Morgunblaðið - 23.08.1988, Síða 7

Morgunblaðið - 23.08.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 7 i Morgunblaðið/Amór Kristín Hreiðarsdóttir ásamt nokkrum af yngri gestunum i veizlunni. Margt um manninn í aldarafmæli í Garði Garði. FJÖLMENN afmælisveizla var haldin í Samkomuhúsinu sl. föstudag. Frú Kristin Hreiðars- dóttir hélt þar upp á aldaraf- mæli sitt með pomp og pragt og kom vel á annað hundrað manns í veizluna. Kristín býr nú á Hrafnistu i Hafnarfirði og þótt hún hafi búið í Garðinum i yfir 60 ár þá hóf hún einmitt sinn búskaparferil í Hafnarfirði 1914. Kristínu barst mikið af blómum og gjöfum og þrátt fyrir að minni hennar sé farið að dofna gekk hún um salinn og heilsaði upp á fólkið. Þegar líða tók á kvöldið var farið að draga af afmælisbarninu enda var þetta önnur afmælisveizlan sem hún sat sama daginn sér til heið- urs. Annasömum degi var lokið eins og svo mörgum á hennar lífsferli. Niðjar Kristínar Hreiðarsdóttur og Odds Jónssonar eiginmanns hennar sem lézt 1977 eru orðnir 79. Arnór Mikil veiði í Leirvogsá Veiðin í Leirvogsá hefur verið hreint stórkostleg í allt sumar, hún hófst með góðri veiði 25. júní og hefur varla slotað síðan. Óhætt er að tala um risagöngur í júlí og fram í ágúst. Nú eru komnjr um 800 laxar á land úr ánni sem er metveiði og enn verður bætt við, því veitt er fram eftir septem- ber og nokkuð mun vera af laxi í ánni þrátt fyrir moksturinn. Eitt- hvað lítið hefur komið af nýjum físki síðustu daga. Um skeið var meðalveiði á stöng í Leirvogsá- ánni 7,5 fiskar á dag sem var sambærilegt við Laxá á Ásum eða mjög nærri því. Það segir alla söguna. Meðalveiðin er nú dottin aðeins niður fyrir 7 laxa. Laxinn hefur yfírleitt verið smár, 4 til 6 pund og einhver brögð ku hafa verið af því að eldislaxar hafi slæðst með í aflann. Rólegheit í Langá Heldur róleg veiði hefur verið í Langá upp á síðkastið og áin farin að þverra þrátt fyrir rómaða vatnsmiðlun. Þó eru komnir milli 1100 og 1200 laxar á land úr ánni, þökk sé góðri júlíveiði, og ef hagstætt veiðiveður ríkir þenn- an lokasprett veiðitímans, þá gæti veiðin náð e.t.v. 1600 til 1700 löxum, því það er mál manna að mikill lax sé í ánni, alls staðar og meira t.d. á Fjallinu heldur en sést hefur þar í áraraðir. Það hefur vantað þessa stöku risalaxa í ána í sumar, en fáeinir 16 til 18 punda fískar haldið uppi flaggi stórlaxanna. Hægist um í Selá „Menn láta vel af þessu í Sel- ánni, það er talsvert af laxi, en hefur hægst aðeins um veiðina. Þó eru komnir á níunda hundrað laxar á land,“ sagði Hörður Óskarsson Strengsmaður í sam- tali við Morgunblaðið í gærdag. Niðursveiflan er byijuð í Selá, reyndir telja að hún muni fara eitthvað jrfír 1000 laxa í sumar, en öll merkin séu til staðar, mun minni fískur sé nú en í fyrra. Menn hafa séð þetta gerast áður. Hörður sagði aflanum nokkuð misskipt í ánni upp á síðkastið, reyndir og kunnugir menn veiddu gjarnan obbann af veiðinni en þeir lítt reyndari fengju jafn vel lítið eða ekkert. Dauf Laxá í Aðaldal Heldur róleg veiði hefur verið í Laxá í Aðaldal lengst af í sum- ar, en fáeinar hrotur hafa bjargað andliti þessarar miklu laxveiðiá sem hefur verið gruggug af leir- losi bróðurpart veiðitímans. Komnir munu milli 1800 og 1900 laxar á land og eru menn að vona að veiðin leki í 2000, en það er aðeins veitt fram í fyrstu daga september. Tveir 26 punda laxar hafa veiðst og nokkrir um og yfír 20 pund, annars hefur verið lítið af þeim stóru í ánni í sumar eins og reyndar víðar. Bandaríkin: Geisladiskur með ís- lenskum kontrabassa Arni Egilsson ÁRNI Egilsson leikur verk eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson, Charles Whittenberg og sjálfan sig á geisladiski sem út kom í Bandaríkjunum í upphafi mán- aðarins. . Verk Þorkels Sigurbjömssonar „Niðu_r“ er flutt af Sinfóníuhljóm- sveit íslands undir stjórn Vladim- irs Ashkenazís. Ami Egilsson leik- ur einleik á kontrabassa í verkinu. Á geisladiskinum leikur Árni verk af tuttugu ára' tímabili af ferli sínum, frá 1968 til þessa árs, en sjálfur samdi hann tvö verkanna í janúarmánuði síðastliðnum. „Öðrum þræði gefur alþjóðlegt þing kontrabassaleikara sem hald- ið verður hér í Los Angeles í haust ágætt tilefni til útgáfu disksins," segir Ámi. „Verk Þorkels er fyrsti og eini íslenski kontrabassakon- sertinn og mér vitanlega eitt af fáum íslenskum verkum sém Ash- kenazí hefur stjómað flutningi á. Annað verkið eftir mig er samið fyrir píanó og kontrabassa, hitt fyrir hljóðgervil og'kontrabassa. Verk Whittenbergs er eitt af þeim fyrstu sem samin vora fyrir segul- band.“ Honda CBR 1000, kostar nú kr. 545.000- (kostaði áður kr. 585.000-) Honda XR 600R, kostar nú kr. 318.000- (kostaði áður kr. 345.000-) Örfá hjól til afgreiðslu strax. HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 CBR 1000 HJOUNM AT1LBOÐS.. VERÐi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.