Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 24
VIÐSKIPn MVINNULÍF FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Garðyrkja Gurkur a fyrsta grænmetis- uppboðinu Undirbúningur uppboðsmarkaðar Sölu- félagsins í fullum gangi - fyrsta upp- boðið í lok mánaðarins FYRSTA grænmetisuppboð Sölufélags garðyrkjumanna verður í lok þessa mánaðar. Þá verða gúrkur boðnar upp og síðan aðrar tegundir innlends grænmetis eftir því hvenær uppskera hefst og afurðirnar berast á markaðinn. Undirbún- ingur fyrir uppboðin er nú í fullum gangi hjá Sölufélaginu. Uppboðshaldari verður Kristján Benediktsson sem nýlega hefur verið ráðinn markaðsstjóri SFG. Rætt var við hann og Hrafn Sigurðsson fram- kvæmdastjóra Sölufélagsins um uppboðsmarkaðinn. Þrisvar í viku Undirbúningur fyrir uppboðs- markaðinn stendur þannig, að sögn Hrafns og Kristjáns, að sett- ar hafa verið starfsreglur fyrir markaðinn og er verið að kynna þær þessa dagana fyrir væntan- legum kaupendum, framleiðend- um og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta. Uppboðskerfið, sem er tölvuvætt, er hannað af Rekstrar- tækni hf. og er það nú í prófun. Uppboðið verður haldið í núver- andi húsnæði Sölufélagsins að Skógarhlíð 6 og er verið að inn- rétta sérstakan uppboðssal, breyta geymslum og skilja á milli græn- metismarkaðarins og söludeildar SFG. Hrafn sagði að uppboðsað- staðan yrði heldur þröng, en það stæði til bóta í náinni framtíð þar sem unnið væri að undirbúningi byggingar nýrra aðalstöðva fyrir- tækisins. Stefnt er að því að bjóða upp grænmeti þrisvar í viku, væntan- lega á mánudögum, miðvikudög- um og föstudögum. Markaðurinn verður væntanlega opnaður klukk- an 7 að morgni uppboðsdags. Framleiðendur hafa sent vörurnar inn daginn áður. Þá eru þær skráð- ar inn og sá hluti þeirra sem ekki kemur gæðaflokkaður er metinn. Eru vörumar uppraðaðar á vöru- brettum í númeruðum stæðum í kæligeymslum að morgni upp- boðsdags þannig að kaupendur geti skoðað þær áður en uppboðið hefst. Væntanlegir kaupendur þurfa að skrá sig inn á markaðinn. Þeg- ar þeir mæta á uppboðið fá þeir númer og sæti við borð með sama númeri í uppboðssalnum. Á borð- inu er hnappur sem tengdur er númeri viðkomandi í uppboðstölv- unni. Þeir fá jafnframt uppboð- slýsingu með nákvæmum upplýs- ingum um þá vöru sem boðin verð- ur upp þann dag. -------------------------------“N ENSKU SKJALASKÁPARNIR Hagstætt verð — Margir möguleikar E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SIMI 651000. Morgunblaðið/Ámi Sæberg BOÐIÐ UPP T—Kristján Benediktsson uppboðshaldari nýja grænmetismarkaðarins og Hrafn Sigurðs- son framkvæmdastjóri Sölufélagsins æfa sig í að bjóða upp við prófun uppboðskerfísins. Uppboðinu er stjóm- að með tölvunni sem Kristján situr við en upplýsingamar koma fram á skjánum fyrir framan Hrafn. Þama er verið að bjóða upp 100 kassa af gúrkum og „Jón Jónsson" kaupandi hefur stöðvað niðurtalninguna við 203,50 kr. og þar með ákveðið að kaupa eitthvað af gúrkum á því verði. Verðið talið niður Uppboðið hefst væntanlega klukkan 7.30 og er byijað á fyrstu stæðu af einhverri tegund. Á stór- um skjá sem tengdur er við tölvu uppboðshaldarans kemur m.a. fram númer stæðunnar, fjöldi ein- inga og heildarmagn, seljandi og kílóverð sem er allmiídu hærra en uppboðshaldari reiknar með að varan seljist á. Síðan byijar tölvan að telja niður verðið og stjórnar uppboðshaldarinn hraða niðurtaln- ingarinnar. Þegar einhver kaup- andi hefur stöðvað niðurtalning- una með því að ýta á hnappinn í borði sínu á hann kost á að kaupa uppboðseininguna eða einhvern hluta hennar á því verði sem hann stöðvaði klukkuna á. Þegar kaup- andinn hefur tilkynnt hvað hann ætli að kaupa mikið af stæðunni er haldið áfram að bjóða upp með því að setja verðið aftur upp og telja niður þar til öll stæðan er seld eða ljóst að ekkert boð berst. Síðan eru aðrar stæður og aðrar tegundir boðnar upp með sama hætti. Kaupandi sem stöðvar niður- talninguna verður að kaupa fyrir- fram ákveðið lágmarksmagn úr stæðunni, sem verður breytilegt eftir tegundum og árstímum. Um leið og hann hefur ákveðið kaupin prentar tölvan út afgreiðslunótu og afgreiðslumaður markaðarins tekur vöruna til þannig að vörur hvers kaupanda verði sem mest tilbúnar til afhendingar strax að loknu uppboði. í lok uppboðsins prentast einnig út heildarreikning- ur á hvern kaupanda sem hann gengur strax frá í samræmi við samninga við markaðinn. Ef verðið á einhVerri uppboð- seiningu fer niður í ákveðið lág- marksverð er varan tekin úr sölu og hún sett í vinnslu eða henni eytt. Sölufélagið hefur óskað eftir því að Verðlagsstofnun ákveði þetta lágmarksverð. íslenskt uppboðskerfi Markaðurinn verður opinn öll- um þeim sem hafa verslunar- eða heildsöluleyfi, uppfylla skilyrði um lágmarks afurðakaup og sett hafa tilskyldar tryggingar. Kristján og Hrafn búast við að kaupendur verði einkum heildverslanir, stór- markaðir og samtök smærri versl- ana. Utan uppboða verða allar fyrirliggjandi vörur til sölu við verði sem er 10% hærra en hæsta verð á næsta uppboði á undan. Þetta segja þeir að sé gert til að tryggja að sem mest af afurðunum fari í gegn um uppboðið en menn eigi þó kost á að nálgast vörurnar þess á milli ef þannig stendur á. Markaðurinn tekur til sölu á uppboðum hverskonar grænmeti og ávexti, til dæmis tómata, gúrk- ur, papriku, salat, gulrætur, gul- rófur, blómkál, hvítkál, kínakál, sveppi og spergilkál. Stefnt er að sölu fleiri tegunda, svo sem kart- aflna, en vegna þrengsla í núver- andi húsnæði verður það ekki gert að sinni, að sögn forráðamanna Sölufélagsins. Við undirbúnings uppboðsins leitaði Sölufélagið tilboða í upp- boðskerfi hjá innlendum ogerlend- um framleiðendum. í fyrstu var ætlunin að setja upp kerfi að hol- lenskri fyrirmynd, þar sem niður- talning verðsins fer fram með vísi á skífu sem líkist klukku og hefur það fyrirkomulag verið nefnt „hol- lenskt úr“. Innlendur framleið- andi, Rekstrartækni, bauð hins vegar lægra verð með annarri tækni þar sem niðurtalningin fer fram á tölvutengdum skjá og var því tilboði tekið. Rekstrartækni útbjó uppboðskerfið fyrir Fisk- markaðinn hf. í Hafnarfirði. Er þetta svipað kerfi, nema hvað á fiskmarkaðnum er verðið talið upp en ekki niður. Örari verðbreytingar Kristján Benediktsson, sem ráð- inn hefur verið markaðsstjóri og uppboðshaldari, hefur verið garð- yrkjubóndi í Víðigerði í Borgarfirðj í mörg ár. Hann er stjórnarform- aður Sölufélagsins en mun hætta í stjóm á næsta aðalfundi Sölufé- lagsins. Kristján sagði að vissu- lega væru framleiðendur hræddir við þessa breytingu, enda væri þarna um lífsafkomu §ölda fólks af tefla. En forráðamenn Sölufé- lagsins væru bjartsýnir og stað- ráðnir í að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að uppboðsmarkað- urinn tækist sem best. Kristján sagði að nauðsynlegt hefði verið að taka upp alveg nýtt verðmyndunarkerfí því gamla kerfið hefði verið orðið ólöglegt samkvæmt túlkun Verðlagsstofn- unar á verðlagslögunum, eftir að framleiðendur þjöppuðu sér saman um Sölufélagið sem þar með hafi verið talið orðið markaðsráðandi. „Þessi uppboðsaðferð sýnist fýsile- gust,“ sagði Kristján. Hann sagði að með þessu móti myndi vonandi takast sátt á milli framleiðenda og neytenda sem ætti að geta orð- ið jákvætt fyrir sölu afurðanna. Hann sagðist vonast til að verð- breytingar yrðu örari en í fyrra verðmyndunarkerfi, að verðið yrði í raun fljótandi því það væri alger- lega háð framboði og eftirspurn. Þó þyrðu þeir ekki annað en að hafa ákveðið lágmarksverð til að forðast algert verðhrun sem eng- um væri til góðs. Um kosti þessa fyrirkomulags fyrir framleiðendur sagði Kristján að menn vonuðust eftir breyting- um til batnaðar í greiðslu afurð- anna. Reglur markaðarins væru þannig að hver vika væri gerð sérstaklega upp og greiðsla ætti að berast framleiðendum innan tveggja vikna frá lokum uppgjör- sviku. Þetta byggðist á því að markaðnum væri ekki heimilt að lána vörumar nema að hámarki í 10 daga. Þá væri það einnig kost- ur fyrir betri framleiðendur að verulegur hluti afurðanna yrði seldur undir nafni framleiðanda þannig að afburða framleiðendur ættu að bera meira úr býtum en aðrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.