Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 13 Valgerður Hauksdótt- ir í Gallerí Borg VALGERÐUR Hauksdóttir opnar sýningu i Gallerí Borg, Pósthússtræti 17, í dag kl. 17. Valgerður Hauksdóttir fædd- ist í Reykjavík 1955. Árið 1981 lauk hún BA-prófí í myndlist frá University of New Mexico, Albuqurque, New Mexico í Bandaríkjunum. Á árunum 1981—1983 stundaði hún nám við University of Illinois, Campaign-Urbana, Illinois, og lauk þaðan MFA-prófí í grafík. Valgerður var styrkþegi og aðstoðarkennari við University of Illinois 1981—1983 og er nú deildarstjóri við grafík-deild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Valgerður hefur síðustu mánuði verið gestakennari við listaháskólann í Austin. Texas. Hún er formaður í Islenskri Grafík. Valgerður hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér- lendis og erlendis. Síðast hélt hún einkasýningu í Gallerí Borg 1985. Á sýningu hennar nú eru grafíkmyndir. Verk eftir Val- gerði eru í eigu ýmissa opin- berra stofnana á Islandi og er- lendis. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18. Lokað er á föstudag- inn langa og páskadag. Sýning- unni lýkur þriðjudaginn 5. apríl. Valgerður Hauksdóttir myndlistarkona. Hæstiréttur: íþróttamanni, sem slasaðist við æf- ingar, dæmdar bætur úr borgarsjóði HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm i máli iþróttamanns, sem slasaðist á æfingu þegar hann rann á blautu gólfi æfingarhús- næðis í Baldurshaga i Laugardal árið 1982. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að borgarstjór- inn í Reykjavík, fyrir hönd borg- arsjóðs, skuli bæta íþróttamannin- um helming tjóns hans. Áður hafði héraðsdómur sýknað borg- arstjóra af öllum kröfum manns- ins, en hann áfrýjaði þeim dómi. Málsatvik eru þau, að síðla árs 1982 æfði íþróttamaðurinn, Elías Rúnar Sveinsson, grindahlaup í Baldurshaga, sem er æfíngarhús- næði undir stúku Laugardalsvallar. Þetta húsnæði hafði Reykjavíkur- borg látið útbúa til æfínga fíjálsra íþrótta og leigði það íþróttafélögum til afnota fyrir félagsmenn þeirra. í niðurstöðu Hæstaréttar segir, að húsnæðið hafí einkum verið ætlað fyrir fíjálsíþróttamenn, sem stunda keppni á opinberum mótum, til æf- inga inni við eftir að völlum hefur verið lokað á haustin. Áftýjandi hefði lengi staðið framarlega í hópi þeirra manna, þegar slysið varð. Umsjón með húsnæðinu og afnotum þess var í höndum starfsmanna borgarinnar. Um langan tíma gætti leka úr lofti salarins þegar úrkoma var eða þíða eftir frost eða snjókomu og var sú raunin þegar slysið varð. Elías Rúnar var að æfa grindahlaup þegar hann rann í bleytu og slasaðist tölu- vert við fallið. Hæstiréttur féllst á, að rekja mætti slysið til bleytunnar og taldi borgina því bera fébóta- ábyrgð af völdum slyssins. Á það var bent, að ósannað væri að starfs- maður borgarinnar hefði gert nægar ráðstafanir umrætt sinn til að koma í veg fyrir að slys hlytist af bleytu á gólfí. Þá benti Hæstiréttur á, að Elías Rúnar hefði stundað æfíngar í Bald- urshaga um árabil og hefði hann sagt að allan tímann hefði borið á leka. Þó hafi hann ekki orðið var við bleytu í umrætt sinn fyrr en sly- sið varð, né heldur fyrr á þvi hausti. Tveir iþróttamenn, sem voru við æfíngar samtímis, kváðust hafa orð- ið varir við bleytu þegar þeir komu i salinn og annar þeirra, þjálfari hinna, sagðist hafa þurrkað upp bleytu af gólfínu. Samkvæmt þessu taldi Hæstiréttur, að Elías Rúnar hefði mátt verða var við bleytuna og hafí honum þvi borið að sýna sérstaka aðgæslu við æfingar sinar. Þar sem hann hafí ekki sýnt þá aðgát, sem af honum mátti krefjast i umrætt sinn, verði hann að bera tjón sitt að nokkru leyti sjálfur. Niðurstaða Hæstaréttar var sú, að örorkutjón íþróttamannsins væri hæfilega metið ein milljón króna og miskabætur 100 þúsund krónur. Helming þessarar fjárhæðar, eða 550 þúsund krónur, var borgar- stjóra, fyrir hönd borgarsjóðs, gert að greiða Elíasi Rúnari, með vöxtum frá 29. nóvember 1982. Þá var borg- arstjóra gert að greiða honum 130 þúsund krónur í málskostnað, auk tæplega 162 þúsund krónur í máls- kostnað í héraði. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Guðrún Er- lendsdóttir og Þór Vilhjálmsson og Hjörtur Torfason, settur hæstarétt- ardómari. Guðmundur Jónsson skilaði sérat- kvæði, þar sem hann tók fram, að hann teldi ekki skipta máli um bóta- ábyrgð stefnda hvort íþróttamenn, sem æfingar stunduðu í íþróttasaln- um, gerðu það til undirbúnings keppni á opinberum mótum né held- ur hversu góðum árangri áfrýjandi hefði náð í íþróttagreinum þeim sem hann æfði. Að öðru leyti lýsti Guð- mundur sig sammála niðurstöðu meirihluta dómara. Háskólakórinn: Disney- rímur í Tjamarbíói Háskólakórinn, ásamt Halldóri Björnssyni leikara, frumflytja Disney-rímur eftir Þórarin Eld- járn í Tjarnarbíói á morgun, föstudag, 25. mars kl. 20.30. Höfundur tónlistar og stjómandi Háskólakórsins er Ámi Harðarson. Leikstjóri er Kári Halldór en lýsingu annast Ólafur Öm Thorodsen. Þessi uppfærsla Háskólakórsins er einskonar músikleikhús, þar sem kór og leikari flytja rímumar um Walt Disney í tali og tónum. Þórarinn Eldjám sendi Disney- rímur frá sér árið 1978. Athygli er vakin á því að sýningar á Disney-rímum verða einungis fimm. |Frj»ftiitiHíynniny) Mynd þessi var tekin á æfingu á Disney-rfmum nýverið. Halldór Björnsson i forgrunni, kórfélag- ar snúa baki í hann. @1110 UOSMYNDAFYRIRSÆTA ELITE OG NYS LIFS KYNNT Á HÓTEL SÖGU FÖSTUDAGINN 25. MARS HÁTÍDIN HEFST KL. 19.30 s DAGSKRÁ: Pálmi Gunnarsson og Jó- hanna Linnet Valgeir Guðjónsson Tískusýning Elite 88 - Trudy Tapscott fulltrúi Elite kynnir Ijós- myndafyrirsætu Nýs Lifs og Elfte Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar lelkur fyr- ir dansl Kynnir Bryndís Valgeirs- dóttir ® KVÖLDVERÐUR KR. 2600.- PANTANIR í SÍMA 29900 - ALLA DAGA KL. 9-5 The ,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.