Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/JQVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 B 5 af fiskinum verði kynþroska. Reynslan verður að skera úr um hversu stór seiðin mega vera þegar þau eru sett í sjóinn. Nýjar aðferðir við sjó- kvíaeldi og rannsóknir í sjókvíaeldi, eins og hafbeit og strandeldi, getum við ekki nema að hluta til notast við þá reynslu sem Norðmenn eða aðrar þjóðir hafa aflað sér. Nokkrum milljónum hefur verið varið til rannsókna í sjókvía- eldi hér á landi, en því miður hafa þær rannsóknir skilað mjög litlu. Ein aðferðin s'em hefur verið reynd til að auka möguleika sjókvíaeldis hér á landi er notkun úthafskvía. Reynslan af þessum kvíum hér við land hefur verið misjöfn. Helsta vandamálið hefur verið að nótin hefur viljað rifna. Þetta vandamál hefur vonandi verið leyst með því að hanna sterkari nætur sérstak- lega fyrir íslenskrar aðstæður. Önn- ur tegund úthafskvía er einnig kom- in á markaðinn og er sú kví meðal annars notuð við strendur írlands. Þessi úthafskví hefur verið kölluð „Fartnocean" og er mjög tækni- vædd og hefur meðal annars áfastan 3 tonna fóðrara. „Farm- ocean“ kvíin hefur ekki verið keypt til Islands ennþá. Hér á landi sem og erlendis hef- ur mikið verið rætt um að fóðra kvíar með plastdúk og dæla svo heitu vatni í kvína til að forðast undirkælingu. Einnig hefur verið bent á þann möguleika að dæla heitu vatni í sjóinn við kvíamar og notast t.d. við dreifislöngur til að blanda heita vatninu og kalda sjón- um betur saman. Þetta eru áhuga- verðar hugmyndir en rannsóknir verða að skera úr um ágæti þeirra. HEIMILDIR: Agnar Ingólfsson, 1975. Lífríki Qörunnar. Úr Riti Landvemdar, 4. Votlendi, bls. 61—99. Útg. Landvemd, 238 bls. Ámi ísaksson, 1973. Eldi laxfiska í sjó. Freyr 69 (11-12): 285-289. Bjöm Bjömsson, 1987. Fiskeldismöguieikar á Austurlandi. Sjómannadagsbláð Neskaupstaðar 10:102-110. .Gjedrem, T., 1986. Fiskeoppdrett með framtid. Landbruksforlaget, Oslo. 328 bls. Unnsteinn Stefánsson, 1961. Hafið. Almennabóka- félagið, 293 bls. Unnsteinn Stefánsson. 1969. Sjávarhiti á siglinga- leiðum umhverfís Island. Úr bókinni Hafísinn, bls. 131—149. Almenna bókafélagið, 552 bls. Unnsteinn Stefánsson, Ámi ísaksson og Karl Ragnars, 1982. Skýrsla nefndar um fískeldis- mál. Landbúnaðarráðuneytið. Hafrannsóknastofnunin, Veiðimálastofnun, Forsvarsmenn fískeldisstöðva. Höfundur er sjávarútvegsfræð- ingur og starfar lyá Veiðimála- stofnun. Ferðamál Bandaríkja- menn fjöl- mennastír ÁRIÐ 1987 komu 20,9% fleiri far- þegar til íslands en árið áður. 129.315 útlendingar komu hingað til lands, en 113.528 árið á undan. íslenskum farþegum fjölgaði tvöf- alt meira en erlendum, en frá árinu 1985 til ársins 1986 fjölgaði íslenzkum og erlendum farþegum hinsvegar ámóta eða um rúm 16%. Er frá þessu skýrt í nýútkomnum Hagtíðindum. Af erlendum ríkisborgurum sem hingað komu voru Bandarikjamenn fjölmennastir eða 35.669; 27,6% þeirra. Næstir voru Danir eða 16.191. Hingað komu ennfremur 15.614 Svíar, 14.011 Vestur-Þjóð- veijar, 10.579 Bretar og 10.165 Norðmenn. Árið 1987 er fjórða árið í röð, sem farþegum Qölgar um meira en 10% frá fyrra ári. Erlendir farþegar, sem komu til landsins 1987, voru alls 66,7% fleiri en á árinu 1983, íslenzk- ir farþegar 79,2% fleiri, en í heild komu 73% fleiri farþegar til landsins 1987 en fjórum árum áður. Um 5% færri farþegar komu til landsins með bílfeijum á síðasta ári en árið 1986, en þá voru þeir 16% fleiri en árið næst á undan. Húsaleiga Lítið, sérhæft verzl- unarhúsnæði er dýrast STÆRÐ húsnæðis og staðsetning skipta mestu máli um húsaleigu atvinnuhúsnæðis. Þannig eru þess dæmi um lítið, sérhæft verzlunar- húsnæði á fjórum dýrustu svæðunum, að húsaleiga þar er frá tvö- földu og upp í tifalt meðalverð viðkomandi svæða. Kemur þetta fram í nýlegri könnun Hagvangs um húsaleigu atvinnuhúsnæðis í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Við dýrustu götumar er húsa- leiga allt að tvöföld húsaleiga nær- liggjandi gatna og er talið, að þar skipti aðkoma og umferð almenn- ings mestu máli. Þar sem verzlun- ar- og skrifstofuhúsnæði er í sama húsinu, er algengast að verzlunar- húsnæðið sé á jarðhæð en skrifstof- ur á efri hæðum. Ef staðsetningin er góð fyrir verzlun, er ekki óal- gengt, að leigan fyrir verzlunarað- stöðuna sé um og yfir tvöföldu verði efri hæða sama húsnæðis. Greiðslur á húsaleigu eru að lang mestum hluta inntar af hendi mán- aðarlega fyrirfram, þó að dæmi séu um greiðslur ársfjórðungslega. Svo virðist sem varfærni gæti um lengd húsaleigusamninga og mikið er um opna samninga, sem eru uppsegjan- legir með nokkurra mánaða fyrir- vara. Dæmi eru þó um allt að 5 ára samninga, en lengri samningar þekkjast vart. Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði á undanfömum árum hefur verið mikil og hefur það eflaust haft áhrif á leigumarkaðinn. Ekki er því ljóst, hver áhrif aukið framboð á atvinnuhúsnæði muni verða á húsa- leigu á næstu mánuðum. I könnun Hagvangs kemur enn- fremur fram, að húsaleiga atvinnu- húsnæðis er yfirleitt verðtryggð. í 53% tilvika er hún bundin þeim hækkunum, sem Hagstofan gefur út, í 37% tilvika bundin byggingarv- ísistölu og í 10% tilvika bundin lán- skjaravísitölu. Hækkun húsaleigu hcfur sam- kvæmt vegnu meðaltali verið meiri en þær vísitölur, sem oftast er mið- að við. Bendir það til þess, að nýtt húsnæði hafi hækkað nokkru meira en þeir samningar, sem í gildi eru. — Stimpilklukka í takt við tímann — Þrátt fyrir viðamikla tölvuvæðingu á undanförn- um árum er gamla stimpilklukkan enn á sínum stað og enn sitja starfsmenn tímunum saman og rýna í stimpilkort þegar reiknaðir eru vinnutímar. Skráningarkerfið frá HUG léttir þessa vinnu. Kerfið samanstendur af annars vegar Útverði og hins vegar Bakverði, viðamiklum úrvinnsluhug- búnaði fyrir einmenningstölvu. Bakvörðursérum samskipti við Útvörð (einn eða fleiri) og vinnur úr þeim gögnum sem þaðan koma. Daglega (eða sjaldnar) eru gögnin sótt og færð í skrá á einmenningstölvu. Þar má fletta upp einstökum færslum, spyrjast fyrir um mætingar og síðast en ekki sist fáyfirlit um vinnutímaáákveðnu tímabili. Einnig er hægt að senda skilaboð til einstakra starfsmanna svo eitthvað sé nefnt. Aðalávinningurinn af skráningarkerfinu er að sjálfsögðu sá að vinnutímar reiknast sjálfkrafa og ekki þarf að eyða dýrmætum tíma starfsmanna við að reikna saman tíma af oft illa læsilegum stimpilkortum. Við skiptingu vinnutíma í dag-, eftir- og næturvinnu er tekið mið af þeim mætingarreglum sem gilda fyrir hvern starfs- mann. Yfirlitin geta verið fyrir hvaða launatímabil sem er. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Hugar i sima 641230. Hringdu og við sendum bækiing eða komum i heimsókn til þin. ÞAR SEM HLUTIRNIR GERAST ERUM VIÐ MEÐ TÖLVURNAR lAJ HUGUR HAMRABORG 12. 200 KÓPAVOGUR SÍMI 64I230

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.