Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 KAPPAKSTUR / FORMULA 1 Þriðji heimsmeistaratitill Piquet Morgunblaöið/Gunnlaugur Rögnvaldson Þriðji titillinn Heimsmeistari 1 þriðja skipti á ferlinum. Brasilíumaðurinn nelson Piquet á Williams Honda varð heimsmeistari í Formula 1 kappakstri á sunnudaginn, þó honum tækist ekki að ljúka keppni. Blóðheitur, kenjóttur, glað- lyndur með sigurviljann að vopni. Þetta lœtur nœrri að vera nokkuð tæmandi lýsing á Brasilíumanninum Nelson Piquet, sem er nú heimsmeist- ari í Formula 1-kappakstri í þriðja sinn. Hann varð fyrst heimsmeistari með Brabham árið 1981 og aftur tveimur árum síðar. Hann ók síðan í fyrsta skipti fyrir Williams-liðið í fyrra, vann fjórum sinnum og varð í öðru sæti til heimsmeist- ara á eftir Frakkanum Alain Prost. Þó Piquet hafí ekið í sama liði og Bretinn Nigel Mansell, hjá Williams, hafa þeir eldað grátt silf- ur saman á keppnistímabilinu. Hefur starfsmönn- Gunntaugur um liðsins stundum Rögnvatdsson þótt nóg um. Oftast skrifar hafa keppnisliðin tvo ökumenn og annar er númer eitt. En hvorki Mansell eða Piquet tóku slíkt í mál og Frank Williams keppnisstjóri samþykkti að báðir kepptu á jafn- réttisgrui.dvelli í mótum ársins. Það voru því oft skrautlegar uppákom- ur, þegar Williams-bflamir tveir voru fyrstir og reyndu allt til að skáka hvor öðrum! Mansell vann oftar, en Piquet kláraði mun fleiri mót og oft í verðlaunasætum. Piquet hefur ekið í kappakstri frá því hann var 18 ára, byrjaði í „kart- ing“-kappakstri á einskonar leik- fangabflum, hraðskreiðum þó. Tveimur árum síðar hóf hann að aka öflugri bflum. En fjölskyldan ætlaði honum aldrei að verða kapp- akstursökumaður. Pabbi hans kenndi honum tennis, sem Piquet fannst tilkomulítil íþrótt. Þeir ákváðu að keppa um framtíð Piquet á tennisvellinum. Piquet æfði sig í marga mánuði í tennis, ætlaði að vinna föður sinn sem var mjög frambærilegur tennisleikari. Piquet vann á einvígisdaginn og fékk að launum Volkswagen, sem hann mátti þó ekki aka. Hann var of ungur, aðeins sextán ára gamall. I sárabætur fékk hann námsferð til Bandaríkjanna, lærði bifvéla- virkjun og ensku af kappi. Hann sneri aftur til Brasilíu og hóf að keppa í allskyns kappakstri, á litlum tækjum í fyrstu, en eftir því sem árin liðu og reynslan jókst, stækk- uðu farartækin. Árið 1971 varð hann Brasilíumeistari í „karting" og fímm árum síðar, eftir allskyns brölt á brautunum, varð hann meistari í Super Vee-kappakstri. Formula-liðin fóru að taka eftir honum og lærimeistari hans var Emerson Fittipaldi, sem var heims- meistari í kappakstri. Formula 3-kappakstur var næsta skref Piquet, árin 1977 og 1978 var hann í fremstu röð, vann fímmt- án mót. Þetta ár fékk hann smjör- þefinn af Formula 1, honum var boðið að aka Ensing-keppnisbíl í vestur-þýska kappakstrinum. Bíllinn bilaði þó fljótlega. í lok árs- ins ók hann svo Brabham og varð ellefti og næstu fímm árin ók hann fyrir liðið. Hann ók við hlið manna eins og Niki Lauda og vann í fyrsta sinn í keppni árið 1980 í Banda- ríkjunum, aðeins 27 ára gamall. Þetta árið vann hann líka hollenska og ítalska kappaksturinn og varð annar í heimsmeistarakeppninni. Næsta ár var stjömum stráð, Piqu- et vann fjögur mót og varð heims- meistari, einu stigi á undan Carlos Reuterman. Hann endurtók leikinn tveimur árum síðar, 1984 og 1985 vann hann aðeins þrjú mót. Brab- ham-bfllinn virkaði illa, samkeppnin jókst. Skiptin til Williams voru hon- um happ, nú er hann heimsmeistari að nýju. Þó fer hann til nýs liðs á næsta ári, Lotus. Það er ekkert óeðlilegt í Formula 1. Ökumenn eru sannkallaðir flökkumenn . .. Reuter Allt búiö. Þetta óhapp kostaði Bretann Nigel Mansell möguleikann á heims- meistaratitli ökumanna í Formula 1 kappakstri. Bfll hans snarsnérist á 150 km hraða og lenti á grindverki. Mansell meiddist á baki og fótum. Brostnar vonir Nigel Mansell Hrikalegt óhapp batt enda á vonir Bretans Nigel Mansell um að verða heimsmeistari í ár. Hann snarsneri Williams keppn- isbíl sínum á 150 km hraða á æfíngu fyrir japanska kappakst- urinn og endaði á grindverki. Bfllinn kastaðist hátt á loft og lenti harkalega. Mansell meiddist á baki og fótum. Var honum bann- að að keppa daginn eftir óhappið, af læknum og alþjóðasambandi akstursíþróttamanna. Það þótti ekki ráðlegt. Mansell flaug því heim með fyrstu vél, dapur í bragði en hann var eini ökumaðurinn sem gat skákað Nelson Piquet í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna. Mansell hafði unnið tvö síðustu mót og var í góðu formi. Hann var 11 stigum á eftir Piquet, en gat bætt við sig fleiri stigum. Ellefu mót af sextán gilda til heimsmeistara, Piquet hafði notað sinn kvóta að mestu, en Mansell ekki. Nú er aðeins ein keppni eftir og Piquet er heimsmeistari, en Mans- ell óheppinn annað árið í röð. í fyrra þurfti hann aðeins að ljúka síðasta mótinu í Ástralíu, en þá hvellsprakk afturdekk og Mansell var heppinn að sleppa ómeiddur úr bílnum, sem rann stjómlítið eftir brautinni. Nú fór hann útaf, þegar hann var farinn að eygja titilinn. Mansell hefur unnið fimm mót á árinu, en Piquet tvö. Piquet hefur hinsvegar sjö sinnum náð öðru sæti, og sá árangur hefur gefíð honum flest hans stig. Síðasta keppnin er um miðjan mánuðinn í Ástralíu og sigurveg- arinn þar vinnur móralskan sigur. Heimsmeistaratitillinn er hinsveg- ar í höndum Piquet. Morgunblaðiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson Nelson Plquet ásamt einni af vinkonum sínum, en hann hefur oft þótt mik- ill glaumgosi, enda blóðheitur Suður Ameríkumaður. Hann er 35 ára að aldri og býr í Monte Carlo. Ferrari fyrstur launasætunum. Piquet hætti vegna vélarbilunar og Berger var því leik- Eftir tvö mögur ár vann Ferr- ari-liðið ítalska loks sigur í Formula 1-kappakstri, þegar Austurríkismaðurinn Gerhard Berger kom fyrstur í mark i japanska kappakstrinum á sunnudaginn. Ferrari var á árum áður í fremstu röð, en hefurtil þessa lítið haft að segja í bresku liðin, Williams, Lotus og McLaren. En það var titilbarátta Bretans Nigel Mansell og Brasilíumannsins Nelson Piquet, sem öll athygli beindist að. Piquet tryggði heimsmeistaratitilinn þó hann félli úr leik, því Mansell keppti ekki eftir að hafa hlotið meiðsli í útafakstri. Keppnin á Suzuka-brautinni' varð því heldur sviplaus, fyrr- um heimsmeistari, Frakkinn Alain Prost, lenti strax í vandræðum, dekk sprakk í fyrsta hring og eftir dekkjaskiptingu ók hann eins og griðungur, en ógnaði aldrei verð- ur emn að halda forystunni, sem hann náði strax í byijun. Áðeins Ayrton Senna fylgdi honum eftir, en átti aldrei raunhæfa möguleika að nálgast hann. „Það var gott að hafa ekki Piquet og Mansell í bak- sýnisspeglinum," sagði Berger. „Það hlaut að koma að því að Ferr- ari-liðið næði að sýna sitt rétta andlit. Við bíðum næsta árs með óþreyju, bfllinn er að verða góður." Lokastaðan í jap- anska kappakstrinum 1. GerhardBerger, Ferrari 1.32.58.032 2. Ayrton Senna, Lotus 1.33.15.455 3. Stefan Johansson, McLaren 1.34.01.045 4. Michele Alboreto, Ferrari 1 hring á eftir 5. Thierry Boutsen, Benetton 1 hring á eftir 6. Satouro Nakajima, Lotus 1 hring á eftir Stadan I hehnsmeist- araksppni ökumanna 1. NelstonPiquet, Brasilíu 73stig 2. Nigel Mansell, Bretlandi 61 stig 3. Ayrton Senna, Brasilíu 57 stig 4. AlainProst, Frakklandi 46stig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.