Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPTIÆVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 B 13 fyrirsjáanleg myndi vinna upp þennan aukna kostnað. Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar hf. sem framleiðir undir vörumerk- inu TRÉ-X er fyrir löngu orðin þekkt fyrir framleiðslu sína, en verksmiðjan hefur sérhæft sig í framleiðslu á inni- og útihurðum og viðarþiljum. Fyrirtækið var stofnað í febrúar 1973 og átti því 15 ára afmæli í febrúar. Fyrstu árin fór starfsemin fram í 50 fer- metra bílskúr við Smáratún í Keflavík, en árið 1976 urðu tíma- mót hjá fyrirtækinu þegar það flutti í 750 fermetra húsnæði við Iðavelli 6. Starfsemin var enn aukin árið 1983, þá var verksmiðjan stækkuð, endurvélvædd og um 120 tonn af tækjabúnaði til hurða- og þiljufram- leiðslu keypt frá Danmörku. Nú er húsnæðið um 3.000 fermetrar á 3 stöðum og alls starfa um 38 manns hjá fyrirtækinu. Þar er unnið á vöktum 5 daga vikunnar frá kl. 07:00 til kl. 23:00 og hefur þessi vinnutilhögun gefist vel að sögn Þorvaldar Ólafssonar. _ BB Fræðsla Tölvuvædd hönnun í hringferð á hjólum A VEGUM málmiðnaðardeildar Iðntæknistofnunar kemur á næstunni hingað til lands sérinnréttaður festivagn frá Svíþjóð til kynningar á tölvuvæddri hönnun og framleiðslu (CAD/CAM). Vagninn er væntanleg- ur til landsins 28. apríl og fyrstu námskeiðin verða haldin í Reykjavík í lok apríl og byijun maí. Þau námskeið verða ætluð verkfræði- og tækniskólanemum. Hringferð um landið hefst 3. maí þar sem nám- skeið verða haldin fyrir starfsmenn fyrirtækja, tæknimenn, stjórnend- ur og iðnaðarmenn. Eftirfarandi kemur m.a. fram í frétt Iðntæknistofnunar um málið: Hugtakið CAD/CAM sem á við tölvuvædda hönnun og framleiðslu er orðið nokkuð þekkt hér á landi. Nú þegar hafa nokkur fyrirtæki tek- ið þessa nýju tækni í notkun. Mörg fyrirtæki nota tölvur við gerð teikn- inga og nokkur fyrirtæki hafa tekið í notkun tölvustýrðar framleiðsluvél- ar. Samtenging milli hönnunar og framleiðslu er enn sem komið er ekki algeng hér á landi þó svo að nokkur fyrirtæki séu farin að leiða hugann að þeim möguleika. Enn- fremur eru möguleikar tölvuhönnun- ar lítið nýttir nema til teikningagerð- ar en ekki til burðarþolsreikninga eða annarra reikninga sem möguleiki er á með góðu CAD-kerfi. IVF (Institutet för Verkstadstekn- isk Forskning) í Gautaborg hefur innréttað 13 metra langan festivagn með fullkomnu CAD/CAM kerfi sem inniheldur tvær grafískar vinnu- stöðvar og tölvustýrða fræsivél. Svíamir ferðast með þennan vagn um Svíþjóð og vinna verkefni fyrir og með ýmsum fyrirtækjum. Einnig halda þeir námskeið og kynningar á þeim stöðum sem CAD/CAM-kerfi eru ekki fyrir hendi. Hefur verið ákveðið að vagninn komi hingað til lands í vor. Miðað er við að halda námskeið í Borgamesi, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Hvolsvelli. Þá verður haldið aftur til Reykjavíkur og nám- skeið haldin fyrir starfsmenn fyrir- tækja þar. 15. maí verður vagninn til sýnis almenningi á opnu húsi Iðn- tæknistofnunar. Vagninn fer aftiyt til Svíþjóðar 18. maí. Öll námskeiðin standa yfir í einn dag og það er miðað við að allt að 12 manns geti setið hvert þeirra. Tveir starfsmenn TVF í Svíþjóð og tveir starfsmenn Iðntæknistofnunar munu leiðbeina á námskeiðinu. Nám- skeiðin munu fara fram bæði á ensku og íslensku. Til þess að kynna CAD/CAM- tæknina enn frekar og til að standa straum af kostnaði við ■ verkefnið hefur verið ráðist í að gefa út hand- bók eða blað um CAD/CAM. í þessari handbók vérður íjallað um þróun og stöðu CAD/CAM, IBM, Kristján Ó. Skagfjörð og Hewlett Packard munu kynna þau CAD/C- AM-kerfi sem þau bjóða uppá og einnig verða greinar um sjálfvirkni og róbóta. Handbókinni verður dreift til fyrir- tækja og einstaklinga sem þessa tækni varðar. Notið kennitölu, ekki nafn- númer. Mánuð skal rita með tölustöf- um, þannig t.d. að janúar 1988 heitir 01 1988. T3 .2. </í *C13 O 5= :s. . oo T3 (/> |i ™ i eo c= c= c tz :o r e CO =3 2 ‘55 co xz o cz ‘55 .Ee* C3T> 0>| o ©I S el « §8 = 1? j2q5q oo js 8 RSK Kennítala Greiðslutímabil 510287 - 1239 01 1988 Blátt eyðublað er notað fyrir skil á staðgreiðslu vegna launagreiðslna ALDREI fyrir staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi. Staðgreiösla opinberra gjalda Skilagrein vegna launagreiðslna í þennan reit skal koma samanlögð staðgreiðsla allra launamanna sem dregin var af þeim á tíma- bilinu. RSK 5.07 Nafn - heimili - póststöð launagreiöanda FYRIRTÆKIÐ hf SUÐURREIT 200 109 REYKJAVÍK Undirritaður staðfestir aö skýrsla þessi er gefin eftir bestu vitund og að hún er í fullu samræmi við fyrirliggjandi gögn. A Samtals skilaskyld staðgreiðsla 37.938 4 B Fjöldi launamanna með skilaskylda staðgreiðsiu 6 5 C Heildarfjárhæð greiddra launa 360.000 6 D Fjöldi launamanna með laun 7 7 A + B + C + D Samtala til vélrænnat alstemmlngar tyrlr móttakanda 397.951 ö Engln laun greidd á límablllnu 71 ' 9 Möttökudagur - kvittun 05.02.1988 Dagsetning Undirskrift Hér komi flöldi launa- manna sem staðgreiðsla vardreginaf. 6 Hér komi heildarupphæð þeirra launa (hlunnindi meðtalin) sem greidd voru átímabilinu. Frumrit Greiösluskjat Hér komi fjöldi allra launa- manna sem fengu greidd laun á tímabilinu þar með taldir eru þeir sem ekki hafa náð staðgreiðslu. ' " • 8 Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. . ' . r. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Q Á,,.. Ef engin laun hafa verið greidd á tímabilinu skal setja X í þennan reit og senda skilagreinina þannig. Héma sKal setja töluna sem út kemur þegar búið er að leggja saman tölum- ar úr reitum A, B, C, ogD. Staðgreiðslu sem dregin hefur verið af launum og reiknuðu endurgjaldi ber að skila í hverjum mánuði og eigi síðar en 15.hvers mánaðar. Með greiðslunum skal fylgja grein- argerð á sérstökum eyðublöðum „Skilagreinum". Þessi eyðublöð eru tvenns konar: Blá fyrir launagreiðslur og rauð fyrir reiknað endurgjald (laun sem sjálfstæðum rekstraraðilum ber að reiknasér). Skilagrein ber ávallt að skila í hverjum mánuði. Einnig þó að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuð- inum. Þá er eyðublaðið fyllt út sam- kvæmt því. Það er mikilvægt að lesa leiðbein- ingamar aftan á eyðublöðunum vand- lega og fara nákvæmlega eftir þeim. Einnig er mikilvægt að skilagrein sé skilað á réttu eyðublaði. Sjálfstæðir rekstraraðilar þurfa sérstak- lega að gæta þess að rautt eyðublað skal aðeins nota fyrir reiknað endur- gjald þeirra sjálfra. Ef þeir greiða maka eða öðrum laun ber þeim að nota 2 eyðublöð: Rautt fyrir þá sjálfa og blátt fyrir maka og alla aðra. Allir launagreiðendurog sjálfstæð- ir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sértil skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. \ Ekki er nægilegt að greiða greiðsluna í banka eða póstleggja hanafyrireindaga. Greiðslan þarf að berast skrifstofu innheimtumanns í síðasta lagi á ein- daga. Greiðslur sem berast eftir það munu sæta dráttarvöxtum. Athugið að allar upphæðir skulu vera í heilum krónum. Staðgreiðslan er auðveld efþú þekkir hana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.