Morgunblaðið - 13.09.1988, Page 50

Morgunblaðið - 13.09.1988, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Byggingaverkamenn Okkur vantar byggingaverkamenn til starfa strax í Reykjavík og Hafnarfirði. Mikil vinna. Matur á staðnum. Upplýsingar á daginn í símum 675249 og 652478. Eftir kl. 19.00 í síma 52247. Reisir sf• Ritari óskast á lögmannsskrifstofu í Hafnarfirði eftir hádegi. Umsóknir sendist merktar „Ritari“ í pósthólf 7, 221 Hafnarfirði. ISAL Rafvirkjanám hjá ÍSAL íslenska álfélagið hf. hefur í hyggju að ráða einn nema í rafvirkjun á næstunni. Stúlkur koma jafnt til greina og piltar. Þeir sem eiga eldri umsóknir um slíkt iðnnám hjá ÍSAL, eru beðnir að endurnýja umsóknir sínar. Öðrum er bent á að nálgast umsóknareyðu- blöð í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík, eða Bókabúð Olivers Steins, Hafn- arfirði. Allir umsækjendur munu gangast undir reynslupróf. Umsóknum óskast skilað í pósthólf 244, Hafnarfirði. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 19. september 1988. Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri í síma 52365. íslenzka álfélagið hf. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Staða deildarstjóra á gjörgæslu er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. sept. Nánari upplýsingar gefur Rakel Valdimars- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri gjör- gæslu, í síma 19600. Reykjavík 09.09 1988 ísbúð Starfskraftur óskast í ísbúð. Vinnutími frá kl. 9.30-18.00. Upplýsingar í síma 29622. Múrviðgerðir Viljum ráða menn vana múrviðgerðum. Upplýsingar í síma 29109. ÍSTAK Vegna mikilia anna vantar enn þjónustulipra starfsmenn í hin ýmsu störf á Pizza Hut. Hæfniskröfur eru enn sem áður að viðkom- andi séu léttir í lund, þægilegir í framkomu, snyrtilegir og að sjálfsögðu til þjónustu reiðu- búnir. Um dagvinnu er að ræða en samkomulag er hvort viðkomandi starfi hálfan eða allan dag- inn. Ráðningar verða strax. Vinsamlegast athugið að umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru aðeins gefnar á skrifstofu Liðsauka hf., frá kl. 9.00-15.00. Skólavörðustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355 Framtíðarvinna Duglegt og samviskusamt starfsfólk óskast í pokadeild okkar. í boði er mikil vinna, góð vinnuaðstaða og mötuneyti á staðnum. Við leitum að traustu fólki og aldur er ekk- ert skilyrði. Áhugamenn um viðkomandi störf hafi sam- band við Börn Ástvaldsson, milli kl. 13.00 og 16.00 næstu daga. Plastprent hf. Fosshálsi 17-25, sími685600. Vélstjóri Vélstjóra vantar á skuttogara frá Suðurnesj- um. Upplýsingar í símum 92-37460 og 985- 22238. Vélavörð vantar á Snæfara HF 186. Upplýsingar í síma 43229. Stjórnun - markaðsstarf reyndur og framtakssamur maður leitar að starfi. Starfsreynsla: Rekstur eigin fyrirtækis og önnur stjórnunarstörf. Endurmenntun: Stjórnun og markaðsfræði við bandarískan háskóla. Tungumál: Enska, Norðurlandamál og þýska. Metnaður - reynsla - ábyrgð. Vinsamlega sendið fyrirspurnirtil auglýsinga- deildar Morgunblaðsins merktar: „Framtaks- samur, tilbúin strax - 7401“. JliOfplST Góðan daginn! Garðabær Blaðbera vantar í Silfurtún og Mýrar. Upplýsingar í síma 656146. Múrarar Viljum ráða tvo múrara strax í mjög gott verk. Upplýsingar í síma 641340. SMIÐJUVEG 11200 KÓPAVOGI - S: 91-641340 Kranamaður Byggingarfélag Gylfa og Gunnars vill ráða vanan kranamann á byggingakrana (pinna- krana). Mikil vinna. Upplýsingar í síma 20812. Skrifstofustarf Innflutnings- og verslunarfyrirtæki óskar að ráða starfsmann sem allra fyrst til almennra skrifstofustarfa, svo sem gerð tollskýrslna, verðreikninga o.fl. Einhver kunnátta á tölvur nauðsynleg. 50-80% starf kæmi til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild blaðsins fyrir 16. sept. merkt: „Lifandi starf - 4373“. St. Franciskuspítal- inn í Stykkishólmi vill ráða sjúkraþjálfara til afleysinga í októ- bermánuði í nýopnaðri deild. Einnig óskum við eftir að ráða hjúkrunarfræðing og sjúkra- liða sem fyrst. Góð íbúð er til staðar og einnig dagheimili. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-81128. Rekstrarráðgjafi getur tekið að sér hlutastarf/hálfsdagsstarf t.d. við rekstur félagasamtaka/íþróttafélaga á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt. „Rekstur - 88“. Verkamenn Verkamenn vantar til starfa í Kópavogi. Upplýsingar í síma 622700. ÍSTAK Verksmiðjustörf Lýsi hf. óskar að ráða fólk til almennra verk- smiðjustarfa. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir verkstjóri (ekki í síma) á Grandavegi 42.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.