Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Guðjón Pálsson skipstjóriEjjum Fæddur 10. maí 1936 Dáinn 20. nóvember 1987 Það fylgdi honum oft skemmti- legt hvassviðri í framkomu, en alltaf var birta og blámi yfir, því hvass- viðrið hans Gauja á Gullberginu var af hinu góða, setti svip á mannlífíð og var eins konar kjarabót fyrir þá sem kynntust honum. Ósjálfrátt gaf þessi maður mikið af ríkum per- sónuleika sínum og það eina sem hann þoldi ekki var kyrrstaða, enda lítil veiðivon í slíkri stöðu. Guðjón Pálsson, skipstjóri og út- vegsbóndi á Gullberginu í Vest- mannaeyjum, er látinn langt fyrir aldur fram, rétt um fímmtugt. Það var harðsóttur róður barátta hans við sjúkdóminn sem hann varð að lúta en það var undarlegt að verða vitni að þeim styrk sem hann sýndi í þeirri baráttu, þrautseigjuna með lífsvonina í fararbroddi. Þar naut hann góðrar samfylgdar sinna nán- ustu, æðruleysis og öryggis á erfíðri slóð. Hann sótti sjóinn eins og heils- an leyfði og skömmu eftir að hann vissi hvert stefndi var hann rokinn út í heim til þess að afla sér meiri vitneskju um nýjustu tækni í bún- aði til fiskveiða. Þannig var Gaui eldhugi í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Guðjón fæddist í Reykjavík 10. maí 1936. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum 1957 ogflutti fljótlega eftir það til Vestmanna- eyja þar sem hann kynntist eftirlif- andi konu sinni, Elinborgu Jónsdóttur. Hann var sjómaður og skipstjóri á ýmsum bátum í Eyjum fyrstu árin þar, en árið 1970 gerð- ist hann útgerðarmaður og keypti Gulibergið frá Seyðisfírði. Síðar kom nýja Gullbergið, 350 tonna skip, sem hefur reynst ákaflega vel, enda var Guðjón ávallt í farar- broddi leiða og markmiða við sjósókn. Hann lifði og hrærðist í starfí sínu og sýndi jöfnum höndum hugkvæmni og áræði. Guðjóni fylgdi lán og aflasæld og hann hampaði titlinum fiskikóngur Vest- mannaeyja fyrir mestu aflaverð- mæti á vertíðum. Gauja var lagið að laða fram líflega stemmningu þar sem hann var, það var aldrei nein lognmolla í kringum hann og hann var góður félagi sinna skipveija, einn af hópn- um. Honum var lagið að leika í léttum dúr I mannlífsspjallinu, en undir niðri var alvara og oft ótrúleg festa í mikilvægi þess að grundvall- aratriðin væru í lagi. Ein og ein glósa var í hans stíl, en alltaf í góðu þó hún gæti verið beitt og hann sóttist eftir andsvari í sömu mynt því til þess var leikurinn gerð- ur. Hann var traustur vinur og hélt sínu striki, ósjaldan ótroðnar slóðir athafnamannsins. En undir hamraveggjum sjómannsins sem tekur hnarreistur á móti seltunni í andlit sitt bjó viðkvæmt hjarta, sem tók nærri sér ef gert var á hans hlut af ósanngimi. Hann hékk þó ekkert yfír slíku, opnaði gluggann á brúnni og loftaði út. Hann var veiðimaður af lífi og sál, tilbúinn í slaginn hvenær sem var. Ef hann var í koju og stýrimað- urinn fann torfu þá var hann ekki að eyða tíma að færa í brækumar, heidur rauk upp í brú á nærbuxun- um og kastaði. Málið snerist um það að ná afla, það mátti alltaf klæða sig síðar, en fískurinn beið ekki eftir einhveijum hégóma og pjatti í útliti. Þannig var hann harð- sækinn í að fylgja eftir því sem hann ætlaði sér. Gagnrýnin en framsækin rödd Gauja á Gullberginu er hljóðnuð og það er veikara borð fyrir bám á þeim vettvangi sem hann haslaði sér völl á. En með framgöngu sinni hefur hann ræktað sinn stíl inn í samferðamenn sína, ekki aðeins mannvænleg böm þeirra Elínborgar og hans, Eyjólf og Önnu, heldur flesta þá sem kynntust honum og nutu þess að vera til með honum. Það var sama hvort hann flutti mál sitt eða lék á harmonikkuna sína á góðu stundum, takturinn var mark- viss og leikandi. Gaui var eldhress í tjaldi sínu undir morgun eina Þjóðhátíðamótt- ina í ágúst síðastliðnum. Hann var þar í faðmi fjölskyldu sinnar sem hélt reisn og lífsþrótti þrátt fyrir óvissuna. Það skiptir miklu að hafa þrek til þess að ganga á móti örlög- um sínum af trúarvissu og einurð, bera baggana án þess að brotna. Guðjón Pálsson hélt stíl í gegnum þykkt og þunnt á hveiju sem gekk, en nú er hann lagður upp í sinn síðasta róður. Guð gefí honum góða ferð og aflasæld á úthafí eilífðarinnar, hin- um líkn sem lifa. Árni Johnsen í dag verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Guðjón Pálsson skipstjóri, en hann lést í Borgarspítalanum 20. nóvem- ber sl. eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Guðjón Pálsson var fæddur í Reykjavík þann 10. maí 1936, son- ur hjónanna Jónínu Guðjónsdóttur og Páls Guðjónssonar trésmiðs. Guðjón ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt tveimur systrum, þeim Helgu og Sólveigu. Snemma hneigðist hugur Guðjóns að sjó og sjómennsku. Á fimmtánda ári fór hann fyrst á sjó, og stundaði hann sjómennsku alla tíð, lengst af frá Vestmannaeyj- um, enda áttu Vestmannaeyjar hug hans allan. Árið 1970 stofnaði hann ásamt tengdaföður sínum, Jóni G. Ólafs- syni, og Ólafí Má Sigmundssyni útgerðarfyrirtækið Ufsaberg og keyptu þeir Gullbergið frá Seyðis- fírði sem Guðjón hafði verið með áður. Nokkrum árum síðar keyptu þeir nýtt skip sem fékk sama nafn, og hefur útgerð þeirra gengið mjög vel, enda hefur Guðjón Pálsson ver- ið um árabil einn af dugmestu skipstjórum landsins og með af- brigðum fengsæll og farsæll skip- stjóri. Árið 1960 gekk Guðjón sitt mesta gæfuspor í lífi sínu er hann kvæntist Elínborgu Jónsdóttur, mikilhæfri konu er bjó manni sínum yndislegt og fagurt heimili. Guðjón og Elínborg eignuðust tvö böm, Eyjólf skipstjóra og Önnu sem stundar nám í fjölbrautaskóla í Vestmannaeyjum. Guðjón hafði gott skap og góða lund, en fastur fyrir og ákveðinn ef því var að skipta, en fómfús var hann ef einhver átti erfitt og hugs- aði þá ekki um sjálfan sig eða sína erfíðleika, enda sýndi það sig best árið 1973 er Vestmanneyjagosið hrakti íbúa eyjanna upp á land. Þá stóð Guðjón eins og klettur við björgunarstörf dag og nótt. Undirritaður átti því láni að fagna að rétta Guðjóni hjálparhönd þegar á gosinu stóð og er mér mjög minnisstætt hve Guðjón sýndi fóm- fúst og óeigingjamt starf í hvívetna við að bjarga og hjálpa vinum sínum úr Eyjum. Guðjón var einstaklega bamgóð- ur og þrátt fyrir veikindi og þjáning- ar átti hann alltaf stund til að rabba og leika við lítinn systurson sinn sem hann kallaði litla stubbinn sinn. Litli frændi hans kveður góðan vin með söknuði. Margar erfiðar ferðir hefur Guð- jón þurft að fara til sjúkrahúsvistar í Reykjavík, og hefur Elínborg ætíð fylgt manni sínum og verið honum mikill og ómetanlegur styrkur í hans miklu veikindum. Sorgin er mikil hjá þeim er hon- um næst standa, en minning um góðan dreng er ljós í lífí þeirra. Ég bið algóðan Guð að blessa og styrkja eiginkonu hans og böm, foreldra, systur, tengdamóður og fjölskyldur þeirra. Einlægar samúð- arkveðjur til ykkar allra frá mér, systmm hans og fjölskyldum þeirra. Að endingu þakka ég Guðjóni mági mínum áralanga vináttu og tryggð og bið honum blessunar Guðs í nýjum heimkynnum. Hver var þér trúrri í stöðu og stétt, hver stærri að þreki og vilja, hver meiri að forðast flekk og blett, hver fremri að stunda satt og rétt, hver skyldur fyrri að skilja? Ei þar sem standa leiðin lág, ég leita mun þíns anda, — er lít ég fyöllin fagurblá, mér finnst þeim ofar þig ég sjá í bjarma skýjabanda! (Steinn Sigurðsson - Til móður minnar.) Birgir G. Ottósson Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Tý Þegar barst sú sorgarfregn að Guðjón Pálsson skipstjóri væri lát- inn komu margar minningar upp í huga minn. Í nokkur ár hafði hann barist hetjulega við sjúkdóm þann er nú hefur heltekið hann. Og víst er áfallið mikið fyrir þá sem eftir standa, að sjá á eftir svo kærum vini á vit hins ókunna. Guðjón Páls- son kom um tvítugt til Vestmanna- eyja. Hann kunni vel við sig í Eyjum og giftist eftirlifandi konu sinni, Elínborgu Jónsdóttur frá Laufási. Þau eignuðust tvö böm, Eyjólf og Önnu. Knattspymufélagið Týr kveður í dag Guðjón Pálsson og minnist hans sem mikils velunnara félags- ins. Það er athyglisverð staðreynd að maður sem kemur til Eyja um tvítugt og gengur fljótlega í Tý, en var aldrei þátttakandi í æfíngum og keppni, skyldi sem raun bar vitni taka miklu ástfóstri við félagið, og ávallt tilbúinn að veita leiðsögn ef eitthvað bjátaði á. Guðjón vann við margar þjóðhátíðir félagsins gegn- um árin, er tími gafst til frá sjósókn. En hann var mikilhæfur skipstjóri. Munu aðrir færari að tíunda öll þau störf. Alltaf var hann mættur fyrst- ur manna er rukka átti í Dalinn, og hreif alla með sér af áhuga og vann það verk af mikilli ákveðni. Einnig gekk hann í hina almennu vinnu er ávallt fylgir slíkum skemmtunum og var gott að eiga hann að í baráttunni er ávallt fylg- ir slíkum stórhátíðum. Einnig má telja upp þréttándafagnað félags- ins, knattspymu, handbolta; alls staðar var hann virkur og tilbúinn til taks ef þörf var á. Guðjón átti einnig sinn stóra þátt í byggingu félagsheimilis Týs, og smitaði út frá sér með sínum mikla áhuga og vilja um að drífa verkið áfram. Ég bið þig, lesandi góður, að fyrirgefa að þessi orð bera keim af því, að þau eru skrifuð um þátt Guðjóns í starfí hans fyrir Tý og er aðeins stiklað á því stærsta. Mikilhæfur félagi er fallin í valinn. Fyrir hönd Knattspymufélagsins Týs og Týrara allra sendi ég eigin- konu og bömum svo og öðrum aðstandendum Guðjóns mínar inni- legustu samúðarkveðjur. F.h. Knattspymufélagsins Týs, Birgir Guðjónsson Okkur félögunum, sem áttum Gaua Páls að vini, vefst tunga um tönn, þegar komið er að leikslokum. Gaui Páls var góður félagi. Þegar þennan unga dreng úr Laugames- inu í Reykjavík rak á fjörumar í Eyjum, héldu allir að þar færi lítill bógur. Gaui var fljótur að afsanna það. Hann skildi fljótt þann hjart- slátt og það hugarfar, sem við Eyjapeyjar erum aldir upp við. Eins og áður sagði var Gaui fljót- ur að samlagast Eyjaiífínu og hjarta hans sló strax í takt við það. Árið 1958 kynntist hann Elín- borgu Jónsdóttur frá Laufási og eftir það varð ekki aftur snúið. Þau giftust á gamlársdag 1960 og byrj- uðu búskap í húsi foreldra hennar. Þau eignuðust tvö böm, Eyjólf og Önnu. Ef ég man rétt þá byrjaði Gaui sjómennsku hjá Valgarði Þor- kelssyni á „Steinunni gömlu". Gaui vitnaði oft í Valgarð, sem sinn læri- föður í sjómennskunni. Það var nú á haustdögum að ég hitti Valgarð. Ég segi við hann: „Veistu hvemig komið er fyrir Gaua Páls?“ Valgarð svarar að bragði: „Já, ég heimsótti hann í gær.“ Nú vildu trúlega marg- ir geta sagt það sama. Fljótlega eftir að Gaui kom fyrst til Eyja réðst hann til óskars Ólafs- sonar á Sigurfara. Eftir það gerðist hann snemma formaður, m.a. hjá Ingólfi Theodórssyni á Hafbjörgu. Árið 1964 réðst hann skipstjóri á Gullver, sem Ólafur Ólafsson á Seyðisfirði átti og ári síðar tók hann við Gullbergi hjá sama útgerðar- manni. Árið 1970 keypti Gaui ásamt Ólafí Sigmundssyni og tengdaföður sínum, Leifa á Garðstöðum, Gull- bergið og eftir það var hann alltaf kenndur við það skip. Honum famaðist vel á sjónum og var mikil aflakló. Ég minnist nú sérstaklega þegar við fímmmenningamir Garðar, Gylfí, Siggi Ella og við nafnamir fómm til Þýskalands árið 1959. Aldlan þann gleðskap og öll þau ævintýri, sem við lentum í þá og þegar Gaui þandi nikkuna sína svo allur Móseldalurinn ómaði af þjóð- hátíðarlögum úr Eyjum, verða manni ógleymanleg. Gaui átti það til að taka stórt upp í sig. Hann hafði í flestum til- fellum efni á því, en við sem þekktum Gaua, vissum að undir hijúfu tali var gott hjarta og góð sál. Gaui talaði ekki á bakið á mönn- um, hann lét þá hafa það óþvegið, ef honum fannst það eiga við. Ég hygg að sjófarendur muni sakna þess að heyra ekki lengur rödd hans í talstöðinni. Hjálpsemi og ósérhlífni Gaua kom e.t.v. best í ljós í gosinu. Þær voru ófáar ferðimar sem hann fór á milli lands og Eyja á Gullberginu hlöðnu búslóðum fólks, sem hafði misst allt ofan af sér. Elínborg og Gaui voru meðal þeirra fyrstu sem misstu nýbyggt hús undir hraun, en reistu sér nýtt og glæsilegt hús strax eftir heimkomuna. Gaui gerð- ist félagi í Knattspymufélaginu Tý og þó hann hvorki sparkaði eða henti bolta féll hann vel inn í þann félagsanda, sem hveiju félagi er svo nauðsynlegur. Það var gott að leita til hans ef eitthvað bjátaði á. Þetta kunnu Týrarar vel að meta og heiðr- uðu hann sérstaklega á 50 ára afmæli hans. Gaui Páls var mættur á síðasta LÍÚ-þing fyrir hálfum mánuði. Að þingstörfum loknum brá hann sér á Broadway með hana Elínborgu sína, trúlega vitandi að það væri síðasta skemmtunin þeirra. Þessi minningabrot eru fátækleg, en ég vona að þau lýsi í einhveiju góðvini okkar Gaua Páls. Elínborg, Anna og Eyjólfur, þið megið vera stolt af því að hafa átt Gaua Páls sem eiginmann og föður. Ykkur öllum og öðrum aðstand- endum vottum við félagamir samúð okkar. Blessuð sé minning hans. Við kveðjum góðan vin. Garðar, Gylfi, Siggi Ella og Gaui í Gíslholti. Guðjón var fæddur í Reykjavík, 10. maí 1936, sonur hjónanna Páls Guðjónssonar og Jónínu Guðjóns- dóttur. Snemma hneygðist hugur hans til sjávar og er óhætt að segja að sjórinn hafí átt hug hans alla tíð. Arið 1957 lauk Guðjón fiskimanna- prófí frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og 2. janúar 1958 kom hann til Vestmannaeyja, þar sem hann átti eftir að dvelja alla sína tíð. í Vestmannaeyjum kynntist Guð- jón eftirlifandi konu sinni, Elín- borgu Jónsdóttur frá Laufási. Eignuðust þau tvö böm, Eyjólf nú- verandi skipstjóra á Gullberginu og Önnu nema í FÍV. Elínborg reynd- ist Guðjóni góð eiginkona og stóð sem klettur við hlið hans í öllum hans veikindum. í Vestmannaeyjum hóf Guðjón sjómennsku sína sem stýrimaður hjá Óskari Ólafssyni á Sigurfara. Árið 1960 gerðist Guðjón skipstjóri á Hafbjörgu VE, sem Ingólfur The- ódórsson netagerðarmeistari gerði út. Frá þeim tíma var Guðjón síðan skipstjóri á ýmsum bátum fram til ársins 1970 er hann ásamt tengda- föður sínum, Jóni Guðleifí Ólafs- syni, og Ólafí Má Sigmundssyni festi kaup á Gullbergi frá Seyðis- fírði. Árið 1973 réðust þeir félagar út í nýsmíði og létu smíða Gullberg VE 292 fyrir sig í Noregi. Þann bát hafa þeir gert út síðan og hefur Guðjón verið þar skipstjóri alla tíð. Guðjón var farsæll skipstjóri, hann afiaði vel og var margar ver- tíðir aflakóngur í Eyjum. Kynni okkar Guðjóns hófust fljót- lega eftir að hann kom til Eyja og tengdumst við fljótlega vináttu- böndum sem hafa haldist alla tíð síðan. Báðir vorum við í sama starfí og höfðum því um sameiginleg hagsmunamál að ræða, þannig að samstarf og samvinna var ætíð góð okkar á milli. Nánust varð þó sam- vinna okkar frá árinu 1973 en þá hófum við undirbúning að byggingu eins skipa, Gullbergs VE 292 og Hugins VE 55, sem við fengum afhenta á árunum 1974 og 1975. Upp frá þeim tíma höfum við mest stundað loðnuveiðar og þar sem um systurskip var að ræða þá var ætíð talsvert kapp á milii skipanna, en þó var það kapp ætíð meira af gamni en alvöru. Guðjón var hugamaður mikill og keppnin var honum í blóð borin. Hann var hreinskiptinn og lá ekki á meiningu sinni. Hann talaði hreint út um alla hluti og vandaði því ekki kveðjumar ef honum fannst óréttlæti vera á ferð. - Fyrir rúmum þremur árum kenndi Guðjón fyrst þess meins sem hann hefur á hetjulegan hátt barist við síðan. Það var ekki hans stíll að gefast upp. Guðjón hugsaði ætíð til framtíðarinnar og horfði fram á veginn. Hann lifði og hrærðist í útgerðinni og sló þar hvergi slöku við, þrátt fyrir veikindi sín. Hann stundaði sjóinn af kappi allt fram til þess síðasta og sýnir það ef til vill best þann kraft og vilja sem hann var gæddur. Síðast átti ég samtal við Guðjón fáum dögum áður en hann lést og kom mér þá ekki tii hugar að það væri okkar síðasta samtal, þar sem hann virtist hress sem endranær og fullur af lífsvilja. Það var enga uppgjöf að heyra, hugurinn var all- ur bundinn við framtíðina og framkvæmdir í henni. Guðjón hefur nú lagt í sína síðustu ferð. Ég kveð vin minn Guðjón hinstu kveðju en eftir stend- ur minning um góðan vin og félaga sem ég veit að ég á eftir að sakna. Við Kristín sendum Elínborgu, bömunum og öðmm ástvinum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Blessuð sé minning Guðjóns Páls- sonar. Guðmundur Ingi Guðmundsson Það var fyrir um það bil 40 árum, að ungur snaggaralegur snáði, fæddur og uppalinn í Reykjavík, vandi mjög komur sínar niður að höfn, til að fylgjast með athöfnum fiskimannanna og það leyndi sér ekki að draumur hans til framtíð- arinnar var að mega feta slóðir þeirra og sigla um hafíð blátt. Þeim þótti vænt um þennan snáða og sögðu sem svo: „Hann verður ein- hvemtíma seigur þessi drengur — og við þyrftum að eiga þá fleiri svona.“ Nú hefur þessi drengur verið feij- aður yfír móðuna miklu, langt um aldur fram. Eftir lifír minning um mann, sem í einu og öllu tókst að feta slóðir íslenskra fískimanna, í öllum þeirra mikilleik, á þann hátt, sem, þrátt fyrir allt, er enn draum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.