Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKEPTI/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 14 B Landbúnaður Tugi milljóna vantar á uppgjör nautakjöts Framleiðsluráð hefur krafist úrbóta og hótað sláturleyfis- sviptingu MJÖG mismunandi er hvernig sláturleyfishafar gera upp við bændur fyrir innlagt nautgripa- kjöt. Á tímabili greiddu sum sláturhús ekki nema 70—80% grundvallarverðs og eftirstöðv- arnar siðar án vaxta eða jafnvel aldrei. Ástandið hefur þó lagast verulega að undanfömu vegna þess að sala á nautgripakjöti hefur aukist og elstu birgðirnar voru á síðasta ári seldar í loð- dýrafóður. Enn vantar þó tölu- vert upp á að bændur fái inn- lagt nautgripakjöt að fullu greitt. Ógreiddar eftirstöðvar vegna síðasta árs skiptir tugum milljóna króna. ' Gunnar Guðbjartsson fyrrver- andi framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins segir að misbrestur hafi verið á því á árunum 1986 og 1987, þegar birgðir söfnuðust fyrir, að gert væri að fuliu upp við bændur fyrir nautakjöt. Skrifaði Framleiðsluráð sláturleyfishöfum þá bréf og krafð- ist þess að sláturleyfishafar greiddu bændum fullt grundvallar- verð. Gunnar segir að þessi krafa Framleiðsluráðs ætti sér stoð í ’búvörulögunum. Þar segir að ekki megi selja afurðir sem verðlagðar eru af sexmannanefnd á öðru verði TÖLVU- BORÐ Hentug tölvuborð fýrír heímííí, fYrirtækí og stofnanír. Tölvuborðín frá NKR eru hreyfanleg á 5 arma hjólastelli. Verð kr. 12.500 nOnnun * GÆÐI • ÞJÓNUSTA !■»■■■■■■■■» -------'■■■■ ■■■■ kr&uAn síggcirsson SKiaFSTOFUHtóGÖGW Neaháta 2-4 • s»w 672HO en nefndin hefur skráð. Gunnar segir að þar af leiði að sláturleyfis- hafamir verði að gera upp við bændur á sama grundvelli. Gunnar segir að erfítt sé að fylgja því eftir að menn fari eftir þessum reglum, en til greina hefði komið að óska eftir því við land- búnaðarráðherra að svipta þá aðila sláturleyfum sem ekki stæðu sig í þessu. Hann sagði að í samningum sem gerðir voru við sláturleyfis- hafa á síðasta ári um að losa þá við gamla nautakjötið í refafóður væri ákvæði um að þeir greiddu bændum fullt skráð verð strax og þeir fengju greiðslur fyrir refakjö- tið. Sama ákvæði væri einnig í öðrum samningum Framleiðslu- ráðs við sláturleyfishafa. Gunnar sagði að ekki hefði verið kannað hvemig þessi mál stæðu nú en sagði að sér virtist að ástandið hafí lagast mikið. 30% söluaukning Nautakjötsneysla landsmanna var lengi á bilinu 2.000 til 2.500 tonn á ári, sem samsvarar um 10 kg á hvert mannsbam í landinu. Á árinu 1986 fór neyslan upp f rúm- lega 2.600 tonn og á síðasta ári kom stóra stökkið, salan fór upp í nærri 3.500 tonn, sem samsvarar um 14 kg á hvem landsmann. Á árunum 1983 til 1986 var fram- leiðsla nautgripakjöts meiri en sal- an og söfnuðust því birgðir. í árs- lok 1986 vom þær orðnar 1.780 tonn og höfðu þá aukist um 1.200 tonn frá ársbyijun 1983, þar af um 500 tonn á árinu 1986. Á árinu 1987 snerist dæmið við, ekki vegna minni framleiðsiu því hún var litlu minni en á árinu 1986 þegar hún náði hámarki. Það var fyrst og fremst 30% söluaukning og ráðstöfun um 460 tonna af elstu birgðunum í loðdýrafóður sem létti á birgðavandanum, en birgðimar voru innan við 800 tonn nú um áramótin. 5-10% afsláttur Sláturleyfishafar sem rætt var við sögðu að á meðan birgðimar voru sem mestar hafí verið háð mikið verðstríð á markaðnum og undirboð tíðkast. Dæmi eru nefnd um allt að 30% afslátt í sumum tilvikum. Það hafa sumir slátur- leyfishafar gert á kostnað bænda, því að á þessum tíma fengu þeir í sumum tilvikum ekki nema 70—80% grandvallarverðsins. Sláturleyfishafamir vora auk þess með mikinn kostnað vegna birgða- halds og bændumir fengu ekki að leggja inn gripi sína fyrr en eftir dúk og disk. Minna er um afslætti núna enda meginhluti kjötsins seldur ófrystur. Er gripunum slátr- að eftir þörfum markaðarins. Enn era þó einhveijar birgðir til af frosnu kjöti frá því í haust og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins bjóða sumir 5—10% af- slátt við sölu á frosna kjötinu. Mörg slík dæmi era rakin til Kaup- félags Eyfirðinga á Akureyri, sem er í hópi þeirra sláturleyfishafa sem einna slakast standa sig í uppgjöri við bændur. KEA selur nautakjötið í gegn um afurðasölu SÍS en einnig beint til viðskipta- vina á höfuðborgarsvæðinu sem annars staðar. Óli Valdimarsson sláturhússtjóri hjá KEA sagði að það væri stað- reynd að ekki væri hægt að selja frosið nautakjöt á sama verði og nýtt og það hefði sýnt sig í fyrra að afslættimir hefðu aukið neysl- una. Hann sagði að ekki þýddi að ákveða eitthvað ófrávíkjanlegt verð og fylla síðan frystigeymsl- umar af kjöti, betra væri að slá aðeins af og selja. Sagði Óli að reynt væri að seija sem mest af kjötinu fersku en þeir tímar kæmu að ekki réðist við að selja kjötið þannig. Þeir hefðu haft langa bið- lista á síðasta ári og í ágúst hefði verið mikil slátran og aftur í októb- er og nóvember, eftir sauðfjárslátr- un, er slátrað hefði verið 700—800 gripum. Þeir hefðu því átt dálítið af frosnu kjöti sem þeir væra að koma út. Mismunandi uppgjör Morgunblaðið hafði samband við nokkra sláturhússtjóra til að fá upplýsingar um uppgjör þeirra við bændur: Kaupfélag Eyfirðinga hefur frá áramótum greitt 95% af grandvall- arverði. Fer greiðslan inn á við- skiptareikninga eftir næstu mán- aðarmót og geta bændumir þá vitj- að um peninga sína. Óli Vaidimars- son segir að stórgripaslátranin sé Fiskeldismenn vilja fá norska laxinn FISKELDISSTÖÐ fær engan arð af eldi 100 þúsund laxa í sjókví- um ef hún þarf að slátra fiskun- um 1,9 kg að þyngd að meðaltali vegna ótímabærs kynþroska fiskanna, eins og algengt er hjá sunnlensku laxastofnunum. Ef hinsvegar fiskurinn getur vaxið upp í 3,8 kg verður arðurinn af sama laxafjölda 25 mil|jónir kr. Þetta kom fram i erindi Jóns G. Gunnlaugssonar framkvæmda- stjóra Sjóeldis hf. á ráðstefnu Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva (LFH) um ótíma- bæran kynþroska í laxfiskum. Friðrik * Sigurðason fram- kvæmdaatjóri LFH sagði að.þessar upplýsingar sýndu vel hvaða þýð- ingu góðir eldisstofnar hefftu fyrir fískeldið. Hann sagði að íslensku stofnamir væra ekki nógu góðir til eldis og því hefði á ráðstefnunni ^ komið fram mikill áhugi eldismanna á að fá að ala fisk af norskum stofn- un sem era í einangran í tveimur íslenskum stöðvum. Minna væri um ótímabæran kynþroska í norska fiskinum auk þess sem hann yxi hraðar en sá íslenski. Friðrik sagði að jafnframt væri mikilvægt að hefja strax kynbætur á íslenska fiskinum og leggja áherslu á fram- leiðslu geldstofna í framhaldi af til- raunum Össurar Skarphéðinssonar. 40—50 þátttakendur vora í ráð- stefnunni sem haidin var í Norræna húsinu. Friðrik sagði að fjöragar umræður hefði verið á eftir fram- söguerindum er voru fjögur. NAUTGRIPIR — Sláturleyfishafar gera mismunandi upp við bændur fyrir innlagt nautgripakjöt. gerð upp sérstaklega og fari eftir útkomu ársins og ákvörðun stjóm- ar hvort og þá hvenær bændur fái þau 5% sem upp á vantar. Óli sagði að áður hafi verið greitt fullt verð fyrir kýr en 80% fyrir aðra naut- gripi og óvíst hvort bændur fengju eftirstöðvamar. Kaupfélagið Þór á Hellu greiðir alla innlagða nautgripi á fullu grandvallarverði einum mánuði eftir innleggsdag, samkvæmt upp- lýsingum Torfa Jónssonar slátur- hússtjóra, nema hvað ekki er greitt út fyrétu tíu daga hvers mánaðar. Félagið greiðir einnig flutning gripa í sláturhús. Sláturfélag Suðurlands greiðir 90% af grandvallarverði fyrir kýr- kjöt og ungneytakjöt síðari hluta næsta mánaðar á eftir innleggs- mánuð en 100% fyrir ungkálfa, að sögn Matthíasar Gíslasonar full- trúa forstjóra. Þau 10% sem upp á vantar era greidd 2 mánuðum eftir fyrstu greiðslu og era ekki greiddir vextir á eftirstöðvamar. Greiðslunar fara mest inn á banka- reikninga bænda. Síðari hluta síðasta árs greiddi SS 60% af skráðu verði eftir innlegg vegna birgðasöfnunar. Kaupfélag Borgfírðinga í Borg- amesi greiðir nautakjöt inn á við- skiptareikninga bænda síðasta dag annars mánaðar eftir innleggs- mánuð, samkvæmt upplýsingum Gunnars Aðalsteinssonar slátur- hússtjóra. Kjötið er því greitt út 2—3 mánuðum eftir innlegg, eftir því hvenær mánaðarins gripunum er slátrað. Vextir era ekki greiddir á þessu tímabili. Þorgeir Hlöðversson sláturhús- stjóri Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík segir að félagið greiði 70% innleggsins strax, en óvíst hvort vextir yrðu greiddir af eftirstöðv- unum. Hann sagði að ennþá væri síðasta verðlagsár óuppgert og var hann ekki bjartsýnn á að mögulegt yrði að greiða bændum skráð verð. Hann sagði að KÞ væri að gera átak í sölumálum nautakjöts í sam- vinnu við afurðasölu SÍS og gengi það vel, en ennþá væra biðlistar eftir slátran og nokkuð hafi farið í frost í haust. 10-15 milljónir vantar hjá KEA Flestum nautgripum er slátrað í fjóram sláturhúsum Sláturfélags Suðurlands. Á verðlagsárinu 1985/86 var slátrað þar 7.175 gripum og fóra rúmlega 660 tonn af nautakjöti þar í gegn. Kaup- félagið Þór á Hellu er næst stærsta húsið með 398 tonn og Kaupfélag Eyfirðinga það þriðja í röðinni með 362 tonn á þessu tímabili. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem sláturhússtjóramir gefa um upp- gjör er ljóst að einhveija tugi millj- óna vantar upp á að bændur hafi fengið greitt skráð verð fyrir naut- gripakjöt á síðasta ári. Samkvæmt lauslegum útreikningi gæti verð- vöntun hjá Kaupfélagi Eyfírðinga einu verið á bilinu 10—15 milljónir kr. á ári. - HBj. v Morgunblaðið/Þorkell KYNÞROSKI LAXA — Fjöragar umræður vora á ráð- stefnu fiskeldismanna um ótímabæran kynþroska í laxfiskum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.