Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 17 Athugasemd við grein Kristínar Einarsdóttur, alþm., um stóriðju RAFORKUVERÐ TIL IÐNAÐAR í HÖFUÐBORGUM V-EVRÓPU 1986 kr/kWtt 5 AFLTOPPUR 500 kW NÝTINGARTÍMI 4000 klst. ÁRSORKA 2.0 GWlt Dk No Íb Fl Sv Au ít Pý Ho ír Sw Bo Pó Lú Gr Sp En Fr Sk NORÐURLÖND ÖNNUR V-EVRÓPULÖND kr/kWst 8 ■ AFLTOPPUR 100 kW NÝTINGARTÍMI 1600 klst. ÁRSORKA 160.000 kWst O SKATTAR M ÁN SKATTA i. Fl Dk No Sv Au it Pý ir B« Ho Lú Sw Pó Sk Fr Gr En Sp NORÐURLOND ÖNNUR V-EVRÓPULÖND eftirHalldór Jónatansson Miðvikudaginn 2. þ.m. birtist í Morgunblaðinu erindi það, sem Kristín Einarsdóttir, alþingismaður, flutti á ráðstefnu sem Verkfræð- ingafélag íslands efndi til 26. nóvember sl. um stóriðju. Erindi Kristínar fjallaði um „stóriðju, um- hverfí og félagslega röskun“. í erindi Kristínar felast m.a. eftirfar- andi staðhæflngar: a. Verð það sem almenningur hér á landi greiðir fyrir raforku er með því hæsta sem gerist miðað við nágrannaþjóðimar. b. Innlend fyrirtæki eru látin greiða niður orkuverð til útlend- inga. Halldór Jónatansson Hér er í báðum tilvikum um rang- ar staðhæfíngar að ræða, sfcr. eftirfarandi: 1. Rafmagnsverð til almenn- ings. Rafmagnsverð til heimila hér á landi er mjög sambærilegt við það sem gerist á Norðurlöndum og lægra en annars staðar í Vestur- Evrópu. Er þetta í samræmi við niðurstöður ítarlegs samanburðar, sem Samband íslenskra rafveitna gerði á rafmagnsverði 1986 hér á landi og í öðrum Evrópulöndum, sbr. súlnaritið á mynd 1. Áthugun þessi hefur ekki enn verið endur- skoðuð en margt bendir til að síðan hún var gerð hafí rafmagnsverðið hér á landi lækkað í samanburði við þau erlendu. Er ástæðan einkum sú að rafmagnsverðið hér á landi hefur farið lækkandi að raungildi, á meðan það hefur staðið í stað eða hækkað að raungildi í nágranna- löndunum. 2. Rafmagnsverð til iðnfyrir- tækja. Uni sarrianburð á rafmagns- verði til iðnfyrirtækja hér á landi og í öðrum Evrópulöndum gildir það sama og kemur fram hér á undan um verðið til heimila, sbr. súlnaritin á mjmd 2. Af erindi Kristínar má ráða að hún standi í þeirri meiningu að raf- magnsverðið til ISAL valdi hækkun á rafmagnsverði til annarra iðnfyr- irtækja og almennings. Orkustofn- un gerði athugun hér að lútandi 1983 að ósk þáverandi iðnaðaráð- herra og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að halda því fram með réttu að almenningi væri gert að greiða hærra rafmagnsverð en ella vegna rafmagnssölunnar til ISAL, en yrði rafmagnsverðið til ISAL ekki hækkað í náinni framtíð væru allmiklar líkur á að svo mundi fara. Nokkru síðar náðust samning- ar við ISAL, sem leiddu til tvöföld- unar á verðinu til ISAL, þ.e. úr 6,475 mill/kWst í verð á bilinu 12,5 mill/kWst og 18,5 mill/kWst, en það er nú samkvæmt hlutaðeig- andi verðbreytingarákvæði tæp 15 mill/kWst. Með þeim samningi var því loku fyrir það skotið að raf- magnsverðið til ISAL geti orðið íþyngjandi fyrir almenning og reyndar er því þveröfugt farið. Höfundur er forstjóri Landsvirkj- unnr. RAFORKUVERÐ TIL HEIMILA í HÖFUÐBORGUM V-EVRÓPU 1986 □ SKATTAR □ ÁN SKATTA Falleg gjöf, sem vekur til umhugsunar. VIÐ BJÓÐUM Í»ÉR ÞRJÁR TEGUNDIR AF STJÖRNUKORTUM MEÐ ÖLLUM KORTUNUM FYLGIR SKRIFLEGUR TEXTI Hvað gerist nœstu tólf mánuðl? Framtíðarkortið segir frá hverjum mánuði, bendir á jákvæða möguleika og varasama þætti. Hjálparþérað vinna með lífþitt á uppbyggilegan hátt og finna rétta tímann tilathafna. PERSONUKORT Lýsir persónuleika þínum, m.a.: Grunntóni, tilfinningum, hugsun, ást og vináttu, starfsorku og framkomu. Bendir á hæfileika þína, ónýtta möguleika og varasama þætti. Öll kortin okkar eru unnin af Gunnlaugi Guðmundssyni, stjörnuspekingi og miðast við reynslu af fslenskum aðstæðum. - Samanburður á kortum tveggja einstaklinga Hvernig er samband þitt við maka þinn og nána vini? Hvernig semur þér við börnin þín? Ertu viss um að þú þekkir þarfir fólksins, sem þú umgengst mest í daglegu lífi? Samskiptakortið er eitt kort, sem lýsir persónuleika ykkar beggja og því, hvernig þið eigið saman - bendir á kosti og galla og hjálpar ykkur að skilja og virða þarfir hvors annars. VIÐ BJOÐUM EINNIG: Bækur: Allar nýjustu íslensku bækurnar um sjálfsrækt m.a. sálfræði, heiisurækt, mataræði o.fl. Auk þess fjöldi nýrra erlendra bóka um stjörnuspeki og jákvæðan lífsstíl. Kassettur: Tónlist til afslöppunar og spennulosunar. ***. *** -k Líttu við eða hringdu í síma 10377 og pantaðu kort! Opið alla virka daga frá kl. 10-18 e.h., laugardaga kl. 10-16 e.h. ★ * * STÍURNUSREKÍ__ UÐSTOÐI * ^ * LAUGAVEGI 66, SÍM110377.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.