Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 37 er svo hætt við að maður glati ein- lægninni í því kapphlaupi, sem lífíð er. Ég er alveg viss um að þegar við fæðumst erum við hamingjusöm — með allt á hreinu. Það er ekki fyrr en farið er að innræta okkur alls konar tilbúnar siðferðisreglur, sem hlutimir fara að brenglast. Það er svo auðvelt að láta bara reka á reiðanum — dæma aðra en gera svo ekkert til að þroska sjálfan sig. Sumir segja að til sé vont fólk — ég mótmæli því. Það er ekki vont, aðeins vanhugsandi." Nú þegir Pálmi góða stund og virðist djúpt hugsi. Síðan segir hann: „Þegar ég var lítill var mér kennt að karlmenn ættu ekki að gráta. Þess vegna grét ég á bak við hús og skammaðist mín fyrir það. Mér var líka kennt að karl- menn væru töff og harðir. Ég var hinsvegar hvorki töff né harður og það olli mér æðislegum áhyggjum. Það er þetta sem ég á við þegar ég segi að tilbúin siðferðis- og rétt- lætiskennd eyðileggi fólk. Það er ekki fyrr en okkur tekst að bijóta þetta mynstur og sættast við okkar innri mann, sem við verðum fullgild- ar manneskjur. Þá fyrst losnar um spennuna. Og það ER gott að geta grátið." „Við sjáum þessi mynstur út um allt — og ekki síst í sjálfu stjómkerf- inu," segir hann. „Einhverra hluta vegna virðast stjómmálamenn t.d. aldrei geta viðurkennt að þeir, eins og aðrir, gera mistök. Það þykir ekki virðingarvert. Þess í stað rem- bast þeir eins og ijúpan við staurinn að veija alls konar hluti, sem eru gersamlega óveijandi," bætir hann við. „Annars er ég ekkert mjög pólitískur. Ég horfí, hlusta og hugsa svo mitt. Það sem mér gremst mest í sambandi við pólitík er hversu mikla lítilsvirðingu stjóm- málamennimir sýna okkur, vinnu- veitendum sínum. Oft og tíðum tala þeir til okkar eins og við séum fjórða flokks fólk, sem hugsum ekki neitt. Ég meina út um allan bæ er fullt af fólki, góðu fólki, sem gæti rekið þetta þjóðfélag mun bet- ur en nú er gert. Gallinn er bara sá, að þetta fólk gefur sig ekki ( þetta svínarí. Kannske konunum takist að hleypa heiðarleikanum inn í stjómmálin á ný — ég hef trölla- trú á þeim," fullyrðir Pálmi. „Vildi verða frægur“ Úr pólitík og yfír í popp. — Er hljómleikaferð um landið framund- an? „Það er nú eiginlega allt óá- kveðið, enn sem komið er,“ upplýs- ir Pálmi. „Sennilega spilum við eitt- hvað úti um landið, en óvíst hversu mikið. Við Magnús sömdum einu sinni upp á það að svo lengi, sem við hefðum báðir gaman af þessu, þá myndum við spila saman. Ef við fáum leið á þessu — þá hættum við. En trúlega eru nú nokkur ár ( það,“ segir hann. Það muna eflaust margir eftir jólaplötunni, sem þeir feðgar Pálmi og Sigurður Helgi sungu inn á sam- an. Hvemig litist Pálma á ef sonur hans, sem nú er þrettán ára, vildi feta ( fótspor föður síns og gera tónlistina að sínu ævistarfí? — Nú fær Pálmi sér sopa af kaffínu, kveikir sér í annarri sígarettu, hall- ar sér aftur í sætinu og segir sfðan: „Ja, það er nú það! ... nei, í alvöru talað, þá hefur hann spurt mig heil- mikið út í þennan bransa og ég hef reynt eftir bestu getu að hvetja hann hvorki né lelja. Ég hef sagt honum hvað tónlistin hefur kostað mig — og svo hvað ég hef fengið í staðinn. Þegar ég var að byija í þessu sá ég þetta allt í einhveijum glorí-balelúja hillingum. Eins og svo marga aðra langaði mig að verða „frægur". Ég gerði mér hinsvegar enga grein fyrir því að þetta er hörkuvinna. Maður gefur svo mikið af sjálfum sér í þetta að oft líður manni eins og tómri tunnu í fleiri klukkutíma eftir að maður hefur komið fram. Hann veit þetta allt saman, svo ef hann ákveður að leggja músíkina fyrir sig þá ætla ég ekki að stoppa hann,“ segir Pálmi. Pálma Gunnarsson langaði að verða frægur — og draumur hans varð að veruleika. Hver er draumur Pálma í dag? „Æ, þessi er erfíð, maður," segir hann. „Það ganga allir með einhvem draum í magan- um. Eitt af því, sem mig langar að gera einhvem góðan veðurdag er að senda frá mér plötu með eigin textum og lagasmíðum. Ég vann einu sinni í tæp tvö ár á Sólheimum og þar kynntist ég besta fólki, sem ég hef nokkum tíman kynnst. Með- al þess sem við afrekuðum þar var að semja og setja upp heilan söng- leik. Ég hafði alveg rosalega gaman af því — og væri alveg til í að gera meira í þeim dúr. Persónulega sæ- kist ég hinsvegar fyrst og fremst eftir því í dag að vera í jafnvægi. Ég vona líka að ég haldi áfram að þroskast, kynnist mínum innri manni betur. Það er nefnilega heil- mikið nám að læra að þekkja sjálf- an sig. í þeim skóla em fleiri hundr- uð bekkir og maður útskrifast aldr- ei. Engu að síður er þetta mjög gagnlegt nám. Það er nefnilega svo skrýtið, að innri maðurinn í okkur veit allt. Það er hann sem þekkir muninn á réttu og röngu — góðu og illu. Og það sem meira er — hann lýgur aldrei. Vinur minn Magnús Eiríksson samdi einu sinni texta um þennan innri mann — manninn, sem ég ætla að reyna að hlusta á í framtíðinni." Þú veist að djúpt í þínu hjaita, er ennþá einn örlítill Guð. Og þú veist að hann er af því bjarta, ef þú syndgar, þá heyrirðu suð. ... Og með það er Pálmi Gunnars- son stokkinn af stað. „Ég er að fara upp í sveit með alla flölskyld- una,“ segir hann um leið og hann fer út úr dyrunum. „Hún Ragn- heiður dóttir mín, sem er bara þriggja ára, heimtar að við förum og heimsækjum litlu nýfæddu lömb- in...“ — Já, það er sko af, sem áður var. Litið inn á Leiti Hún situr álút við eldhúsborðið og starir tómum augum á bleksvart kaffíð í bollanum. Nælonsokkamir, alsettir lykkjuföllum, krumpast niður kálfana á henni og rótsterk sígarettan liggur hálfreykt í öskubakkanum. Það fer ekki á milli mála að henni Gróu gömlu á Leiti líður illa núna. Og lái henni hver sem vill. Margra ára vinna er fokin út í veður og vind. Hún hafði lagt sig alla fram við að koma þessum Pálma Gunnarssyni fyrir kattamef — kallað hann forfallna fyllibyttu, ræfíl og róna. Fyrir tæpum tveimur ámm hafði hún meira að segja tilkynnt að hann væri látinn — og gætt þess vandlega að leyndarmálið spyrðist út. Það bregður fyrir ánægjubliki í augum Gróu þegar hún riflar upp þá gömlu góðu daga, er landsmenn trúðu öllum hennar tröllasögum. Skyndilega þyngist brúnin á ný. Eftir allt þetta erfiði gerir hann sér lítið fyrir — rís upp og það með látum og heldur áfram að syngja inn á hljómplötur, rétt eins og ekkert hafí í skorist. Hvílík og önnur eins ósvífni... Gremjan sýður í Gróu gömlu — hún nennir ekki einu sinni að gægjast yfír gardfnuna til að njósna um hana Fríðu í næsta húsi. Hún drepur í sígarettunni og stendur á fætur. Um eldhúsið ómar lag og texti Magnúsar Eiríkssonar af nýútkominni plötu Mannakoma. Lagið er leikandi létt — ljóðið fullt af lífsgleði, von og trú ... Og viti menn, það er enginn annar en Pálmi Gunnarsson sem stendur við hljóðnemann: Margir vaða í villu og svíma, veik ersú skíma, sem læðist inn. Veistu aðgleðin erbesta víman, hleyptu gleði inn í huga þinn. Viðtal: Inger Anna Aikman Myndir: Bjarni Eiríksson 1 EISMHMIimS fllsrjgMttfrltahifr Metsölublad á hverjum degi! Bæjarhrauni 4 - Sími 652220. . SKIPADE/LD SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A • PÓSTHÓLF 1480- 121 REYKJAVlK SlMI 28200 • TELEX 2101 -TELEFAX 622827 Sumarskóli 4.-10. og 4-16. júlí: Norður-evrópskur sumarskóli og þjálfunarbúðir undir stjórn Hvita bræðralagsins. Mottó: Gangið inn í nýja tímann gegnum Maitreya Buddha, leið hjartans. Nánari upplýsingar eru veittar I símum 91-78189,91 -41478, 96-25095 og 96-24283, einnig: Rosenhaven, Nerrebrogade 110A DK - 2200 Kaupmannahöfn S.451 37 2383. íslenska heilunarfélagið. Loksins aftur Fæst i næstu matvöniverslun. Væntanlegt einnig í 500 g pakkningu. Sumartilboð á notuðum bílui í eigu umboðsins: Við erum áfram í sumarskapi og nú er hægt að gera reyfarakaup á eftirtöldum bílum: i Tegundir: Gangverð: 1. Citroén CX 25D diesel stw. 8 manna árg. '84 640.000,- 2. Citroén BX árg. ’87 500.000,- 3. Citroén BX 19 TRD, diesel árg. ’85 430.000,- 4. Toyota Corolla DX 5 gíra, árg. '82 240.000,- 5. Toyota Corolla árg. ’78 90.000,- 6. Daihatsu Charmant LGX, árg. '83 340.000,- 7. Peugéot 305, árg. '82 250.000,- 8. BMW 315, árg. '82 290.000,- 9. Nissan Sunny station árg. ’84 330.000,- 10. Honda Civic sedan árg. '83 sjálfsk. 280.000,- Okkar verð: 550.000,- 460.000,- 350.000,- 210.000,- 50.000,- 290.000,- 190.000,- 260.000,- 290.000,- 250.000,- Greiðslukjör við allra hæfi. G/obus? Lágmúla 5, Reykjavík, sími 681555.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.