Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 22
OO CT mTrt /rrrm» F 22 B MORGUNBLAÐIÐ, vmsHPnjaviNNULíF FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Bandaríkin Staða Massachusetts ATVINNA —— Nýjum störfum hefur ekki flölgað eins hratt í fylkinu og annars staðar í Bandaríkjunum og hagfræðingar telja að sama verði upp á teningnum á þessu ári. „Kraftaverkið í Massachusetts “ Boston. Frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. Michael Dukakis, ríkisstjón Massachusetts, getur að líkind- um andað léttar. Efnahags- ástandið í Massachusetts mun ekki hafa neikvæð áhrif á fram- boð hans sem forsetaefni Demó- krataflokksins, síðar á þessu ári. Flestir hagfræðingar eru sam- mála um að „efnahagsundrið" muni haldast út þetta ár. Hátækni, þjónusta og lítil fólks- fjölgun ættu að mati sérfræðinga að halda efnahagslífi Massachu- setts á réttri leið á yfírstandandi ári. Störfum fjölgar lítillega en jafn- vægi verður í þeim greinum atvinn- ulífsins þar sem mikillar þenslu hefur gætt, s.s. verktakastarfsemi, fasteignaviðskiptum og fjármála- þjónustu. En vegna vaxandi út- flutnings, sérstaklega í hátækniiðn- aði og þjónustu ætti atvinnuleysi ekki að verða meira en 3-3,5%. Nýjar tölur sýna að atvinnuleysi jókst í janúar en í Bandaríkjunum í heild fækkaði atvinnuleysingum iítillega. Bandaríska dagblaðið The Bos- ton Globe hefur eftir James M. Howell, hagfræðingi Bank of Bos- ton, að Massachusetts ætti að vegna betur en Bandaríkjunum í heild á þessu ári. Sérfræðingar benda hins vegar á að efnahagur Massachusetts fari mjög eftir því hvemig bandarísku efnahagslífi vegnar. Slái í bakseglin hljóti það að koma fram einnig í fylkinu. Blikurálofti Það era ýmsar blikur á lofti í Massachusetts. Þensla er mikil og að meðaltali var atvinnuleysi um 3,2% (á móti rúmlega 6% í Banda- ríkjunum í heild) á síðasta ári, og íbúðir seldust á háu verði. The Bos- ton Globe bendir á hættumar sem fylgja velgengninni og segir að Massachusetts kunni að verða fóm- arlamb eigin velmegunar. Boston Globe þykir hliðhollt Demókrata- flokknum og studdi Dukakis 1982 þegar hann var kjörinn fylkisstjóri. Dukakis var fyrst kjörinn fylkis- stjóri árið 1974 en í forkosningum Demókrataflokksins árið 1978 tap- aði hann fyrir Edward King, sem aftur tapaði fyrir Dukakis 1982. Frederick Breimyer, hagfræðing- ur State Street Bank, hefur einnig uppi vamaðarorð í fréttabréfi bank- ans fyrir nokkra: „Skortur á vinnu- afli og yfirboð í launum miðað við önnur fylki ... varpa skugga á framtíð Massachusetts." Fyrirtæki hafa kosið önnur fylki fyrir starf- semi sína vegna þess hve húsnæði er dýrt. Fjölgnn nýrra starfa Steve Minicucci, sérfræðingur fylkisstjómarinnar, segir hins vegar að skortur á vinnuafli virki sem hemill á efnahagslífið. Boston Globe hefur hefur eftir honum að um 11.000 ný störf verði til hjá hinu opinbera á þessu ári í fylkinu, sem er miklu færri en á síðustu árum. Aðrir hagfræðingar telja að störfum hjá hinu opinbera fjölgi um tæplega 60.000 eða litlu minna en á síðasta ári. Goðsögnin um efnahagsundrið" í Massachusetts hefur gefíð nokkuð falska mynd af fylkinu. Eins og sést á meðfylgjandi línuriti hefur nýjum störfum ekki fjölgað eins hratt í fylkinu og annars staðar í Bandaríkjunum og hagfræðingar telja að sama verði upp á teningnum á þessu ári. En vegna þess að íbúum hefur ekki fjölgað hefur Dukakis tekist að fækka atvinnuleysingum. Þannig hafa laun hækkað og í Massachusetts eru þjóðartekjur með þeim hæstu í heiminum. Lægri dollar hjálpar Arangurinn er ekki Dukakis (a.m.k. ekki honum einum) að þakka. Lækkandi gengi dollarans hefur komið Massachusetts til góða. „Útflutningur ber uppi vöxt efna- hagslífsins á þessu ári og í Massa- chusetts era framleiddar vörur sem heimurinn þarfnast," er haft eftir James Thomblade, hagfræðingi hjá Bank of Boston. Margir framleiðendur í Massachusetts treysta á útflutning ólíkt því sem gerist í mörgum öðram fylkjum. Meðal þeirra era Digital, Wang og Polaroid, sem selja meira en 40% framleiðslunnar erlendis. Vegna þess hve dollarinn hefur lækkað horfa þessi fyrirtæki nokk- uð björtum augum á yfírstandandi ár. Aukinn útfluningur vegna lægri dollars ætti að koma Massachusetts til góða en frá 1984 hafa yfír 70 þúsund störf í framleiðsluiðnaði tapast. Hagfræðingar era sammála um að einkaneysla eigi eftir að dragast saman og það hefur áhrif á vöxt efnahagslífsins hér í Massachusetts eins og annars staðar. Margir benda hins vegar á að vegna þess að íbú- ar fylkisins þurfa ekki að óttast atvinnuleysi muni neysla ekki drag- ast eins mikið saman og víða ann- ars staðar. Þá er einnig bent á að þjónustufyrirtæki, eins og lög- fræði-, bókhalds-, og tryggingar- fyrirtæki eru ekki háð nema að litlu leyti breytingum í einkaneyslu. Trúðurinn Bozo Dukakis og stuðningsmenn hans hafa verið óþreytandi að benda á „efnahagsundrið í Massachusetts" í keppninni um útnefningu Demó- krataflokksins fyrir forsetakosning- amar síðar á þessu ári. Dukakis þakkar sjálfum sér gott efnahags- ástand í fylkinu, en reyndin er hins vegar sú að íbúar Massachusetts geta ekki síður þakkað Reagan, bandaríkjaforseta og stjóm hans, en fylkisstjóranum, sem á ef til vill eftir að koma aftan að þeim, nái hann kjöri sem forseti Banda- ríkjanna. Eða eins og tímaritið New England Monthly hélt fram í grein á síðasta ári: „Trúðurinn Bozo hefði getað verið fylkisstjóri í Massac- husetts og atvinnuleysingjum hefði fækkað." Massachusetts hefur vegnað vel, líkt og öðram fylkjum í Nýja Eng- landi. Massachusetts er ekki undra- land í Bandaríkjunum. Nýja-Eng- land er það miklu fremur þegar kemur að efnahagsmálum. Arið 1975 var atvinnuleysi í Nýja Eng- landi meira en að meðaltali í Banda- ríkjunum og tekjur lægri. Þetta hefur snúist við. Upp úr miðjum síðasta áratug tók að rofa til og lítil fyrirtæki í hátækni tóku að hasla sér völl. Og þegar Reagan komst til valda urðu nokkur kafla- skil í sögu Nýja Englands. Útgjöld til vamarmála jukust og Nýja- England naut góðs af. Fljótlega fóra laun að hækka og atvinnuleysi að minnka. Byggingariðnaður, verslun og veitinga- og ferða- mannaþjónusta tóku fjörkipp. Og nú era tekjur að meðaltali um 17% hærri í Nýja-Englandi en í Banda- ríkjunum. Og þrátt fyrir að störfum í framleiðsluiðnaði hafí fækkað 1984-1986 um 4% borið saman við 1% fækkun að meðaltali í Banda- ríkjunum hefur atvinnuleysi stór- lega minnkað, eins og áður segir. Það er næg atvinna í Nýja- Englandi. í New Hampshire er at- vinnuleysi aðeins 2,6%. í Massac- husetts fjölgaði störfum um 16,2% milli 1975 og 1983. Um 51.400 ný störf urðu til í Connecticut 1986 og sama ár fjölgaði störfum um 19.000 í Maine. Atvinnuleysi í Rhode Island var 10,4% árið 1982 en er nú liðlega 4%. í Vermont hefur störfum fjölgað um 4% að meðaltali á liðnum áram. Að hluta er atvinnuástandið gott vegna heilbrigðs atvinnulífs og að hluta vegna þess _ að fólksijölgxin hefur verið Iítil. Á fyrri helmingi síðasta áratugar fjölgaði vinnuafli í Massachusetts um 10% en störfum um 3%. Á síðari helmingi áratugar- ins snérist þetta við og störfum fjölgaði um 10% og vinnuafli um 5%. 1975 til 1983 fjölgaði störfum svipað og í öðram fylkjum Banda- ríkjanna, en vinnuafli fjölgaði helm- ingi minna, eða um 10,4% á móti 19%. Búist er við að vinnuafli fjölgi ekki eins mikið í Nýja-Englandi og í Bandaríkjunum í heild að sem eftir lifír af öldinni. Útgjöld til hermála hjálpa En það era fleiri ástæður fyrir velgengni Massachusetts og Nýja- Englands. Til dæmis fá Massac- husetts og Connecticut tvisvar sinn- um meira fjármagn frá vamarmála- ráðuneytinu, miðað við höfðatölu en önnur fylki Bandaríkjanna. Þing- menn Nýja-Englands era duglegir í Washington, ekki síst Tip O’Neil sem er sérfræðingur í að hljóma eins og „friðarsinni" en beijast eins og ljón í Washington fyrir að fá verkefni frá vamarmálaráðuneyt- inu_ heim í hérað. Árið 1985 gerði vamarmálaráðu- neytið samninga við fyrirtjæki í Nýja-Englandi fyrir 15,7 milljarðar dollara (um 597.000 milljónir ísl- enskar krónur). Talið er að um 16% starfa á svæðinu eigi allt sitt undir hergagnaiðnaði. Pentagon telur að 10,7% nettóframleiðslu í Connec- ticut og 8,3% í Massactusetts sé vegna vamarmála. í hinum fylkjun- um fjóram er þetta hlutfall sagt 6,4% til 7,7%. Dukakis líkt og aðrir frambjóð- endur Demókrataflokksins hefur lýst því yfír að hann vilji skera út- gjöld vegna vamarmála niður og hann er eindreginn andstæðingur geimvamaráætlunarinnar. Niður- skurður til vamarmála á eftir að hafa áhrif til hins verra í Massa- chusetts. Frá 1983 hefur Nýja- England fengið um 780 milljónir dollara (um 29.600 milljónir króna) vegna verkefna í tengslum við geimvamaráætlunina. Langstærsti hluti þessa fjár fer til rannsókna í háskólum, ekki síst í Boston. Vamarmálaráðuneytið §ár- magnar stóran hluta af rannsókn- um sem fara fram í einkaháskólum. Flestar af bestu og mikilvægustu uppgvötunum MIT frá lokum síðari heimsstyijaldar hafa verið studdar af vamarmálaráðuneytinu. Um sjöttihluti allra rannsókna skólans er kostaður af Pentagon. Dukakis er vinsæll fylkisstjóri og náði auðveldlega endurkjöri árið 1986. Hann getur ekki þakkað sér velgengni Massachusetts, sú þróun var hafín í tíð Kings. Hann er hins vegar ötull talsmaður fyrir betra velferðarkerfi og hefur tekist að gera margar mikilverðar úrbætur, án þess að hækka skatta. Og það er af það sem áður var þegar Massachusetts var kallað Taxa- chusetts. En líklega er hag íbúa Massachusetts og Nýja-Englands betur borgið nái Dukakis ekki kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Um 30% fyrirtækja sem hófu starfsemi í hátækni á áttundaára- tugnum í Bandaríkjunum eru í Massachusetts. Og þar hefur hefðin skipt miklu máli. Massachusetts flytur inn gáfufólk. Margir af bestu háskólum Bandaríkjanna era í Bos- ton og nágrenni. Um 15% af nem- endum Massachusetts Institute og Technology era frá Nýja Englandi en um 30% setjast að í Massac- husetts eftir að námi líkur. Noregnr Sjö manna banka- sljórn DnC sagði öllafsér SJÖ manna stjórn Norska lánabankans (Den norske Creditbank, DnC), sem er stærsti banki Noregs, sagði öll af sér fyrir skömmu. Ástæðan var tap bankans að fjárhæð um 1,5 milljarðar n.kr. (um 8,7 milljarðar ísl. kr.) á síðustu tveimur árum, aðallega vegna hlutabréfaviðskipta og skuldatapa. Leif Teije Laddesel bankastjóri um 25%, en hún nam um 1,7 sagði af sér þegar í síðasta mán uði, eftir að tap DnC var kunn- gert, en fregnin um tap bankans olli miklu uppnámi í norsku fjár- málalífi. Harald Amkvæm, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarbanka- stjóra í DnC, hefur tekið við af Loddesol. Hann er 49 ára að aldri. Þá hefur Jon R. Gundersen hæstaréttarlögmaður tekið við sem formaður nýrrar banka- stjómar DnC, en kosið var í hana sama dag og fyrri stjórn bankans fór frá. Nýja bankastjómin í DnC hefur þegar sett sér starfsáætlun. Sam- kvæmt henni verður dregið úr útlánum bankans. Þá verður hlutabréfaeign bankans minnkuð milljarði n.kr. fyrir einu ári og er nú um 1 milljarður n.kr. Áformað er ennfremur, að draga stórlega úr kaupum og sölu DnC á erlend- um hlutabréfum og verðbréfum og minnka þannig áhættu bank- ans, en viðskipti bankans með slík verðbréf höfðu aukizt mjög und- anfarin ár. Þá verður starfsfólki bankans fækkað um 300 manns. — Við ætlum að reyna að skila hagnaði á þessu ári, en megum þó enn búast við skuldatöpum, sagði Harald Amkvæm banka- stjóri á fundi með fréttamönnum. - Það mun taka okkur að minnsta kosti tvö ár að ná á ný því at- hafnafrelsi, sem við höfðum áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.