Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 29
eðlilegri líkamsþyngd. Hæfilegt er talið að úr kolvetnum fáist 50-60% af orkunni. Kolvetnin eigum við að fá úr kommat, grænmeti og ávöxt- um en miðað er við að ekki yfir 10% komi úr sykri. Fituneysla á ekki að fara yfir 35% af heildarorkunni og auka þarf hlutfall fjölómettaðrar fitu. Samkvæmt þessu er talið hæfi- legt að prótein, eða eggjahvíta, veiti að minnsta kosti 10% orkunnar. Bent er á að í fæðutegundum sem innihalda prótein eru mörg önnur efni sem eru nauðsynleg fyrir líkamann, til dæmis er jám í kjöti, kalk í mjólkurmat og hollar fitusýr- ur í fiski. Þess vegna má ekki tak- marka neyslu þessara fæðutegunda um of. Varað er við of mikilli saltneyslu og bent á að neysla matarsalts fari ekki yfir 8 grömm á dag. Sérstak- lega er getið um D-vítamín og talið hæfilegt að neysla þess fari ekki undir 400 alþjóðaeiningar á dag. Of lítið D-vítamín hefur verið í fæði íslendinga og því ráðlegt að taka lýsi daglega. Samkvæmt manneldismarkmið- unum skal stefnt að sem fjölbreytt- ustu fæðuvali úr kommat, mjólkur- mat, grænmeti og ávöxtum, kjöti, fiski og eggjum. Við erum það sem við borðum — Er þetta þá svona einfalt? „Já svona einfalt er þetta," segir Guðrún Þóra. „Þetta eru þær fæðu- tegundir sem við eigum að byggja okkar mataræði á. Það þarf bara að nota skynsemina. Öll vitum við að mjólkin er holl, en það er ekki hollt að drekka meira en hálfan lítra af henni á dag. Léttmjólk og undan- renna eru betri vegna þess að ný- mjólkin er feitari. Fólk getur minnk- að við sig fituna með því að velja fituminni tegundir matvæla og því er nauðsynlegt að lesa innihaldslýs- ingu á umbúðum. Að vísu hafa þau mál verið í ólestri hér, en það stend- ur til bóta. Sem betur fer hefur margt breyst til batnaðar og nú er orðið vinsælt að matreiða fitulitla rétti til dæmis frá austurlöndum. Þar er enginn ijómi notaður í matargerðina. Eins er soðinn matur aftur orðinn vin- sæll. En því miður lætur fólk enn ofan í sig ótrúlega margt sem það hefur ekki hugpnynd um hvað er. Við megum ekki gleyma því að við erum það sem við borðum." — En allir gleyma sér nú einhver tíma, ekki satt? „Auðvitað. Mestu máli skiptir að reyna að neyta hollrar fæðu venju- lega. Allir fara í veislu öðru hvoru og borða alls konar óhollustu til hátíðabrigða. Það er allt í lagi svo framarlega sem menn halda ekki áfram eftir að hafa leyft sér smá- vegis munað. Smá syndir við og við ættu ekki að skaða ef hugsað er um hollustuna dags daglega. Allir þurfa að reyna að fræðast um hvað er í matnum og hef ég oft velt því fýrir mér hvers vegna skólamir reyna ekki að hafa áhrif á bömin strax, til dæmis með því að benda þeim á að taka með sér hollt nesti í skólann." Að lokum var Guðrún Þóra spurð um gagnsemi megrunarkúra. „Ef fólk ætlar að grenna sig þýðir lítið að fara í skyndimeg- mnarkúra heldur þarf að breyta mataræðinu. í raun þarf lítið til eins og fram hefur komið. Það er hægt að léttast um 18 kíló á fímm ámm bara með þvi að hætta að borða smjör ofan á brauð. En fýrir þá sem alls ekki geta neitað sér um það er líka til annað ráð til að losa sig við aukakflóin sem hlaðast utan á af þessum 12 grömmum af smjöri á dag og það er að ganga í 20 mínútur á dag eða sippa í 6 mínútur. Til að ná árangri verður megmn- in að vera langtímamarkmið. Nauð- synlegt er að gefa sér tíma til að breyta mataræðinu því annars fara hlutimir í sama farið strax aftur. Ef það tekst líður manni betur og jafnframt stuðlar hollt fæði að auknu heilbrigði." ÁH MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 29 — VILT ÞÚ NÁ LANGT ?? Radióamatörar ná daglega um heim allan. Nýtt námskeið i morsi og radiótækni er að hefjast. Nú geta allir lært morse. ný skemmtileg aðferð. ----->>>>>>> lnnritun í sima 3 18 50 «< Ný læknastofa Hef opnað læknastofu mína í Hafnarstræti 7,3. hæð. Viðtalsbeiðnir í síma 621777 frá kl. 9.00-18.00 mánudaga til fóstudaga. Vilhjálmur Kr. Andrésson, sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. SUMARBUÐIR Dagana 22. júlí - 5. ágúst nk. efnir íþróttasamband fatú aðra til sumarbúða fyrir fatlaða á Laugarvatni. Haldin verða 3 vikna námskeið og megináherslan verður lögð á íþróttir og útivist. Sækja þarf um dvöl í sumarbúðunum fyrir 25. júní nk. Allar nánari upplýsingar er unnt að fá á skrifstofu íþrótta- sambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni Laugardal. Síminn á skrifstofunni er 91-83377. INNRETTINGAR Ekki opna augun alveg strax. Hugsaðu þér líka splúnkunýja innréttingu í eldhúsið — með skápuin, skúffum, hillum og öllum hirslum á réttum stöðum. Hugsaðu þér svo fallega fataskápa í forstofuna, svefnherbergið og barnaherbergið. Nýjar, fallegar og heimilislegar innréttingar frá HEIMILISVERSLUN HÚSASMIÐJUNNAR. Opnaðu svo augun. Nú geturðu komið í heimsókn til okkar og skoðaðu hvernig draumuriim þinn getur orðið að veruleika. Við gætum jafnvel gert þér tilboð í draumainnréttinguna. Komdu í dag. Komdu áður en þú ferð að láta þig dreyma um eitthvað annað. Lokaðu ekki augunum fyrir HEIMILISVERSLUN HÚSASMIÐJUNNAR. HUSA SMIÐJAN SKÚTUVOG116 SÍMI 687700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.