Morgunblaðið - 20.01.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 20.01.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 23 Guido Ajmone-Marsan stjómandi. Sinfóníuhljómsveit íslands: Síðustu áskriftartón- A Dagvistarheimilið Kópasteinn Fóstrur - starfsfólk Fóstra eða starfsmaður óskast til uppeldisstarfa að dagvistarheimilinu Kópa- steini v/Hábraut. Til greina kemur hlutastarf. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 41565. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum, sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, og einnig veitir dagvistarfulltrúi nánari upplýsingar um starfið í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs leíkar á fyrra misseri SÍÐUSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á fyrra misseri verða í Háskólabíói fimmtudaginn 21. janúar nk. Stjórnandi verður bandaríkja- maðurinn Guido Ajmone-Marsan og einleikari sellóleikarinn Ralph Kirshbaum. A efnisskránni verða verk eftir þijá höfunda: Tvö verk fyrir litla hljómsveit eftir Frederick Delius, Sellókonsert eftir Edward Elgar og að lokum Sinfónía nr. 41 (Júpíter) eftir Mozart. Stjómandinn Guido Ajmone- Marsan stjómaði Sinfóníuhljóm- sveit Islands fyrir nokkum árum við góðan orðstír. Hann fæddist í Torino á Ítalíu 1947, en er í dag bandarískur ríkisborgari. Hann lærði hljómsveitarstjóm í Rochesst- er í Bandaríkjunum og í Róm á Ítalíu. Hann hlaut viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í hljóm- sveitarstjóm og klarínettleik og síðar hlaut hann mörg verðlaun og viðurkenningar í margvíslegum tónlistarkeppnum. Hann hefur stjómað mörgum þekktum sin- fóníuhljómsveitum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann hefur stjóm- að hljómsveitum við óperuflutning í Evrópu og Bandaríkjunum og um tíma var hann einnig aðalstjómandi sinfóníuhljómsveitar í Hollandi og síðar tónlistarráðgjafi og aðal- stjómandi IUinois hljómsveitarinnar í Chicago. Hann er nú tónlistar- stjóri ópemnnar í Essen í Þýska- landi. Einleikarinn á tónleikunum er breski sellóleikarinn Ralph Kirsh- baum. Hann er einn þeirra hljóð- færaleikara sem sló í gegn í upphafi ferils síns og síðan hefur hann gert garðinn frægan í Evrópu og Banda- ríkjunum með reglulegu tónleika- haldi. í fyrra fór hann í tónleikaför til Ástralíu og Nýja Sjálands. Hann hefur eins og stjómandinn starfað með mörgum þekktustu hljómsveit- um heims. Sellókonsertinn eftir Edward Elgar heyrist ekki oft, en það er í minnum haft, er Kirshbaum flutti hann í breska sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Hann hefur einnig leikið ^jölmörg sellóverk á hljóm- plötur. Sellóið, sem Kirshbaum leikur á tilheyrði eitt sinn 19. aldar sellósnillingnum Piatti. Edward Elgar var Breti, fæddur Ralph Kirshbaum sellóleikari. um miðja 19. öld og Íést 1934, 76 ára að aldri. Eftir hann liggja tvær sinfóníur og drög að þeirri þriðju, fiðlukonsert og sellókonsert auk nokkurra smærri verka. Auk sellókonsertsins verða flutt tvö lítil hljómsveitarverk eftir Fred- erick Delius, sem fæddist eftir miðja 19. öld. Hann tók sér ýmislegt fyr- ir hendur um dagana, ræktaði m.a. appelsínur í Florida og þar hóf hann aivarlega tónlistariðkun. Vegna af- skipta Edwards Grieg, fékk Delius leyfi foreldra sinna til að nema tón- list í Leipzig og þar var fyrsta verk hans, Florida, frumflutt. Hann samdi fjölda tónverka, aðailega eft- ir að hann settist að í Frakklandi skömmu fyrir aldamót, þar sem hann bjó tií dauðadags 1934. Hann var talinn hafa mjög persónulegan stíl, sem tók Evrópubúa nokkum tíma að læra að meta. Að lokum verður flutt Sinfónía nr. 41, Júpíter, eftir Mozart, sem óþarfi er að kynna fyrir tónlistar- unnendum. Hún er talin ein þriðja besta sinfónía hans. Hann skrifaði hana á þremur mánuðum 1788. Á þeim tíma var hann undir miklum áhrifum frá Haydn og gætir þeirra víða í Júpíter. Uppnefnið Júpíter kom fyrst fram í Bretlandi og talið er að það hafi fyrst birst í tónleika- skrá á Edinborgarhátíðinni í október 1819. (Fréttatilkynning) 75 milljónir til fram- kvæmda í Viðey í fjárhagsáætlun Reykjavíkur- því yfir að lokið yrði við fram- borgar fyrir árið 1988 er gert kvæmdir í Viðey fyrir 18. ágúst í ráð fyrir 75 milljónum króna til sumar. Framkvæmdum hefur mið- framkvæmda við Viðeyjarstofu að vel frá þ.ví borgin fékk eignina og Viðeyjarkirkju. Á siðasta ári að gjöf á 200 ára afmæii sínu árið var 41 milljón veitt til verksins 1986 en þær hafa jafnframt reynst en upphafleg áætlun gerði ráð dýrari en upphaflega var gert ráð fyrir 20 milljónum. fyrir, að söpi borgarstjóra. Því er í ræðuDaviðsOddssonarborgar- hafður fyrirvari um framlag til stjóra, við fyrstu umræðu um framkvæmda í Viðey á þessu ári fjárhagsáætlun borgarinnar, kom fari svo að kostnaður kunni að reyn- fram að Reykjavíkurborg hefði lýst ast meiri. /’TIGCk meiriháttar tryllitæki! Sænskur hágæðasleði með fjaðrandi stýris- skíði og öryggisbremsum. Þú getur sveigt, beygt og bremsað að vild. Stigasleðinn er níðsterkur og getur því líka borið bæði pabba og mömmu! Stýrisskiðið er með fjöðrum og sjálfupprúll- andi dragsnúru á sumum gerðum. Skíðin eru breið og stöðug og renna einstaklega vel. Öryggisgrindin er úr sænsku gæðastáli. Þrælöruggar hand og fót- bremsur. Varnargrind fyrir framan fætur úr sænsku stáli. Mér sérhönnuðum útbúnaði sveigir sleðinn og stöðvast strax ef þú missir hann. Allur sleðinn er hann- aður með öryggið í fyrirrúmi í sam- vinnu við fjölmarga barnasérfræði- nga. ÖRNINN Spítalastíg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888 \W' Totlalækkun i verðlækkun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.