Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 31
} T.1T;a Mí •' IA f W V;v f fi fc *s *{ MMf MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 31 „Mitt líf — Ég vel“: Efling heilbrigðs líf- ernis meðal æskufólks Um þessar mundir er að hefl- ast sérstakt átak til að efla heil- brigt líferni og veliíðan meðal íslenskra unglinga. Herferðin er á vegum ne&idar um heilbrigða Vetrarstarf hjá Vörn Vetrarstarf sjálfetæðiskvenna- félagsins Varnar á Akureyri er að hefjast þessa dagana. Eins og í fyrra heldur Vðm áfram upp- teknum hætti með svokðiluðum hádegisverðarfundum, sem mæld- ust mjög vel fyrir þá, að sögn Bjargar Þórðardóttur formanns Vamar. Hádegisverðarfundimir verða haldnir mánaðarlega, ávallt fyrsta laugardag hvers mánaðar á Hótel KEA, og hefjast þeir kl. 12.00. Gest- ur mætir á hvem fund fyrir sig og verður tekið á þeim málum, sem helst em í brennidepli hveiju sinni. Á fyrsta hádegisverðarfundinum, sem haldinn verður í dag, mætir Tómas Ingi Olrich og þar er ætlunin að ræða stöðu sjálfetæðisflokksins. lifehætti æskufólks, sem skipuð var af heilbrigðisráöherra fyrr á þessu ári. Guðmundur Bjarna- son heilbrigðisráðherra dreifði veggspjðldum, barmmerkjum og límmiðum tíl nemenda Glerár- skóla i gærmorgun af því tílefhi. Fyrstu skref átaksins em tekin undir slagorðinu „Mitt líf - Ég vel“. Veggspjaldi, barmmerki og límmiða er dreift til allra skólanem- enda á aldrinum 11 til 16 ára, alls um 21.000 manns. Sérstök áhersla er lögð á að unglingamir taki sjálf- ir ábyrgð á sínu lífi, en það mótast af ýmsum ákvörðunum sem teknar em mörgum sinnum á dag, alla daga ársins. Vakin er athygli á sjálfstæðum ákvörðunum um ýmsar lífsvenjur svo sem mataræði, hreyf- ingu, kynlíf, vímuefni, vináttu og ótal fleiri atriðum sem unglingar velja sjálfir og ráða miklu um líðan þeirra í nútíð og framtíð. í neftid um heilbrigða lífshætti æskufóiks sitja fulltrúar frá heil- brigðisráðuneyti, íþróttasambandi íslands, Landlæknisembættinu, Ungmennafélagi íslands og Æsku- lýðsráði ríkisins. Morgnnblaðið/Rúnar Þór Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra dreifir véggspjðldum tíl nemenda Glerárskóla í gærmorgun, en áður hafði hann heimsótt skóla á höfuðborgarsvæðinu. Uppskeruhátíð knattspyrnu- manna: Ahöfii Akureyr- arinnar gefiir verðlaunagripi ÁRLEG uppskeruhátíð Knatt- spymuráðs Akureyrar fer franf í Dynheimum á morgun, laugar- dag, klukkan 14.00. Þá verður kjörinn Knattspyraumaður Ak- ureyrar 1988, tílkynnt um Markakóng Akureyrar 1988 og Sporthúsbikarinn veittur þv! liði, sem unnið hefur fleiri leiki á nýliðnu keppnistímabili og stend- ur þá valið eingöngu á milli KA eða Þórs. Áhöfnin á Akureyrinni EA styður verðlaunaafhendinguna með þvf að greiða fyrir alla verðlaunagripi, en alls verða veittir ellefu bikarar og 260 verðlaunapeningar, sem fara til allra flokka karla og kvenna í knattspyrnu. Eins og kunnugt er hefur áhöfnin á Akureyrinni EA aflað vel á árinu og nemur aflaverð- mæti frystitogarans 312 milljónum króna á þeim mánuðum sem liðnir eru af árinu. Þess má geta að á öllu síðasta ári fiskaði Akureyrin EA fyrir 306 milljónir kr. r Ráðstefiia norðlenskra hjúkrunarfræðinga: Ahersla verði lögð á ankið forvarnarstarf - segir Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra Morgunblaðið/Rúnar Þór Norðlenskir hjúkrunarfræðingar skoða sýningu í tengslum við þingið. Guðmundur Bjamason heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra gerir sér vonir um að geta iagt nýja heilbrigðisáætlun fyrir Alþingi nú á haustdögum og má í henni búast við að aukin áhersla verði lögð á forvaraarstarf. „Nýj- ar áherslur, sem ég vil leggja á þetta forvarnarstarf, er að tá ein- staklinginn til að viðurkenna eigin ábyrgð á heilsu sinni, að velja og hafha, hegða sér rétt og ef þörf krefur breyta um lífestíl. Við allt þetta er mikilvægt að hjúkruna- rfræðin sem starfe- og fræðigrein hjálpi tíl,“ sagði ráðherra m.a. á ráðstefnu Norðurlandsdeildar eystri innan Hjjúkrunarfélags ís- lands sem hófet á Akureyri í gær. Deildin er nú 25 ára og af því til- efni var efnt til ráðstefnu, sem ber yfirskriftina „Hjúkrun sem fræði- grein og starfsgrein". Um 70 hjúk- runarfræðingar sitja ráðstefnuna. Hún hófst eftir hádegið í gær með setningu Þóru G. Sigurðardóttur formanns deildarinnar og síðan flutti Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ræðu. Fjölmörg erindi voru flutt eftir ræðu hans. Guðmundur sagði að við flestallar stofnanir, sem féllu undir heilbrigðis- geirann, störfuðu hjúkrunarfræðing- ar ýmist sem stjómendur við sérhæf störf eða hjúkrun. „Með aukinni menntun og aukinni þörf í þjóðfélag- inu hafa hjúkrunarfræðingar fært út starfesvið sitt. Þeir sinna meira og meira heilsugæslu og fræðslu- starfsemi ýmiskonar. Þá hafa stjóm- unarstörf verið mjög vaxandi og fleiri og fleiri hjúkrunarfræðingar eru starfandi á því sviði. Nýjar grein- ar innan læknisfræðinnar krefjast einnig meiri þekkingar þeirra hjúk- runarfræðinga er vinna á sérdeildum og hjúkmn aldraðra krefet æ meiri tíma hjúkrunarfræðinganna. Allt hefur þetta breytt mjög áherslum og störfum þeim er hjúkrunarfræðingar sinna í dag samanborið við starfið áður fyrr. Nú eru liðin um 15 ár frá því að námsbraut í hjúkrunarfræði var stofnuð við Háskóla íslands. Þá var skortur mikill á kennurum til að kenna hjúkranarfræði og einnig mjög erfitt að fá hjúkranarfræðinga til að taka að sér stjómunarstöður. Árangurinn af aukinni menntun hjúkranarfræðinga er augljós hvað þessum þætti varðar. Þvf miður er enn skortur á hjúkranarfræðingum til starfa við almenna hjúkran og veldur það okkur allmiklum áhyggj- um.“ Samkvæmt skýrslu sam- vinnunefndar sjúkrahúsa er talið að fjölga þurfí hjúkranarfræðingum um að minnsta kosti eitt hundrað á ári á nokkram næstu áram. „Efnis- hyggja hverskonar hefur verið mjög ríkjandi f þjóðfélaginu á undanförn- um áram,“ sagði ráðherra. „Ungt fólk hefur laðast áð störfum á sviði viðskipta og fjármála meira heldur en á þeim sviðum sem varða hjúkran og umönnun. Þó virðist mér nú að einhver hugarfarsbreyting kunni að vera f vændum. Þá hefur verið reynt að gera átak varðandi nám í hjúkrun- arfræði og virðist það hafa borið nokkum ávöxt ef dæma má innritun í hjúkrunarfræði í HÍ nú í haust, en þar era nú innritaðir um 100 nem- endur. Samstarfehópur um hjúk- runarmál, sem er hópur hjúkruna- rfræðinga í stjómunarstöðum, hefur lagt mikið af mörkum á þessu ári til að efla áhuga á hjúkranamámi og hjúkranarstörfum. Hann hefur gefið út bækling með upplýsingum um nám og störf hjúkrunarfræðinga, hann er að láta gera myndband um sama efni og um miðjan október mun verða haldin ráðstefna á hans vegum til kynningar á námi f hjúkranar- fræðum. Þessa starfsemi alla hefur ráðuneytið styrkt verulega með fjár- stuðningi." í máli Guðmundar kom fram að sú hugmynd hefði verið reifuð hvort koma eigi upp nýrri hjúkranarstétt, miili hjúkranarfræðinga og sjúkra- liða til dæmis eða til hliðar við þess- ar tvær greinar. Sú hugmynd hefði þó ekki fallið f góðan jarðveg hjá þeim stéttum, sem fyrir era. Guð- mundur sagði að rætt hefði verið um að auka nám sjúkraliða, þá einkum framhaldsnám, til að fá þeim í hend- ur meiri störf og meiri ábyrgð. Nauð- synlegt væri að efla Sjúkraliðaskóla íslands og gera honum kleift að standa fyrir fleiri framhaldsnám- skeiðum. Til þess þyrfti hann meira fjármagn. „Sjúkraliðar hafa rætt þessi mál við mig og eru þau nú til athugunar. Niðurstöðu verðum við að ná þannig að báðar starfsstéttirn- ar megi við una og að þjónusta við þá sjúku verði meiri og betri." Ráðherra vék lítillega að stöðu heilbrigðismála í Norðurlandi eystra og sagði hann uppbyggingu í heil- brigðismálum hafa verið mikla í kjör- dæminu sem og annars staðar úti á landi allt síðan lög um heilbrigðismál tóku gildi 1. janúar 1974. Byggðar hafa verið nýjar heilsugæslustöðvar í Ólafefírði og á Dalvík, nýtt hús- næði tekið í notkun í Mývatnssveit, húsnæði aukið og endurbætt á Akur- eyri, húsnæði endurbætt á Kópa- skeri, Raufarhöfn og Grenivík, brátt verður lokið við smíði nýrrar heilsu- gæslustöðvar á Þórshöfn og bygging á nýju húsnæði fyrir heilsugæslustöð á Húsavík er hafin. Nýleg aðstaða er fyrir heilsugæslu í skólum á Laugw- um í Reykjadal og Stóru-Tjömum í Ljósavatnsskarði. Uppbygging sjúkraþjónustu í héraðinu heftir lfka verið mikil og er þá helst að nefna Fjórðungssjúkrahús Akureyrar. Ný geðdeild hefur tekið til starfa auk bæklunarlækningadeildar. Húsnæði skurðdeildar er eitt fullkomnasta á landinu og nú þegar nýtt húsnæði röntgendeildar verður tekið í notkun innan tfðar verður sú deild líklegast með bestu starfsaðstöðu á landinu, að sögn Guðmundar. Þegar nýtt húsnæði heilsugæslustöðvar á Húsavík verður tekið í notkun og starfsemi hennar flyst úr sjúkrahús- inu, mun sjúkrahúsið fá það húsnæði til notkunar. í Kristnesi, sem heyrir undir Ríkisspítalana, era miklaT^ framkvæmdir í gangi. Þörf á fleiri sjúkrarúmum fyrir aldraða vex með ári hveiju hér sem og annars staðar og hafa dvalarheimilin breyst úr að vera eingöngu dvalar- og vistheimili í að vera hjúkrunarheimili. „Við ætl- umst til að hjúkrunarfræðingar séu vel menntaðir til að takast á við öll hin þýðingarmiklu verkefni. Ég vona að við getum orðið sammála um nauðsyn þess að leggja áherslu á hjúkran sem bæði fræðigrein og starfsgrein," sagði ráðherra. GÍSLI J. JOHNSEN SF n i Kynnum rankxerox Ijósritunarvélar og margskonar skrifstofubúnað dagana 11.-13. október 1988 á Hótel KEA, Akureyri. Opnunartímar: 11. október kl. 14.00-22.00 12. októberkl. 14.00-22.00 13. október kl. 10.00-18.00 Sýningin er opin öllum. Bókabúðin Edda I Hafnarstræti 100 Akureyri • Sími 243341

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.