Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 52
 52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 Lancia Thema árg. '87 MAZDA 323 GLX árg. '87 MAZDA 626 LX árg. '83 = MAZDA 626 LTD árg. ’87 MAZDA 323 árg. ’83 MAZDA 323 Station árg. ’86 MAZDA 626 GLX árg. ’87 MAZDA 929 Station árg. ’81 MAZDA 323 árg. '86 NY HAGSTÆÐ KJOR... á nokkrum notuðum úrvals bílum!!! Viðgetum nú boðið nokkra notaða úrvals bíla á betra verði og greiðslukjörum en áð- ur hefur þekkst. Dæmi: MAZDA 323,4ra dyra, 1.3 LX, árg. '87 Verð...................kr. 440.000 Útborgun 25%............kr. 1 1 0.00 AfslAttur.............kr. 44.000 Eftirstöðvar sem greiðast með skuldabréfi á allt að 30 mánuðum með jöfnum afborgunum kr. 286.000 Opið laugardaga frá kl. 1 mamsam BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299. Morgunblaðið/J6n H. Sigurmundsson Fundarmenn á fundi björdæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Þorláks- höfn. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi: Rætt um nýjungar í atvinnuháttum og nábýli við Reykjavík Þorlákshöfn. Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi gengst nú fyrir mikilli fundaherferð í öllu kjördæminu. Einn liður í þeirri herferð var fundur sem haldinn var i Þorlákshöfn á sunnudaginn var og bar yfirskriftina „Nýjung- ar í atvinnuháttum og nábýli við Reylqavík“. Framsögumenn á fundinum voru Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntækni- stofnunar, Einar Sigurðsson oddviti Ölfushrepps, Hannes Gunnarsson framkvæmdastjóri Mátveggja og Þorvaldur Garðarsson framkvæmda- stjóri laxeldisstöðvarinnar Smára. Einnig átti Víglundur Þorsteinsson framkvæmdastjóri að vera með framsögu en hann var bundinn í karphúsinu vegna samninganna. Fundarstjóri var Ámi Johnsen. í framsöguræðu Páls Kr. Pálsson- ar kom fram að gjaldþrot fyrirtækja hafa aukist mjög upp á síðkastið og hefur landsbyggðin farið enn verr út úr því en Reykjavíkursvæðið að Eyjafjarðarsvæðinu undanskildu sem virðist vera á uppleið. Áberandi er að eigin fé fyrirtækja er mjög lítið og flármagnskostnaðurinn í mörgum tilfellum orðinn hærri en launakostn- aður. Páll taldi að höfuðmeinsemd dreif- býlisins væri neikvæð umræða sem færi fram um búsetu og atvinnulíf á landsbyggðinni og ef taka ætti orð sumra þingmanna trúanleg mætti halda að allt væri í kaldakolum á landsbyggðinni og enginn þyrði að flytja út á land. Þessum hugsunar- hætti verður að breyta. Páll taldi að stóriðja hefði ekki skilað okkur íslendingum því sem vænst hefði verið af henni og sveifl- ur á verðlagi væru of miklar til að svo lítið þjóðfélag gæti treyst á hana. Virðisaukinn er mestur í úrvinnsl- unni og þar er hægt að borgá bestu Þorvaldur Garðarsson fram- kvæmdastjóri fiskeldisstöðvar- innar Smára. launin. Því er það sú grein sem við eigum að snúa okkur að. Fiskurinn er okkar mesta og besta hráefni. Hann eigum við að fullvinna. Við eigum að koma upp úrvinnsluverk- smiðjum um allt land. Sem dæmi um vitlausa flárfestingu nefndi Páll Sjó- efnavinnsluna á Reykjanesi, en fyrir hana hefði verið hægt að reisa fímm úrvinnsluverksmiðjur og markaðs- setja vöruna. Allir framsögumennimir voru sammála um að möguleikar í Þor- lákshöfn væru miklir til atvinnuupp- byggingar. Fyrst og fremst ætti að hugsa um fískveiðar og vinnslu, hvort sem sá fískur kæmi af eða úr sjó. Fiskeldismöguleikar í nágrenni Þorlákshafnar eru þeir bestu í heim- inum, sagði Þorvaldur Garðarsson, ef rafmagnsverð væri ekki svona hrikalegt. Allir fundarmenn voru sammála um að mestur vandi fyrirtækja á landsbyggðinni i dag væri rafmagns- kostnaður. Það v_æri ekki hægt að þola öllu lengur. Ámi Johnsen sagði í sinni ræðu að eins sú mesta hætta sem vofði yfir Sunnlendingum væri gegndarlaust smáfískadráp fyrir norðan og vestan. Það gæti haft al- varlegar afleiðingar fyrir okkur ef því yrði ekki hætt. _ jhs ENGIN SNURA ! Snúrulaust gufustraujárn frá Morphy Richards. Allar stillingar og enn fleiri möguleikar. Já, snúrulaust — óneitanlega þægilegra, ekki satt? Fæst í næstu raftækjaverslun. morphii richards EFj Kirkjur á lands- byggðinni: Fermingar Heydalakirkja, Breiðdal: Ferming pálmasunnudag kl. 14. Prestur sr. Gunnlaugur Stefánsson. Fermd verða: Atli Vilhelm Hjartarson, Selnesi 34. Páll Baldursson, Ásvegi 15. Sjöfn Sigurðardóttir, Bláskógum. Ferming í kapellunni á Drangsnesi pálmasunnudag, 27. mars, kl. 14. Prestur sr. Baldur Rafn Sigurðsson. Fermd verða: Halldór Logi Friðgeirsson, Kvíabala 7. Haukur Ingi Pétursson, Kvíabala 8. Hólmfríður Kristjana Smára- dóttir, Kvíabala 6. Kristín Björk Hermannsdóttir, Grundagötu 10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.