Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 17 ísagörður: Tónleikar í miimingu Ragnars H. Ragnar Isafirði. JÓNAS Ingimundarson, píanó- leikari, var með all sérstæða tón- leika hér á ísafirði á sunnudag. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um Ragnar H. Ragn- ar, skóiastjóra Tónlistarskóla Landsfiindur Kvennalistans Á Snæfellsnesi 4.- 6. nóvember SJÖTTI Landsfundur Kvenna- listans verður haldinn að Görð- um á Snæfellsnesi dagana 4.— 6. nóvember. AðalumQöliunar- efiii fundarins verða efiiahags- mál. ísafjarðar, en Ragnar hefði orð- ið níutíu ára þann 29. september síðastliðinn hefði hann lifað. Aðeins eitt verk var á efnis- skránni, Óður steinsins, eftir Atla Heimi Sveinsson, Kristján frá Djúpalæk og Ágúst Jónsson. Ágúst Jónsson hefur lagt fyrir sig að ljós- mynda steina á mjög sérstæðan hátt. Kristján frá Djúpalæk samdi ljóðið Óður steinsins eftir að hafa skoðað myndir Ágústs. Síðan kom Atli Heimir til sögunnar og samdi 30 smálög við ljóðin. Rúnar Guðbrandsson, kennari á ísafirði, las ljóðin, Jónas lék á píanóið og eiginkona hans, Ágústa Hauksdóttir, sýndi litskyggnur af steinunum. Frímúrarasalurinn á ísafirði var fullskipaður og lista- mönnunum var forkunnarvel tekið. Úlfar. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Gunnlaugur Jónasson, stjórnarmaður í Tónlistarfélagi ísaQarðar, flutti ávarp og þakkaði listamönnun- um góðan flutning. Talið frá vinstri: Gunnlaugur Jónasson, Ágústa Hauksdóttir, Jónas Ingimundarson og Rúnar Guðbrandsson. Landsfundurinn er að þessu sinni haldinn utan höfuðborgarsvæðisins, til að mæta auknum áhuga kvenna utan þéttbýlis á stefnumótun sam- takanna, að því er segir í frétt frá Kvennalistanum. Aðalumfjöllunar- efni fundarins tengist efnahagsmál- um: Hvemig telja konur efnahag heimilanna, og um leið þjóðarbús- ins, best komið við þær aðstæður sem ríkja á landinu í dag? I fréttabréfi frá Kvennalistanum kemur fram að á fyrri Landsfundum hafi verið mikil og góð þátttaka og vonast sé til að svo verði einnig nú, enda séu allar konur velkomnar. Hópferðir verða skipulagðar úr Reykjavík og fyrirgreiðsla veitt þeim konum sem koma langt að. Hanns» Holmsleinn Gissurarson MARKAЧOFL OGMIÐSTYRING BSE-bók: Markaðsöfl og miðstýring BÓKAVERSLUN Sigfusar Ey- mundssonar hefur gefið út bók- ina Markaðsöfl og miðstýringu eftir dr. Hannes Hólmstein Giss- urarson Iektor. Þetta rit er ætlað til kennslu í hagfræði, félags- fræði og stjórnmálafræði í Há- skóla íslands og öðrum fram- haldsskólum, jafnframt því sem kostað hefur verið kapps um að gera það aðgengilegt og auðlæsi- legt fyrir áhugasama leikmenn. Lýst er kenningum fræðimanna frá Adam Smith og Karli Marx á fyrri tíð til Johns Maynards Keynes og Friedrichs von Hayeks á okkar dögum um æskilegt fyrirkomulag framleiðslu og viðskipta. Einnig er rætt um einstök ágreiningsefni nútímamanna, svo sem hvort áætl- unarbúskapur hafi í för með sér ófrelsi, hvort tekjuskipting á frjáls- um markaði sé réttlát, hverjir eigi fískinn í sjónum umhverfis ísland, hvort áframhaldandi hagvöxtur sé eftirsóknarverður, hvort konur búi við misrétti á íslandi og hvort ís- lendingar eigi að veita þróunarað- stoð. Ræktid / i 1 i § olalauKa! Stórar plöntur -Nýsending Vorum að fá nýja sendingu af stórum plöntum: PÁLMARj FÍKUSAR, DREKATRE O.FL. O.FL. Erika - (stofulyng) Eigum nú óvenju fallegar Erikur á góðu verði. (Eremurus Robustus) Sjá nánar í „Blóm vikunnar“ í Morgunblaðinu 17, september sl. Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 Ræktið sjálf eigin jólahýasintur, jólatúlipana, jólakrókusa og jólaliljur. Góðar leiðbeiningar fylgja. Nú er rétti tíminn til að planta jólalaukunum. Þessa helgi leggj um við sérstaka áhersiu á rækt- un alls konar innilauka. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.