Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 25 því að virkja almenningsálitið svo þrýst yrði á stjómvöld að grípa til ákveðnari aðgerða. Þrátt fyrir að brúðarbrennur hafi verið bannaðar með lögum árið 1829 höfðu um 30 slíkar brennur farið fram í Rajasth- an á þeim 40 árum sem liðin eru síðan Indland fékk sjálfstæði 1947. Nú leit út fyrir að fleiri slíkir at- burðir gætu átt sér stað, fjöldi pílagríma í Deorala benti a.m.k. til þess. Nokkrum dögum eftir heimsókn ráðherrans var hin árlega sati mela (markaðshátíð) haldin í Mandawa Kala, sem ér þorp nærri Deorala. Þar var árlega minnst brennu 75 ára gamallar ekkju sem hafði geng- ið á bálið með manni sínum árið 1975. Yfír samkomugestum vom haldnar þrumandi ræður, en margir þeirra voru vopnaðir sverðum og byssum. Þeir voru aðallega raj- putar. Þrátt fyrir ap þessi kynhreina riddarastétt sé aðeins um 10% af íbúum Rajasthan, var hún til skamms tíma ráðandi afl í öllu and- legu og efnahagslegu lífi íbúanna. Riddaramir áttu meginhluta rækt- aðs lands og stjómuðu hinum fjöl- mörgu furstadæmum og hálf-sjálf- stæðu ríkjum fylkisins, sem aðeins voru stjómmálalega sameinuð hinu sjálfstæða Indlandi frá 1947 og til 1950. Bráðabirgðalög Fulltrúaþing fylkisins hélt áfram að starfa allan september og hver dagur sem það kom saman var stjóminni erfiður. Forsætisráðherr- ann, sem var í Kongress-flokki (I) Rajivs Gandhis, lofaði að koma á löggjöf svo hægt væri að refsa þeim sem gerðu sig seka um að hvetja til „SATI“ eða hafa í hávegum. En slíkur var stuðningurinn við þessa , hefð og- þær helgiathafnir sem henni fylgja að það var ekki 'fyrr en daginn eftir þingslit að ríkis- stjóm fylkisins lagði í að setja bráðabirgðalög sem kváðu á um lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu þeirra sem ýttu undir brúðarbrenn- ur. Þá sem styddu slíka athöfn opin- berlega mætti dæma í allt að sjö ára fangelsi. Þegar bráðabirgðalögin vom kunngerð var hætt við byggingu hofs þar sem setja átti upp styttu af Roop Kunwar annan október, en þann dag var ráðgert að halda mik- ilvæga hátíð hindúa í Dusshera. Þó héldu nokkrir ungir menn áfram varðstöðu sinni við plötu hofsins sem hafði verið steypt á hálfum mánuði, en þar stóð þríforkur, tákn sati mata. Hundruð vopnaðra lög- reglumanna höfðu búðir í nágrenn- inu til að vama utanaðkomandi aðgang að þorpinu og andrúmsloft- ið var þrungið spennu. Fjölmörg mótmælaskjöl gegn bráðabirgða- lögunum sem bönnuðu brúðar- brennur voru tekin gild af hæsta- rétti Rajasthan. Eitt slíkt var lagt fram af föður Roop Kunwar, Baal Singh Rathore. Einnig höfðu æðstu menn tveggja helstu miðstöðva pílagríma í hindúasið lýst yfir st.uðningi sínum við það að ekkjur fómuðu sér af fijálsum vilja, en andstöðu við að þær væm neyddar til þess með valdi. Afstaða dómstóla Meðan dómstólar hlustuðu á rök- stuðning fyrir bráðabirgðalögum stjómarinnar og gegn þeim, deildi löggjafarþingið um fmmvarp sem svipaði til bráðabirgðalaganna. Hinn 10. nóvember var fmmvarpið,' sem aðeins gilti í Rajasthan, sam- þykkt. 116 af 200 þingmönnum greiddu því atkvæði sitt við fyrsta nafnakall. Fmmvarpið var síðan samþykkt, eftir að öllum breyting- artillögum stjómarandstöðunnar hafði verið vísað frá. Meðan á þessu stóð vom 24 af þeim 52, sem hand- teknir höfðu verið í Deorala, látnir lausir, stjómin hafði „fundið þá sýkna saka“. Forsprakkar þeirra sem æst höfðu fólk til stuðnings við brúðar- brennu’r og höfðu verið handteknir fyrir opinberan stuðning við athæf- ið, vom látnir lausir vegna tækni- legs galla í ákæm; bráðabirgðalögin sem kváðu á um handtöku þeirra höfðu ekki birst í lögbirtingablaði fylkisins þegar hún átti sér stað. Kvenréttindahópar fóm fram á það við hæstarétt að fellt yrði úr lögun- um ákvæði sem leyfði „að hof sem byggð hefðu verið til að vegsama brúðarbrennur, áður en hin nýju lög tóku gildi, skyldu standa óhreyfð" og „heimilaði helgihald í slíkum hofum vegna brennanna". Á Ind- landi em um það bil 140 slík hof, meira en fjömtíu þeirra em í Raj- asthan, þrjú í Delhi. í bænaskrám kvenréttindahópa var þess krafist að öllum þessum hofum yrði lokað og að fé því sem safnað hafði verið af stuðnings- mönnum brúðarbrenna yrði varið til að styrkja ekkjur. Hæstiréttur hafði staðfest að brennurnar heðu „ekki trúarlega þýðingu og væm hvorki trúarathöfn né trúaratriði". Rétturinn taldi að það að fórna ekkju, hvort sem hún samþykkti það eða ekki, félli ekki undir ákvæði um trúfrelsi, en.það er vemdað af stjómarskrá Indlands. Slíkar fómir féllu heldur ekki undir ákvæði um borgaraleg réttindi. Rétturinn var þeirrar skoðunar að brúðarbrennur væm andstæðar gmndvallarmann- réttindum og „í ósamræmi við öll ákvæði stjómarskrárinnar". Vandi stjórnvalda Alríkisstjómin hafði nú hrokkið upp við það að þó flestar brennurn- ar sem átt höfðu sér stað undanfar- ið hefðu verið í Rajasthan, vom famar að berast fréttir um eina og eina slíka í öðmm fylkjum. Bretar höfðu bannað athæfíð árið 1929, í þeim hlutum Indlands sem þeir réðu þá. Skoðanakönnun í smærri bæjum í Rajasthan og á landsbyggðinni leiddi í ljós, að um það bil 2/3 íbú- anna vom fylgjandi brennu Roop Kunwar og minna en 4% vom þeirr- ar skoðunar að hún hefði verið neydd til að fóma sér. Spurðir um ástæðuna fyrir skoðun sinni, svör- uðu menn: „Hún hélt uppi heiðri menningar hindúa." „Áð fórna ekkju er hluti af hefð rajputa". Og: „í trúarbrögðum hennar er eigin- maðurinn Guð.“ En algengasta ástæðan var þó sú að ekkjum raj- puta er bannað að giftast aftur. Yfirforingjar í lögreglunni lögðu áherslu á að nýju lögin myndu ekki koma í veg fyrir brúðarbrennur og dásömun þeirra. Þann hálfa mánuð sem trúarofstækið var hvað mest, sögðu þeir að handtaka þeirra sem hvottu til brennunnar hefði einung- is leitt til ofbeldis. Forsætisráðherra Rajasthan var beðinn að koma í veg fyrir 13. dags hátíðahöldin, þar sem haldið var upp á brennuna, en hann gat ekkert gert. Þetta var ástæðan fyrir orðum Margaret Alva, ráð- herra jafnréttis- og félagsmála í alríkisstjóminni, þegar hún sagði: „Ég er tilbúin til að viðurkenna að ég hef gert mistök . . . að kynslóð okkar hefur mistekist." Menntamenn ráðþrota Indverskum menntamönnum var bmgðið og þeir stóðu ráðþrota frammi fyrir brennunni og stuðn- ingnum við hana. Ekki aðeins var tengdafaðir Roop Kunwar mennt- aður maður, heldur var einnig læsi meðal kvenna í Deorala með því meira sem gerðist í landinu. Margar skýringar á atburðinum komu fram:. Ekki þyrfti að skila heimanmundi Roop Kunwar nú að henni látinni, það yrði þorpinu til góðs að verða vinsæll áfangastaður pílagríma; stjómmálamenn úr röðum rajputa vom sakaðir um að nota sér rót- gróna hjátrú til að efla dvínandi áhrif riddarastéttarinnar og veiða atkvæði með hjálp hindurvitna. Þjóðfélagsfræðingar skýrðu at- burðinn sem eitt fjölmargra meina sem hijáðu samfélag hindúa og stöfuðu af áhrifum nútímans sem smátt og smátt væm að eyðileggja hefðbundið lífsmynstur þeirra. Um miðjan desember samþykkti sambandsþing Indlands lög, sem bönnuðu að hvetja til brúðarbrenna. Þeir sem það gerðu skyldu teknir af lífi eða dæmdir í ævilangt fang- elsi, ef af brennu yrði. Konu, sem reyndi að brenna sig á þennan hátt, mætti dæma í sex mánaða fang- elsi. Þeir sem létu í ljós aðdáun sína á slíkri fóm gætu átt von á fangels- isvist í allt frá einu og upp í sjö ár. Hof sem tengdust brennum skyldu eyðilögð, trúarathafnir sem tengdust þeim stöðvaðar og fé sem safnað hefði verið til þeirra tekið eignamámi. Menn sem dæmdir yrðu fyrir að hvetja til brenna fengju ekki arf eftir ekkjuna og aðrir sem dæmdir yrðu fyrir tengsl við slíkar athafnir yrðu sviptir kosn- ingarétti. Höfundur er aðstoðarritstjóri The Statesman, dag-blaðs sem gefið er út (Nýju Delhi. Sundfatnaður og strandfatnaður Nýkomið glœsilegt úrval Gott verð hr \kr A i útiúf Glæsibæ, sími 82922. MICR0SOFT HUGBÚNAÐUR NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.