Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 39
nýbakaðar pönnukökur undir hend- inni. En nú er Valli afi allur og óneitanlega skilur hann eftir sig stórt skarð í lífi okkar. Hann var okkur öllum mikið meira en vinur — í huga okkar var hann einn af fjölskyldunni — en þó fyrst og fremst afi bamanna okkar og er söknuður þeirra mikill. Ég kveð Valla með þakklæti og virðingu fyrir ómetanlega vináttu og frænd- rækni. Blessuð sé minning hans. Sólveig Svavarsdóttir Okkur langar að minnast hér móðurbróður okkar sem látinn er eftir langvarandi heilsuleysi. Valgeir, eins og hann var kallað- ur af ættingjum og vinum, var fæddur á ísafírði, foreldrar hans voru hjónin Ástríður Guðmunds- dóttir, ættuð úr Lundareykjadal og Meyvant Hansson borinn og bam- fæddur Reykvíkingur. Foreldrar Valgeirs bjuggu um skeið á ísafirði vegna atvinnu Mey- vants, en hann var skipstjóri á þeim árum. Systkini Valgeirs vom: Ásta, d. 1986, Guðbjörg, móðir okkar sem lést í janúar sl., Sigurður, d. 1968, Hans, d. 1987. Eftir lifir yngstur systkina Jón Theodór. Þegar Valgeir var 6 ára gamall fluttu foreldrar hans til Reykjavíkur með böm sín og átti Valgeir heima þar upp frá því. Valgeir vann hin ýmsu störf. Tvisvar hélt hann til Danmerkur og starfaði þar meðal annars við landbúnað. Nokkur ár var hann matsveinn, bryti, hjá Landhelgisgæslunni og höfum við fyrir satt, að hann hafi verið góður og útsjónarsamur kokk- ur. Síðustu 15 árin starfaði Valgeir hjá ÁTVR eða þar til hann hætti vegna heilsubrests. Þar líkaði hon- um mjög vel og hafði oft á orði hve gott samstarfsfólk sitt væri. All- staðar þar sem Valgeir starfaði var hann vel látinn, enda lipur og þægi- legur í allri umgengni, og skipti varla skapi þó fastur væri fyrir. Einstaklega náið samband var milli Valgeirs og Guðbjargar, móður okkar, og okkur systradætmm var hann ávallt elskulegur frændi, sem við munum ætíð minnast með vænt- umþykju. Valgeir var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóna Hjörleifs- dóttir, sonur þeirra er Amundi fæddur 1946. Þau skildu. Eftirlif- andi kona Valgeirs er Jóhanna Finnbogadóttir frá Amarfirði, þau gengu í hjónaband 1964. Jóhanna er einstök mannkostakona sem bjó manni sínum gott heimili og annað- ist hann af mikilli umhyggju, fyrir það viljum við systur hans þakka. Blessuð sé minning Valla frænda. Systradætur MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR V *JÚNl 1988 Kveðjuorð: Kristján Magnús- son, Seljalandi Það ætti nú ekki að vera erfitt að skrifa nokkur orð til minningar um Kristján Magnússon, bónda I Seljalandi, því að svo vel tel ég mig hafa þekkt hann allt frá bemsku minni — en þó — það er svo margt sem segja má um þann góða mann, að þar verður margt útundan, en þrátt fyrir það ætla ég að freista þess að minnsta kosti að þakka honum þau frábæm kynni, sem ég hafði af honum. Þeim fer nú óðum fækkandi er settu svip á Hörðadalinn á þeim ámm, sem ég var að vaxa úr grasi. Þetta vom góðir menn og gegnir og þeir unnu sveit sinni og þjóð allt sem þeir máttu og það var ekki svo lítið því að það varð flestra þeirra ævistarf. Einhvem veginn fínnst mér, að Kristján í Seljalandi hafi verið samnefnari þeirra og það einkum vegna hans hjartahlýju og góðvilja í allra garð. Allt frá því ég man fyrst eftir mér var heimilið í Seljalandi þann- ig, að það laðaði að sér gesti og það kann vel að vera, að þetta hafi ég fundið enn betur, því að Kristján var náfrændi minn og mikill vinur foreldra minna. Og það var mikil viðbót á allt það góða, sem fyrir var í Seljalandi, þegar hann gekk að eiga Þorbjörgu Sigvaldadóttur, því að hún var alveg einstök í sinni röð, bæði hvað snerti gestrisni og annan höfðingsskap. Það var því ekki nein tilviljun, að ég, kona mín og böm okkar löðuðumst að Selja- landi alveg sérstaklega og þar var gott að koma og dvelja. Þaðan eig- um við öll góðar minningar. Eins og ég drap á áðan fer þeim nú fækkandi er reistu þjóðina við frá fátækt og til bjargálna, þetta vom menn til sjávar og sveita, er í byrjun þessarar aldar lyftu upp merki nýfengins sjálfstæðis og hófu það hátt á loft. Það var margt ólíkt þá og það er nú í sveitum landins, engir vegir, engar brýr, ekkert raf- magn, sími á einum bæ í hreppnum og allt mjög örðugt. En þá vom menn, sem af dugnaði og seiglu bmtust áfram og er þeir nú líta yfir farinn veg, geta þeir glaðst vegna þess að nú er æði mikill munur á. Þessum mönnum er ekki þakkað sem vera bæri og er það miður. Það var að vonum, að ýmis trún- aðarstörf hlæðust á Kristján og þeim öllum sinnti hann af sinni al- kunnu vandvirkni, hann var æ til góðs ef eitthvað þurfti að leita til hans í erfiðum málum, því að allt gjörði hann af samvizkusemi. Svo sem vera bar þurfti mikið að nota hesta í sveitinni áður en vegakerfi tók þá mynd sem nú er. Kristján var mjög góður hestamað- ur, það sá ég oft hve hestar eins og löðuðust að honum og urðu vin- ir hans, það sýndi vel hversu góður hann var við öll dýr. Eins og ég gat um var Þorbjörg, kona Kristjáns, frábær kona og gestrisni þeirra hjóna var við bmgð- ið, því var það að þama varð mik- ill gestagangur oft og tíðum og þó að húspláss væri ef til vill af skom- um skammti, bættu hjartahlýja og vinarþel það allt upp margfaldlega og að Seljalandi var mjög gott að koma. Kristján var fæddur 6. nóvember 1902 að Seljalandi. Sonur hjónanna Hólmfriðar Teitsdóttur og Magnús- ar Gestssonar, er þar bjuggu með miklum sóma. Þegar ég nú Iít yfir liðna tíð, finn ég það æ betur og hafði þó fundið það fyrr, að Kristján var einhver sérstæðasti og bezti sonur sinnar sveitar og þegar hann verður nú lagður til hinztu hvílu í Snóksdals- kirkjugarði, þá tekur jörð Dalanna þar við einum sinna beztu sona fyrr og síðar. Því er það að ég og mín fjölskylda kveðjum góðan frænda og vin og eigum ekki betri kveðju- orð en: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. Halldór Ólafsson Verzlunarkóli íslands Öldungadeild Innritun í öldungadeild Verzlunarskóla íslands fer fram dagana 1.-7. júníkl. 08.30-19.00. Kenndar verða eftirfarandi námsgreinar: Bókfærsla Bókmenntir Danska Efna- og eðlisfræði Enska Farseðlaútgáfa Ferðaþjónusta Franska Landafræði íslenska Reksturshagfræði Ritvinnsla Saga Stærðfræði Tölvubókhald Tölvufræði Vélritun Verslunarréttur Þjóðhagfræði Þýska Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig: Próf af bókhaldsbraut Próf af ferðamálabraut Próf af skrifstofubraut Verslunarpróf Stúdentspróf Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. Blömastofa Friðfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur. XJöfóar til Ll fólks í öllum starfsgreinum! Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn þriðjudaginn 7. júní í Súlnasal Hótels Sögu. D A G S K R Á: Kl. 11.30 Kjörfundur beinna meðlima. Kl. 12.00 Fundarsetning. RæðaformannsGunnarsJ. Friðrikssonar. Kl. 12.30 Hádegisverðuraðalfundarfulltrúa og gesta. Kl. 13.45 ATVINNULÍF OG EFNAHAGSHORFUR - Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Nóa & Síríus - Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti Rvk. - Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups hf. - Jón Sigurðsson, forstjóri ísl. járnblendifélagsins Stjórnandi umræðu Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips hf. Kl. 15.00 Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liðiö starfsár og önnur aðal- fundarstörf. Kl. 16.00 Fundarslit GUNNARJ. FRIÐRIKSSON KRISTINN BJÖRNSSON ÁGÚST EINARSSON JÓNÁSBERGSSON HÖRÐUR SIGURGESTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.