Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 O.N. Olsen á ísafírði: Starfsmenn hindr- uðu útskipun rækju Viðræður í gangi um kaup á þrotabúinu STARFSMENN rækjuverksmiðju O. N. Olsen á ísafirði komu í gær i veg fyrir að tækist að skipa út talsverðu magni af rækju sem fúll- unnin var áður en til gjaldþrots fyrirtækisins kom. Rækjan var full- veðsett Landsbanka íslands og hefðu tekjur af sölunni runnið til hans. Að sögn Lilju Sigurgeirsdóttur talsmanns starfsmannanna vakti það fyrir starfsmönnunum, sem alls eru um 20, að krefjast ógreiddra launa frá fyrirtækinu. Starfsmenn hafa ekki fengið greidd iaun frá því í ágústmánuði og áttu þriggja vikna laun inni þegar til gjaldþrots kom. Fólkinu hefiir ekki verið sagt upp. Þtjú tilboð hafa borist í eigur þrotabúsins. Fundur veðkröfuhafa í þrotabú O. N. Olsen hefur samþykkt að ganga til samninga við Ama Sig- urðsson á ísafirði sem átti hæst þriggja tilboða sem gerð vora í þrotabúið. Árni bauð 152 milæljón- ir króna í eignir og rekstur verk- smiðjunnar. Arni mun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, vera í félagi við Ásgeir Erling Gunnars- son, framkvæmdastjóra Pólstækni, Bjöm Hermannsson á ísafirði, Jón GuðlaugMagnússon, framkvæmda- Heimsbikar- mótið í skák:: Glæsileg- ursigur hjá Tal HEIMSMEISTARINN fyrr- verandi, Mikhail Tal, sýndi að lengi lifir í gömlum glæð- um, þegar hann vann skák sina við Speelman í 4. umferð Heimsbikarmóts Stöðvar 2 á glæsOegan hátt. Upp kom Pirc-vörn í byrjuninni og bauð Speelman jafiitefli f 21. leik. Því boði svaraði Tal með því að fórna manni og vinna síðan skákina í 34. leikjum. Önnur úrslit í 4. umferð, urðu þau, að Jóhann Hjartarson vann Margeir, skák Spassky og Nicolic fór í bið, jafntefli gerðu Sokolov og Portisch og Kasparov og Ribli. Þá varð jafntefli í skák Korstnoj og Anderson og Nunn og Júsúpov. Beljavsky vann Ehlverst í 21. leik sem teljast verður óvenju- legt í jafnsterku móti. stjóra Marbakka í Kópavogi og Eirík Böðvarsson framkvæmda- stjóra Niðursuðuverksmiðjunnar hf á ísafirði. Mun ætlun þeirra að stofiia hlutafelag um reksturinn og yrðu stærstu hluthafar þeir Ámi Sigurðsson og Bjöm Hermannsson með 17% eign hvor. Veðkröfuhafar veittu þeim félögum frest fram yfir helgi til að mæta ákveðnum skilyrð- um um Qármögnun og tryggingar. Auk Áma Sigurðssonar bauð Guð- mundur Sigurðsson á Hnífsdal 121 milljón í fyrirtækið og Óttar Yngva- son í Reykjavík bauð 112 milljónir. Að sögn Lilju Sigurgeirsdóttur var horfið frá útskipun rækjunnar vegna mótmæla starfsmannanna. Jaftiframt var þeim tjáð að skýr svör um hvenær af launagreiðslum yrði fengjust ekki fyrr en ljóst yrði hvort tækist að selja fyrirtækið. Komi tíl ábyrgðar af hálfu ríkis- sjóðs munu greiðslur samkvæmt því f fyrsta lagi geta komið í desember- mánuði. Lilja sagði að starfsmenn- imir myndu ráða sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna strax eft- ir helgi, það héfði þegar dregist úr hömlu. Orvar HU 21. • • Orvar HU 21 bæði með mest verðmæti og afla Frystitogarinn Örvar HU 21 var að loknum ágústmánuði það skip, sem bæði mestan afla hafði þá fært á land og verð- mætastan. Örvar hafði þá aflað 4.421 tonn að verðmæti 290,4 miRjónir króna. AIls höfðu á þessum tíma 7 frystitogarar aflað fyrir meira en 200 mil\j- ónir króna og 15 ísfisktogarar fyrir meira en 100 mil^jónir. Akureyrin EA 10 er í öðra sæti frystiskipa með 281 milljón og 4.263 tonn og í þriðja sæti er Venus HF 519 með 215,8 milljón- ir og 3.574 tonn. Örvar hafði á þessum tíma landað 13 sinnum, Akureyrin 10 sinnum og Venus 8 sinnum. Af ísfísktoguram er Guðbjörg ÍS 46 að vanda með mest afla- verðmæti, en tveggja þriðju hluta þess er aflað með sölu erlendis. Aflaverðmætið er alls 157,5 millj- ónir og aflinn 3.484 tonn. í öðra sæti er Bessi ÍS 410 með 139,2 milljónir og 3.265 tonn. 85 millj- ónir fékk Bessi fyrir sölu afla er- lendis. í þriðja sæti er Vigri RE 71 með 137,8 milljónir króna og 2.554 tonn. 116,5 milljónir fékk Vigri fyrir sölu afla erlendis. Af toguram frá Vestmannaeyj- um til Snæfellsness náðu þrfr að fiska fyrir meira en 100 milljónir, Breki, Ottó N. Þorláksson og Sturlaugur H. Böðvarsson, en Ottó var jafnframt með næstmest- an afla yfir allt landið, 4.314 tonn. Á Vestfjörðum fóra fímm yfír 100 milljónir, Bessi, Guðbjörg, Gyllir, Júlíus Geirmundsson og Slétta- nes. Arnar var eini togarinn á Norðurlandi, sem náði þessu marki, en sala afla erlendis af þessu svæði er minni en frá öllum öðram landshlutum. Á AustQörð- um öfluðu Gullver og Snæfugl fyrir meira en 100 milljónir. Fimm stórir togarar náðu þessu marki, Engey, Viðey, Víðir, Vigri og Ögri. Seðlabankinn gerði athuga- semd við tillögur eins banka um vaxtalækkun, eftir að bankarnir skiluðu inn tillögum sínum f gær- morgun. Flestir bankanna leggja til lækkun nafnvaxta á bilinu 4 tU 5 prósent. Allir leggja til raun- vaxtalækkun á bilinu 0,25 til 0,50 prósent. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans segist ekki vera sáttur við þessar lækk- anir, hann sjái ekki tilefiii til þeirra. Vaxtabreytingar bank- anna verða ákveðnar á mánudag. Viðskiptabankamir sendu Seðla- bankanum tillögur sínar um vaxta- ákvarðanir í gærmorgun. Seðla- bankinn hafði farið fram á að bank- ar og sparisjóðir lækkuðu nafnvexti um 5 prósentur og raunvexti 0,75 prósentur. „Það sem við höfum era þeirra hugmyndir, eða drög, að breyting- um,“ sagði Eiríkur Guðnason að- stoðarbankastjóri í Seðlabankanum í gær. Eiríkur sagði að hugmyndim- ar væra um nafnvaxtalækkun allt um un um Togarasmíði Stálvíkur: Marokkómenn þurfa að fá 1,1 milljarð króna að láni Leitað til Norræna flárfestingabankans JÓN GAUTI Jónsson fram- kvæmdastjóri Stálvfkur segir að kaupendur togaranna 10 f Mar- okkó sem Stálvík hefúr samning um að smíða þurfi að fá helming samningsupphæðarinnar að láni. Sem kunnugt er hljóðar samn- ingsupphæðin upp á 2,3 milljarða króna og því er hér um 1,15 rnilljarða króna lán að ræða. Stálvík hefúr sent gögn um mál- ið til Norræna Qárfestingabank- ans og hyggst leggja þar inn láns- umsókn fyrir fyrrgreindri upp- hæð. Aðspurður um hvort Stálvík hafi aflað sér upplýsinga um greiðslu- getu og lánstraust kaupenda togar- anna í Marokkó segir Jón Gauti svo vera. Hafi Landsbankanum borist bankayfirlýsing frá virtum dönsk- um banka um það og hafi Lands- bankinn tjáð Stálvík að sú yfirlýsing sé jákvæð. Hvað varðar tryggingu fyrir því láni sem veita þarf kaupendum seg- ir Jón Gauti að hún felist einkum í veðrétti í skipunum sjálfum. Einn- ig komi til ríkisábyrgð af hendi Marokkóstjómar. Sé hún mismun- andi mikil eftir byggingartíma tog- aranna og eftir þeim lánum sem tekin verða. Jón segir að stjómvöld í Marokkó standi ekki að baki kaupunum heid- Stálvfk hyggst sefja 10 togara þessarar gerðar til Marokkó. Bankarnir leggja til minni vaxtalækkun en beðið var um Ekki tilefiii til raunvaxtalækkana, segir Sverrir Hermannsson ur aðilar í öðru Arabalandi og hafi þeir aðilar fullt traust banka eins og greint er frá í dönsku bankayfir- lýsingunni. að 5 prósentum og raunvaxtalækk- 0,25 til 0,50 prósentur. Seðlabankinn gerði athugasemd við drög eins bankans, sem lagði til minna en 4 prósenta lækkun. Tveir bankanna lögðu t.il 5 prósenta lækk- un nafnvaxta. Hver banki fyrir sig leggur fram tillögur um vexti og era tillögumar jafnt um útlán sem innlán. Á mánudag verður endanleg ákvörðun tekin um vextina, á grandvelli þessara tillagna bank- anna að fengnu samþykki Seðla- banka. Breytingamar taka gildi þann 11. október næstkomandi, en einhver hluti þeirra þó ekki fyrr en þann 21. Stefán Pálsson bankastjóri Bún- aðarbankans sagði þann banka hafa lækkað í takt við hugmyndir Seðla- bankans, en var að öðra leyti ekki reiðubúinn til að tjá sig um breyt- ingamar. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans sagðist vera ákaf- lega staður við þessar breytingar. „Eg sé ekki tilefni raunvaxtalækk- unar,“ sagði Sverrir. „Þetta er há- mark nafnvaxtalækkunar sem ég gat fyrir mitt leyti fallist á. 0,5 prósent lækkun raunvaxtanna varð niðurstaðan og 5 prósent á hinu og læt það vera. Menn verða að fara með mikilli gát. Það er væntanlega ekki tilætlan nokkurs manns að hrugga við eða stórskaða spamað- arhyggju fólks. Við þurfum að gera allt annað. Það er eyðslusemin í þjóðfélaginu sem við verðum að fara að venja fólk af, en ekki öfugt eins og gert væri með óvarkámi í þessum sökum," sagði Sverrir Her- mannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.