Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 41 Höfnínní á Raufar- höfn lokað fyrir ís HAFÍS hefur sést úti fyrir Norð- austurlandi og út af Hornströnd- um en ekki hefur verið hægt að fljúg-a könnunarflug vegua veð- urs. I gærkvöldi sáust tveir ísjak- ar utan við höfnina á Raufarhöfn og var henni þá lokað í öryggis- skyni, en spáð er áframhaldandi norðanátt næstu daga. „Veðurstofunni hafa borist til- kynningar um hafís frá Melrakka- sléttu, Þistilfirði, Langanesi og Bakkaflóa og virðist ísinn vera úti fyrir norð-austurhluta landsins," sagði Dr. Þór Jakobsson. „Frá Bakkafirði sáust stórir og stakir jakar í 10 til 15 sjómílna fjarlægð á leið inn Bakkaflóa með Langa- nesi.“ Spáð er áframhaldandi norðanátt og má því búast við að hafís nálg- ist Vestfirði á ný, norðan við Horn. „Siglingaleiðin er opin en við vitum ekki hvort hægt er að sigla norðan við ísinn, en þetta ástand er slæmt fyrir fólk inni á fjörðum og við hafnir,“ sagði Þór. Flugleiðir flytja hestana fyrir Félag hrossabænda FÉLAG hrossabænda og Flugleið- ir hf. hafa gert samning um flutn- ing á reiðhestum til Evrópu á næstu mánuðum. Félag hrossa- bænda hafði áður gert samning um Fish cargo um flutning á hrossunum en sá samningur hefur ekki komið til framkvæmda. Fyrsta hrossaflugið verður 27. mars og verða þá fluttir 80 hestar til Gautaborgar. Eftir að Félag hrossabænda samdi við Fish cargo um hrossaútflutning- inn fóru Flugleiðir að bjóða svipuð kjör, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, og mun það meðal annars hafa orðið til þess að samningurinn við Fish cargo náði ekki fram að ganga í öllum atriðum. í framhaldi af því sömdu forráðamenn Félags hrossabænda við Flugleiði um flutn- inginn en.tryggir á móti fulla vél í hvert sinn. Nýir bílar frá BMW og Toyota í síðustu viku var kynntur í fyrsta sinn hér á landi nýr bíll frá BMW. Það er „Fimman“, en sá bill hefur vakið mikla athygli erlendis fyrir hönpun og tækni- búnað. Þá var einnig kynntur nýr bíll frá Toyota í lok vikunnar, Carina II. Hinn nýi BMW er annar bíllinn sem verksmiðjumar senda frá sér í nýj- um búningi á stuttum tíma. í fyrra kom Sjöan endursköpuð. Þessi er af millistærð og er algjörlega ný hönnun, að sögn BMW. Toyota kynnti hina nýju Carinu II í Noregi fýrir Island og Noreg sameiginlega. Fór þar fram reynslu- akstur og var Morgunblaðið með í för. Frásögn af reynsluakstri beggja bflanna og ítarlegar upplýs- ingar um þá verða á næstunni á bflasíðu blaðsins. Garður: Snjórinn setti allt úr skorðum Garði, Mikinn snjó setti niður í þorp- inu á sunnudagskvöld og aðfarar- nótt mánudagsins og var víðst 40-50 sm. snjólag. Þrátt fyrir góðan vilja starfs- manna hreppsins var ekki búið að hreinsa nema helztu götur þegar fólk flykktist til vinnu að morgni mánudags og komust sum fyrirtækj- anna ekki í gang fyrr en líða tók á níunda tímann þar sem starfsmenn- imir sátu margir hveijir fastir í snjósköflum víða um byggðarlagið. Snjóruðningi er nú að mestu lokið og má víða sjá háa ruðninga. Er þetta mesti snjór sem komið hefir í vetur. — Amór Hin slös- uðu í rétti í FRÉTT Morgunblaðsins í síðustu viku, þar sem sagt var frá árekstri tveggja bifreiða á Kringlumýrarbraut laugardag- inn 5. mars, var ranglega farið með i hvorri bifreiðinni hin slös- uðu voru. Annarri bifreiðinni var ekið suður brautina og hinni í norður. Þeirri síðarnefndu var ekið í veg fyrir hina, sem í voru kona og tvö börn. Þau slösuðust öll lítillega. Bréf formanns Alþýðubandaiagsins til félagsmálaráðherra: Sammngar í heimabyggð- um lýðræðisleg krafa HÉR birtist i heild bréf Ólafs Ragnars Grimssonar, formanns Alþýðubandalagsins, til Jó- hönnu Sigurðardóttur, félags- málaráðherra, þar sem bent er á þijár leiðir til þess að viðræð- ur um kjarasamninga fari fram i heimabyggðum viðkomandi verkalýðsfélaga. „Hæstvirtur félagsmálaráð- herra, Jóhanna Sigurðardóttir. Rétturinn til að semja um kaup og kjör í fijálsum samningum er grundvallarréttur í lýðræðislegu samfélagi. Til að tryggja að þessi réttur sé virtur í hvívetna er mikil- vægt að samningsaðilum sé ekki mismunað með því að láta annan aðilann njóta hagstæðari skilyrða en hinn.. Nú hafa samningamálin þróast á þann veg að stærstur hluti þeirra verkalýðsfélaga sem ríkis- sáttasemjari hefur boðað til við- ræðna eru samtök fólks sem býr á Norðurlandi, Austurlandi, Suð- urlandi og Vesturlandi. Sú eðli- lega ósk hefur komið fram að við- ræðumar fari fram heima í héraði til að tryggja náið samband við- ræðunefndanna við hina almennu félagsmenn og draga úr þeim miklu fjárhagsbyrðum sem væm samfara því að hin smærri félög landsbyggðarinnar yrðu að halda úti samninganefndum í Reykjavík, jafnvel vikum saman. Það er því eðlileg, lýðræðisleg krafa að samningamir fari fram í heimabyggðum launafólksins og komið verði í veg fyrir verulega fjárhagslega mismunun samn- ingsaðila. Ef ríkisvaldið léti það viðgangast að þessi samtök launa- fólks væm neydd til að taka þátt í viðræðum í Reykjavík þá væri í senn verið að bijóta gegn hinum lýðræðislega gmndvelli samn- ingsréttarins og veita samtökum atvinnurekenda vemlegt fjár- hagslegt forskot og yfirbúrði í aðstöðu. Til að koma í veg fyrir slíkt misrétti og um leið greiða fyrir framgangi samningaviðræðna vil ég koma á framfæri við þig tillög- um um þijár leiðir og heiti um leið stuðningi Alþýðubandalagsins við að vinna aðra til fylgis við að einhver þessara leiða verði farin. 1. Félagsmálaráðherra setji fram þau tilmæli til ríkissátta- semjara að samningaviðræðumar verði færðar heim í hémð þeirra samtaka sem í viðræðum eiga og lýst verði yfir stuðningi ríkis- stjómar og Alþingis við þau til- mæli. 2. Þeim tilmælum verði komið á framfæri við fjármálaráðherra að embætti ríkissáttasemjara verði þegar í stað veitt aukafjár- veiting tfl að greiða allan kostnað samtaka launafólks á landsbyggð- inni við að halda úti samninga- nefndum í Reykjavík og rækja eðlilegt samráð við félagana heima í héraði. Á þann hátt verði komið í veg fyrir fjárhagslega mismunun milli samningsaðila. Ríkisstjóm og Alþingi heiti síðan að tryggja staðfestingu heimilda fyrir slíkri fjárveitingu. 3. Flutt verði fmmvarp til laga sem kveði á um þá skyldu að óski annar viðræðuaðili eftir því að samningar fari fram í heimabyggð deiluaðila þá beri ríkissáttasemj- ara að verða við þeirri ósk. Á þann hátt yrðu samningarnir á jafnréttisgmndvelli og lýðræðis- legt samráð yrði mun auðveldara. Alþýðubandalagið myndi greiða fyrir því að slíkt fmmvarp fengi hraða afgreiðslu á Alþingi. Þegar launafólk heyr erfiða baráttu fyrir bættum kjömm þá er nauðsynlegt að þeir flokkar sem tengja hugsjónagmndvöll sinn við hagsmuni alþýðunnar beiti afli sínu til að tryggja jafnan rétt. Koma þarf í veg fyrir að ríkisvaldið, með því að halda í gamlar reglur, skapi atvinnurek- endum sterkari aðstöðu við samn- irigaborðið. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn taki saman höndum um að tryggja að lýðræð- islegur réttur launafólks verði virtur. Við emm því reiðubúin að veita félagsmálaráðherra Alþýðu- flokksins lið til að hægt sé að verða við þeim óskum sem samtök launafólks hafa sett fram. Það er brýnt að skjótt verði bmgðist við þar eð ella geta verk- föll skollið á víða um land í næstu viku. Þess vegna beini ég því til þín að innan tveggja daga fáist niðurstaða í því hveija af þessum þremur leiðum þú og ríkisstjómin vilja fara. Ég vona að sú niður- staða verði jákvæð. Annars hlyti Alþýðubandalagið að beita sér fyrir því að þegar í þessari viku yrði flutt á Alþingi þingmanna- fmmvarp um aðgerðir til að tryggja jafnrétti í kjarasamning- um. Með jafnaðarmannakveðju, Ólafur Ragnar Grimsson, formaður AJþýðubandalags- ins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.