Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Sr. Kjartan Jónsson skrifar frá Kenýu IFRAMANDI MENNINGU Fólkið fer niður að ánni, fyllir fötumar og ber þær upp að pallbfln- um. Þar stendur Ragnar og tekur á móti þeim. Dýrmætu vatninu er hellt ofan í tunnumar, sem standa aftan á pallinum. Það er þurrkatími og jörðin öll sviðin. Erfitt er að fínna gras fyrir búpeninginn. Hægt er að telja rif- beinin á kúnum. Hver búsmala- hjörðin eftir aðra streymir að ánni. Geitumar hlaupa á undan síðasta spölinn. Kýmar vaða margar út í miðja á og njóta þess að fínna svalt vatnið leika um fætuma á meðan þær teygja lífsvökvann í sig. Undir stóra trénu á árbakkanum taka hirðamir og vegmóðir ferða- langar lífmu með ró og njóta þess að vera í svölum skugganum á meðan brennheit sólin svíður jörð- ina allt umhverfís. Sumir sofa, aðr- ir spila en fylgjast með dýrunum með öðru auganu. Ungur piltur býr til örvar einbeittur á svip, enda er enginn almennilegur hirðir, sem ekki á boga og gott safn af örvum. Nú eru tunnumar orðnar fullar og því mál að halda heim. Ragnar sest undir stýri. Þegar heim er kom- ið tekur sama puðið við, að bera vatnið úr tunnunum upp í vatns- tankinn. Að því loknu er haldið af stað á ný niður að á og þannig haldið áfram allan daginn, þar til tankurinn er orðinn fullur. Skapið er ekki á hápunkti á vatnsdögunum, en vatn verður að sækja hvort, sem mönnum líkar það betur eða verr, um það bil tíunda hvem dag, að sögn Ragnars. Tímanum væri betur varið til annars, en þannig er tilver- an hér. Reyndar liggur leiðsla frá bæjarveitunni heim að húsinu, en vatn frá henni hefur alla tíð verið mjög stopult. Nágranninn gerði sér lftið fyrir og tengdi sig inn á leiðsl- una einn daginn, þegar enginn var heima. Hann græddi ekki mikið á því vegna þess að undanfarin tvö til þrjú ár hafa yfírvöld verið að byggja nýja brú yfír ána og urðu að taka rörið í sundur, þegar þær hófust. Þannig er það enn. Það ligg- ur ekki ljóst fyrir hvenær þessum framkvæmdum muni ljúka. Nýkomin frá íslandi Þetta er smáatvik úr lífí íslenskra hjóna, Ragnars Gunnarssonar, kennara og Hrannar Sigurðardótt- ur, hjúkrunarfræðings og sonum þeirra, Sigurðar og Hermanns Inga, sem búa á kristniboðsstöðinni í Kongelai í Pókothéraði í Kenýu. Þau em nýkomin úr ársdvöl frá íslandi og em rétt búin að koma sér fyrir. Við sitjum í einfaldri en vistlegri stofunni og ræðum um heima og geima — á íslensku, ást- kæra ylhýra málinu, sem er munað- arvara hér á útkjálkum A-Afríku. Myndir á veggjum og ýmsir munir minna á Frón, sem er svo óralangt í burtu landfræðilega, en inni f stof- unni í hugum okkar. Fólkið er létt- klætt því að hitinn er um 38 stig í forsæiu. Það er oft bætt í vatns- glösin. Kongelai „Það em væntanlega viðbrigði fyrir ykkur, að koma frá Reykjavík og setjast að á afskekktum stað f Afríku þar sem þið verðið að sækja hvem vatnsdropa, sem þið notið?" „Já, það er engin spuming", seg- ir Hrönn áköf. „Maður skilur núna hvemig það á að búa við vatns- skort. Það verður miklu dýrmætara en áður að hafa rennandi vatn f húsinu þjá sér.“ „Margir á íslandi halda, að ingu innfæddra og gera sér því ekki alltaf grein fyrir því hvemig beri að standa að hjálpinni með til- liti til aðstæðna. Því miður em allt of mörg dæmi um að menn frá Vesturlöndum komi inn í samfélög með þróunarhjálp með það fyrir augum að „þróa“ þau í einum hvelli. Þeir beita sömu starfsað- ferðum og í sínu heimalandi, án þess að ráðfæra sig við heima- menn. Slíkt starf er oft unnið fyrir gýg og menn, sem fóm út, af góð- um hug til að hjálpa, snúa heim bitrir, finnst þeir hafa verið sviknir og eiga ekki orð yfir „heimsku" og þvermóðskuhátt innfæddra.“ Fáfræði? Afríkumenn séu upp til hópa stór- hættulegir. er þetta rétt?“ „Auðvitað ekki,“ segir Ragnar. Þetta er fólk alveg eins og við. Slíkar hugmyndir stafa af fáfræði og fordómum gagnvart Afríkubú- um. Menning þessa fólks er mjög frábmgðin okkar og því er margt ólflct hér og heima á íslandi, en það er gott að búa á meðal þess. Það er vingjamlegt og jákvætt og vill gjaman læra. Þjóðflokkar Afríku hafa lengi átt í skæmm sín á milli og því þekktir fyrir manndráp. Við gleymum því að Vesturlandabúar em ekki síður hættulegir, þegar hatur og grimmd ræður ríkjum.' Nægir að minnast seinni heims- styijaldarinnar. Það er ekki nema 36 ár síðan henni lauk.“ Við ræðum um Kongelai og fólk- ið, sem býr þar. Þau útskýra, að Kongelai sé stór, þurr slétta. Regn sé að jafnaði lítið og því bregðist uppskera bændanna oft. Rauði krossinn hefur ámm saman staðið að matarútdeilingu í nágrenninu. Annars er aðalvandamál fólksins fáfræði. Það kann mjög lítið til akuryrkju og þekkir ekki plöntur, sem henta aðstæðum þess. Pókot- menn hafa frá fomu fari verið hirð- ingjar og lifað á mjólk og blóði kúa, afurðum geita sinna og örlitlu komi. Ríkidæmi og virðing fer eftir fjölda dýra. Það er með þennan auð eins og peninga og gull, að menn fá aldrei nóg. Oft em skæmr á milii Pókotmanna og nágrannaþjóð- flokkanna vegna auðsins, kúnna. Farið er í herferðir á vixl. Þetta er vítahringur, sem erfítt er að bijóta. Á íslenskan mælikvarða er fólkið mjög fátækt. Það verður að láta hveijum degi nægja sína þjáningu. Það borgar sig ekki að gera sér of „Maður heyrir stundum um fá- fræði fólks í þróunarlöndunum. Getið þið nefnt nokkur dæmi?“ Þau hugsa sig svolítið um og svo segir Hrönn: „Fólk beitir stundum furðulegustu lækningaraðferðum til að reyna að lækna sjúkdóma og sár. Kúamykja er t.d. oft sett á bmnasár. Margir hafa litla trú á nútíma heilsugæslu og álíta gömlu spekina miklu betri. Ýmsir em hreint og beint hræddir við sjúkra- stofnanir og starfsfólk þar. Þetta veldur því oft, að ekki er farið af stað með sjúklinga til læknis fyrr en of seint. í fljótu bragði virðist þetta vera fáfræði, en er í raun viðbrögð, sem byggja á trú og trú- arhugmyndum fólksins." Kristniboðsstarfið „í hveiju er starf ykkar fólgið?" „Það er fyrst og fremst fólgið í því að stofna söfnuði og hjálpa þeim til að standa á eigin fótum“, segir manneskja. Óttinn við hið óþekkta, hið illa er sífellt tii staðar. Svo er alltaf möguleiki á að óþekktur óvin- ur vilji klekkja á manni með svarta- galdri. Slíkt getur leitt til dauða. Margir rekja dauða bama sinna til slíks. Gmni menn að þeir séu beitt- ir særingum, fara þeir til töfralækn- is og biðja hann um að særa á móti og gera skeyti hins skaðlaus. Svartagaldursmenn iðka starf sitt alltaf í leyndum, enda em þeir rétt- dræpir ef upp um þá kemst. Við getum afgreitt þetta sem bull og hindurvitni, en fyrir þessu fólki er þetta römm alvara. Ragnar kennir Bíblíusögur á úti- samkomu. Einn af prédikurunum hans túlkar frá Swahílí yfir á mál Pókotmanna. yósmynd/Kjartan Jónsson Fjölskyldan í Kongelai. Ragnar Gunnarsson og Hrönn Sigurðardótt- ir ásamt sonunum, Sigurði og Hermanni Inga. Nokkrír samkomugesta á útisamkomu, sem haldin var undir skuggsælu tré. Á þennan hátt er grund- vöUurínn lagður að nýjum söfnuði. háar hugmyndir um framtíðina. Heilsugæsla er lftil og mikið um alls kyns sjúkdóma. Vatnsleysi ger- ir það að verkum, að hreinlæti er ekki eins og best verður á kosið. Ungbamadauði er hár og meðalald- ur lágur. Fáir fara í skóla og ólæsi er því mikið. Fólkið trúir á Guð, en hann er óralangt í burtu og skiptir sér lítið af því, sem gerist hér á jörðu. 111 öfl eru ails staðar nálæg. Það er mikilvægt að fá þau ekki upp á móti sér og þvf er dýrum oft fómað til að halda þeim í skefjum. Þrátt fyrir það em menn aldrei öruggir. Skyndilega getur ógæfan dunið yfír. Það er þvf mikill vandi að vera Kristniboð — þróunarhjálp „Nú emð þið búin að ferðast næstum því yfír hálfan hnöttinn til að starfa á meðal þessa fólks. Er nokkurt vit í að vera að prédika yfír þessum heiðingjum? Væri ekki nær að vinna að þróunarhjálp á meðal þess?“ Ragnar verður fyrir svöram. „Sá, sem er andvígur kristindómnum, skilur ekki gildi kristniboðs og krist- innar boðunar. Það er hlutverk allra kristinna manna að vinna að því að fagnaðarerindið verði boðað til ystu endimarka jarðarinnar. — Þró- unarhjálp er óaðgreinanlegur hluti af kristniboðinu. Þó að við séum ekki með nein stór þróunarverk- efni, ráðumst við að rótum ýmis konar meina með því að byggja skóla og reka öflugt boðunarstarf. Menntun og fræðsla eru forsendur framfara og bættra lffskjara. Krist- indómurinn breytir afstöðu manna til lífsins og losar þá við margt, sem hindrar þá í að bæta líf sitt. Þróunarhjálp án kristinnar boð- unar hefur oft margar neikvæðar hliðar. Þeir, sem að henni standa starfa yfírleitt í stuttan tfma, ef til vill 2—3 ár. Þeir búa ekki á meðal fólksins, sem þeir starfa á meðal og læra ekki mál þeirra. Af þeim sökum öðlast þeir lítinn skilning á menn- Kvennastarf. Hrönn safnar leiðtogaefnum saman til vikulegra funda. Þetta er mjög mikilvægt starf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.