu máli þá verða hinir efnuðu mjög fljótir að verða miklu ríkari en þeir em, ef þeir ávaxta fé sitt rétt, og hinir, sem lán taka á þessum kjömm em ótrúlega fljótir að tapa miklu til lánardrottna sinna. Við þekkjum mjög nýleg dæmi úr íslandssögunni sem hafði mjög svipaðar afleiðingar og háir raun- vextir. Það var þegar lánskjaraví- sitalan og kaupgjaldsvísitalangengu á skjön fyrir nokkmm ámm. A svip- uðum tíma ollu gengisbreytingar Bandaríkjadollars mörgum fyrir- tækjum vemlegum búsifjum. Afleið- ingar hárra raunvaxta verða mjög fljótar að skila mörgum einstakling- um og fyrirtækjum svipuðum afleið- ingum. En hver verða viðbrögð einstakl- inga og fyrirtækja við mjög háum raunvöxtum? Jú, eins og alltaf reyna þessir aðilar að velta vandanum yfír á aðra. Jón í dæmisögunni kemur til með að krefjast mannsæmandi launa og lái honum hver sem vill. Fyrirtækin hækka sitt verð og svo er spumingin hvemig ætlar ríkis- sjóður að greiða ríkisskuldabréfín? Kannski með nýjum ríkisskuldabréf- um með enn hærri raunvöxtum? Það er alveg sama hvemig maður lítur á 8,5% raunvexti, niðurstaðan verður alltaf sú sama, þeir hafa mikinn og hraðan eyðileggingar- mátt. Þeir em kjamorkusprengjan á íslenskt efnahagslíf. En hvað er þá til ráða? Banna raunvexti hærri en eitthvað tiltekið með lagasetningu. Nei, í þessu máli duga ekki boð og bönn stjórnvalda nema mjög takmarkað. Ríkissjóður, sem er langstærsti aðilinn á íslensk- um peningamarkaði, verður að sjá til þess að eðlilegt jafnvægi haldist með því að stilla lántökum í hóf og er ábyrgur fyrir því að eðlilegir raun- vextir séu í landinu. Ef það er ekki framkvæmanlegt þá verðum við bara að hverfa aftur um nokkur ár í frjálsræðisþróun peningamála. Én hvemig má það vera að íslenskum stjómmálamönnum takist að fela svo ljótar staðreyndir sem 8,5% raunvextir em. Jú, fjölmiðlar em yfírfullir af jákvæðri umfjöllun jafnvægis í ríkisbúskapnum sem virðist hilla undir í fjárlagafrumvarpi ríkisstjómarinnar. Jafnvægi í ríkis- búskapnum er út af fyrir sig göfugt markmið, en það má ekki kaupa hvaða verði sem er. Höfundur er hagfrœðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.