Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 51 Morgunblaðið/Emilía Jón Steinar Gunnlaugsson for- seti Bridgesambands Islands held að hlutverk Bridgesambands- ins sé ekki að fara út um landið og taka þar ákvarðanir um móta- hald og annað þess háttar. Ég vil miklu heldur sjá sambandið sem hvetjandi aðila fyrir þessi félög svo þau vinni sjálf. Við höldum ekki uppi neinu starfi í félögunum ef grundvöllurinn er ekki þar til stað- ar. Bridgesambandið á því að vera hvetjandi aðili og alltaf tilbúið að styðja við bakið á félögunum í þeirra starfi,“ sagði Jón Steinar. Sjálfsagt að nýta tæknina —Mótahald Bridgesambandsins hefur verið gagnrýnt, ma. hér á þessum vettvangi. Munum við sjá nýjungar í því í vetur? „Ég geri ráð fyrir að til dæmis verði staðið öðruvisi að Islandsmót- inu í sveitakeppni en í fyrra, þegar gerðar voru einhverjar tilraunir sem ekki gengu nógu vel. Það var reynd- ar samþykkt breyting á fyrirkomu- lagi mótsins á síðasta ársþingi Bridgesambandsins og þátttöku- sveitunum Qölgað auk þess sem tekin verða upp B-úrslit. Það mun auðvitað setja svip sinn á mótið núna auk þess sem við munum reyna að gera eitthvað til að að auka áhuga áhorfenda. Það er búið að ákveða að gera hlut bikarkeppn- innar meiri verið hefur undanfarin ár, bæði varðandi mótshaldið sjálft og síðan fá bikarmeistararnir sjálf- krafa rétt til þátttöku í Evrópubik- arkeppnum. Það þarf einnig að huga að end- urbótum á sýningartöflunni og hvemig bridsleikir eru best mat- reiddir fyrir áhorfendur, þannig að hér verði líflegir sýningarsalir á helstu bridsmótunum. í því sam- bandi er sjálfsagt að huga að því að nýta þá tækni sem nú er mögu- leg við að gera mótin og sýningar- töfluna skemmtilegri." Mikill uppgangoir bridsspilsins Jón Steinar var að lokum spurður hvernig hann sjái fyrir sér þróun spilsins í framtíðinni og hvort hann telji að bilið milli meistaranna og áhugamannanna breikki stöðugt. „Ég á von á að það verði verulegur munur á bridsiðkun þeirra sem spila brids sem keppnisíþróttagrein á hæsta stigi, og síðan þeirra fjöl- mörgu sem spila sér til dægrastytt- ingar í hópi kunningjanna en hafa engan metnað til hærri metorða," svaraði Jón Steinar. „Auðvitað kemur spilið alltaf til með að hafa þessar tvær hliðar, sem betur fer og ég held að það sé af hinu góða. Við höfum orðið vör við að það er mikill uppgangur í bridslífinu í landinu og áhuginn fer vaxandi á spilinu. Það er mikill fjölai manna sem tengist brids og hefur ánægju af spilinu í tómstundum og það á að geta stutt okkur til að efla starf- ið fyrir þá sem eru að taka þátt í þessu sem keppnisíþrótt. Ég efast ekki um að hægt er að nýta þann mikla bridsáhuga sem ég veit að er á íslandi til að styðja við til dæmis íslensk bridslandslið. Og gott bridslandslið og góður árangur þess verður svo aftur til að efla almennan áhuga á spilinu," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson. Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Frá sýningu Leikfélags Hveragerðis á „Ástin sigrar“. Hveragerði: Leikfélagið frum- sýndi „Ástín sigrar“ Hveragerði. LEIKFÉLAG Hveragerðis fnim- sýndi gamanleikinn „Ástin sigrar" eftir Ólaf Hauk Símonar- son í Hótel Ljósbrá laugardaginn 21. nóvember. Leikendur eru níu talsins og leikstjóri er Kjartan Bjargmundsson. Frumsýningar- gestir voru svo margir sem húsrúm leyfði og tóku leiknum hið besta. Var leikendum, leik- stjóra og höfundi fagnað með miklu lófataki í leikslok Um tuttugu manns vinna að sýn- ingunni. Margir leggja þarna fram mikla vinnu. T.d. má geta þess að í leiknum koma fram hjón ásamt einum syni sínum og einnig eru líka þijú systkini. Helstu hlutverk leika þau Gísli Garðarsson, Valdimar Ingi Guðmundsson og Elsa Busk. Aðrir leikendur eru þau Aðalbjörg Mar- grét Jóhannsdóttir, Ásta Guð- mundsdóttir, Dorothý Senior, Rúnar Sigurðsson, Vigfús Örn Gíslason og Sólveig Ingibergsdóttir. Fara þau síðasttöldu með tvö hlut- verk. Leikfélagið hefur haft fyrir venju að bjóða eldri borgurum í Hvera- gerði og nágrenni á eina sýningu og hafa þeir jafnan fjölmennt. Er ástæða til að hvetja fólk til að mæta í Ljósbrá og sjá leikinn, þar sem ástin kemur, sér og sigrar, að undangengnum ýmsum mannraun- um að sjálfsögðu. — Sigrún Ragnarsbakarí: Setur sælgætisbotna á markað RAGNARSBAKARÍ í Keflavík hefur hafið framleiðslu á „Sæl- gætisbotnum", en það er safn- heiti yfir fimm tegundir botna: döðlutertubotna, kókosbotna, kornflexbotna, djöflatertubotna og svamptertubotna. í kynningu frá Ragnarsbakaríi segir að djöflatertubotnarnir og svamptertubotnarnir hafi lengst verið á markaðnum. Þægindi hús- móðurinnar gagnvart „Sælgætis- botnum" felist í því hversu fljótlegt það sé að útbúa úr þeim tertur ef gesti ber að garði. Þá þurfi hún aðeins að taka þá út úr frystinum, losa þá úr forminu, þeyta ijóma og opna ávaxtadós, hella safanum eða líkjör á botninn, blanda ávöxtunum í rjómann og setja á milli eða ofan á annan botninn. Þegar búið sé að annað ofan á toppinn sé tertan til- setja karamellubráð, súkkulaði eða búin, á innan við hálftíma. Sælgætisbotnarnir frá Ragnarsbakaríi í Keflavík. Morgunbiaðið/Svemr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.