Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Beit eyra af mótherja og fékk fangelsisdóm Wellington, Reuter. Nýsjálenzki rúgbíleikarinn Latu Váno, var dæmdur í sex mánaða fangelsi í gær fyrir að bíta eyra af mótherja sínum. Atvikið átti sér stað þegar leik- menn hrúguðust og hnoðuðust umhverfis knöttinn. Váno hafði stuttu áður orðið fyrir því að við- bein hafði brotnað og brást því ókvæða við er annar leikmaður hnoðaðist á öxl hans. Hann lét eins og „mannskæður bjöm“ sagði lögmaður Váno við réttarhöld í gær. Hann hefði ekki ætlað að bíta eyra af mótheijanum en „það hefði með einhveijum hætti lent í munninum á honum og rifnað af í hnoðinu," sagði lögmaðurinn. „Það er ekki reglum samkvæmt að bíta eyra af mótheija sínum og heldur ekki í samræmi við leik- hefðir," sagði John Cadenhead, dómari, er hann gerði grein fyrir úrskurði sínum og dæmdi Váno til fangelsisvistar. Uffe Ellemann Jensen. Danmörk: Uffe Elle- mann Jensen gagnrýnir Pólverja Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. UFFE EUemann Jensen, ut- anríkisráðherra Danmerkur, sem er í opinberri heimsókn í PóUandi, hefur gagnrýnt pólsk stjórnvöíd harðlega fyrir að virða ekki alþjóðlega samninga í meðferð sinni á máli Dananna tveggja, sem dæmdir voru fyrir njósnir þar í landi. Þeir voru nýlega látnir lausir, eftir að dönsk stjórnvöld höfðu greitt Pólveijum 500.000 dollara i lausnarfé. Á fundi með hinum pólska starfsbróður sínum, Marian Orzec- howski, sagði Uffe Ellemann Jensen, að njósnamálið hefði spillt sambandi Póllands og Danmerkur. Danski utanríkisráðherrann gagn- rýndi harðlega, að allt of mikill dráttur hefði orðið á, að Danimir kæmu fyrir dómara, að þeir væru upplýstir um réttindi sín og dansk- ir sendiráðsmenn hefðu fengið að vitja þeirra í fangelsinu. Ellemann Jensen sagði, að meðhöndlun Pól- veija væri brot á Vínarsamkomu- laginu um stjómmálatengsl og samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjómmálaleg rétt- indi. Ellemann Jensen sagði þó eftir fundinn með pólska utanríkisráð- herranum, að gagnrýni sinni væri fyrst og fremst ætlað að hreinsa andrúmsloftið og hann liti svo á, að tengsl landanna væri nú komin í eðlilegt horf. Reuter FuUtrúar S miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins og æðstaráði Sovétríkjanna hlýða á ræðu Gorbachevs Sovétleiðtoga í tUefni af 70 ára afmæU byltingar kommúnista í Rússlandi. Innfellda myndin sýnir Gorbachev flytja hátíðarræðuna sem tók þijár klukkstundir. Viðbrögð við hátíðarræðu Gorbachevs: „Glasnost“-stefnumii augljós- lega settar þröngar skorður Moskvu, New York, Peking, Reuter. BANDARÍSKA stórblaðið The New York Times sagði í forystugrein í gær að ræða Mikhails S. Gorbachev Sovétleiðtoga er hann flutti á mánudag í tilefni 70 ára afmælis byltingar kommúnista í Rússlandi hefði haft að geyma mikilvæg skilaboð til ríkja hins fijálsa heims. Glögglega hefðu komið fram þær skorður sem „glasnost“-stefnu Sovétleiðtogans væru settar í Sovétríkjunum. Sovétborgar, sem fréttamaður Reuters-fréttastofunar ræddi við í Moskvu, lýstu hrifn- ingu sinni yfir ræðunni en sovéskir menntamenn létu í ljós vonbrigði sín sökum þess að Gorbachev hefði ekki gert ógnarstjóm Stalíns viðhlítandi skil. Ræða Gorbachevs var þriggja klukkustunda löng og gagmýndi hann einkum Jósef Stalín fyrir að hafa leitt hörmungar yfir þjóð sína. Sagði Gorbachev „þúsundir sak- lausra manna" hafa týnt lífí á þessum tíma en lét þess ekki getið að margir þeirra voru teknir af lífí eftir Moskvuréttarhöldin alræmdu. „Gorbachev býr yfir nægilegu sjálfsöryggi til að beina orðum sínum til þjóðarinnar en hann gerir sér jafnframt grein fyrir að hann þarf að auðsýna varfæmi sökum að stuðningur við stefnu hans er ekki afdráttarlaus," sagði í forystu- grein The New York Times. Sagði ennfremur í grein blaðsins að vest- ræn ríki ættu ekki að ala með sér ranghugmyndir og falskar vonir um umbótastefnu Sovétleiðtogans. „Gorbachev er bundinn af sögu þjóðar sinnar, menningu hennar og því valdakerfí sem komið hefur ver- ið á. Þessu gleymir hann aldrei sökum þess að hann er raunsæis- maður. Hið sama ættu vestræn ríki að gera.“. I ræðu sinni á mánudag fjallaði Gorbachev um stjómarhætti Jósefs Stalín, fyrrum leiðtoga Sovétríkj- anna, og ganrýndi hann fyrir að hafa gert sig sekan um „mörg af- drifarík" mistök sem_ hefðu kostað miklar hörmungar. Á hinn bóginn lofaði hann Stalín fyrir að hafa komið á samyrkjubúskap, sem sagnfræðingar eru sammála um að hafi kostað milljónir manna lífið. Sovéskir menntamenn höfðu vænst þess að Gorbachev gengi mun lengra í ræðu sinni og fordæmdi með öllu ógnarstjóm Stalíns. Lýstu þeir yfir vonbrigðum sínum sökum þessa og sögðu hófstillingu Gorbac- hevs sýna að hann þyrfti gera bæði umbótasinnum og harðlínumönnum innan sovéska valdakerfísins til hæfis. „Sú staðreynd að menn gerðu sér ákveðnar vonir sýnir ljós- lega hvaða árangri Gorbachev hefur náð með „glasnost“-stefnunni. Von- brigðin sýna hins vegar hversu mikið starf hann á fyrir höndum," sagði í forystugrein The New York Times. Sovétborgar sem fréttamaður Reuíers-fréttastofunnar ræddi við á fömum vegi í Moskvu voru al- mennt þeirrar skoðunar að Gorbac- hev hefði sagt sannleikann í ræðu sinni. Fréttamanninum þótti yngra fólkið hins vegar vita lítið um Stalíns-tímann. „Einhveijir biðu bana, ég veit ekki hversu margir," sagði Sasha, sem er 24 ára gömul og stundar háskólanám. Hins vegar þótti henni ræða Gorbachevs hafa verið hlutlaus og taldi það lofsvert. Öldruð kona sagði Gorbachev á hinn bóginn hafa rætt Stalínstímann af fullnægjandi hreinskilni. „Við vitum öll hvað gerðist. Við höfum rætt um þetta tímabil fram og til baka og við erum þreytt á að tala um það,“ sagði hún. Þrátt fyrir „glasn- ost“ eru Sovétborgarar tregir til að lýsa skoðunum sínum við erlenda blaðamenn á opinbemm vettvangi og þótti fréttamanni Reuters- fréttastofunnar viðmælendur sínir sýna óvenjulega hreinskilni. Menntamenn lýstu yfir vonbrigð- um sínum þegar fréttamaðurinn ræddi við þá á heimilum þeirra. „Ræðan var mótsagnakennd og í henni var aðeins að finna takmark- aðar upplýsingar fyrir yngri kyn- slóðina," sagði opinber starfsmað- ur, sem krafðist nafnleyndar. Sagði sá hinn sami að byltingarafmælið hefði ef til vill ekki verið heppilegur vettvangur til að flytja umdeilan- lega ræðu en bætti við að Gorbac- hev hefði getað flutt sérstaka ræðu um Stalínstímann og annað það sem úrskeiðis hefði farið í Sovétríkjun- um. Þetta hefði hann ekki gert og því hefði ræðan valdið vonbrigðum. Kínverskir fjölmiðlar birtu hluta af ræðu Gorbachevs og þótti það tíðindum sæta þar eð gagnrýni á Stalín hefur verið litin alvarlegum augum í Kína. Þvert á móti hafa iðulega verið settar upp flennistórar myndir af Stalín þegar hátíð er í bæ og þykir þetta gefa til kynna að kínverskir hugmyndafræðingar séu að endurskoða sögulegt hlut- verk Stalíns í framþróun kommún- ismans. Vestrænir Sovétsérfræðingar eru almennt sammála um að ræða Gorbachevs hafi hvorki verið mikil- væg né merkileg. Hafa margir bent á að Nikita Khruschev hafi á sínum tíma gagnrýnt Stalín fyrir „pólitísk mistök" líkt og Gorbachev gerði. Almennt er litið svo á ummæli Gorbachevs sýni glögglega að deilt sé um „glasnost“-stefnuna innan Kremlarmúra. Finnland: Klofmngur ímmn Græn- ingj ahr eyfingarinnar Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. Græningjahreyfingin í Finnlandi er að klofna vegna togstreitu milli forráðamanna hreyfingarinnar. Deila þeir um hvort græningj- ar eigi að fjalla um félagsleg vandamál meðan lítið sem ekkert gerist á sviði umhverfisverndar. Græningjar hlutu góðar undirtektir í þingkosningunum í vor og eru nú með fjóra þingmenn á finnska þjóðþinginu. Hreyfingin er þó ekki formlega skipulögð sem flokkur. Nú hafa harðlínu-umhverfis- vemdarsinnar innan hreyfingarinn- ar undir forystu Eero Paloheimo þingmanns hafið undirbúning að stofnun formlegs flokks í því skyni að koma betra skipulagi á starf græningja. Paloheima er doktor í verkfræði og misþokkaður meðal giæningja. Meirihluti græningj- anna vill halda áfram að vinna án íormlegs skipulags, að minnsta kosti þangað til seinna í vetur, og þeir hafa stundum notað heiti eins og „umhverfisfasistar" um Palo- heimo og félaga hans. Paloheimo og samstarfsmenn hans í „Samtökum fyrir lífsvemd" hafa undanfarið hvatt græningja til að stofna flokk en án árangurs. Þeirra meginhugmynd er, að nú þurfi að ná talsverðum árangri í umhverfismálum sem fyrst, en eyða ekki tímanum í að fjalla um alls konar félagsleg vandamál. Meiri- hluti græningjanna hefur hinsvegar lagt áherslu á að starfa sem gras- rótarsamtök, þar sem einstakling- urinn, vandamál hans og félagsleg ábyrgð, sitja í fyrirrúmi. Formleg ákvörðun um stefnu hreyfingarinnar verður tekin á græningjaþingi í janúar. Þá verður einnig ákveðið hvort græningjar ætla að gerast stjómmálaflokkur. Það þarf 5.000 undirskriftir til þess að geta skráð stjómmálaflokk sam- kvæmt finnskum iögum. Paloheimo og félagar hyggjast hinsvegar heíja söfnun sem fyrst og hafa þegar skráð nafnið „Græni flokkurinn" hjá dómsmálaráðuneytinu. Formaður græningjasamtak- anna, Heidi Hautala, lét í ljós þá skoðun í síðustu viku, að nafnasöfn- un Paloheimo-hópsins væri bara til þess að hræða forystu samtakanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.