Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 33 Fulltráráð Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði á 50 ára afmælinu 1988 ásmt stjórnendum fyir- tækja Sjómannadagsins. upp með velvilja almennings og öflugum áróðri. Þessi hluti af arðin- um átti svo að renna til fram- kvæmda opinberra aðila til elliheim- ilisbygginga og fenginn Trygginga- stofnun ríkisins til ráðstöámar. Bíóreksturinn hefur að því leyti létt undir með Hrafnistu að ríkið endurgreiðir Hrafnistu 90% af skemmtanaskattinum, sem bíóið greiddi ríkinu. Þá hefur og Hrafn- ista reiknað sér leigutekjur af bíó- inu, þar sem húsið er eign Hrafn- istu, byggt sem samkomuhús heim- ilisins. Agóðinn af rekstrinum hefur hinsvegar reynzt misjafn um árin og er það alkunna að bíórekstur hefur ekki reynzt öllum arðvænleg- ur hin síðari árin, og nýlegar kröfur um fleiri sali í bíóhúsum hafa reynzt dýrar. Á aðalfundi Sjómannadagsráðs 3. marz 1963 bar stjómin fram til- lögu um heimild fyrir stjómina að veija allt að 20 þús. krónum til að koma á fót sumardvöl sjómanns- bama í sveit, og þá einkum munað- arlausra sjómannsbama í samráði við kvenfélög samtakanna. Þetta leiddi til sumardvalar 60—70 bama að Laugalandsskóla í Holtum og síðan til kaupa á jörð í Grímsnesi. Keyptir vom tveir stórir braggar við Sundahöfn og fluttir austur og innréttaðir, og þar var rými fyrir 60 böm og starfsfólk. Bamaheimil- issjóði, sem stofnaður hafði verið til framkvæmda, var síðan afhent jörðin Hraunkot til eignar ásamt þeim húsakosti sem á jörðinni var. Á framhaldsaðalfundi 29. apríl 1972 var samþykkt að hefja bygg- ingu orlofshúsa og þar er nú 21 hús félaga og um 100 hús einstakl- inga; einnig er þar rekið félags- heimili, sem veitir orlofsfólki ýmsa þjónustu og þar er nú verið að koma upp sundlaug og heitum pottum — en heitt vatn hefur nýlega verið veitt á svæðið í samvinnu við Grímsneshrepp, en eftir er að leiða það í húsin. Undir þessum fram- kvæmdum er staðið með leigutekj- um af jörðinni. Happdrætti DAS hefur, sem fyrr er sagt, borið mestan þunga af allri uppbyggingu Sjómannadagssam- takanna síðan 1954. Langmest af tekjum happdrætt- isins hefur komið úr Reykjavík og nágrannaplássunum eða milli 60 og 70%. Sjómannadagurinn rekur aðal- umboð happdrættisins í Reykjavík og hefur haft af því nokkrar tekj- ur. Á árinu 1986 keypti Sjómanna- dagsráð húseignina Tjarnargata 10 fyrir aðalumboðið, en það hafði fram til þess verið í leiguhúsnæði. Úthald fiskiflotans tók að breyt- ast með nýsköpunarflotanum og það varð samfellt allan ársins hring hjá stærri hluta flotans. Þetta hlaut að hafa í för með sér breytingu á Sjómanndagshaldinu ekki sízt í Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem meginhluti sjómanna voru togara- menn og loðnuútgerð jók síðan enn á fjarvistir fiskimanna. Þá hefur hin síðustu ár einnig breytzt úthald farskipanna. Viðstaða þeirra í heimahöfn er orðin miklu styttri en áður var. Árum saman var barizt harðri baráttu við að halda öllu sjómanna- dagshaldinu í sama horfi og hinn fyrsta sjómannadag, en nú er svo komið að skrúðgangan er fallin nið- ur og þátttaka sjómanna í íþróttum og skemmtiatriðum dagsins orðin sáralítil. Enn er við lýði minningar- guðsþjónustan, lagður er blóm- sveigur á minnisvarðann í Foss- vogskirkjugarðinum og fólk safnast saman til að horfa á ýms skemmti- atriði dagsins, svo sem kappröður landsveita og siglingakeppni, koddaslag og sitthvað annað sem jafnan er til skemmtunar, jafnt og fluttar eru ræður og menn heiðrað- ir. Einnig er kvöldhófíð enn með svipuðu sniði og alla tíð hefur verið. Nú hefur sjómannadagurinn ver- ið löghelgaður frídagur og er það von okkar, að það auki þátttöku sjómanna á ný í hátíðahöldunum. Þessir staksteinar, sem ég hef tínt saman úr framkvæmdasögu samtakanna eru aðeins til að gefa vísbendingu um að þessi samtök eiga sér mikla sögu — þar eru margar steinvölur milli stóru stein- anna. Dvalarheimili sjómannadagsins i Reykjavík og Hafnarfirði hafa verið rekin eins og þau voru hugsuð, sem mannúðar- og líknarstofnanir. Starfsfólk hefur jafnan verið reynt að velja þannig, að það væri sem mest með sama hugarfari, enda er það svo, að ég minnist ekki eins einasta dæmis um að hafa heyrt eða fengið kvörtun um kuldalegt tilsvar starfsfólks við gamla fólkið og hefur þó margur ágreiningur verið á þessum stóru heimilum, sem þuft hefur að leysa og þolinmæði starfsfólks verið mjög reynd. Ég nefndi hér fyrr, að happ- drættið hefði mest staðið undir uppbyggingunni, en happdrættis- leyfíð var fengið fyrir velvilja stjóm- valda og happdrættið síðan borið uppi fyrst og fremst af velvilja al- mennings. Það væri að misnota þennan velvilja þjóðarinnar, ef ekki væri reynt að gæta fyllstu hagsýni í rekstri og jafnframt að nota alla möguleika sem gefast til að afla tekna og létta undir með rekstri og framhaldi uppbyggingar. Áður er getið þeirra miklu breyt- inga sem urðu á óskum og þörfum í málefnum aldraðra á næstliðnum áratug, en þessum breytingum hef- ur oft fylgt mikill kostnaður. Þeim fer fjölgandi hlutfallslega með þjóð- inni sem ná mjög háum aldri, með- alaldur nú á Hrafnistuheimilunum er 82 ár en var 72 ár fyrstu árin eða á sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda. Af þessum háa aldri leiðir að heimilisfólkið er almennt miklu lasnara en áður var og þarfn- ast meiri umönnunar og hjúkrunar. Þessu fylgir aukinn kostnaður í fólkshaldi, þá eru kröfur um sér- menntað fólk í flest störfin, og hjúkrunardeildir með dýrum búnaði og tækjum. En í þessu efni er ekki annað að gera fyrir þá, sem við öldrunarmál vinna, en reyna að standa sig og mæta þörfum gamla fólksins. Það á það inni hjá þjóð- félaginu. Og ekki megum við horfa til baka og miða við það sem áður var, heldur vera jafnan aðeins á undan og horfa fram á veginn. Sjómannadagurinn er aðili að stofnun Öldrunarráðs íslands, en innan þess ráðs varð að veruleika enn einn draumurinn um fullkomið hjúkrunarheimili fyrir aldraða og í því skyni lét Sjómannadagurinn í té hluta af dýrmætri lóð Hrafnistu í Reykjavík. Þar er nú risið umönn- unar- og hjúkrunarheimilið Skjól, sem notar þvottahús og eldhúsað- stöðu á Hrafnistu og er tengt Hrafnistuhúsunum neðanjarðar. Þá á Hrafnista einnig nokkurt innhlaup, fyrir sitt fólk í Skjól. Ekki erum við heldur hættir ný- byggingum upp á eigin spýtur. Um þessar mundir er, sem fyrr segir, verið að bjóða út smíði 28 raðhúsa við Naustahlein í Garðabæ í ná- grenni við áður reist hús við Boða- hlein. Þetta verða svonefndar „vemdaðar þjónustuíbúðir". Og þá höfum við ýmislegt í huga í fram- kvæmdum við Hrafnistu í Reykja- vík, erum að leita samþykkis fyrir smíði 30—40 vemdaðra þjónustuíbúða á vesturlóðinni og einnig er í bígerð bygging endur- hæfingaraðstöðu, sundlaugar og nuddpotta við austurenda Hrafn- istu, þar sem yrði innangengt úr Skjóli jafnt og Hrafnistu. Þessi að- staða ætti einnig að nýtast öldmðu fólki almennt í Laugarásnum en þar búa margir aldraðir í eigin íbúðum og íbúðum á vegum Reykjavíkur borgar. Eg hef ekki nefnt hér nöfn manna, sem við sögu koma, nema Siguijóns Á. Ólafssonar, og okkar formannanna, sem einskonar punkta í sögunni. Það vita allir að verk þessara samtaka em ekki verk einhverra fárra manna. En eins og ég sagði í upphafi sakna ég margra og marga á ég enn góða vini og samstarfsmenn, sem væri skylt að nefna. En það hefði orðið langur sá listi á aldar- fjórðungstíma mínum í samtökun um, og vísast um það til sögu sam- takanna, sem kemur út í þessa mund. Einn vil ég þó nefna hér í ágripi mínu á afmælisdaginn, og það er Guðmundur H. Oddsson; við vomm svo lengi saman í stjóm og stóðum ævinlega saman í barátt- unni, þegar það gilti að standa sam- an. Það er að sjálfsögðu margs að minnast hjá mér sjálfum eftir 26 ára formennsku í stjóm Fulltrúa- ráðsins. Mál það, sem mér þykir kannski vænst um, er að það var fyrir forystu okkar samtaka, að Álþingi samþykkti að helga árið 1982 máleftium aldraðra. Ýmis framkvæmdaatriði em mér að sjálf- sögðu minnisstæð, eins og til dæm is tímasetning okkar í byijunar- og lokaframkvæmdum að Hrafnistu í Hafnarfirði. Ef ég væri hinsvegar spurður, hver væri mesti árangur sem Sjómannadagssamtökin hefðu náð í minni stjómartíð, mundi ég svara að það hafi verið endurreisn in eftir ófriðinn á ámnum 1960—64. Þessi ár vom hinn mesti reynslutími samtakanna á 50 ára ferli þeirra. Ég var til þess að gera nýkominn á þing, þegar menn ræddu þar sín á milli í fullri alvöm um að taka af eða skerða ijárráð samtakanna vegna ófriðar innan þeirra og ófrið ar um þau. Mér var því manna ljós- ast, hversu málum var illa komið, og í þennan mund tók ég sæti í Sjómannadagsráði, sem fulltrúi Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Það var almennur vilji í ráðinu til að breyta gangi mála og koma á friði og ein ingu á ný, einkum vom gömlu full- trúamir sumir, sem áttu mikið hug- sjónastarf að baki í samtökunum, ákafir í að koma á friði og auka reisn samtakanna með almenningi á ný. Friður hafði ríkt í tvo áratugi undir stjóm hins mikilhæfa stofn- anda samtakanna og ömggs for- ustumanns, og menn vom ráðvilltir, þegar allt í einu var hver höndin uppi á móti annarri í þessum fyrr einhuga samtökum. Það var kominn alvarlegur klofn- ingur í samtökin, þegar formaður, sem verið hafði sjálfkjörinn í 23 ár féll með eins atkvæðis mun 1961. Ekki fékkst friður í samtökunum með formannsskiptunum og undir misklíðina kyntu áfram deilur um forstjóra Hrafnistu. Formaðurinn sem kosinn var 1961, Einar Thoroddsen, hinn ágætasti maður, neitaði alveg að halda áfram formennsku 1962, og þá gaf ég kost á mér til formanns- kjörs og var kosinn og hef nú, sem áður segir, verið formaður í 26 ár. Við áttum aðeins eitt svar, sem duga myndi, og það var að leggjast á eitt með að auka framkvæmdir við Dvalarheimilið, það var hug- sjónamálið og það var krafa al- mennings og þeirra ráðamanna, sem lagt höfðu samtökunum lið. Það má segja, að það væri um lífið að tefla fyrir samtökin að standa sig í framkvæmdum næstu árin og aldrei hafa þær gengið jafn rösk- lega, svo sem tölur hér bera með sér. Á sjö árum, það er frá 1962 til 1969, jókst vistmannafjöldi úr 130 í 454. Sjómannadagssamtökin höfðu sannað kraft sinn fyrir al- þjóð, þann sama hugsjónakraft og kjark, sem rutt hafði urðina hér í Laugarásnum og tekið fyrstu skóflustunguna haustið 1952 að stærsta elliheimili landsins og sam- kvæmt teikningunni, sem byggt skyldi eftir, stærstu byggingu landsins — og þá voru erfiðir tímar, mikil íjárhagsvandræði þjóðarinnar og öll viðskipti og framkvæmdir í viðjum. Framkvæmdaárin miklu 1962 og 1969 færðu samtökunum hið fyrra álit og traust. Það varð þó ekki hjá því komist, að þetta kostaði sárar fómir. í raun var enginn sekur, það sem menn töldu að mistekist hefði um framkvæmdir, hafði allt verið samþykkt að byggingamefnd, sem skipuð var hinum beztu mönnum og reyndar var samþykki fyrir því öllu í fulltrúaráðinu. Það var eins um þann ófrið sem ríkti á Hrafnistu- heimilinu, að þar var vandséð, hver sökina ætti, hún var margra. Þetta vom hinir erfiðustu tímar, sem ég man í samtökunum. En sem fyrr segir þá fannst svarið eftir nokkrar fómir og svarið var: Áfram með Dvalarheimilið af fullum krafti. Það hefur líklega ekki verið öllum ljóst, hversu mikill gleðiatburður það var mér, sem mundi þennan tíma vel, þegar á síðastliðnu vori samþykkt þijú stjómarfmmvörp sem urðu að lögum og öll vörðuðu starfsemi okkar og hagsmuni. Slík var staða samtakanna orðin á Al- þingi. Tvö þessara fmmvarpa vom flutt að okkar ósk; þ.e. um happ- drætti DAS þess efnis, að óskorað- ur réttur yfir ráðstöfun tekna skyldi fenginn aftur okkur í hendur, en sá réttur gekk undan okkur á fyrr- nefndum ófriðarámm, og fmmvarp um Byggingarsjóð aldraðra þess efnis, að eignum hans yrði skipt upp, því hann hættir að fá tekjur frá happdrætti DAS, og skyldu þær renna að hálfu til Framkvæmda- sjóðs aldraðra og til hjúkmnar- heimilis Hrafnistu í Hafnarfirði. Þriðja fmmvarpið var flutt að ósk sjómannasamtakanna m.a. í tilefni 50 ára afmælis sjómannadagsins og löghelgaði hann sem frídag. Við báðum forsætisráðherra um að flytja ávarp á hátíðarfundi okkar 3. júní og svar hans var að sér væri heiður að því. Það var þótti okkur vænt um. Það var því með bjartsýni á framtíðina og reist höfuð vegna þess liðna, sem við buðum öðmm forráðamönnum þjóðarinnar, slysa- vama- og félagasamtaka á þennan sama fund í Laugarásbíói. Grein þessi birtist í afmælisriti Sómannadagsblaðsins og birt- ir Morgunblaðið hana með góðfúslegu leyfi höfundar. Frá ræðuhöldum fyrsta Sjómannadagsins við Leifsstyttuna í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.