Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Glæsileg karlmannaföt margir litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Terylenebuxurkr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,-og 1.795,- teryl./ull/stretch. Gallabuxur kr. 790,-, 850,- og 875,- sandþvegnar. Flauelsbuxur kr. 795,- Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. Fiskasafn við Skúlag'ötuströnd eftir Einar Jónsson Það er kunnara en frá þurfi að segja að eina fiskasafnið hér á landi þar sem lifandi sjávarfískar eru hafð- ir til sýnis í keijum er í Vestmanna- eyjum. Það safn er hið boðlegasta í alla staði og Eyjamönnum til sóma um leið og það storkar okkur fasta- enn meirí háttar 0STATILB0Ð stendur til 19. mars nú eru það smurostarnir, 3 dósir í pakka landsbúum rækilega sem ekkert slíkt eigum og erum þó fískveiðiþjóð er lifír fyrst og fremst á sjávarfangi. Kveikjan að Vestmannaeyjasafninu og forsendur þess var hreinn jarðsjór sem kemur úr holu er boruð var til að leita eftir fersku vatni. Öflun á tærum sjó er einmitt í flestum tiifell- um dýrasta og erfíðasta vandamálið við rekstur fískabúra. Víðast hvar erlendis er sjórinn ýmist hreinsaður með miklum tilfæringum eða hrein- lega búinn til sem ekki er minna mál. Nú blasir við sá möguleiki að höfuðborgin geti eignast sitt eigið fískasafn án þess að ótaldar milljón- ir þurfí til. Vísi að þessu nýja safni má koma fyrir í húsakynnum Haf- rannsóknastofnunarinnar, en for- senda þess væri að gera sjóbrunn; þ.e. nýttur yrði sjór sem síast gegn- um nýju uppfýllinguna framan við Skúlagötu. Af slíkum nýgræðingi gæti síðar vaxið fískasafn á sama stað í líkingu við Vestmannaeyjasaf- nið. Einar Jónsson „Þá vaknar sú spurning hvort ekki mætti setja þarna upp brunn og fá þar nothæfan sjó í fiskabúr? Hafa verður í huga í þessu sambandi að uppfyllingin þarna á enn eftir að breikka, skolpræsið að hverfa, og auka mætti á sjósí- unina með því að koma Rækju-, sveppa- og paprikpostur , Áður kostuðu 3 dósir kr., Iltl 250 KT. 24% lækkun. Beikonostur Áður kostuðu 3 24% lækkun. dósir ca.J&'fkr., nú 285 kr * * leiðbeinandi smásöluverð. Sjóbrunnur við Skúlagötu? Undanfama mánuði hefur lítið fískaker verið til skrauts á anddyri Hafrannsóknastofnunar. Töluverð athygli hefur beinst að þessu búri og raunar hefur það vakið meiri eftir- tekt en þessi glerþró á stærð við meðalbaðker virðist eiga skilið. Allt um það sýna viðbrögð almennings við þessari fátæklegu viðleitni til að sýna lifandi sjávardýr, að þörfín er brýn í þessum efnum og öllu vel tek- ið sem gert er í þá veru. Þótt ker þetta sé ekki stórt eins og áður sagði, kostar það þó töluvert um- stang að halda því gangandi. Fylla verður tunnur úti á Faxaflóa og rog- ast með þær inn í anddyri hússins til að endumýja sjóinn í kerinu. Þeg- ar þeir sem um búrið sjá vom eitt sinn við þetta erfíða verk varð þeim starsýnt á sjóinn sem fellur nú í læk gegnum uppfyllinguna inn í gjána þar sem verið er að reisa skolp- dælustöð fyrir framan Skúlagötu 4. Þeir tóku sýni úr sjófossinum sem fyrir möl eða grófum sandi kringum slíkan brunn.“ dælt er með kraftmiklum dælum aft- ur út úr grunninum. í ljós kom að 90% af þeim bakteríum sem eru í sjónum þama fyrir framan síast frá þegar sjórinn fellur í gegnum jarð- vegsuppfyllinguna, en stórt skólp- ræsi opnast reyndar í fjörunni þama rétt við. Þá vaknar sú spuming hvort ekki mætti setja þama upp bmnn og fá þar nothæfan sjó í fískabúr? Hafa verður í huga í þessu sambandi að uppfyllingin þama á enn eftir að breikka, skolpræsið að hverfa, og auka mætti á sjósíunina með því að koma fyrir möl eða grófum sandi kringum slíkan brunn. Fiskasafn í Hafrannsókna- stofnuninni Ef slíkur brunnur yrði að veruleika Osló og kvennaráðstefnan: Sýning á ljósmynd- um noirænna kvemia SÝNING á ljósmyndum kvenna, undir heitinu „Kvenkyns ljós- myndarar á Norðurlöndum", verður haldin 30. júlí til 7. ágúst í Osló, í tengslum við kvennaráð- stefnuna þar. Þær konur, sem hafa atvinnu af ljósmyndun, geta tekið þátt í sýningunni, en það er ekki skilyrði að konurnar verði viðstaddar hana. Þær konur, sem vilja taka þátt í sýningunni, skulu tilkynna þátt- töku fyrir 25. apríl næstkomandi. Þær eiga að senda eina svart-hvíta ljósmynd, 24x30, sem notuð verður í sýningarskrá. Með þarf að fylgja stutt yfírlit (10 línur) þar sem tíund- að er þjóðemi og störf að ljósmynd- un og þess getið, ef myndir viðkom- andi hafa birst í bókum eða á sýn- ingum. Þess upplýsingar á að senda til Annicu Thomsson, c/o Rosfors, Björkbacksvagen 18, S-161 30 Bromma. Þá þarf einnig að greiða 150 sænskar krónur inn á sænskt póstgíró númer 4979347-4, til Annicu, merkt „Osló 88“. Frekari upplýsingar verða veittar eftir að þátttaka hefur verið tilkynnt. Fyrstu tvo sýningadagana verða myndimar sýndar undir beru lofti í miðbæ Osló, en síðustu fimm daga kvennaráðstefnunnar verður sýn- ingin innanhúss. Auk þess sem fyrr- greind Annica í Stokkhólmi veitir upplýsingar er hægt að snúa sér til Anne Britt Kilvik, Skippersgate 32, N-0154 Oslo 1. I Kaupmanna- höfn veitir upplýsingar Anja Tollan, H.C.Örstedsvej 11 A, DK-1879 Frb. C. Fréttatilkynning. Max Heádroom kom- inn á myndband SKÍFAN hefur gefið út á mynd- adroom. bandi þætti um „sjónvarpsmann framtíðarinnar“, Max Head- room. Alls er um að ræða 6 þætti og eru tveir saman á hverri spólu. Þættir þessir voru gerðir af AB- C-sjónvarpsstöðinni 1987 fyrir bandarískan markað og eru gerólík- ir þeim þáttum sem Stöð 2 hefur haft til sýninga. Þeir gerast í sjón- varpi framtíðarinnar og lýsa bar- áttu fréttamannsins, Edison Carter, við alls konar illþýði. Hans dygg- asti stuðningsmaður er Max He- Hér er um að ræða eina dýmstu þáttaröð sem gerð hefur verið fyrir bandarískt sjónvarp og sökum kostnaðar varð að hætta fram- leiðslu hennar eftir að þessir 6 þættir voru fullgerðir. Þess má og geta að í árlegri vin- sældakosningu í Bandaríkjunum í fyrra varð þessi Max Headroom- þáttaröð í hópi þeirra efstu og skaut meðal annars þáttaröðum á borð við Ifyrirmyndarföður og „Hill Stre- et Blues" ref fyrir rass. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.