Morgunblaðið - 20.01.1988, Page 17

Morgunblaðið - 20.01.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1988 17 Passacagliu-stef úr Konzert fyrir orgel og hljómsveit eru samsettir úr tveimur minnkuð- um sjöundarhljómum. Slíkir hljómar minna frekar á ómstríða tónaklasa en hefðbundna þríhljóma. í lokakafla verksins (Finale) eru raðir þykkra dúr- hljóma þar sem oft er þríund á milli aðliggjandi hljóma. Eins og fyrr sagði í þessari grein þá ein- kennir slíkur hljómagangur mörg síðari verk Jóns, en í þeim verkum eru hljómamir í miklu „ómeng- aðra“ formi en þeir er birtast í þessum konsert. Að öðru leytinu til er þessi tónsmíð gjörólík flestum síðari verkum Jóns (nema þá helst Org- elprelúdíunum op. 16) og gætir í henni lítið sem ekkert áhrifa frá íslensku þjóðlögunum. Allt frá upphafí konsertsins til loka hans þá er hlutur orgelsins ríkjandi. Hlutverk organistans krefst feiknalegrar tæknikunnáttu og eins næmri tilfínningu fyrir röddun hljóðfærisins. Hljómsveitin gerir ýmist að styðja við orgelleik- inn eða að hún stríðir á móti honum. Hvorutveggja krefst ná- kvæmrar samhæfingar ef heildar- áhrif verksins eiga ekki að fara forgörðum. - • - Jón Leifs átti mikilli velgengni að fagna á Þýskalandsárum sínum bæði sem tónsmiður og sem hljóm- sveitarstjóri. Hann stjómaði mörgum bestu hljómsveitum lands- ins, m.a. Gewandhaus-Orchester í Leipzig, Biickeburger Hofkapélle, Fílharmoníusveitinni í Dresden, Akademisches Orchesfyr í Berlín, Dortmunder Stadtisches Orchester og Bluthner Orchester í Berlín. Þá stjómaði hann 1923—1924 Leip- ziger Volksakademie, og vorið 1926 stjómaði hann 1923—1924 Leipziger Volksakademie, og vorið 1926 stjómaði hann Fílharmoníu- sveit Hamborgar á ferð ’iljómsveit- arinnar til Noregs, Færeyja og Islands. Tónverk hans vom mikið flutt og mörg þeirra vom gefín út á prenti af hinu virta forlagi Fr. Kistner & C.F.W. Siegel í Leipzig (þar á meðal orgelkonsertinn). Þá skrifaði Jón fjölda greina, sem birt- fyrir orgel og hljómsveit op. 7 hafi verið saminn um miðjan þriðja ára- tug þessarar aldar, eða um fimm ámm eftir að hann lauk námi í Leipzig. Þá hafði hann skrifað Fjögur píanólög (op. 2), Æfíngu fyrir fíðlu (op. 3), Þijú sönglög við Eddukvæði (op. 4), Prelúdíu fyrir orgei og Kyrie fyrir blandaðan kór (op. 5), og tvö hljómsveitarverk (Triologia piccola op. 1, og Hljóm- leika við Galdra Loft op. 6). Ekkert þessara verka kemst í samjöfnuð við orgelkonsertinn hvað varðar umfang, fmmleika og listrænan metnað. Næstu verk í röðinni á eftir konsertinum em Variazione past- orale fyrir hljómsveit (op. 8) og íslandsforleikurinn (op. 9), sem er líklega þekktasta verk Jóns og það verka hans sem oftast hefur verið leikið hér á landi. Konzert fyrir orgel og hljóm- sveit op. 7 er skrifaður fyrir piccolo-flautu, flautu, óbó, enskt hom, klarínett og bassaklarínett, fagott og kontrafagott, tvö hom, tvo trompetta, básúnu, túbu, slag- verk og strengjasveit, auk orgels- ins í sólóhlutverkinu. Verkið er alls ekki í hefðbundnu konsert- formi heldur er hér um að ræða volduga passacagliu, sem er römm- uð inn af þróttmiklu forspili og enn kröftugra eftirspili. Passacaglian byggir á átta takta stefi með upp- takti og er það í 3A takti (sjá meðf. mynd). Stefið er leikið alls þijátíu sinnum í bassaröddum org- elsins og/eða hljómsveitarinnar áður en lokakaflinn hefst. Stund- um er taktskipan þessa þrástefs breytt nokkuð (einkum í kafla merktum Alla marcia) en oftast notar Jón það í sinni uppmnalegu mynd og aldrei færir hann það um set í tónskalanum. Þessu síendur- tekna stefi fylgja svo í efri röddun- um kontrapunktísk tilbrigði af hinum fjölbreytilegustu gerðum. Hvað gerð hljómanna snertir þá Jón Leifs sextugur 1. mai 1959 er verkið afar litskrúðugt og úir og grúir af þykkum þríhljómum með sjöundum og níundum og oft- ar er ekki einnig með viðbættum sexundum. Einkum heyrast slíkir hljómar í upphafi verksins og í lokakafla þess. Að þessu leytinu til minnir þetta verk á hin miklu verk Richard Strauss og Max Re- gers. Þá koma einnig fyrir á mikilvægum stöðum hljómar, sem ar voru í ýmsum virtustu tónlist- artímaritum Þýskalands. Velgengni Jóns tók enda með valdatöku nasista árið 1933, og árið 1937 segir Jón að nasistar hafí lýst verk sín í bann. Þó feng- ust undanþágur tvisvar eða þrisvar fram til ársins 1941 til þess að flytja verk Jóns. Þetta bann á eflaust rætur sínar að rekja m.a. til þess, að þáverandi eiginkona Jóns var af gyðingaættum. Þá brann allt hið prentaða upplag af verkum Jóns árið 1943, þegar eld- ur kom upp í byggingu útgáfufyrir- tækisins í loftárásum Banda- manna. Undirrituðum er kunnugt um aðeins tvenna opinbera tónleika' þar sem Konzert fyrir orgel og hljómsveit op. 7 var leikinn, en þeir gætu vel hafa verið fleiri. Þeir fyrri voru í Wiesbaden árið 1935 og lék þá Kurt Utz á orgelið undir stjóm H. Thierfelder. Síðari tónleikamir vom þeir sem nefndir vom í upphafí þessarar greinar, í Berlín 10. mars 1941. Tónleikamir vom haldnir á vegum Prússnesku listaakademíunnar og var það að undirlagi Gerhard von Keussler að Jóni var boðið að stjóma verki sínu á þessum tónleikum. Kurt Utz lék á orgelið. Heimildamaður minn um þessa tónleika er Kristján Alberts- son, rithöfundur og mikill vinur Jóns: „Jón Leifs var síðastur á hljóm- skránni síðasta kvöldið, og stjóm- aði verki sínu Hljómleik fyrir orgel og hljómsveit. Ég sat á svölum og sá ekki niður í salinn, sá ekki að fólk var að ganga út allan tímann meðan verkið var leikið, svo að örfáir vom eftir í lokin. Mér fannst verk Jóns Leifs stórfenglegt, og ég bjóst við að eftir lok þess myndi húsið leika á reiðiskjálfí af fögn- uði. En við vomm víst innan við tuttugu sem klöppuðum, og langt frá hver öðram í hinum stóra, nærri tóma sal. Jón Leifs sneri sér við og hneigði sig brosandi, og við klöppuðum lengi þessir tuttugu, og hann hélt áfram að hneigja sig, til hægri og til vinstri og upp til svalanna, með hressilegum ánægjusvip, eins og þetta væri fágætur sigur... Ég hitti Jón Leifs á eftir í her- bergi hans að sviðsbaki. Inn kom liðsforingi í einkennisbúningi, tein- réttur og hvatlegur, rétti tónskáld- inu nafnspjald sitt og sagði: „Má ég þakka yður. Ég skammast mín fyrir landa mína í kvöld“ — hneigði sig og fór.“ (Morgunblaðið, 1.5. 1959.) Þessi lýsing Kristjáns lýsir betur en flest annað skapferli Jóns og eins varpar hún ljósi á þá erfið- leika, sem illa séðir listamenn áttu við að glíma í Þýskalandi nasism- ans. Tónleikamir í kvöld í Stokk- hólmi með orgelkonsert Jóns Leifs hafa ekki aðeins tónlistarlegt gildi heldur hafa þeir víðtækari tákn- ræna merkingu. Þeir em okkur íslendingum áminning um að skiln- ingsleysi og sofandaháttur getur drepið í dróma fijóa list svo áratug- um skiptir; þeir sýna að ef við hristum ekkiaf okkur slenið þá mun það sannast enn á ný áð það þarf útlendinga til þess að taka fmmkvæðið í kynningu íslenskra listamanna; — og þeir rifja það enn einu sinni upp fyrir manni að á íslandi rýmast illa stórhuga lista- menn, listamenn sem fara ekki troðnar slóðir. Látum okkur þessa tónleika að kenningu verða, og látum það sannast að íslendingar séu þess verðir að hafa átt lista- mann eins og Jón Leifs. Helstu heimildir: Jón Leits: Hvernig sem ég tónsmíðar? óbirt greinargerð (1960). Jón Leifs: Islands kllnstlerische Anreg- ung (1951) Hallgrimur Helgason: íslands lag — þættir sex tónmenntafrömuða (1973). Morgunblaðið 23.11. 1946, 1.5. 1959 og 5.5. 1969 Hjálmar H. Ragnarsson: Jón Leifs, Icel- andic Composer: Historical Back- ground, Biography, Analysis of selected Works, meistaraprófsritgerð frá Comell University (1980).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.