Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 65 staðið að með trausturn hætti. Áform af þessu tagi hafa verið uppi áður, voru uppi vi undirbúning síðustu fjárlaga; en þau áform voru þá lögð til hliðar og ég treysti því að svo verði einnig að þessu sinni. í öðru lagi vil ég nefna framlag- ið til almenna húsnæðiskerfisins. Eg byrja á því að nefna að framlag- ið úr ríkissjóði til félagslega kerfis- ins er á þessum fjárlögum aukið verulega og sú aukning skiptir auð- vitað mjög miklu máli því að þar er ástandið erfítt cg þar þarf að gera mikið. En almenna kerfið? Þar blasir hins vegar við að skera á fjár- veitingu enn frekar niður. Það eru áætlaðartil almenna kerfisins 1150 millj. kr. Af því er áformað að 150 millj. kr. gangi til fólks í greiðsluerf- iðleikum, sem sagt ekki til hinna almennu útlána sem kerfinu er ætlað að sinna, þannig að til þeirra standa þá í rauninni aðeins eftir. 1000 millj. Það er athygli vert að þessi tala, 1000 millj., er sama tala og hæstv. forsrh. notaði þegar hann var fjmrh. Þá var ekki tekið tillit til verðbólgu frá því sem miðað hafði verið við við undirbúning fjár- lagafrv. því að forsrh., sem þá var fjmrh., greip tölu úr skjölum þeirra sem undirbjuggu frv. um húsnæðis- mál. Þeir höfðu áætlað að a.m.k. þyrfti 1000 millj. í ríkisframlag á ári hveiju til að kerfið gengi upp miðað þá við aprílverðlag 1986 og reyndar ekki miðað við þann mikla fjölda umsókna sem síðan kom í Ijós að barst kerfinu. Þáv. fjmrh. tók ekki tillit til verðbólgunnar og hann tók ekki tillit til þess að um- sóknir voru fleiri en ráð hafði verið fyrir gert. Núv. fjmrh. hegðar sér með sama hætti. Hann tekur mið af sömu krónutölunni greinilega og heldur henni til streitu hvað sem verðbólgu líður, hvað sem sókninni á kerfið líður. Ég vil bæta því við að 1000 millj. kr.,á verðlagi í apríl 1986 eru væntanlega eitthvað yfir hálfur annar milljarður, eitthvað yfir 1500 millj. kr. á komandi ári. Niðurskurð- urinn sem við stöndum þarna frammi fyrir er þess vegna í grófum dráttum Va. í reynd er niðurskurð- urinn í þessu efni þó stærri því það kemur líka fram í fjárlagafrv. að það er ætlun þeirra sem ráða að taka helminginn af þvl ríkisframlagi sem ég þarna nefndi, því sem eftir stæði, 500 milij., að láni frá lífeyris- sjóðunum, að láni af því fé sem lífeyrissjóðimir kaupa af Húsnæðis- stofnun til að efla það kerfi. Það er sem sagt I stuttu máli ætlunin að tryggja að það fjármagn verði ekki nýtt í húsnæðiskerfínu. Hið raunverulega framlag ríkissjóðs til húsnæðiskerfisins, þess almenna, er þar með orðið 500 millj. Eg held að það þurfi ekki að rökræða að hér er rangt að staðið. Ég tel það fram, kannski að gefnu tilefni, að ég er ekki í deílu við félmrh. um að það sé rétt að tak- marka sókn í lán frá Húsnæðis- stofnun þó við deilum þar nokkuð um aðferðir. Þær umræður eiga heima undir öðrum lið. En ég vil leggja áherslu á það og ég held að öllum sé það Ijóst að húsnæðiskerf- ið þarf sitt ríkisframlag. Ég vil kannski sérstaklega minna á að félagslega kerfíð getur þá auðveld- lega tekið við. Þar eru verkefnin stór og þar er þörfin brýn. Herra forseti. Ég skal stytta mál mitt. Ég ætla ekki að fara hér í umræðu um kjarasamninga á næsta ári, en ég vil þó leyfa mér að minna á tvennt: I fyrsta lagi er öllum ljóst, væntanlega líka þeim sem semja fjárlagafrv., að þær forsendur, sem þar eru settar um hækkanír kaups á næsta ári, munu tæpast stand- ast. Ég ætla ekki að fara frekar I rökræður um það efni, en ég held að öllum sé ljóst að það sem í fjár- lagafrv. stendur hvað þetta snertir er einföld reiknitala og það þarf að taka tillit til þess þegar frv. er metið. í öðru lagi vil ég minna á að þau skattheimtuáform sem nú eru uppi eru ekki í samræmi við yfirlýsingar þær sem stjórnvöld gáfu við gerð kjarasamninga á síðasta ári. Þau áform hljóta að veikja traustið á ríkisstjóminni og þeim áformum þarf að breyta þannig að þau komi ekki til framkvæmda. Þeim þarf að breyta, ckki aðeins til þess að auð- velda kjarasamninga heldur og fyrst og fremst til að vernda hags- muni þeirra sem minnst hafa. Ríkisstjómin viðurkennir að fjár- lagagatið þarf að fylla, en hún velur ranga leið til að leysa málið. Ég mælist til þess að úr því verði bætt. Happdrætti Háskóla íslands: Jólaþrenna komin á sölustaði HAPPDRÆTTI Háskóla íslands hefur dreift svonefndri Jóla- þrennu á söiustaði Happaþrenna. Vinningum fjölgar og þeir falla nú á sjötta hvern miða. Greiddar hafa verið 230 milljónir I vinninga vegna Happaþrenna og 70 vinningshafar hafa fengið hálfa milljón. Ágóða af sölu Happaþrenna er varið til framkvæmda við Há- skóla íslands. Jólaþrenna Happdrættis Háskóla íslands. TEV-EF^oFNAR GEIS^nmTvÉ'-AB uósÖdst ^SðabkassaR Bludu) sem þú vaknar vid! Glaður HU 67 og Sigurður Pálmason HU 333 í Hvammstangahöfn. Morgunbiaðið/Karl Á. Sigurgeirwon Hvammstangi: Rækjukvótinn búinn í byrjun desember Hvammstanga. VEIÐAR á rækju á Húnaflóa hó- fust í októberlok og hafa gengið vel. Frá Hvammstanga róa tveir bátar og hefur afli farið allt upp í 5 tonn í róðri. Aðeins var úthlut- að 106 tonnum til Hvammstanga á þessari vertíð og mun það magn veitt upp um 10. desember. Vegna góðrar veiði, vonast menn hér til að gefin verði leyfi til aukning- ar kvóta. Hátt í 20 manns hafa atvinnu af þessum veiðum, bæði á sjó og tandi. Þrír stærri bátar eru gerðir út hér á staðnum. Sigurður Pálmason, sem er frystiskip og Geisli eru á dijúp- rækjuveiðum og Glaður er nýbyijað- ur á línu, hefur hann fiskað þokkalega. Um 50 manns hafa at- vinnu af sjávarútveg hér á Hvamm- stanga. — Karl. Ondvegishöfimdurþessararaldar Listoglífsskoðun II. flokkur í heildarútgáíu AB á ritverkum Sigurðar Nordals. Þrjú bindi Hér er meðal annars: Skáldskapur Sigurðar Nordals: Skottið á skugganum Fornar ástir Uppstigning Skáldskapur sem markaði tímamót í íslenskum bókmenntum. Heimspeki: Einlyndi og marglyndi Líf og dauði Auk þess ritgerðir sem tensiast þessum efnum kaflaheitin: og pera Skiptar skoðanir, Hugleiðingar, Háskóli og fræði, Listir, Heilbrigði og útivist, Endurminningar Nú eru komin út sex bindi af heildar- útgáfunni. é bók \góð bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.