Morgunblaðið - 28.11.1987, Side 62

Morgunblaðið - 28.11.1987, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir HUGA ÓLAFSSON Gjaldþrot Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga: Var banabitíim sláturhús- bygging eða stjómleysi? GJALDÞROT Kaupfélags Vest- ur-Barðstrendinga nú í fyrri viku kom ekki algjörlega á óvart, þar sem félagið hefur verið að draga saman seglin á undanförnum misserum þar til það óskaði eftir greiðslustöðvun í byrjun október. Engu að síður er gjaldþrotið tölu- vert áfall fyrir fólk á Patreks- firði og nágrenni, þar sem Kaupféiagið hefur lengi verið ráðandi afl í atvinnulífi staðar- ins, og um 15 manns voru enn í vinnu hjá þvi. Stjómarmenn i Kaupfélaginu segja að orsakir gjaldþrotsins séu almennir erfiðleikar i smá- söluverslun á landsbyggðinni, sem lýsi sér í erfiðri stöðu margra kaupfélaga. Auk þess hafi félagið tapað miklu fé á byggingu sláturhúss á Patreks- firði árin 1979-’80, en forsendur sem menn gáfu sér við bygging- una stóðust ekki. Gagnrýnendur stjóraarinnar halda þvi hins veg- ar fram að þetta sé aðeins hluti af skýringunni; léleg yfirsljóra og skortur á eftirliti hafi stefnt Kaupfélaginu í gjaldþrot, sem hefði á endanum orðið miklu stærra en efni stóðu til. Eins og komið hefur fram í frétt- um eru skuldir Kaupfélags Vestur- Barðstrendinga taldar vera eitthvað á annað hundrað milljónir króna. Þar af mun Samband íslenskra samvinnufélaga eiga um 70 milljón- ir, en ýmsir heildsalar stærstan hluta af því sem á vantar. Einnig mun Kaupfélagið skulda bændum f nágrannasveitum Patreksfjarðar eitthvað. Eiginflárstaða félagsins var neikvæð um 43 milljónir um síðustu áramót. Verðbólg-an og riðuveiki drápu sláturhúsið Kaupfélag Vestur-Barðstrend- inga var stofnað árið 1980, en áður hét félagið Kaupfélag PatreksQarð- ar - en það hafði yfirtekið Kaup- félag Amfírðinga á Bíldudal, og Kaupfélag Barðstrendinga í Kross- holti. Kaupfélag Vestur-Barð- strendinga tók svo yfir verslun Kaupfélags Tálknfirðinga eftir að það varð gjaldþrota árið 1984, og Kaupfélags Rauðsendinga í Örlygs- höfn, þannig að alls rak félagið fjögur útibú frá aðalversluninni á Patreksfirði. Öll útibú Kaupfélags- ins voru síðan seld á sl. ári, nema útibúið í Örlygshöfn, og eru þau nú sjálfstæðar verslanir, reknar af einkaaðilum. Helsta spumingin sem hefur vaknað í sambandi við gjaldþrotið er: hvemig tókst ekki stærra félagi en Kaupfélagi Vestur-Barðstrend- inga að safna skuldum á annað hundrað milljónir króna? Anna Jensdóttir, stjómarformaður Kaup- Morgunblaðið/Börkur Frá Patreksfirði - gott atvinnuástand, en uggur í mörgum vegna gjaldþrots Kaupfélagsins og greiðslu- erfiðleika Hraðfrystihússins. Verslunarhús Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga er fremst á myndinni. félagsins segir að banabitinn hafi verið kaup á hraðfrystihúsi, sem síðan var endurbyggt sem sláturhús á árunum 1979-’80 - en allar for- sendur sláturhúsbyggingarinnar runnu síðan út í sandinn. Miðað var við að 12-15.000 fjár yrði slátrað í húsinu, en vegna riðuveikiniður- skurðar var ekki slátrað nema 2.500 fjár árið ’85, sem var síðasta árið sem fé var slátrað í húsinu. Styrkir og lán úr sjóðum land- búnaðarins komu seinna en til stóð, og „skammtímalán" sem tekin voru til að brúa bilið urðu baggi á kaup- félaginu, því óðaverðbólga minnk- aði raungildi þeirra framlaga. Þrjátíu milljóna króna „banabiti“ Samkvæmt heimiidum Morgun- blaðsins mun sláturhúsbyggingin hafa kostað Kaupfélagið um 12 milljónir króna, en sjóðir iandbún- aðarins borguðu tæpar 7 milljónir. Matvælavinnslan hf. keypti síðan sláturhúsið í desember 1985 og nýtti húsið undir rælq'uvinnslu. Það hefur verið annasamt að undanförnu þjá Stefáni Skarphéðins- syni, sýslumanni Barðstrendinga. Hann reiknar með að gjaldþrots- málið fari að skýrast eftir u.þ.b. fjóra mánuði, þegar fyrsti skiptafundur á að fara fram. Matvælavinnslan hf. var nátengd Kaupfélaginu, og tveir af þremur stjómarmönnum í fyrirtækinu áttu einnig sæti í stjóm Kaupfélagsins. Þá átti Kaupfélagið 35% hlutaljár í Matvælavinnslunni, og Hraðfrysti- hús Patreksijarðar 60%, en Kaup- félagið átti svo aftur mikinn meirihluta hlutabréfa í Hraðfrysti- húsinu. Matvælavinnsían hætti rekstri í fyrra, en hún hefur enn ekki verið tekin til gjaldþrotaskipta, og er óvíst hvert framhald verður á þeim málum. Ekki fengust upplýs- ingar um hve skuldir Matvæla- vinnslunnar em miklar, en Samvinnubankinn mun vera helsti kröfuhafínn. Það má reikna með því að Kaup- félagið hafí tapað þeim 12 milljón- um króna sem það lagði í sláturhúsbygginguna, en á núvirði em það um 30 milljónir króna. Það er því ljóst að sláturhúsið hefur verið erfíður biti að kyngja fyrir Kaupfélagið, en var það endilega banabitinn? Heildarskuldir kaup- félagsins em meiri en þessu nemur, svo að fleira hefur þurft að koma til. Tap á útibúunum Anna Jensdóttir sagði að það hefði ekki verið halli á aðalverslun- inni á Patreksfírði eða á bygginga- vömversluninni þar, en taprekstur hefði hins vegar verið á útibúum félagsins, til dæmis hefði tap verið á útibúinu á Bíldudal í 12 ár sam- fleytt. Anna sagði ástæðuna fyrir taprekstrinum vera þá að verslunar- rekstur í dreifbýli væri orðinn mjög erfíður; fólk verslaði í gegnum póst- verslanir eða í Reykjavík, og það væri mjög dýrt fyrir litla verslun að halda uppi lager. Það ætti sér- staklega við kaupfélögin, því fólk gerði kröfur til þeirra um að hafa allar vömtegundir á boðstólum. Anna nefndi einnig að Kaup- félagið hefði hlaupið undir bagga með Hraðfrystihúsi PatreksQarðar þegar erfiðleikar steðjuðu að því árið 1983, með því að auka hluta- bréf sín í því. Kaupfélagið átti á tíma um 80-90% hlutabréfa í Hrað- frystihúsinu, en hefur nú selt mestan hluta þeirra samvinnufélög- um. Kaupfélagið á hins vegar 90% hlutabréfa í vélsmiðjunni Loga. Of lítil stjórnun og of mikið tap? Ekki em allir sammála þeirri skýringu að tap á rekstri KVB hafí verið óhjákvæmilegt. Nokkrir við- mælendur Morgunblaðsins nefndu „óstjóm" eða „stjómleysi" þegar þeir vom spurðir hver skýringin á gjaldþrotinu væri. Ari ívarsson, sláturhússtjóri, sem á tímabili var í varastjóm KVB, nefndi að sumir útibússtjórar hafí verið ráðnir að lítt athuguðu máli, og að lítið eftir- lit hafi verið haft með þeim þó að ýmislegt benti til þess að óeðlilega mikið tap væri á rekstrinum. Ari sagði að hann hafi gert sér grein fyrir að hveiju stefndi þegar árið 1984 þegar yfírlit yfír reksturinn 83 lá fyrir. í könnun verðlagsstjóra árið 1983 hefði Grillskálinn á Pat- reksfírði verið með lægsta verð af öllum söluskálum á landinu, sem benti til að álagning á vöm hefði verið óeðlilega lág. Þá virtist rekst- ur útibúa Kaupfélagsins hafa gengið ágætlega eftir að þau vom seld í fyrra. Ari nefndi líka félagslega deyfð á Patreksfírði og nágrenni sem hluta af vandamálinu, t.d. hefðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.