Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir HUGA ÓLAFSSON Gjaldþrot Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga: Var banabitíim sláturhús- bygging eða stjómleysi? GJALDÞROT Kaupfélags Vest- ur-Barðstrendinga nú í fyrri viku kom ekki algjörlega á óvart, þar sem félagið hefur verið að draga saman seglin á undanförnum misserum þar til það óskaði eftir greiðslustöðvun í byrjun október. Engu að síður er gjaldþrotið tölu- vert áfall fyrir fólk á Patreks- firði og nágrenni, þar sem Kaupféiagið hefur lengi verið ráðandi afl í atvinnulífi staðar- ins, og um 15 manns voru enn í vinnu hjá þvi. Stjómarmenn i Kaupfélaginu segja að orsakir gjaldþrotsins séu almennir erfiðleikar i smá- söluverslun á landsbyggðinni, sem lýsi sér í erfiðri stöðu margra kaupfélaga. Auk þess hafi félagið tapað miklu fé á byggingu sláturhúss á Patreks- firði árin 1979-’80, en forsendur sem menn gáfu sér við bygging- una stóðust ekki. Gagnrýnendur stjóraarinnar halda þvi hins veg- ar fram að þetta sé aðeins hluti af skýringunni; léleg yfirsljóra og skortur á eftirliti hafi stefnt Kaupfélaginu í gjaldþrot, sem hefði á endanum orðið miklu stærra en efni stóðu til. Eins og komið hefur fram í frétt- um eru skuldir Kaupfélags Vestur- Barðstrendinga taldar vera eitthvað á annað hundrað milljónir króna. Þar af mun Samband íslenskra samvinnufélaga eiga um 70 milljón- ir, en ýmsir heildsalar stærstan hluta af því sem á vantar. Einnig mun Kaupfélagið skulda bændum f nágrannasveitum Patreksfjarðar eitthvað. Eiginflárstaða félagsins var neikvæð um 43 milljónir um síðustu áramót. Verðbólg-an og riðuveiki drápu sláturhúsið Kaupfélag Vestur-Barðstrend- inga var stofnað árið 1980, en áður hét félagið Kaupfélag PatreksQarð- ar - en það hafði yfirtekið Kaup- félag Amfírðinga á Bíldudal, og Kaupfélag Barðstrendinga í Kross- holti. Kaupfélag Vestur-Barð- strendinga tók svo yfir verslun Kaupfélags Tálknfirðinga eftir að það varð gjaldþrota árið 1984, og Kaupfélags Rauðsendinga í Örlygs- höfn, þannig að alls rak félagið fjögur útibú frá aðalversluninni á Patreksfirði. Öll útibú Kaupfélags- ins voru síðan seld á sl. ári, nema útibúið í Örlygshöfn, og eru þau nú sjálfstæðar verslanir, reknar af einkaaðilum. Helsta spumingin sem hefur vaknað í sambandi við gjaldþrotið er: hvemig tókst ekki stærra félagi en Kaupfélagi Vestur-Barðstrend- inga að safna skuldum á annað hundrað milljónir króna? Anna Jensdóttir, stjómarformaður Kaup- Morgunblaðið/Börkur Frá Patreksfirði - gott atvinnuástand, en uggur í mörgum vegna gjaldþrots Kaupfélagsins og greiðslu- erfiðleika Hraðfrystihússins. Verslunarhús Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga er fremst á myndinni. félagsins segir að banabitinn hafi verið kaup á hraðfrystihúsi, sem síðan var endurbyggt sem sláturhús á árunum 1979-’80 - en allar for- sendur sláturhúsbyggingarinnar runnu síðan út í sandinn. Miðað var við að 12-15.000 fjár yrði slátrað í húsinu, en vegna riðuveikiniður- skurðar var ekki slátrað nema 2.500 fjár árið ’85, sem var síðasta árið sem fé var slátrað í húsinu. Styrkir og lán úr sjóðum land- búnaðarins komu seinna en til stóð, og „skammtímalán" sem tekin voru til að brúa bilið urðu baggi á kaup- félaginu, því óðaverðbólga minnk- aði raungildi þeirra framlaga. Þrjátíu milljóna króna „banabiti“ Samkvæmt heimiidum Morgun- blaðsins mun sláturhúsbyggingin hafa kostað Kaupfélagið um 12 milljónir króna, en sjóðir iandbún- aðarins borguðu tæpar 7 milljónir. Matvælavinnslan hf. keypti síðan sláturhúsið í desember 1985 og nýtti húsið undir rælq'uvinnslu. Það hefur verið annasamt að undanförnu þjá Stefáni Skarphéðins- syni, sýslumanni Barðstrendinga. Hann reiknar með að gjaldþrots- málið fari að skýrast eftir u.þ.b. fjóra mánuði, þegar fyrsti skiptafundur á að fara fram. Matvælavinnslan hf. var nátengd Kaupfélaginu, og tveir af þremur stjómarmönnum í fyrirtækinu áttu einnig sæti í stjóm Kaupfélagsins. Þá átti Kaupfélagið 35% hlutaljár í Matvælavinnslunni, og Hraðfrysti- hús Patreksijarðar 60%, en Kaup- félagið átti svo aftur mikinn meirihluta hlutabréfa í Hraðfrysti- húsinu. Matvælavinnsían hætti rekstri í fyrra, en hún hefur enn ekki verið tekin til gjaldþrotaskipta, og er óvíst hvert framhald verður á þeim málum. Ekki fengust upplýs- ingar um hve skuldir Matvæla- vinnslunnar em miklar, en Samvinnubankinn mun vera helsti kröfuhafínn. Það má reikna með því að Kaup- félagið hafí tapað þeim 12 milljón- um króna sem það lagði í sláturhúsbygginguna, en á núvirði em það um 30 milljónir króna. Það er því ljóst að sláturhúsið hefur verið erfíður biti að kyngja fyrir Kaupfélagið, en var það endilega banabitinn? Heildarskuldir kaup- félagsins em meiri en þessu nemur, svo að fleira hefur þurft að koma til. Tap á útibúunum Anna Jensdóttir sagði að það hefði ekki verið halli á aðalverslun- inni á Patreksfírði eða á bygginga- vömversluninni þar, en taprekstur hefði hins vegar verið á útibúum félagsins, til dæmis hefði tap verið á útibúinu á Bíldudal í 12 ár sam- fleytt. Anna sagði ástæðuna fyrir taprekstrinum vera þá að verslunar- rekstur í dreifbýli væri orðinn mjög erfíður; fólk verslaði í gegnum póst- verslanir eða í Reykjavík, og það væri mjög dýrt fyrir litla verslun að halda uppi lager. Það ætti sér- staklega við kaupfélögin, því fólk gerði kröfur til þeirra um að hafa allar vömtegundir á boðstólum. Anna nefndi einnig að Kaup- félagið hefði hlaupið undir bagga með Hraðfrystihúsi PatreksQarðar þegar erfiðleikar steðjuðu að því árið 1983, með því að auka hluta- bréf sín í því. Kaupfélagið átti á tíma um 80-90% hlutabréfa í Hrað- frystihúsinu, en hefur nú selt mestan hluta þeirra samvinnufélög- um. Kaupfélagið á hins vegar 90% hlutabréfa í vélsmiðjunni Loga. Of lítil stjórnun og of mikið tap? Ekki em allir sammála þeirri skýringu að tap á rekstri KVB hafí verið óhjákvæmilegt. Nokkrir við- mælendur Morgunblaðsins nefndu „óstjóm" eða „stjómleysi" þegar þeir vom spurðir hver skýringin á gjaldþrotinu væri. Ari ívarsson, sláturhússtjóri, sem á tímabili var í varastjóm KVB, nefndi að sumir útibússtjórar hafí verið ráðnir að lítt athuguðu máli, og að lítið eftir- lit hafi verið haft með þeim þó að ýmislegt benti til þess að óeðlilega mikið tap væri á rekstrinum. Ari sagði að hann hafi gert sér grein fyrir að hveiju stefndi þegar árið 1984 þegar yfírlit yfír reksturinn 83 lá fyrir. í könnun verðlagsstjóra árið 1983 hefði Grillskálinn á Pat- reksfírði verið með lægsta verð af öllum söluskálum á landinu, sem benti til að álagning á vöm hefði verið óeðlilega lág. Þá virtist rekst- ur útibúa Kaupfélagsins hafa gengið ágætlega eftir að þau vom seld í fyrra. Ari nefndi líka félagslega deyfð á Patreksfírði og nágrenni sem hluta af vandamálinu, t.d. hefðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.